Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 45

Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 45 MINNINGAR + Áslaug Jónsdótt- ir fæddist á Tröð í Súðavíkurhreppi hinn 10. desember 1919. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 19. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Benjamín Jón Kristóbertsson, f. 21. janúar 1892, d. 14. janúar 1964, og Sím- onía Vigdís Sigurð- ardóttir, f. 13. apríl 1982, d. 29. apríl 1963. Áslaug var fjórða í röð níu systkina og eru þrjú þeirra á lífi í dag, en þau eru Vigdís, Matthías og Magnús. Áslaug giftist Jóni Sædal Sig- urðssyni, f. 12. mars 1915, d. 10. september 1989, hinn 17. júlí 1943. Þau hjónin bjuggu til að byrja með í Steinabæ á Bráðræð- isholti, en stofnuðu skömmu síð- ar heimili á Rauðarárstíg 32 og bjuggu þar allar götur síðar. Þeim var fimm barna auðið, en þau eru: 1) Vignir, f. 2. október Elskuleg tengdamamma mín er dáin. Mig langar til að minnast henn- ar í örfáum orðum. Ég kynntist henni fyrir tæpum níu árum þegar ég kynntist Kristjáni syni hennar. Kristján sagði mér að hann ætti aldraða móður, þá á áttræðisaldri. Ég ætlaði varla að trúa því að hann gæti átt svona fullorðna mömmu þar sem hún var á sama aldri og ömmur mínar og afar þrátt fyrir að ald- ursmunurinn á okkur Kristjáni væri aðeins fjögur ár. En þegar ég sá hana leit hún alls ekki út fyrir að vera þetta gömul. Hún var mjög fal- leg kona sem hugsaði ávallt vel um útlit sitt og aldrei kom maður til hennar öðruvísi en hún væri vel til höfð með varalit og allt tilheyrandi. Hún eignaðist Kristján á 47. aldurs- ári og sagði mér að læknamir hefðu viljað senda sig í fóstureyðingu. Hún hélt nú ekki, það sem hún hefði búið til myndi hún ekki eyða bara sí svona. Ég stend í mikilli þakkar- skuld fyrir það. Ég náði því miður ekki að kynnast tengdaföður mínum þar sem hann var látinn þegar ég kynntist Krist- jáni en ég hef heyrt að hann hafi ver- ið yndislegur maður. Ása talaði oft um hann og held ég að hún hafi sakn- að hans meira en hún lét uppi. Núna eru þau alla vega sameinuð á ný og eins og komið var er það eina hugg- unin sem maður getur yljað sér við þó missirinn sé mjög sársaukafullur. Mér verður oft hugsað til hennar þegar ég stend sjálfa mig og aðra að því að tala um að það sé orðið þröngt um mann og maður þurfi að fara að stækka við sig húsnæði. í dag snýst lífið um að eignast sem stærst heim- ili, eitt herbergi á mann plús auka tölvuherbergi og auka þetta og hitt. Tengdaforeldrum mínum tókst að ala upp fimm börn og einn uppeldis- son í þriggja herbergja íbúð án þess að neinum yrði meint af nema síður væri. Það fór ailtaf svo vel um mann á Rauðarárstígnum. Um leið og maður hringdi bjöllunni var hún Ása mín komin í eldhúsið að hella upp á könnuna og bera kræsingar á borð. Alltaf var nóg til á þeim bænum, allt heimabakað og minnti á bestu sveitaheimili. Einhvern tíma sem oftar var ég niðri í bæ með syni okk- ar honum Rúnari og hann var sár- svangur. Hann sagði við mig: við skulum koma til hennar ömmu Ásu því að hún á alltaf til jólaköku. Á jóladag var alltaf hist á Rauðar- árstígnum í jólakaffi og ekki vantaði kökumar. Allir voru mættir með börn og buru og aldrei fann maður fyrir þrengslum, það var alltaf svo notalegt að vera í návist hennar. Ása prjónaði ansi mikið ogeru ófá sokkapörin og lopapeysurnar sem hún hefur