Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 35
ffotgfuiljÍJiMfr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UPPBOÐ Á FARSÍMARÁSUM
Uppboðið á leyfum til þess að
starfrækja svonefnda þriðju
kynslóð farsíma í Bretlandi
fyrir nokkrum mánuðum leiddi til
þess að símafyrirtækin þar buðu
þrefalt hærri upphæð í leyfin en
nokkurn hafði órað fyrir og gilti þá
einu hvort um var að ræða stjórnvöld
eða sérfræðinga á þessu sviði.
í kjölfar þessa útboðs hófust mikl-
ar umræður um það, að símafyrir-
tækin hefðu misst stjórn á sér í upp-
boðinu og boðið miklu hærra verð en
þau gætu staðið undir. Þessu var ekki
sízt haldið fram, af talsmönnum síma-
fyrirtækja í nálægum löndum. Því
var spáð að af þessum sökum mundu
símafyrirtækin, sem þátt tækju í
sambærilegu uppboði í Þýzkalandi,
bjóða mun lægri fjárhæðir í farsíma;
leyfin þar. Reyndin varð önnur. I
þýzka uppboðinu buðu símafyrirtæk-
in jafnvel enn hærri greiðslu fyrir
farsímaleyfin en í Bretlandi.
í þessum umræðum hefur því verið
haldið fram, að gjaldið fyrir farsíma-
leyfin muni verða til þess, að síma-
gjöld neytenda verði þeim mun
hærri.
Af því tilefni má spyrja: hvaða
gjald fyrir leyfi til reksturs
GSM-símakerfis hefur verið svo hátt
að það hafi knúið símafyrirtækin á
íslandi og annars staðar til þess að
selja hverja mínútu í GSM-símum á
himinháu verði, þótt það hafi að vísu
lækkað mjög síðustu misseri? Svarið
er að fyrirtækin þurftu ekki að borga
neitt gjald sem máli skipti en þrátt
fyrir það var verðið svo hátt, að þau
sjálf hafa viðurkennt, að tilefni sé til
lækkunar.
Gífurleg samkeppni og gífurleg
notkun mun sjá til þess, að gjald fyrir
þriðju kynslóð farsíma verður viðun-
andi. Útboðin gera það hins vegar að
verkum, að hluti hagnaðarins rennur
með einum eða öðrum hætti til al-
mennings, sem er sanngjarnt vegna
þess, að símarásirnar eru takmörkuð
auðlind, sem engin rök eru fyrir að
úthluta án endurgjalds.
Þetta viðurkenna hinir ungu tals-
menn símafyrirtækjanna í samtölum
við dagblaðið Dag í gær. Þar segir
Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri
Islandssíma, m.a.: „Auðvitað er eðli-
legt að menn greiði fyrir réttindin.
En svona hömlulaus uppboð eins og
eru kannski í Bretlandi og Þýzka-
landi, þau eru kannski svolítið gróf.“
Ólafur Þ. Stephensen, talsmaður
Landssímans, segir í viðtali við Dag,
að ekki sé neitt óeðlilegt að gjald
verði tekið fyrir þessi leyfi en bætir
við um uppboðin í Bretlandi og
Þýzkalandi: „Útboðsferlið hefur ver-
ið nánast endalaust þannig að boðið
hefur verið út þangað til það standa
uppi jafn margir og leyfin eru.“ Jóak-
im Reynisson, framkvæmdastjóri
tæknisviðs hjá Tali, segir í viðtali við
Dag: „Ég held, að flestir eigi erfitt
með að skilja hvað þetta eru háar
upphæðir.“ Það er fagnaðarefni að
fyrir liggur ótvíræð yfirlýsing frá
Landssíma og Íslandssíma um að
eðlilegt sé að slíkt gjald sé greitt.
Hins vegar má spyrja hvort fyrirvar-
ar talsmanna símafyrirtækjanna um
uppboðin eigi rétt á sér. Hvað er
„gróft“ við uppboðin í Bretlandi og
Þýzkalandi? Æðstu forsvarsmenn
risastórra fyrirtækja taka meðvitaða
ákvörðun um hvað þeir eru tilbúnir til
að ganga langt. Er eitthvað „gróft“
við það? Er eitthvað óeðlilegt að upp-
boðsferlið sé „nánast endalaust“?
