Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rödd æskunnar
„Alltaf mjög gaman að
fá viðurkenningua
Hrafnkell Orri Egilsson.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
-2000
Föstudagur 25. ágúst
TOJVLIST
Sigurjónssafn
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Sönglög eftir Wolf, Poulenc,
Williamson og R. Strauss. Erla
Þórólfsdóttir sópran; William
Hancox, píanó. Þriðjudaginn
22. ágúst kl. 20:30.
NÆSTSÍÐUSTU sumartónleik-
arnir í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar fóru fram á þriðjudagskvöldið
var, þegar Erla Þórólfsdóttir og
William Hancox fluttu fjögur lög
eftir Hugo Wolf, lagaflokkana La
courte paille eftir Francis Poulenc
og From a Child’s Garden eftir
Malcolm Williamson og fjögur lög
eftir Richard Strauss. Dagskráin
var fremur stutt, um 50 mín., og
einkenndist af viðfangsefnum
tengdum heimi barna og ungmenna.
Sem sé ekki lagaval sem venjulega
telst meðal „kröfuharðari" verkefna
hvað varðar túlkun og tækni, enda
flest stutt og einfalt.
Á hinn bóginn útheimtir einmitt
gegnsær tærleiki slíkrar tónlistar
ákveðið látleysi og léttleika í út-
færslu sem síður en svo eru öllum
gefin, auk þess sem athyglinni
hættir um leið til að beinast meir en
ella að undirstöðuatriðum eins og
raddgæðum, tóneyra og textameð-
ferð söngvarans, sem lítt verða þar
falin bak við voldug átök. Sbr. t.d.
muninn á einföldu sönglagi eftir
Schubert og Wagner-óperuaríu.
Þegar upp er staðið er því spurning
hvort þyngri þrautin sé oftar en
ekki túlkun fyrrgetins léttleika, þar
sem „listin felur listina", eins og það
hefur verið orðað.
Eftir Wolf voru flutt þrjú lög við
ljóð eftir Mörike, Er ist’s, Mausfall-
en-Spriichlein og Elfenlied, auk Be-
scheidene Liebe úr Spænsku
söngvabókinni. Þetta var Wolf eins
og hann gerist léttastur, enda text-
arnir um barnagaman og ungmeyj-
arást. Barnsleg voru og í anda hin
sjö litlu lög Poulencs úr La courte
paille (1960), fislétt að yfirbragði en
samt sem áður býsna krefjandi fyr-
ir bæði söngvara og píanista. Líkt
og hjá Poulenc voru barnalögin 12 í
flokki Malcolms Williams (f. 1931),
From a Child’s garden, iðulega ör-
stutt, en mörg hver eftirminnilega
fersk og gædd alþýðlegum þokka
enska þjóðlagsins. Síðustu lögin
fjögur eftir Richard Strauss, Ich
wollt’ ein Stráusslein binden, Mutt-
ertandelei, Ich schwebe og Amor,
voru sömuleiðis dæmigerð fyrir
ljúfustu hlið þýzka síðrómantíker-
ans, sem lagði þar upp frá þýzkri
ballöðuhefð með óvenju afslöppuð-
um gáska.
Dagskráin var því í heild
skemmtilega valin - létt og leikandi
í anda sumars, æskuþróttar og úti-
veru, en engu að síður vönduð og
gefandi tónlist. Og ekki stóð á
píanóleikaranum að skila sínum
hluta í víðast hvar merlandi létt-
leika slaghörpupartsins, því William
Hancox var augljóslega þaulvanur
undirleikari; tær, nákvæmur, fylg-
inn og næmur á hárrétt jafnvægi.
Nokkru öðru máli gegndi með
sönginn. Að vísu var tilfinningaleg
túlkun yfirleitt í góðu samræmi við
inntakið - barnslega kátínu, heima-
sætulega feimni eða æskuvímu
fyrstu ástar - og björt raddgerð
söngkonunnar, sem minnt gat á
drengjasópranhljóm brezku bisk-
upakirkjunnar, virtist sömuleiðis
henta viðfangsefninu. En texta-
framburðurinn, sem raunar er sópr-
önum ósjaldan vandasamari en
lægri raddsviðum, hefði oft mátt
vera skýrari, einkum í þýzku og
frönsku lögunum. Verst var þó sjálf
tónmótunin, sem í óvitneskju um
nánari aðstæður gat auðveldlega
komið hlustendum til að halda að
söngkonan væri annað hvort stödd
á byrjunarreit eða hefði ekki sungið
um langa hríð. Bæði inntónun, fók-
us og dýnamísk mótun voru það
óstöðug, að jafnvel virtist sem allur
stuðningur væri kominn úr skorð-
um, nema þá veikindi, taugavand-
ræði eða fyrrgreint hugsanlegt æf-
ingarleysi hafi komið til að hluta
eða allt í senn.
Hvað sem kann að hafa legið að
baki var ljóst, að söngkonan var
tæplega í stakk búin til að kynna
hlustendum beztu hliðar sínar í hér-
umræddu tilviki. AUtjent náðu hin
fyrrgreindu lýti að trufla heildina
það mikið, að hugsanlegir kostir og
jákvæð sérkenni hurfu nánast með
öllu í skuggann.
Ríkarður Ö. Pálsson
HRAFNKELL Orri Egilsson selló-
leikari hlaut styrk úr minningar-
sjóði Jean Pierre JacquiIIat þegar
úthlutað var úr sjóðnum í níunda
sinn í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar í gær. „Það er alltaf mjög
gaman að fá viðurkenningu fyrir
það sem maður er að gera - fyrir
utan það að styrkurinn kemur sér
vel fjárhagslega. Sérstaklega núna
þar sem ég er að fara að fjárfesta
í hljóðfæri sem kostar sitt,“ segir
Hrafnkell Orri í samtali við Morg-
unblaðið. Hljóðfærið er hundrað
ára gamalt franskt selló sem hann
fann í Amsterdam og er verk
manns að nafni Paul Bailly.
