Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Urvalsvísitala 8,89% lægri en um síðustu áramót Úrvalsvísitala hlutabréfa árið 2000 * Afram- haldandi lækkun vísitöl- unnar spáð ÚRVALSVÍSITALA aðallista hækkaði um 0,18% á Verð- bréfaþingi Islands í gær og er nú 1,474 stig en á mánudag fór hún niður í lægsta gildi ársins eða í 1.472 stig. Vísital- an er nú 8,89% lægri heldur en hún var um síðustu ára- mót. Hæst hefur hún farið í 1.888,71 stig á árinu. Mest viðskipti voru með hlutabréf Össurar í gær eða fyrir tæpar 28 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 5,7%. Um 14 milljóna króna yiðskipti voru með bréf Íslandsbanka-FBA en engin breyting varð á lokaverði þeirra. Rúmlega 12 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf Eimskipafélags ís- lands en samkvæmt hálffímm fréttum Búnaðarbankans hef- ur markaðsvirði Eimskip lækkað um tæp 40% frá 16. febrúar á þessu ári. Hluta- bréf Deltu hf. hækkuðu mest í viðskiptum gærdagsins eða um 12,8% í 8,4 milljóna króna viðskiptum. I morgunpunktum Kaup- þing í gær kemur fram að því sé spáð að hlutabréf haldi áfram að lækka í verði. „Þró- unin í ár er að mörgu leyti lík þeirri þróun sem var á hluta- bréfamarkaði árið 1997 en þá tóku hlutabréf ekki að hækka í verði fyrr en í maí árið 1998. Munurinn er sá að fram til ársins 1997 voru það félög í sjávarútvegi sem fjárfestar horfðu helst til en nú eru það helst fyrirtæki í tækni-, lyfja og fjármálageiranum sem fjárfestar hafa haft áhuga á auk þess sem viðskiptamagn með hlutabréf er talsvert meira nú. Svo virðist sem aukinnar svartsýni gæti á markaði og er því spáð að hlutabréfaverð fari lækkandi út árið enda efnahagshorfur ekki eins góðar nú og á síð- asta ári. Menn eru ekki bjartsýnir á að fyrirtækin nái að auka hagnað sinn á síðari hluta ársins og er spurning um hvort við séum að sjá fram á deyfð á hlutabréfa- markaði fram á næsta sumar eða um það leyti er árs- hlutauppgjör ársins 2001 fara að berast," að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings. Visitala neysluverðs hækkaði um 0,2% VÍSITALA neysluverðs var 199,5 stig miðuð við verðlag í byrjun sept- ember á þessu ári og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands. Á ársgrundvelli sam- svarar þetta 2,4% hækkun. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 197,9 stig og hækkaði um 0,2% frá ágúst. Þetta er talsvert minni hækkun en fjármálafyrirtæki höfðu spáð, en þau höfðu spáð allt að 0,5% hækkun vísi- tölunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni lækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 0,8% (vísitölu- áhrif: -0,14%). Verð á fötum og skóm hækkaði um 2,6% (0,13%). Markaðs- verð á húsnæði hækkaði um 0,9% (0,09%) og útgjöld til menntunar hækkuðu um 6,5% (0,06%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,8% verðbólgu á ári. Þróun í rétta átt Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að þetta væri nokkuð minni hækkun en viðskiptaaðilar hefðu verið að spá. Miðað við þessar tölur væri 12 mánaða verðbólga komin niður í 4% og 2,6% án húsnæðis. Hann sagði greinilegt að þróunin væri í rétta átt, en þó væri alltaf var- hugavert að draga of miklar ályktan- ir af einstökum tölum. I sumar þegar verðbólgutölurnar voru hæstar beindist nokkur gagn- rýni að stjórnvöldum og ýmsir urðu til að krefjast aðgerða af hálfu stjómvalda. Geir sagði að hann og forsætisráðherra hefðu þá spáð því að verðbólga myndi lækka þegar liði á árið. Það væri að ganga eftir. „Ég held að það þurfi að ganga mikið á til þess að hækkunin innan ársins verði ekki innan við 4%. Ég held að þetta sé mjög gott innlegg í vangaveltur Breytingar á vísitölu neysluverðs Frá ágúst tii sept. 2000 SSS Mars 1997=100 01 Matur og drykkjarvörur (16,8%) 011 Matur (14,8%) 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (5,2%) 031 Föt (4,2%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (19,6%) 042 Reiknuð húsaleiga (10,0%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fi. (5,2%) 053 Raftæki (0,7%) 06 Heilsugæsla (3,0%) 07 Ferðir og flutningar (19,5%) /"7^ 071 Kaup ökutækja (9,5) 08 Póstur og sími (2,5%) 09 Tómstundir og menning (12,2%) 094 íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti (5,0%) 10 Menntun (1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (6,5%) -0,8% [__j -0,8% □ -0,1 % | L j+2,6% 1 +3,0% [] +0,4% □ +0,9% D +0,3% | j+2,1% -0,1 % | -1,3% |+0,1% Q +0,5% □ Q+0,5% | |+1,3% I ........ 