Þarna eru fyrirtæki í gífurlega harðri
samkeppni sem eru staðráðin í að
tryggja sér ákveðin réttindi. Þetta er
heimur þeirra, sem búa við harða
samkeppni.
Og alltént er ljóst, að forstjórar
stóru símafyrirtækjanna í Bretlandi
og Þýzkalandi skilja hvað þeir hafa
verið að gera. Eða verða menn ekki
að ganga út frá því? Þótt verð hluta-
bréfa í símafyrirtækjunum hafi lækk-
að um skeið má ganga út frá því sem
vísu, að það sé tímabundið fyrirbæri.
Væntanlega munu einhverjir fjár-
festar líta svo á, að í þeirri lækkun
felist kauptækifæri. Alla vega er það
boðskapur talsmanna íslenzku verð-
bréfafyrirtækjanna, þegar hlutabréf
lækka í verði hér. Auðvitað er öllum
ljóst, að þegar til lengri tíma er litið
er vaxtarbroddurinn í símafyrirtækj-
unum mikill, svo að vægt sé til orða
tekið.
Kjarni málsins er auðvitað sá, að
það er nánast ekki hægt að úthluta
þessum réttindum með öðrum hætti.
Þær þjóðir, sem hafa valið aðra leið,
hafa í flestum tilvikum ákveðið mjög
hátt gjald. I Frakklandi, þar sem leið
hinnar svonefndu „fegurðarsam-
keppni“ var valin verða símafyrir-
tækin að greiða um 75% af þeirri upp-
hæð, sem brezku fyrirtækin buðu. Og
vel má vera, að í Frakklandi hafi fyr-
irtækin tekið á sig ákveðnar skuld-
bindingar, sem leiði til þess, að heild-
arkostnaður þeirra verði enn nær
kostnaði brezku fyrirtækjanna.
Það er hægt að velta því fyrir sér til
hversu langs tíma símafyrirtækin eru
að tryggja sér þessi réttindi. í sum-
um tilvikum er það til 15 ára. Sumum
kann að þykja það stuttur tími miðað
við hinar háu fjárhæðir. En þá er á
það að líta að miðað við þróun undan-
farinna ára má gera ráð fyrir, að ný
tækni hafi tekið við löngu áður en
komið er að lokum þessa tímaskeiðs.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra hefur verið mjög varkár um
þetta mál í opinberum yfirlýsingum
sínum. Það er skynsamleg afstaða hjá
ráðherranum. Auðvitað þarf að skoða
ofan í kjölinn hvaða fyrirkomulag
hentar bezt hér á íslandi. En hver
ætlar að taka að sér að gera upp á
milli þeirra símafyrirtækja, sem nú
eru starfandi á íslandi? Á að gera það
með gamaldags pólitískum hætti?
Varla dettur nokkrum manni það í
hug. Á að gera það með eins konar
happdrætti? Er það nú ekki of langt
gengið?! Það verður erfitt að finna
betri leið en eitthvert form af þeirri
leið, sem farin hefur verið í Bretlandi
og Þýzkalandi og fleiri Evrópulönd-
um.
Símarásir, sjónvarpsrásir og út-
varpsrásir eru verðmæti, takmörkuð
verðmæti. Fyrir skömmu var frá því
skýrt að sjónvarpsstöðin Skjár 1
hefði keypt hlut í fyrirtækinu Gagn-
virkri miðlun fyrir 100 milljónir
króna. Fyrir hvað voru þeir peningar
greiddir? Að sjálfsögðu fyrir aðgang
að ákveðinni sjónvarpsrás.
s
ETJUSAGA ungrar
konu“ eru orð sem Jóni
Steinari Gunnlaugssyni
hæstaréttarlögmanni
þykja lýsa vel baráttu skjólstæðings
síns. Endapunktur sögunnar sem
hófst árið 1989 var ellefu árum síðar,
í maí árið 2000, þegar dómsátt var
gerð fyrir Mannréttindadómstóli
Evrópu í Strassborg. Þar bað ís-
lenska ríkið konuna formlega afsök-
unar á því að efast hafi verið um sak-
leysi hennar og réttmæti
sýknudóms í refsimáli gegn henni á
íslandi. Að auki voru henni greiddar
1,5 milljónir króna í skaðabætur.