Hrafnkell Orri lauk burtfarar-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1996 og síðustu
árin hefur hann stundað fram-
haldsnám við Tónlistarháskólann í
Liibeck í Þýskalandi, þar sem
hann stefnir að lokaprófi næsta
vor.
Eftir að Hrafnkell Orri hafði
tekið við styrknum úr hendi Arnar
Jóhannssonar, formanns stjórnar
sjóðsins, þakkaði hann fyrir sig
með því að leika fyrir viðstadda
saraböndu úr fjórðu svítu fyrir
selló eftir Bach og Svaninn eftir
Saint-Saens en í seinna verkinu
naut hann liðsinnis Onnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur píanóleikara.
Þetta er í níunda sinn sem út-
hlutað er úr sjóðnum, sem ætlað
er að styrkja tónlistarfólk til að
afla sér aukinnar menntunar og
reynslu á sviði tónlistar, jafnframt
því að halda á lofti nafni Jean
Pierre Jacquillat og framlagi hans
til íslenskrar tónlistar þegar hann
var aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar fslands. Áður hafa hlotið
styrkinn þrír söngvarar, tveir
fiðluleikarar, stjórnandi, tónskáld
og píanóleikari. Alls bárust 18 um-
sóknir um styrkinn sem nemur
hálfri milljón króna.
Sýning í
Smíðar
og skart
NÚ stendur yfir sýning Sigríðar
Gísladóttur í Galleríi Smíðar og
skart, Skólavörðustíg 16A.
Sigríður útskrifaðist frá Málara-
deild MHÍ 1993 og hefur unnið að
myndlist meira og minna síðan. Sig-
ríður var gestanemi við Kúnstakad-
emíuna í Osló 1994. Hún hefur hald-
ið ýmis námskeið í handverki og
myndlist.
Sigríður hefur haldið margar
sýningar á verkum sínum víða um
landið. Má þar nefna sýningar á
Snæfellsnesi, Ólafsvík, Grundar-
firði og í Reykjavík. Á síðasta ári
hélt Sigríður sýningar í Listahorn-
inu á Akranesi, sýningu fyrir Ríkis-
sjónvarpið og Vegasýningu á Snæ-
fellsnesi. Auk þess hefur Sigríður
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin í Smíðar og skart stend-
ur til 28. ágúst og er opin frá 10-18
virka daga og 10-14 laugardaga.
HVOLSVÖLLUR KL. 14
Sögusetrið
Feröir um söguslóöir Njálu. Kl. 19
hefst svo Söguveisla þar sem flutt-
ur veröur leikþátturinn Engin horn-
kerling vil ég vera og söngdagskrá-
in Fögur er hlíöin auk þess sem
boöiö er upp á þríréttaöa veislu-
máltfð í Söguskálanum, sem er
stílfærö eftirlíking af langhúsi frá
miðöldum.
HÁSKÓLABÍÓ
Rauða plánetan - Alþjóðleg ráð-
stefna um rannsóknir á Mars.
Lokadagur ráöstefnunnar um Mars.
Fjallað verður um könnun Mars í
framtíö. Gerö grein fyrir þróun nýs
tækjabúnaöar til rannsókna og
sagt frá geimferðum þeim til hnatt-
arins, sem nú eru fyrirhugaöar.
ththor@raunvis.hi.is
www.reykjavik2000.is - wap.-
olis.is.
Frystikistu
dagar
25-35% Afsláttur
Verð frá
Kr. 23.995,-
HÚSASMIÐJAN
Sími 525-3000 • www.husa.is
Rósamálari í MÍR
NORSKI myndlistarmaðurinn
Sigmund Árseth opnar mál-
verkasýningu í MÍR, Vatnsstíg
10, á morgun, laugardag, kl. 15.
Á sýningunni eru nær 40
myndverk, flest máluð á síðustu
misserum. Landslagsmyndir eru
áberandi á sýninguni og nokkrar
þeirra frá íslandi, en listamaður-
inn dvaldist hér á landi um skeið
í fyrrasumar, ferðaðist þá nokk-
uð um landið og festi landslagið
á léreft.
Sigmund Árseth fæddist í
Hjörundfjord 1936. Ungur að ár-
um hóf hann iðnnám í Osló og
lauk þar sveins- og meistarapróf-
um í húsamálun, en síðar sneri
hann sér að listnámi og hefur
hann helgað myndlistinni starf-
skrafta sína æ síðan. Hann hefur
um árabil verið kunnur mynd-
listarmaður í Noregi og ekki síst
sem rósamálari, rosemaler, og
snjall túlkandi norskrar alþýðu-
listar, en hin þjóðlega norska
skreytilist er náskyld byggingar-
list og arkitektúr, utan húss sem
innan. Sigmund er kunnur fyrir
húsaskreytingar sínar víða og þá
einkum í Bandaríkjunum. Vestan
hafs hefur hann haldið margar
sýningar, m.a. í Washington,
Chicago, San Francisco og New
York. Sýningar hans í Noregi
skipta tugum.
Myndverk Sigmundar og
skreytingar eru víða í söfnum og
á stofnunum í Noregi, Svíþjóð og
Bandaríkjunum. Hann er, ásamt
Margareth Miller, höfundur bók-
arinnar Norwegian Rosemaling,
sem gefin var út í Bandaríkjun-
um fyrir nokkrum árum á forlagi
Scribners.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 15-18 til 10. september. Að-
gangur er ókeypis.
mbl.is
__ALLTAF eiTTHVAÐ NÝTT