Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Foreldrar þurfa að bjarga sér dag frá degi Á sumum leikskólum í Reykjavík hefur ekki enn verið hægt að taka á móti börnum sem fengu vilyrði fyrir plássi nú í haust. Birna Anna Björnsdóttir kynnti sér stöðuna á nokkrum þeirra. Reykjavík BÖRN, sem fengið höfðu vilyrði fyrir leikskólaplássi nú í haust, hafa mörg hver ekki enn fengið inni á leik- skóla sínum vegna þess að þar skortir starfsfólk. Anna Hermannsdóttir, fræðslu- stjóri hjá starfsþróunarsviði Leikskóla Reykjavíkur, seg- ir að enn vanti um 80 starfs- menn á leikskólana, sem séu um 5% af heildarstarfs- mannafjölda þeirra, en segir að það sé heldur betri staða en var á sama tíma í fyrra. „Þetta hefur haft áhrif á það að hægt sé að taka börn inn,“ segir Anna, „en for- eldrar voru búnir að fá vil- yrði fyrir plássi, með því fororði að búið væri að manna. Þar sem búið er að fullmanna er í undirbúningi að taka inn börn eða búið að því. En þar sem ekki er búið að manna eru börn og for- eldrar væntanlega enn að bíða,“ segir Anna. Anna segir að hjá Leik- skólum Reykjavíkur sé lögð áhersla á að kynna leikskól- ana sem áhugaverðan vinnu- stað. Einnig sé vakin athygli á námskeiðum sem starfs- mönnum, bæði faglærðum og ófaglærðum, sé boðið upp á til að auka sína þekkingu í starfi. „Við viljum vekja áhuga því hvað starf á leikskóla eru áhugavert og fjölbreytt. Enda hefur komið fram í könnunum hjá okkur að ef fólk hættir er það ekki vegna þess að það sé ekki ánægt í starfí, heldur er það mjög oft vegna launanna sem eru þáttur sem við ráð- um því miður ekki við. Von- andi eru þó betri tímar framundan í því en nú eru kjarasamningar fyrirhugað- ir hjá þeim sem tengjast þessum starfshópum okkar,“ segir Anna. I Fífuborg í Grafarvogi hefur ekki verið hægt að taka inn tuttugu börn, sem úthlutað hafði verið plássi í haust, að sögn Elínar Ás- grímsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að búið hafí verið að lofa sumum þeirra plássi frá 21. ágúst og öðrum frá 4. september, því sé þetta mik- il röskun fyrir foreldra og segir hún áhyggjufullt hljóð í mörgum þeirra. Missti fólk í betur launuð störf „Foreldrarnir hringja í sí- fellu til að kanna málin. Sumir eru í virkilegum vandræðum og þurfa bara að bjarga sér dag frá degi. Ég heyri það á þeim að þetta er erfítt og mér fínnst mjög erfítt að þurfa að halda þessum börnum fyrir Morgunblaðið/Ásdís utan. Það er bara ekkert annað í stöðunni, ekki á meðan maður fær ekki starfsfólk,“ segir Elín. Hún segist ekki sjá fram á að ástandið lagist. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki fyrir fáeinum dögum og seg- ir hún engar umsóknir hafa borist. Þegar sumarfríi lauk 14. ágúst hafi vantað í átta stöður, en síðan þá hafí að- eins tekist að ráða í eina fulla stöðu og tvær hluta- stöður. Elín segist vita að svipað sé ástatt á öðrum leikskól- um í Grafarvogi. „Nokkrir standa ágætlega en aðrir eru í vandræðum. Það er misjafn hvað við vor- um búnir að lofa mörgum plássum. Þetta leit til dæmis ekki svona illa út hjá mér fyrir frí. En ég missti fólk, sem ég hafði gert ráð fyrir, í betur launuð störf,“ segir Elín. Ólöf Helga Pálmadóttir, leikskólastjóri í Hálsaborg í Breiðholti, segir að þar hafi ekki verið hægt að taka ný börn inn í haust. Hún segir þetta hafa raskað miklu hjá þeim foreldrum sem höfð gert ráð fyrir plássi. Margir þeirra séu útivinnandi og hafi hvorki dagmömmu né önnur úrræði og séu því í stökustu vandræðum. „En mér fínnst þessi for- eldrahópur hafa sýnt mikið langlundargeð og þolin- mæði, enda kannski ekki annað hægt í stöðunni, því starfsfólkið er hreinlega ekki til staðar,“ segir Ólöf Helga. Hún segir að erfiðast sé að fá fólk til að vinna síð- degis en þeir sem sæki um hlutastörf vilji flestir vinna að morgni. Sem betur fer sé þó að rætast að einhverju leyti úr hjá þeim og segir hún að í lok mánaðarins verði hægt að taka inn hluta þess hóps sem bíður eftir plássi. Ólöf Helga segir að vitan- lega sé ástand sem þetta mikið álag fyrir allt starfs- fólk leikskólans, en jafn- framt sé starfsmannahópur- inn mjög jákvæður. Hún segir að þau vonist öll til þess að það fáist vel hæft fólk til starfa sem allra fyrst svo hægt verði að hefja eðli- legt starf á leikskólanum. „Við erum orðin óþreyju- full eftir að hafa fullt hús af börnum og geta hafið okkar metnaðarfulla starf sem allra fyrst,“ segir Ólöf Helga. Sér fram á að þurfa að skerða tímann enn frekar Á Grandaborg hefur ekki verið hægt að taka inn börn sem þurfa aukinn stuðning og einnig hefur þurft að skerða þann tíma sem opið er, að sögn Guðrúnar Maríu Harðardóttur leikskóla- stjóra. Hún segir að einkum vanti fólk til starfa síðdegis og segist hún sjá fram á að þurfa að skerða þann tíma sem opið er enn frekar, því engar starfsumsóknir berist. „Þetta strandar meðal annars á því að þeir sem sækja um störf eru sjálfir oft með börn, sem þeir koma ekki inn á leikskóla og því er þetta keðjuverkandi." Guðrún María segir að leikskólinn sé einnig að missa starfsfólk. „Við erum að missa fólkið okkar í alls konar störf, sem eru hærra launuð. En oft eru störfin ekki nærri eins áhugaverð og því hættir fólk gjarnan með miklum trega.