Málið hafði áhrif á íslenskt saka-
málaréttarfar. Ákvæðum um bætur
til handa sakborningi í lögum um
meðferð opinberra mála var breytt
við meðferð málsins íyrir Mannrétt-
indadómstólnum, til samræmis við
það sem gerist í nágrannalöndunum.
Að ósk konunnar kemur raun-
verulegt nafn hennar ekki fram í
þeirri umfjöllun sem hér fer, en hún
verður þess í stað kölluð María.
Handtekin án dómsúrskurðar
Forsaga málsins er sú að í lok apr-
ílmánaðar árið 1989 hófst á vegum
lögreglunnar í Reykjavík rannsókn
á fíkniefnamáli. Snerist rannsóknin
um innflutning og dreifingu á tæp-
lega 1 kg af kókaíni, sem flutt var til
Islands í varadekki bifreiðar um
mánaðamótin október/nóvember
1988. Fjöldi manns var yfirheyrður
við rannsókn málsins, nokkrir hand-
teknir og sjö einstaklingar hnepptir
í gæsluvarðhald um lengri eða
skemmri tíma, þ. á m. María. Grun-
ur beindist aðallega að þremur
mönnum og voru þeir allir ákærðir
og sakfelldir fyrir aðild sína að mál-
inu. Einn þessara manna var sam-
býlismaður Maríu. Neitaði hann
jafnan sakargiftum og sat á rann-
sóknartíma málsins í gæsluvarð-
haldi samfellt í 210 daga. Árið 1991
var hann dæmdur í fjögurra ára
fangelsi í Hæstarétti.
María var upphaflega handtekin
ásamt sambýlismanni sínum að
kvöldi 11. maí 1989, en látin laus
nóttina á eftir. 17. maí var hún kölluð
til yfirheyrslu sem grunuð og svo
aftur að Rvöldi 2. júní. Að þeirri yfir-
heyrslu lokinni var hún síðan hand-
tekin án dómsúrskurðar.
Höfðu aldrei minnst orði á
gæsluvarðhaldsvist
María segir svo frá tildrögum
þess að hún var boðuð til yfirheyrsl-
unnar 2. júní:, Að kvöldi þessa dags
var hringt frá lögreglunni og ég boð-
uð í enn eina yfirheyrsluna. Mér
þótti nokkuð langt liðið á kvöldið og
spurði því hvort ég gæti ekki frekar
mætt daginn eftir. Sá sem í síman-
um var sagðist vera ásetinn næsta
dag og krafðist þess að ég kæmi
strax niður á lögreglustöð, Það gerði
ég og yfirheyrslan fór fram. Að
henni lokinni var ég beðin um að
staðfesta framburð minn í lögreglu-
skýrslunni. Þar sá ég allt í einu, mér
til mikillar undrunar, að neðst í
skýrslunni stóð að mætta yrði færð í
fangelsi þar sem hún biði
gæsluvarðhaldsúrskurðar. Hvorki
þegar hringt var heim til mín né all-
an þann tíma sem yfirheyrslan fór
fram var minnst orði á að mín biði
gæsluvarðhaldsvist."
Daginn eftir var Maríu svo með
úrskurði sakadóms í
ávana- og fíkniefnamálum
gert að sæta gæsluvarð-
haldi til 16. júní 1989. For-
sendur úrskurðarins voru
þær að gögn málsins
bentu til þess að María
væri meira viðriðin málið en hún
vildi vera láta. Líklega hefði henni
verið kunnugt um innflutning fíkni-
efnanna og dreifingu þeirra og væri
hún grunuð um refsiverða aðild að
málinu.
Einangrunin „kannski" til að
þrýsta á um játningu
Með úrskurði sama dómstóls 16.
júní var gæsluvarðhaldið síðan
framlengt til 12. júlí. Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl., réttargæslumað-
ur Maríu, mótmælti strax gæslu-
varðhaldinu og kærði úrskurðinn
um framlengingu þess til Hæsta-
réttar. Benti hann á að engin gögn
lægju fyrir í málinu sem bentu til
beinnar aðildar Maríu að fíkniefna-
misferlinu.
