Morgunblaðið - 25.08.2000, Page 8

Morgunblaðið - 25.08.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐJÐ FRÉTTIR R-listinn leiði næstu ríkisstjórn? Alfreð Þorsteinsson borgarfulltúri segir að þaö sé ekki líklegt að Sjálfstæöisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði ( samstarfi í næstu þingkostningum. Framsóknarflokkurinn hefur ekki fariö vel út úr þessu samstarfi ef miðaðer viðfylgiflokksins. ! I'j' i1 " Ykkur er óhætt að láta mig leiða ykkur, það gerir mig enginn að dvergi. í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmseli íslendinga verða eftirtaldir atburðir á dagskrá í september: 2000 3 Jazzhátíð í Reykjavík Þakkargerðartónleikar tileinkaðir Jóni Múla í kirkju Óháða safnaðarins, kl. 15.00. Ókeypis aðgangur. Liður í Jazzhátíð í Reykjavík. 6 ' Samkirkjuleg messa efdri borgara Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2, kl. 14.00. 17 Mínnísmerki um St. Jósefssystur Útilistaverk reist á Landakotstúni. Samstarfsverkefni Kristnihátíðarnefndar og Reykjavíkurborgar. 29 Engladagurinn á Mikjálsmessu Bænastundir í kirkjum og beðið fyrir börnum. 30 Hátíðarmessa í Landakírkju Vestmannaeyjum, kf. 13:30 Lok hátíðarhalda Kjalarnesprófastsdæmis í tilefni 1000 ára kristnitökuafmælis. Útgáfa Goðasteins, héraðsrrts Rangæinga Tileinkað kristnitökunni. Ekki er unnt að greina frá tímasetningu allra atburða en gert er ráð fyrir að þeir verði nánar kynntir af viðkomandi framkvæmdaaðilum. Norræn garðyrkjuráðstefna U mh verfís væn ylræktun Sveinn Aðalsteinsson N0RRÆN ráðstefna um umhverfis- væna ylræktun í gróðurhúsum stendur nú yfir á Reykjum í Ölfusi í húsakynnum Garðyrkju- skóla ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum vinnu- hóps um ylræktun: NJF, sem eru samtök norrænna búvísindamanna. Sveinn Aðalsteinsson, skólameist- ari Garðyrkjuskóla ríksins, er formaður ráðstefnunnar og Bjöm Gunnlaugsson er ritari hennar. Sveinn var spurður hver væri til- gangur þessarar ráðstefnu. „Tilgangurinn var að safna saman sérfræðingum á Norðurlöndum í ylrækt- un og tilraunum í ylrækt og beina kastljósinu að um- hverfisvænni ræktun. Hingað höf- um við fengið séríræðinga frá öll- um Norðurlöndunum og þetta er í þeim farvegi sem við viljum sjá yl- ræktina í.“ - Eru uppi nýjar aðferðir í yl- rækt? „Aukin áhersla er nú á meiri gæði framleiðslu og hollari afurðir ylræktar. Þetta geta menn til dæmis gert með því að útrýma lyfjum og eiturefnum í ylrækt og Islendingar standa mjög framar- lega á því sviði, þar sem eiturefna- notkun er nánast óþekkt í græn- metisframleiðslu í gróðurhúsum hérlendis. Þá eru nú komnar aðrar aðferðir í blómaræktun sem byggjast á að stýra loftslaginu bet- ur, þannig að notkun ýmissa efna til að fá fram falleg blóm er að verða út úr myndinni. Það er líka betri orkunýting sem verður rædd, ekki síst í raílýsingu og meiri gæði með skynsamlegri notkun raflýsingar.“ - Eru íslenskar rannsóknir kynntar á ráðstefnunni? „Já, hér hefur okkur boðist gull- ið tækifæri til þess að kynna ís- lenskar rannsóknir við íslenskar aðstæður, sem eru nokkuð frá- brugðnar norrænum aðstæðum. Við sögðum í gær meðal annars frá ræktun í vikri, en áhugi á vikri sem ræktunarefni hefur aukist mikið erlendis, enda er hann umhverfis- vænt rætkunarefni miðað við steinull sem er mikið notuð ytra. Einnig var greint frá ræktun tóm- ata að vetrarlagi með hjálp lýsing- ar. En þá eru afurðimar í beinni samkeppni við innflutta tómata og athyglisvert er að kaupendur kjósa oft á tíðum íslenska tómata þannig ræktaða fremur en þá inn- fluttu, þótt þeir íslensku séu dýr- ari. Þuríður Gísladóttir mun í dag segja frá notkun örvera til að halda niðri skaðvöldum í ræktun- arkerfum og í dag verður einnig sýnt tilraunahús skólans sem verið er að leggja lokahönd á.