gefið okkur um dagana. Þetta munum við geyma eins og ger- semar og minnast hennar í hvert sinn sem við berjum ílíkurnar aug- um. 1944, kvæntur Sig- rúnu Sveinsdóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Hreiðar, f. 8. janúar 1948, kvæntur Helgu Maríu Sigurjóns- dóttur og eiga þau tvö börn. 3) Vigdís, f. 29. ágúst 1951, og á hún einn son. 4) Hafsteinn, f. 21. ágúst 1956, kvæntur Gunnhildi Arnar- dóttur og eiga þau þrjú börn. 5) Krist- ján, f. 1. október 1966, kvæntur Kristbjörgu Lilju Rúnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Auk þeirra fimm barna sem þau áttu ólu þau upp systurson Áslaugar, Birgi Guðmundsson, frá fjögurra ára aldri. Sambýlis- kona hans er Jensína Óskarsdótt- ir og eiga þau eina dóttur, en fyr- ir átti Birgir þrjú börn. Útför Aslaugar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. í sumar varð ég þrítug og þá gaf Ása mér handsaumaða innrammaða eldhúsmynd eftir sig sem hún sagði mér að væri sú síðasta sem hún hefði saumað og myndi koma til með að sauma. Mér þykir alveg ofboðslega vænt um þessa mynd og er hún mér mjög mikils virði á þessum erfiðu tímum. Þrátt fyrir að Ása væri orðin mjög veik undir það síðasta spurði hún alltaf um bamabörnin sín og barna- barnabörnin. Hún var mjög góð amma og var umhugað um að maður klæddi bömin vel og þau fengju eitt- hvað hollt að borða. Sjálf tók hún lýsi alla sína ævi og þakkaði lýsinu oft hversu hraust hún hafði verið alla tíð. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svona yndislegri konu og bið Guð að geyma hana. Blessuð sé minning hennar. Kristbjörg Lilja Rúnarsdóttir. Mig langar að minnast elskulegr- ar tengdamóðm- minnar, Áslaugar Jónsdóttur eða Ásu eins og hún var oftast kölluð. Ég kynntist Ásu fyrir tuttugu og sex ámm þegar hún bauð mig velkomna í fjölskyldu sína. Fljótlega vöndum við komur okkar á Rauðarárstíginn því þangað var ein- staklega skemmtilegt að koma og þar hittust nær allir úr fjölskyldunni um helgar. Heimili þeirra Ásu og Jóns var sannkölluð menningarmiðstöð því þangað komu menn saman til að fá og færa fréttir. Ása var fjörug og skemmtileg kona og hún hafði þann einstaka hæfileika að fá fólk til að segja frá og oft meira en það ætlaði sér. Það var ekki einungis um helgar sem var gestkvæmt heldur einnig alla daga vikunnar. Undantekning var að maður kæmi í heimsókn að ekki væri þar einhver fyrir eða kæmi á meðan stoppað var. Alltaf var til heitt kaffi á könnunni og heimabakaðar kökur og um helg- ar var boðið upp á tertur og lagt á dúkað borð. Það einkenndi Ásu hversu heilsu- hraust, greiðagóð og dugleg hún var. Hún var komin yfir sjötugt þegar hún fékk fyrstu kvefpestina og um svipað leyti taldi hún sig hafa fengið sínar fyrstu harðsperrur. Þann dag hafði hún verið að taka upp kartöflur og um kvöldið fann hún fyrir ein- hverjum verkjum í fótunum - skyldi þetta vera það sem þeir kalla harð- sperrur? Hún gekk niður á Lauga- veg eftir garni því henni fannst ein- faldlega ekki taka því að fara í strætó. Hún lét sig heldur ekki muna um að koma heim til okkar að gæta stelpnanna þegar þær voru litlar og veiktust. Og einnig munaði hana ekkert um að hlaupa upp á Baróns- borg að sækja Hrafnhildi rétt fyrir hádegið meðan suðan var að koma upp á kartöflunum. Lengi vel sauð hún þvottinn sinn í stórum potti í þvottahúsinu frekar en að nota sjálf- virka þvottavél