„Ég taldi allan tímann að það væri
enginn rökstuddur grunur fyrir
hendi um saknæma aðild hennar að
meintum innflutningi sambýlis-
mannsins á fikniefnunum. Engin
sönnunargögn komu nokkum tíma
fram um, að hún hefði með einum
eða neinum hætti átt þátt í að leggja
á ráðin um innflutning fíkniefnanna
eða dreifingu þeirra. Það gat ein-
ungis verið ástæða til að gruna hana
um að hafa haft meiri vitneskju um
ætlaða aðild sambýlismannsins að
málinu heldur en hún var tilbúin að
upplýsa. Samkvæmt íslenskum lög-
um var hún hins vegar, vegna
tengsla sinna við sambýlismanninn,
undanþegin vitnaskyldu. Vitneskja
hennar er heldur ekld saknæm.
Grunsemdimar vom því þannig
að hún hefði haft vitneskju um eitt-
hvað sem hún var ekki vitnaskyld
um. Fulltrúi í fíkniefnadeild lög-
reglunnar var spurður að því í tím-
aritsviðtali 12. október 1989 hvort
þeir hefðu haldið konunni í einangi:-
un í fimm vikur til þess að þrýsta á
sambýlismanninn að játa. Svar hans
var „kannski". Þetta var í mínum
huga ástæðan, því sambýlismaður-
inn hafði allan tímann neitað sakar-
giftum. Gæsluvarðhaldinu var sýni-
lega ætlað að vera þvingunarúrræði
til að fá hana til að nýta sér ekki
þann lögvarða rétt sinn, að neita að
vitna gegn sambýlismanni sínum,“
segir Jón Steinar.
Hann vakti athygli á því við með-
ferð kæmnnar að handtakan 2. júní
1989 hefði brotið í bága við þágild-
andi lög um meðferð opinberra mála
þar sem kveðið var á um að skipun
dómara þyrfti til handtöku granaðs
manns, ef telja mætti það nauðsyn-
legt vegna rannsóknar máls. Akvæði
laganna um heimildir lögreglu til
handtöku án dómsúrskurðar í und-
antekningartilfellum hefðu ekki átt
við.
Lítið yfírheyrð á
gæsluvarðhaldstímanum
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarð-
haldsúrskurðinn yfir Maríu með
dómi 23. júní 1989. Þann 5. júlí var
María svo látin laus úr gæsluvarð-
haldinu og hafði þá setið inni í tæpar
fimm vikur.
Henni var allan gæsluvarðhalds-
tímann haldið í einangran í einum af
klefum gamla Síðumúlafangelsins.
Hún segir að vistin hafi verið hræði-
leg en það hafi bjargað sér að hún
gat lesið í fangaklefanum. „Sólar-
hringurinn snérist við hjá mér í
einangraninni og ég missti alla mat-
arlyst þennan tíma. Þegar mér var
sleppt hafði ég horast geysilega mik-
ið,“ segir María.
Á meðan á dvölinni stóð var henni
meinað að hitta ættingja og vini.
„Erfiðast var fyrir mig að fá ekki að
sjá son minn. Eini maðurinn sem ég
sá, fyrir utan Jón Steinar og vitan-
lega fangaverði og lögreglu, var
fangapresturinn. Honum var síðan á
meðan á gæsluvarðhaldsvist minni
stóð meinað að heimsækja fanga í
þessu máli þar sem hann var sakað-
ur um að bera skilaboð á milli
þeirra,“ segir María.
Hún segist lítið hafa verið yfir-
heyrð á meðan á gæsluvarðhaldinu
stóð og hafi það fullvissað sig um að
gæsluvarðhaldið var aðeins ætlað til
þess að fá sambýlismann
sinn til að játa á sig sakir
sem hann hafði ávallt
neitað. „Það var síðan
íyrir tilstilli Amars Jens-
sonar, þáverandi yfír-
manns fíkniefnalögregl-
unnar, sem að ég var látin laus úr
gæsluvarðhaldinu. Arnar var er-
lendis þegar ííkniefnamálið kom upp
og þegar farið var fram á gæsluvarð-
hald yfir mér. Fljótlega eftir að hann
kom aftur til íslands heimsótti hann
mig í fangelsið og ræddi við mig. í
framhaldi af því var ég síðan látin
laus,“ segir María.
