Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Margit Elva Sigurjdn Rundlfsson og Rafn Þorsteinsson mála oliutankinn. Olíutankur málaður á umhverfisvænan hátt Grímsey - Oliutankur Olíudreifing- ar ehf. í Grímsey var hreinsaður og málaður í vikunni sem leið. Rjóma- blíða hefur verið í eyjunni undan- farnar vikur og gekk vel að klára tankinn. Það voru þeir Sigurjón Runólfs- son og Rafn Þorsteinsson hjá Sand- blæstri Sigurjóns ehf. á Akranesi sem sáu um verkið. Að sögn Sigur- jóns, eiganda fyrirtækisins, er slík hreinsun unhverfisvæn því að um leið og flötur er háþrýstihreinsað- ur fer málingin beint í sérstakan tank í stað þess að fara út í um- hverfið, en Olíudreifing sækist eft- ir umhverfisvænni hreinsun á sín- um stöðvum. „Tækið sem við notum í slíka háþrýstihreinsun er það eina sinnar tegundar á Islandi sem hirðir upp eftir sig jafnóðum eftir hreinsun," sagði Sigurjón. Fyrirtæki Sigurjóns vinnur orðið nánast eingöngu fyrir Olíudreif- ingu ehf. og eftir verkið í Grímsey halda þeir Rafn til Austfjarða þar sem þcir ætla að taka til hendinni á stöðvum Olíudreifingar. Réttað í Húnaþingi vestra Hvammstanga - Vestur-Húnvetn- ingar smöluðu heiðarlönd sín nú fyrir helgina og í framhaldi voru réttir í Hrútafirði, Miðfirði og í Víðidal. Gangnamenn hrepptu kalsaveður, stífa norðanátt með rigningu og jafnvel slyddu. Töfðust leitir nokkuð og má búast við að heimtur hafi ekki orðið nógu góð- ar. í Miðfjarðarrétt var fyrsta stóð- rétt haustsins en þar er hrossum smalað jafnhliða fénu og réttað strax að morgni. Nokkur hundruð hross komu til Miðfjarðarréttar og var merarkóngur þar Reynir Jóns- son á Útibleiksstöðum, með á ann- að hundrað hausa. Fjárréttir hófust svo um hádegi og var mikið fjölmenni við réttar- störf. Hrútfirðingar rétta fé sitt í Hrútatungurétt sem oftast er kennd við Síká og stendur á Sík- árbökkum. Menn töldu þar réttað milli 5-6 þúsund fjár og var glatt yfir réttarmönnum þegar Morgun- blaðið heimsótti réttina. í Víðidal var réttað á föstudag í Valdaráss- rétt og á laugardag í Víðidalstung- urétt, sem stendur við Litlu-As- geirsá. Fé virðist koma fremur vænt af fjalli og horfa bændur já- kvætt til hauststarfa. Sú nýlunda var að göngur og réttarstörf hér eru myndefni er- lendra sjónvarpsstöðva. I Víðidal var fólk frá japanskri sjónvarps- stöð sem myndaði allan ferilinn, frá undirbúningi fyrir göngur til réttardansleiks, en í Miðfirði voru þýskir myndatökumenn í sömu er- indum. Göngur og réttir eru í auknum Frá hrossaréttuin í Miðfjarðarrétt. Reynir Jónsson í hópi hrossa sinna, en hann átti stærsta hópinn í réttinni. muiguiiuinuiu/ ivui i oigui gcu sðuu Réttarstörf í Hrútatungurétt, en hér sjást m.a. Eyjólfur Gunnarsson á Bálkastöðum og Gísli Magnússon á Stað. mæli að verða tekjulind ferðaþjón- ustuaðila á landsbyggðinni, bæði sem afþreying og einnig með beinni þátttöku í þessum haust- verkum sveitafólks. Vatnsnessfjall verður smalað um næstu helgi og verður þá réttað í Hamarsrétt og Þverárrétt í Vest- urhópi. Hrossaréttir verða síðan í Víðidal í byrjun október. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri fyrir frainan hið nýja hverfi þar sem- búið er að skipuleggja 30 lóðir. Húseigendum er boðið upp á fallegt út- sýni yfir Breiðafjörðinn og verður gaman hjá þeim að njóta kvöldsólar- innar á kyrrum sumarkvöldum. Ný íbúðabyggð skipu- lögð í Stykkishólmi Stykkishólmi - Stykkishólmsbær hefur látið skipuleggja nýtt hverfi fyrir íbúðabyggð og nefnist það Hjallatangi. Svæðið er í útjaðri bæjarins þar sem komið er inn í bæinn. Á Hjallatanga hafa verið skipulagðar 30 lóðir. Verið er að gera níu lóðir bygg- ingahæfar. Gatnagerð og holræsi voru boðin út og samið við lægst- bjóðanda, Odd Magnússon í Gimnd- arfirði. Tilboðið hljóðaði upp á um 5 milijónir króna og er það 58 % af kostnaðaráætlun. Búið er að úthluta tveimur lóðum í nýja hverfinu og standa vonir til að byggingafram- kvæmdir geti hafist í næsta mánuði. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar- bæjarstjóra eru lausar lóðir á öðrum stöðum í bæjarlandinu en þær hafa ekki þótt spennandi þar sem djúpt hefur verið niður á fast. Beðið var efth- að þetta svæði yrði tekið til skipulags. Hann segir enn fremur að húsnæðisskortur sé verulegur og vonar að fleiri hugsi sér til hreyfings þegar að þessar nýju lóðir bjóðast. Þær séu vel staðsettar með góðu út- sýni yfir Breiðafjörð og verði von- andi eftirsóttar af húsbyggjendum. GAFFALVOG • 1000 kg eða 2000 kg • Fyrir bretti og kör • Vönduð og vatnsþétt • Vog á fínu verði Hafðu samband 9 - vagir cru okkarfag ■■ Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Tryggingastofnun ríkisins Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum um styrki sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa og framfærendum barna sem fá umönnunargreiðslur. Helstu skilyrði úthlutunar: • Nauösyn bifreiöar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræö. • Umsækjandi má elstur veröa 70 ára á umsóknarári. • Umsækjandi hafi ökuréttindi. Þó er heimilt aö víkja frá því skilyrði tilnefni umsækjandi ökumann. • Kaup á bifreið eigi sér staö á umsóknarári eöa fyrir 1. júlí 2001. • Árstekjur séu undir kr. 2.089.260 (hjón kr. 4.178.520). • Eignir í peningum og verðbréfum séu undir kr. 4.000.000 (hjón kr. 8.000.000). Fjögur ár þurfa að líða á milli styrkveitinga og undirritar styrkhafi kvöð um eignarhald bifreiðar á þeim tíma. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2001 eru afhent í þjón- ustumiðstöð Tryggingastofnunar rikisins og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Einnig er hægt að fá eyðublöð send. Læknisvottorð á þar til gerðu eyðublaði skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október 2000. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 560 4460 og á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is. AFGREIÐSLUNEFND BIFREIÐAKAUPASTYRKJA AUGLÝSINGAOEILD Sími: 569 1111, Bréfsimi: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is vBi>mbl.is -j\LLTAf= errrHVAÐ a/ýtht Fjorum smnum Bókaðu í síma 570 3030 og 4813300 V6fð fíá 8.53^ kr. með flii^vallarsköttuin FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.