Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 33 UMRÆÐAN Réttur fatlaðra BRÓÐIR minn er 18 ára gamall og með Downs-heilkenni og hefur hann alla tíð búið heima hjá okkur. Þó hefur alltaf staðið til að hann færi á sambýli þegar hann yrði fullorðinn og eðlilegt að hann flytti að heiman eins og annað fullorðið fólk. Foreldr- ar okkar tóku þá ákvörðun að setja Fatlaðir Það þarf að endurskoða starfsmenn sem elda matinn og til að gera þetta sem mest heimilislegt sitja allir saman og borða. Öfugt við flesta aðra vinnustaði eru engir sér- stakir matar- eða kaffitímar fyrir starfsmenn, stuðningsfulltrúi má ekki skreppa út í 30 mínútna matar- tíma eins og tíðkast annars staðar. Ef starfsmaður sest aðeins niður til að pústa og fá sér kaffíbolla, má hann alltaf reikna með því að þurfa að stökkva á fætur til að sinna einhverj- um vistmanni, því hann er alltaf í vinn- unni. Það að setjast niður og borða með heimilisfólki og öðrum starfsmönnum er part- ur af vinnunm sem stuðningsfulltrúi en ekki nein fríðindi. Það sem gleymdist Ég skal taka undir með Jóni Bergmann að sambýli í Hrísey hafi ekki átt að vera einhverjar „einangr- unarbúðir þangað sem fatlaðir yrðu fluttir nauðugir“ eins og fjölmiðlar vildu setja það fram. Éinnig er rétt að margir fatlaðir ein- staklingar hefðu gott af því að kom- ast út á land og í burtu frá stressi borgarinnar. Það sem gleymdist hins vegar að taka inn í þessa umræðu eru fjöl- skyldutengsl fatlaðra. Ef ég skil þetta rétt átti þama að slá tvær flugur í einu höggi og leysa dreifbýlisvandann og húsnæðisskort fatlaðra í einu. Félagsmálaráð- herra lét hafa eftir sér að þetta væri góð og sniðug lausn og ef for- eldrar vildu eklri nýta sér þetta gætu þeir bara haft bömin sín heima! Sem stórasystir get ég sagt að ég kæri mig ekkert um að senda bróður minn þvert yfir landið og geta ekki heimsótt hann þegar mig og hann langar til og fylgst með líðan hans og hvemig honum gengur að fóta sig í lífinu. Svona sambýli úti á landi má að sjálfsögðu bjóða sem valkost og nokkuð víst er að margir aðstand- endur fatlaðra myndu taka vel í það, en ekki má gleyma að fatlaðir eins og aðrir eiga þann rétt að velja sér bú- stað og þeir eiga vini og fjölskyldu sem sárt yrði að kveðja. Það þarf að endurskoða forgangs- röðun yfirvalda, hækka laun ríkis- starfsmanna og reyna einu sinni að standa við gefin loforð um málefni og sjálfsagðan rétt fatlaðra. Höfundur er laganemi, stuðnings- fulltrúi {sambýli og á fatlaðan bróður. Þórunn Þorleifsdóttir forgangsröðun yfir- valda, hækka laun ríkis- starfsmanna og reyna einu sinni, segir Þórunn Þorleifsdóttir, að standa við gefín loforð um málefni og sjálfsagð- an rétt fatlaðra. hann á biðlista fyiir sambýli fyrir ári síðan þar sem þau þóttust vita að löng bið yrði á að hann kæmist að. Sjálf hef ég starfað á tveimur mis- munandi sambýlum í Reykjavík síð- astliðið ár. Þess vegna hef ég góða reynslu og innsýn í málefni fatlaðra og veit að foreldrar og aðstandendur þurfa sífellt að berjast fyrir sjálf- sögðum rétti þessa fólks. Eg tel ástæðu starfsmannaskorts á sambýlum vera þá að það er engin hvatning fyrir það ágæta fólk sem vill starfa í þessum geira (það er ekki margt). Starfsmenn eru ekkert metnir fyrir það sem þeir eru að gera og ekki má umbuna þeim sem standa sig vel og sýna áhuga. Ég tek undir með Jóni Bergmann sem skrif- aði um þetta mál í Morgunblaðinu 19. ágúst síðastliðinn að „ekki sé hægt að búast við því að stuðnings- fulltrúi gefi sig 100% í starf sitt þeg- ar hann fær aðeins 50% af því sem hann á skilið í launaumslagið sitt.“ Þegar ég sótti fyrst um vinnu með fötluðum og fór á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra til að undirrita ráðningarsamning og þagnareið var ég spurð hvort ég hefði einhverja reynslu sem gæti hækkað mig um launaflokk. Ég sagðist nú halda það þar sem ég hafði alist ugp með þroskaheftum einstaklingi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar mér var sagt að þetta væri ekki metið sem reynsla. Þá spurði ég hvort stúdentspróf gæti hækkað mig eitt- hvað en ekki var það heldur. Eg fór út með þá vitneskju að manneskja sem hefði enga menntun eftir grunn- skólapróf og aldrei komið nálægt fötluðum einstaklingi yrði í sama launaflokki og ég. Er þetta hvatning til að reyna að fá gott fólk inn? Ég held ekki. í grein sinni segir Jón Bergmann Kjartansson að einu „fríðindin" sem stuðningsfulltrúar hljóta sé frítt fæði í vinnunni. Ég vil eklri meina að þetta séu fríðindi. í fyrsta lagi eru það HeildsiíttidrdfinR, Fingur tannbursti á ekki lengri tíma Við félagarnir fundum ekki betri leió til aé koma afmæliskveðju til ykkar Valdísar en þessa. Hvernig er öðruvísi hægt að óska þér, Jónas, táknrænt til hamingju með daginn. Jónas Ólafsson, auglýsingagúrú, varð fertugur á þriðjudaginn, 22. ágúst, en heldur upp á tímamótin í dag. Við þurfum ekki að hafa mörg orð um hve góóir félagar þau eru, drengurinn og hans ektakvinna, Valdís Ella Finnsdóttir. Jónas er snjallari flestum okkar í viðskiptum og nýtur virðingar og velgengni á því sviði. En hann á sín áhugamál sem aðallega eru golf, veiói- mennska og útivera. Það á ekki hið sama við um velgengni hans í þessum þáttum. A þessu sviði verður að skoða viljann fýrir verkið. Okkar félaganna á milli tölum við um að það sé gaman að hafa hann með í veiðiferðum af því að hann eigi svo fjölhæfan bíl. í golfinu tölum vió um okkar hvítaTiger Woods. Eins og sjá má á meðfýlgjandi myndum er hann snillingur í að skapa vandræði á feróalögum. Jónas minn, þú ert okkur ómissandi félagi. Forsetinn, ferðamálafrömuðurinn, málarinn, posakarlinn, bankastjórinn og meðeigandinn. HERJÓLFUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.