Varð að afþakka skólavist
í Bandaríkjunum
Hún segist hafa kvartað yfir því
þegar síðari gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn var upp kveðinn að lög-
reglumennimir sem yfirheyrðu
hana hótuðu henni ýmsu illu. „Einn
sagði mér að ég myndi missa barnið
Meinað að
hitta ættingja
og vini
Knúði fram réttar-
farsbreytingu með
þrautseigju sinni
Ellefu ára þrautagöngu konu, sem þola mátti að sitja fímm vikur saklaus í gæsluvarð-
haldi hérlendis, lauk fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í maí. Með dómsátt fékk hún
formlega afsökunarbeiðni og bætur frá íslenska ríkinu. Jón Sigurðsson rekur í grein-
inni mál konunnar, sem ekki er það fyrsta er endar fyrir Mannréttindadómstólnum og
verður til þess að sýna fram á meinlega galla á íslenskum réttarfarslögum.
Þegar við blasti að málið yrði tekið til efnismeðferðar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg var ákvæðum um bætur til handa sakborn-
ingi í lögum um meðferð opinberra mála breytt.
mitt. Annar spurði mig hvað ég
myndi gera ef hann færi að selja syni
mínum fíkniefni þegar hann yrði
eldri. Maður tók kannski lítið mark á
sjálfum hótununum en fannst þær
mjög óþægilegar. Eftir að ég bar
fram kvartanimar íyrir dómi hættu
þeir að hafa í hótunum,“ segir María.
Vegabréf Maríu var tekið af henni
við húsleit á heimili hennar í maí
1989. Hún hafði fengið skólavist í há-
skóla í Bandaríkjunum, sem átti að
hefjast þá um haustið. María fékk
vegabréfið ekki afhent aftur fyrr en í
janúar 1990, þrátt fyrir að hafa
gengið eftir því að fá það í hendur,
og varð hún af þeim sökum að af-
þakka skólavistina. Hún var aldrei
úrskurðuð í farbann og var svipt
vegabréfinu án nokkurrar heimild-
ar.
Ákært til að réttlæta
gæsluvarðhaldið
Ákæra á hendur Maríu var ekki
gefin út af ríkissaksóknara fyrr en
30. október 1989. Jón Steinar Gunn-
laugsson segist telja að ákæruvaldið
hafi talið sig þurfa að réttlæta
gæsluvarðhaldið og hafi
útgáfa ákærannar ein-
göngu þjónað þeim til-
gangi. Ekki hefði litið vel
út að halda Maríu í fimm
vikna einangran og sjá
svo ekki einu sinni tilefni
til að ákæra.
í ákæranni var Maríu gefið að sök
að hafa afhent sambýlismanni sínum
666 bandaríkjadali til kaupa á kók-
aíni í Bandaríkjunum. Henni var
jafnframt gefið að sök að hafa á
framangreindu tímabili neytt kók-
aíns í nokkur skipti í Reykjavík, en
hún hafði viðurkennt að hafa tvisvar
sinnum neytt efnisins.
Jón Steinar segir það hafa sætt
furðu að ákæra hana fyrir að af-
henda svo litla peningaupphæð til
manns sem hún var í sambúð með,
en þau höfðu sameiginlegan fjárhag.
„Varðandi neysluna þá er það eitt-
hvað sem varðar sektum, en ekkert
meira en það. Ég taldi reyndar að
Lögreglan
hótaði
ýmsu illu
neyslan ein hefði ekki einu sinni
varðað sektum. Það er vitaskuld
ekki heimilt að svipta menn frelsi og
setja þá í gæsluvarðhald þegar brot
varðar aðeins sektum. Gæsluvarð-
haldi má aðeins beita vegna brota
sem varðað geta frelsissviptingu,"
segir Jón Steinar.
María fékk fljótlega vitneskju um
að ákæran hefði verið gefin út, þó að
hún væri ekki birt henni með lög-
formlegum hætti. Ekki fyrr en rúm-
um þremur áram eftir útgáfu ákær-
unnar, þann 9. desember 1992, er
málið loks þingfest fyrir héraðsdómi
Reykjavíkur eftir að Jón Steinar
hafði sem veijandi Maríu haft frum-
kvæði að því að fá málið tekið fyrir.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn-
aði Maríu af öllum ákæraatriðum
með dómi 18. janúar 1993 og var
þeim dómi ekki áfrýjað til Hæsta-
réttar.