“ - Hvað hafíð þið frétt af erlend- um rannsóknum? ,Áf erlendum rannsóknum má telja að í gær var talað um notkun loftslagsstýringar í gróðurhúsum til að ná fram auknum gæðum grænmetisframleiðslu. I dag verður fjallað um áburðarstýringu til að minnka notkun varnar- efna.“ - Erum við á Islandi farin að rækta allt það helsta sem ræktað erí nágrannalöndunum? „Það vantar nú eitthvað upp á það. Það er hægt að rækta allt héma, það borgar sig bara ekki alltaf. Við einbeitum okkur að því að rækta það sem borgar sig.“ -Hvaðer nýtt á döfínni hjá ykk- ur við Garðyrkjuskóla ríkisins? „Við stefnum að því að opna mjög fljótlega svokallaða Garð- ► Sveinn Aðalsteinsson fæddist 2. ágúst 1960 í Hveragerði. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum við Sund 1979 og B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1983 og doktorsprófi í plöntulífeðlisfræði frá háskólan- um í Lundi í Svíþjóð 1990 og varði dósenttitil við sænska land- bunaðarháskólann 1997. Hann vann við sænska landbúnaðar- háskólann frá 1989 til 1997 við kennslu og rannsóknir og var svo tilraunastjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reyiqum frá 1997 til 1999 en er nú skólameistari þess skóla. Sveinn er kvæntur Helgu Pálmadóttur sérkennara og eiga þau tvö böm. yrkjumiðstöð íslands, þar sem við söfnum öllum sérfræðingum í garðyrkju undir eitt þak í nýbygg- ingu við skólann. Þar verða lands- ráðunautar bændasamtakanna í garðyrkju og skrifstofa Sambands garðyrkjubænda. Þama gefst okkur tækifæri til að sameina kraftana í endurmenntun, leið- beiningarþjónstu, kennslu og rannsóknum." - Hvemig er aðsóknin að Garð- yrkjuskóla ríkisins núna? „Hún er góð. Við höfum fengið 45 nemendur sem þykir gott mið- að við að þetta er sérskóli. Námið er alla jafna tvö ár að viðbættu verknámi. Við eram með sex námsbrautir og mesta aðsóknin er að skrúðgarðyrkjubraut og þar á eftir að blómaskreytingabraut. Skólinn er á Reykjum í Ölfusi eins og fyrr kom fram en nemendur koma alls staðar að af landinu og meira að segja erlendis frá.“ - Er þetta heimavistarskóli? „Það eru fá herbergi í heimavist nú orðið. Margir nemendur aka hingað daglega frá Reykjavík, enda emm við oft með fjölskyldu- fólk hér í skóla, meðalaldur var 29 ár í síðasta árgangi. Einnig fá nemendur sér herbergi hér í ná- grenninu eða íbúðir. Hins vegar ber þess að geta að það er tilfinn- anlegur skortur á húsnæði í Hveragerði." - Eru margir gestir á ráðstefn- unni hjá ykkur og hve- nær lýkur henni? „Ráðstefnugestir em um 25 og ráðstefnunni lýkur á laugardags- kvöld.“ - Er mikill ávinningur að svona ráðstefnum? „Ávinningurinn er margþættur. Við fáum að kynna rannsóknir okkar í garðyrkju og kynnast er- lendum rannsóknum, en megin- ávinningurinn er að við byggjum upp sambönd við erlenda séríraéð- inga sem að koma hingað aftur og halda fræðsluerindi fyrir garð- yrkjubændur. Sambönd við erlenda sérfræðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.