því hennar stolt var drifhvítur þvottur. Mér hefur reynst það mikil gæfa að eignast tengdamóður eins og Ásu. Hún var sannkölluð ættmóðir sem lét sér annt um hópinn sinn og fylgd- ist vel með honum. Og mikið hafa bömin mín verið heppin að eiga ömmu eins og hana. Ömmu sem naut þess að passa þær þegar þær voru litlar, sagði þeim sögur og elskaði að gefa þeim að borða, því þær tóku svo vel við, eins og hún orðaði það. Öll fjölskyld- an hefur notið þess að ganga í heimaprjónuðu sokkunum hennar því sjaldan féll henni verk úr hendi og fyrir veturinn bíða litla mannsins í fjölskyldunni tvenn ný pör. Það var sátt kona sem kvaddi þetta líf þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár. Ég þakka af alhug samfylgdina og bið algóðan guð að blessa minningu hennar. Gunnhildur Amardóttir. Ég veit að okkar allra bíður einn dagur þar sem að við yfirgefum þessa jörð, ég vissi bara ekki hvað það yrði erfitt þegar hún amma mín yfirgaf hana. Hún hefur alltaf verið hérna hjá mér. Mínar fyrstu minn- ingar eru frá Rauðarárstígnum þar sem hún og afi bjuggu alla mína tíð. Ég man eftir öllum skiptunum sem hún sótti mig út á róló og á leikskól- ann minn, Barónsborg. Á leiðinni heim stoppuðum við alltaf í bakarí- inu og keyptum okkur kaffijógúrt, það er ennþá uppáhaldið mitt. Ég man eftir öllum skiptunum sem við gengum út í Bjössabúð á horninu og hún keypti Kjörís í pakka. Ég man eftir öllum ullarpeysunum, vettling- unum og sokkunum sem amma prjónaði og héldu hita á öllum böm- unum hennar og barnabörnunum öllþessi ár. Ég man eftir að sitja og syngja með henni Guttavísumar þegar ég var lítil. Ég kunni þær víst utanbókar tveggja ára gömul, enda vomm við víst alltaf syngjandi. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim stundum er við sátum við litla eld- húsborðið og spjölluðum saman. Hún vildi alltaf hafa svo mikið fyrir manni, en hvað get ég sagt; ég elsk- aði kaffið hennar og hafrakexkök- urnar. Hún amma var manneskja sem ég dáðist að. Hún var alltaf að. Ef hún var ekki að prjóna eitthvað handa okkur vai’ hún að baka smákökur eða í göngutúmm og heimsóknum út um allan bæ. Hún lét sér aldrei leið- ast og var alltaf svo ánægð með lífið. Hún hafði sterkan vilja og gerði oft- ast það sem henni þótti best og rétt. Hún amma hefur ávallt verið mjög sérstakur hluti af mínu lífi. Þótt hún sé farin mun hún alltaf vera hjá mér, því svo lengi sem ég lifi mun hún Iifa í hjarta mínu. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. Elsku amma mín. Þótt ég viti að dauðinn sé nokkuð sem við öll stönd- um frammi fyrir fyrr eða síðar, nokkuð sem hendir okkur öll, þá er ástvinamissir mjög svo átakanleg reynsla sem maður á erfitt með að sætta sig við. En þó trúi ég að dauðinn sé langt frá því að vera endalokin. Þvert á Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta móti sé hann dymar að tilveru sem er dásamlegri en nokkur maður get- ur gert sér í hugarlund. Á þennan stað ert þú komin, þann stað sem við öll hittumst á að lokum. Einn vitur maður sagði forðum: „Rétt eins og vel unnið dagsverk færir mönnum sælukenndan svefn, þannig færir vel unnið lífsverk mönnum dásamlegan dauða.