Bótamál höfðað
í framhaldi af þeirri niðurstöðu
höfðaði María bótamál á hendur ís-
lenska íTkinu í lok júnímánaðar
1993. Þar krafðist hún bóta fyrir
annars vegar ólögmæta
og þarflausa handtöku og
hins vegar fyrir ólög-
mætt gæsluvarðhald og/
eða gæsluvarðhald að
ófyrirsynju. Var byggt á
ákvæði 150. gr. áðurgild-
andi laga nr. 74/1974 um meðferð op-
inberra mála, þar sem fjallað er um
bætur til handa sökuðum mönnum
o.fl„ en þar sagði:
„Kröfu um bætur má, nema öðra-
vísi sé sérstaklega mælt, því aðeins
taka til greina, að:
1. sökunautur hafi ekkd með vísvit-
andi eða stórvægilega gáleysislegu
ólögmætu framferði valdið þeim að-
gerðum, er hann reisir kröfu sína á,
svo sem með stroki, ósannindum, til-
raunum annars til að torvelda rann-
sókn o.s.frv., og
2. rannsókn hafi verið hætt eða
ákæra ekki hafin vegna þess, að sú
háttsemi, sem hann var borinn, hafi
talist ósaknæm, eða sönnun hafi
Maríu var allan gæsluvarðhaldstúnann haldið í einangrun i einum af
klefum gamla Síðumúlafangelsisins.
ekki fengist um hana eða hann hafi
verið sýkn dæmdur með óáfrýjuðum
eða óáfrýjanlegum dómi af sömu
ástæðu, enda megi fremur telja
hann líklegan til að vera sýknan af
henni en sekan.“
Sakleysi ólíklegt
Islenska ríkið var sýknað af kröf-
unni í héraðsdómi 30. júní 1994. Mál-
inu var áfrýjað og staðfesti Hæsti-
réttur sýknudóminn með dómi 30.
nóv. 1995. Niðurstaðan að því er
varðaði handtökuna var á því byggð,
að handtakan hefði verið heimil sam-
kvæmt 4. tl. 61. gr. 1. nr. 74/1974, en
ákvæðið var svohljóðandi:
„Skylt er lögreglumönnum að
handtaka mann eftir skipun dómara.
Þeim er og rétt að taka mann fastan
án dómsúrskurðar ef það þykir
nauðsynlegt tO þess að aftra granuð-
um manni frá því að spilla sakar-
gögnum eða fara úr lögsagnaram-
dæmi eða torvelda rannsókn máls að
öðra leyti, enda megi telja varhuga-
vert að bíða skipunar dómara."
Hvað kröfuna um bætur vegna
gæsluvarðhaldsins sagði í dóminum
að vitni hefðu borið að áfrýjandi
(María) hefði verið viðstödd afhend-
ingu peninganna til kókaínskaupa
og hefði vitað til hvers peningamir
vora afhentir. Hæstiréttur taldi enn-
fi-emur að af framburðum sem rakt-
ir vora í dómi í máli ákæravaldsins
gegn sambúðarmanni áfrýjanda, „sé
ekki unnt að telja fremur líklegra að
konan sé sýkn en sek af þessari hátt-
semi“, eins og sagði orðrétt í dómin-
um. Var niðurstaðan studd við áður-
nefnt orðalag í 2. tl. 150. gr. laga um
meðferð opinberra mála.
Sagði síðan eftirfarandi í dómin-
um: „Afrýjandi játaði á sig neyslu
kókaíns og að hafa veitt það öðram
og uppfyllir þegar af þeirri ástæðu
ekki skilyi'ði 2. tl. 150. gr. laganna
varðandi þá háttsemi. Er þá ekki
þörf á að líta til skilyrða 1. tl. 150. gr.
laganna og fjalla um framburð áfrýj-
anda hjá lögreglu með hliðsjón af
þeim.“
Jón Steinar Gunnlaugsson bendir
á að neysla kókaíns hafi ekki verið
nefnd í forsendum gæsluvarðhalds-
úrskurðanna tveggja yfir Maríu,
enda hafi sú neysla aldrei getað orð-
ið grandvöllur gæsluvarðhalds.