“ Hún segir að auk þess vinni mjög margir starfs- menn leikskólans önnur störf um kvöld og helgar, til að láta enda ná saman, og því verði vinnuvika þeirra oft mjög löng og krefjandi. „Ég er ekki bjartsýn á að ástandið lagist fyiT en laun- in hækka töluvert mikið. Og laun hjá leikskóla- kennurum verða að hækka, annars fást menntaðir leik- skólakennarar ekki til starfa á leikskólunum," segir Guð- rún María. Ibúar í Lundi III hafa mótmælt starfsemi litaboltavallarins við Nýbýlaveg Starfsleyfí Litabolta ehf. endurskoðað Morgunblaðið/Asdís Ibúar í Lundi III segja að hættuástand ríki vegna starfsemi Litabolta ehf. Kópavogur HEILBRIGÐISNEFND Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis mun á mánudaginn taka afstöðu til starfsleyfis Litabolta ehf. en fyrirtækið fékk leyfi í sumar til að reka litaboltavöll að Lundi við Nýbýlaveg. í framhaldinu má búast við því að bæjarráð Kópavogs fái málið inn á sitt borð til af- greiðslu en íbúar að Lundi III vilja að starfsleyfi Litabolta verði ekki framlengt. Á síðasta fundi heilbrigðis- nefndar, sem haldinn var í lok ágúst, var erindi íbúanna lagt fram en afgreiðslu frestað og forsvarsmönnum Litabolta ehf. gefinn kostur á að koma að andmælum. íbúar í Lundi III sendu heilbrigðisnefndinni bréf í lok ágúst þar sem þeir lýsa yfir mikilli óánægju með starf- semi Litabolta, en á litabolta- vellinum við Lund er fólk i byssuleik með byssum sem innihalda litakúlur. „Við teljum að hér ríki hættuástand og þá sérstak- lega hvað Varðar umferðar- mál og umferð bama um svæðið,“ segir í erindi íbúanna. íbúarnir segja að mikil hávaðamengun fylgi starf- semi Litabolta. „Þótt hávaðinn af skothríð- inni sé ekki ærandi er þessi stöðugi hávaði ótrúlega trufl- andi. Ekki eru síður ógeðfelld stríðsöskrin, hrópin og köllin sem við þurfum að hlusta á öll kvöld. Umhverfi með hljóðum sem þessum finnst okkur all- avega ekki viðeigandi þar sem börn búa.“ íbúarnir segja að umferð- arhættan hafi aukist með til- komu Litabolta. „Þar sem ekki er frárein af Nýbýlavegi er aðkoman að Lundi mjög erfið og hættuleg. Við þurfum nánast að stöðva bílinn þar á götunni til að ná beygjunni. Þarna hafa orðið þónokkrir árekstrar á ári, þrátt fyrir að hér hafi ekki búið nema einar 10 fjölskyldur og umferðin því ekki mikil. Nú hefur umferðin hinsvegar margfaldaast og hættan þar af leiðandi stór- aukist. A það bætist svo að forvitnir áhorfendur stunda það að leggja bílum sínum á heimreiðina og loka henni nánast." Börn hafa prófað að borða litakúlurnar íbúarnir segja að aukin um- ferð fólks um svæðið hafi valdið því að umgengnin um svæðið hafi versnað. „Allt svæðið hérna er orðið eins og víggirtur ruslahaugur á að líta, þannig að mikil breyting hefur orðið á okkar nánasta umvherfi. Litakúlurnar sem skotið er hafa einnig dreifst hér um bfl- astæði og stíga í nágrenninu. Sést hefur til fugla tína upp kúlurnar og skila þeim svo af sér hér í kring ásamt því að börn úr nálægum hverfum koma hingaði í túnið í kúlna- tínslu og hafa eitthvað prófað að borða þær.“ Hægt að tengja göngu- stígana í vor Garðabær/Kópavogur BÆJARYFIRVÖLD Garða- bæjar og Kópavogs geta far- ið að huga að tengingu göngustíga á milli sveitarfé- laganna strax á næsta ári að sögn Jónasar Snæbjörnsson- ar, umdæmisstjóra Reykjan- esumdæmis Vegagerðarinn- ar. I Morgunblaðinu á laugar- daginn kom fram að ekkert yrði af tengingu stíganna þar sem ekki hefði náðst sam- komulag við Vegagerðina um gerð kostnaðaráætlunar fyr- ir göngubrú yfir Kópavogs- lækinn vestan megin. Jónas sagði að Vegagerðin hygðist vinna þessa kostnaðaráætlun en að sú vinna hefði dregist. Hann sagðist reikna með því að kostnaðaráætlunin yrði unnin í vetur og að þá myndi liggja fyrir hvernig hægt yrði að koma þessum göngu- stíg yfir Kópavogslækinn. Hann sagði að sveitarfélögin ættu því að geta farið að huga að framkvæmdum í vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.