Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 51
Markaður í Árbæjarsafni
NÚ ERU síðustu forvöð að heim-
sækja Árbæjarsafn í sumar en hús-
um safnsins verður lokað 1. sept-
ember. Sýningarnar sem í gangi
eru: Saga Reykjavíkur - frá býli til
borgar, Saga byggingatækninnar,
Litla bílaverkstæðið og Minningar
úr húsi - Laufásvegur 43. Á laug-
ardaginn verður teymt undir börn-
um við Árbæ klukkan 15 og mjaltir
verða um kl. 17.
Leiktæki fyrir börn eru við
Kornhús og Smiðshús. Á sunnudag
verður haustmarkaður. Á mark-
aðnum verða til sölu afurðir sum-
arsins en búið er að taka upp úr
matjurtagörðum safnsins. Þar
verður að finna meðal annars kart-
öflur, rófur, blómkál, hvítkál og
rabbarbara. Einnig verða til sölu
vettlingar og sokkar sem prjónaðir
hafa verið á safninu í sumar og
heimagerð sulta. Haustmarkaður-
inn hefst kl.13. Klukkan 14 hefst
síðan messa í safnkirkjunni frá
Silfrastöðum í Skagafirði. Prestur
er séra Kristinn Ágúst Friðfinns-
son en organisti Sigrún Stein-
grímsdóttir. í Árbænum verða
bakaðar lummur og þar munu þær
Snæbjörg og Sigurlaug sitja á bað-
stofuloftinu og sauma roðskó og
spinna. í húsinu Líkn er til sölu ís-
lenskt listhandverk og í Dill-
onshúsi er boðið upp á ljúffengar
veitingar.
Karl Jónatansson mun spila á
harmóníku við Árbæ og Dillonshús.
Stórsveitin
leikur í
Ráðhtísinu
AKVEÐIÐ hefur verið að flytja
fyrirhugaða tónleika Stórsveit-
ar Reykjavíkur, sem áttu að
vera á Ingólfstorgi á föstudag-
inn, inn í Ráðhús Reykjavíkur
vegna slæmrar veðurspár.
Leikin verður létt og að-
gengileg stórsveitartónlist í
anda stríðsáranna. Söngkona
með Stórsveitinni á þessum
tónleikum er Ragnhildur Gísla-
dóttii'. Stjórnandi er Sæbjörn
Jónsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.
20—30% afsláttur. Rúmteppi, púðar,
dúkar, föt. Handunnin húsgögn.|
Öðruwísi Ijós og gjafavara.
Sigurstjama
Opið virka daga kl. 11—18 oglau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Alfalfa • Salvía
Jurta östrogen
■
■ &
•V
Arkopharma
Fæst í apótekum
Dæmi um gæðij
Formúlubíil
sýndur í
Kringlunni
SÝNINGARBÍLL McLaren Merc-
edes-liðsins úr Formúlu 1 kapp-
akstrinum verður til sýnis fyrir utan
BOSS-verslunina í Kringlunni 8-12,
föstudaginn 25. ágúst og laugardag-
inn 26. ágúst.
BOSS Hugo Boss er styrktaraðili
McLaren-liðsins í Formúla 1 kapp-
akstrinum og flytur bílinn inn. Með í
för verða Jo Penn, fulltrúi frá
McLaren, sem segir frá ýmsu sem
tengist þessu sigursæla liði í For-
múla 1 kappakstrinum, ásamt Jönu
Múiler frá BOSS. Kynningarnar
verða haldnar kl. 11, 13, 15 og 17
báða dagana.
Samstarfsaðili BOSS-verslunar-
innar á íslandi við innflutning
McLaren-bílsins er Ræsir hf. en fyr-
irtækið eru með umboð fyrir
Mercedes Benz á íslandi. í tilefni
kynningar kappakstursbílsins verð-
ur Ræsir hf. með fjóra Mercedes-
bíla til sýnis í Kringlunni 25. og 26.
ágúst.
------HH--------
Gönguferð
með FI
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
gönguferðar á Skriðu laugardaginn
26. ágúst. Brottför er frá BSI og
Mörkinni 6 kl. 9 á laugardagsmorg-
un.
Fjallið Skriðan, sem er í Ár-
nessýslu, norður af Laugardal, er
rúmlega þúsund metra hátt og útsýn
af tindi þess þykir fögur og tilkomu-
mikil. Uppi á Skriðu er djúpur gígur
með vatni. Gangan á fjallið tekur
u.þ.b. 5-7 klst. en þykir ekki erfið.
Fararstjóri í þessari ferð verður
Gestur Kristjánsson.
SUSHI
á föstudögum
ADSL
Tilbúnir bakkar
með blönduðum fisk
og hrísgrjónarúllum
ék
náttúrulegal
Æilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smératorgi
Sítenging og hraðara Internet
meiri hraði
sítenging
mánaðargjald óháð tengitíma
nýtir núverandi símalínu
ekki á tali þó tengingin sé í notkun
ADSL er byltingarkennd tækni sem nýtir almennar símalínur fyrir
háhraða gagnaflutning. ADSLer jafnframt sítenging sem þýðir að
greitt erfastgjald fyrirtenginguna á mánuði óháð notkunartíma.
ADSL* hentar mjög vel kröfuhörðum einstaklingum til tengingar
inn á Internetið og fyrirtækjumfyrirfjarvinnu starfsmanna.
Hægt er að fá tengingu frá 256 Kb til 1,5 Mb.
*ADSL stendur enn sem komið er einungis til boða á höfuðborgarsvæðinu.
ADSL - afhverju að bíða? i<B—i
www.siminn.is Hringdu i giaídfriálst númei |800 7000 |og f.idu frekari upplýsinRar S í M1 N N