„Þessi dómur var því á frekar þunn-
um ís, svo ekki sé meira sagt,“ segir
hann.
María segir að dómsniðurstaðan
hafi verið mikið áfall fyrir sig.
„Þama var í raun verið að snúa
sýknudóminum í refsimálinu við og
lýsa mig seka. Þessi dómur virkar
þannig á ólöglært fólk.“
Auk þess að sýkna ríkið dæmdi
Hæstiréttur Maríu til að greiða 100
þúsund krónur í málskostnað.
Haldið til Strassborgar
Að hæstaréttardóminum gengn-
um kærði Jón Steinar málið fyrir
hönd Maríu til Mannréttindanefnd-
ar Evrópu í Strassborg. Kæran var
lögð inn vorið 1996 og laut að því að
tvö ákvæði Mannréttindasáttmála
Evrópu hefðu verið brotin. Annars
vegar vegna þess að María hefði ver-
ið handtekin án lagaheimildar og án
þess að nægilega sterkar gransemd-
ir væra um aðild hennar að málinu,
en hins vegar þar sem skaðabóta-
kröfu hennar hefði verið hafnað á
þeim forsendum að rneiri líkur væra
á því að hún væri sek en saklaus,
sem gengi þvert gegn grandvallar-
reglunni að menn væra saklausir
þar til sekt þeirra sannaðist, sbr. 2.
mgr. 6. gr. sáttmálans.
Bent var á í kæranni að María
hefði verið sýknuð af öllum sakar-
giftum með endanlegum dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur árið 1993 og
niðurstaðan á því byggð að sakar-
giftir væra ósannaðar. Akvæði 2.
mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmálans
hljóti að fela í sér vemd fyrir því að
sá, sem á grandvelli reglunnar telst
vera saklaus í refsimáli, sé ekki af
handhöfum ríkisvalds síðar í öðram
samböndum talinn sekur af sakar-
giftum. Sé það raunar sérstaklega
ámælisvert, að Hæstiréttur íslands
skuli í rökstuðningi sínum vísa til
ótiltekinna framburða í dómsmáh,
sem kærandi hafi enga aðild átt að
og geti því ekki fjallað um, prófað
eðavarist.
Það fyrirkomulag gilti á þessum
tíma að Mannréttindanefndin kvað
upp úr um hvort málum sem kærð
höfðu verið til hennar skyldi vísað til
frekari meðferðar fyrir
MannréttindadómstóM
Evrópu í Strassborg.
Raunin var sú að lang-
mestum hluta þeirra
mála sem kærð vora til
neftidarinnar var vísað
frá.
Lögunum breytt um leið
Þann 9. september 1998 ákvað
Mannréttindanefndin að vísa fyrri
kröfu Maríu frá en taka síðari kröf-
una til frekari efnismeðferðar.
Þegar svo er komið þá vita allir
sem þekkja kerfið þama úti að
hverju stefnir, að sögn Jóns Stein-
ars. Yfir 90% af öllum kæram er vís-
að frá, en hinar era teknar til frekari
meðferðar því að þar þykjast menn
sjá að um brot er að ræða. Yfirgnæf-
andi líkur era þá á því að viðkomandi
ríki tapi máhnu.
„Um leið og niðurstaða nefndar-
innar lá fyrir var hlaupið upp til
handa og fóta og ákvæðunum um
bætur til handa sakbomingi í lögum
um meðferð opinberra mála breytt.
María hafði því á endanum erindi
sem erfiði með þessum mála- "
rekstri,“ segir Jón Steinar.
Breytingarlögin sem hann vísar
til tóku gildi 1. maí 1999. Með þeim
var fyrmefndum ákvæðum um bæt-
ur til handa sakborningi breytt á
þann hátt að svonefnd sakarlíkinda-
regla, að fremur megi telja sökunaut
sýknan af háttsemi en sekan, var
felld út.