“ Því trúi ég að þú hafir það gott, því ætíð hefur þú verið öllum svo góð, að það finnast ekki orð til að lýsa lífsgleð- inni, góðmennskunni, hjartahlýjunni og ástinni sem þú hefur veitt okkur öllum sem fengu það yndislega tæki- færi að kynnast þér. Ég þakka fyrir hvern einasta dag sem ég átti með þér, og minningam- ar um þær stundir eiga eftir að skipa heiðursess í hjarta mínu að eilífu. Þín Berglind. í dag kveðjum við föðursystur okkar, Aslaugu Jónsdóttur. Á slík- um stundum reikar hugurinn til baka og ótalmargar myndir koma fram. Sunnudagsbíltúrar með við- komu í kaffi hjá Ásu frænku, ferðir niður á höfn þar sem Jón, maður hennar, var að dytta að bátnum sín- um, Ása í heimsókn hjá okkur, Ása í hópi systkina sinna, glaðvær röddin í símanum, Ása í faðmi fjölskyldunnar á áttræðisafmæli sínu í desember sl. Yfir öllum minningunum ríkir birta enda hafði Ása ákaflega notalega nærvera og aldrei minnumst við systurnar þess að hafa séð hana öðravísi en í góðu skapi. Það má segja að hún hafi erft það besta frá foreldram sínum, seigluna frá afa og léttu lundina hennar ömmu. Hún hélt reisn fram á síðasta dag, bogn- aði aldrei en brast þó í bylnum stóra seinast. Lífsstarf Ásu var húsmóðurhlut- verkið. Hún giftist ung Jóni Sigurðs- syni. Þau eignuðust fimm börn, auk þess sem þau ólu upp systurson Ásu. Frá því að við munum var heimili.-> þeirra á Rauðarárstíg 32. Þar uxu bömin sex úr grasi, Ása gætti barna- bama, hugsaði um Jón sinn eftir að hann veiktist og bjó þar síðan þar til hún lagðist á Borgarspítalann fyrir stuttu síðan. Heimilið á Rauðarár- stígnum myndaði rammann utan um kf hennar og þangað lágu iðulega leiðir frændfólks, vina og kunningja. Hlýja og gestrisni var Ásu í blóð borin og alltaf var heitt á könnunni og heimabakað góðgæti á borðum. Ása kunni þá list öðram fremur að breyta mjólk í mat og ull í fat. Henni féll sjaldan verk úr hendi og oft heyrðum við hana spyrja móður okk- ar hvað hún væri að gera í höndun- um, enda handavinna sameiginlegt áhugamál þeirra. Sjálfsagt hefur lífsbaráttan ekki alltaf verið dans á rósum en aldrei heyrðum við frænku okkar kvarta, hins vegar var ávallt stutt í brosið og dillandi hláturinn. Ása var skemmti- leg kona, ræðin og ræktarsöm. Hún fylgdist vel með fjölskyldu sinni, svo og fjölskyldum systkina sinna og bar mikla umhyggju fyrir þeim sem henni tengdust. Þegar við kveðjum frænku okkar er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana og fyrir hönd foreldra okkar og' fjölskyldna þökkum við vináttu, vel- vild og tryggð. Frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur og vonum að já- kvæðnin, gleðin og birtan sem fylgdi Ásu alla tíð muni lýsa þeim um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Dóra og Guðrún Matthíasdætur. t Elskulegur frændi okkar og vinur, ALFREÐ EYMUNDSSON frá Grófargerði, síðast til heimilis á Miðvangi 22, Egilsstöðum, andaðist mánudaginn 21. ágúst. Jarðsett verður frá Vallaneskirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina hins látna, Steinarr Magnússon. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, VALTÝSJÓNSSONAR, Gautlandi 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við O. Johnson & Kaaber. Ósk Jónsdóttir, Kristinn Valtýsson, Halla Hjartardóttir, Soffía Valtýsdóttir, Rainer Eisenbraun, Ingi Valtýsson og barnabörn. - .. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta Vesturhlíð 2 4Hra Fossvogi Sími 551 1266 mI / www.utfor.is með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ASLAUG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.