„Upphaflega vora lögin sett að
danskri fyrirmynd, en Danir voru þó
fyrir löngu búnir að breyta þessum
ákvæðum. Ég hafði sjálfur lengi
bent á að þessar reglur væra alls-
endis óforsvaranlegar. Menn þver-
skölluðust við hérlendis þar til þeir
fengu þetta aftur í hausinn frá
Strassborg," segir Jón Steinar.
Mannréttindanefnd Evrópu var 1.
nóvember 1998 sameinuð Mannrétt-
indadómstólnum. Dómstóllinn tók
við máM Maríu og kvað upp þann
úrskurð 24. ágúst 1999 að sakarefnið
væri tækt til efnismeðferðar fyrir
dómstólnum. I reglum dómstólsins
er gert ráð fyrir því að málsaðilar
leiti sátta áður en að flutningi máls-
ins kemur fyrir honum. Takist sætt-
ir og mál er komið fyrir dómstólinn
er sáttin gerð í formi dóms.
Samkomulag tókst milM íslenska
ríkisins og Maríu og tilkynning þess
efnis var send Mannréttmdadóm-
stólnum. Hann tók málið til umfjöll-
unar 23. maí sl„ komst að þeirri nið-
urstöðu að samkomulagið væri
fullnægjandi og felldi máMð niður
með dómi þann 30 maí.
Jón Steinar segir að það hafi ekki
verið bótafjárhæðin sem skipt hafi
máM fyrir Maríu í lokin. María tekur
undir þau orð og segir að mesta
gleðni hafi verið sú að fá á endanum
afsökunarbeiðni frá ríkinu og yfir-
lýsingu um algjört sakleysi sitt.
Vænna hefði sér samt þótt ef það
hefði gerst fyrr.
„Hún sýndi álveg ótrúlegt þrek.
Kannski er skýrasta dæmið um það
að hún skyldi leggja í að fara með
mál sitt alla leið til Strassborgar án
þess að hafa neina tryggingu fyrir
því að fá kostnað sem af því hlytist
endurgreiddan," segir Jón Steinar.
„Ég hafði hreina samvisku í þessu
máM. Þetta var spurning um að láta
ekki allt yfir sig ganga. Sumir hefðu
eflaust látið staðar numið og dregið
sig í hlé. Sjálf var ég í þeirri aðstöðu
að geta haldið málinu áfram, ólíkt
kannski mörgum öðrum, og var all-
an tímann staðráðin í að gefast ekki
upp. Ég leit á það sem eins konar
skyldu mína að halda áfram, ekki
síst fyrir þá sem á eftir kæmu. Þegar
öllu er á botninn hvolft var þetta til
góðs því réttmæt lagabreyting náð-
ist fram,“ segir María.
Hún bætfr við að sig hafi ekki órað
fyrir því í upphafi að máMð myndi
taka þetta langan tíma. Hvað þá að
hún skyldi þurfa að uppMfa alla þá
ósanngimi sem íslenska réttarkerfið
hafi boðið sér upp á.
Þarf sífellt að koma
til afskipta dómstólsins?
„Jón Steinar var stoð mín og
stytta allan tímann. Hann er
réttsýnn og var ávallt sannfærður
um að rétturinn væri mín megin.
Það hjálpaði mér gífurlega. Einnig
naut ég mikils stuðnings
frá foreldram mínum,“
segir María.
Mál Maríu er ekki það
eina sem farið hefur fyrir
Mannréttindadómstól
Evrópu og átt þátt í
breytingum á íslensku réttarfari.
Skemmst er að minnast máls Jóns
Kristinssonar á Akureyri, frá árinu
1989, sem varð til þess að dómsvald
og umboðsvald var að fuUu skiMð að.
Nú bíður meðferðar fyrir dómstóln-
um íslenskt mál er snýr að því hvort
Hæstiréttur jjeti sakfellt ákærða,
sem sýknaður hefur verið í héraðs- *
dómi, á grandvelli munnlegs fram-
burðar hins ákærða og vitna fyrir
héraðsdómi, án þess að yfirheyrslur
séu endurteknar fyrir Hæstarétti.
Öll þessi mál hljóta að leiða hugann
að því hvort sífellt þurfi að koma til
afskipta hins erlenda dómstóls til að
mannréttindi verði tryggð í máls-
meðferð fyrir íslenskum dómstólum.
Ákæran þing-
fest 3 árum
eftir útgáfu