0,0% D +0,3% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í september: 111,8 fl +0,2% manna bæði um kjarasamninga og um gengi krónunnar," sagði Geir. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram um næstu mánaðamót og kvaðst Geir vonast eftir að það myndi styðja þá þróun sem væri í gangi í verðlagsmálum. Fjármálafyrirtæki höfðu almennt spáð meiri hækkun vísitölu neyslu- verðs. Þannig gerði td. Kaupþing ráð fyrir 0,35% hækkun og viðskipta- stofa Landsbankans spáði 0,5% hækkun vísitölunnar. Arshlutauppgjör SPRQN Hagnaður eykst um 7 0% milli ára HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis - SPRON - fyrstu sex mánuði árins 2000, að teknu tilliti til tekju- og eignaskatts, nam rúmum 104 milljónum króna samanborið við 61 milljón á sama tíma á síðasta ári. Þetta er um 70% aukning milli ára. Vaxtatekjur SPRON námu 1.689 milljónum króna en vaxtagjöld 1.148 milljónum. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins á þessu tímabili voru 541 milljón og hafa aukist um 27% frá því á sama tíma í fyrra. Aðrar rekstrartekjur námu 319 milljónum króna á tímabilinu en námu 253 milljónum á sama tíma í fyrra og hækkuðu því um 26%. Gengistap SPRON af annarri fjármálastarf- semi var 47 milljónir samanborið við 9 milljóna gengishagnað á sama tíma fyrir ári síðan. Rekstrargjöld SPRON hækkuðu um 14,5% en þau námu 618 milljón- um króna um mitt árið. Framlag í afskriftareikning útlána nam 103 milljónum á tímabilinu. Um er að ræða hreina hækkun á þessum var- úðarsjóði því engar endanlegar af- skriftir hafa fallið til það sem af er árinu. Staða afskriftareiknings út- lána í lok tímabilsins var um 481 milljón sem er 2,2% hlutfall af út- lánum og veittum ábyrgðum en þetta hlutfall var 1,8% um áramótin. Niðurstöðutala efnahagsreikn- ingsins í lok júní var 28.860 milljónir króna en yar 27.412 milljónir í upp- hafi árs. Á sama tíma fyrir ári var niðurstöðutala efnahagsreiknings- ins 22.473 milljónir. Útlán SPRON námu alls 20.213 milljónum og hafa aukist um 6,6% frá áramótum. Eigið fé jókst um 6,4% og nam 1.948 millj- ónum í lok júní 2000. Eiginfjárhlut- fall var 10,0% samkvæmt CAD- reglum en var 10,6% um áramótin. I tilkynningu frá SPRON segir að til að koma til móts við þarfir við- Ur milliuppgjöri 2000 SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS spron Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 1.689 1.157 +45,9% Vaxtagjöld 1.148 732 +56,8% Aðrar rekstrartekjur 319 253 +25,9% Önnur rekstrargjöld 618 539 +14,5% Hagnaður f. framlag á afskriftarr. 243 140 +73,7% Framlag á afskriftarr. útlána 103 48 +114,4% Tekju- og eignarskattar 35 30 +16.8% Hagnaður tímabilsins 104 61 +69,9% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 28.860 27.412 +5,3% Eigið fé 1.948 1.831 +6,4% Skuldir 26.911 25.582 +5,1% Skuldir og eigið fé samtais 28.860 27.412 +5,3% skiptavina í verðbréfaviðskiptum hafi nýlega verið sett á stofn Verð- bréfaþjónusta SPRON. Verðbréfa- þjónustan auðveldi einstaklingum að hafa góða yfirsýn yfir verðbréfa- eign sína auk þess sem sérfræðing- ar sjóðsins veiti þeim fjárfestingar- áðgjöf. Þá segir að SPRON hafi opnað nýja heimasíðu í sumar og að á sama tíma hafi endurbættur Heimabanki verið tekinn í notkun. Þetta auðveldi aðgengi viðskipta- vina að upplýsingum um þjónustu SPRON og að fjármálaviðskiptum á Netinu. Bjartsýnn á afkomuna á seinni hluta ársins Ólafur Haraldsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs SPRON, segist sáttur við niðurstöðuna þótt afkom- an sé ekki í samræmi við áætlanir. Það skýrist fyrst og fremst af mikilli hækkun markaðsvaxta á tímabilinu sem hafi þau áhrif á heildarstöðuna að afkoma SPRON á fyrri helmingi þessa árs sé ekki eins góð og stjóm- endur sjóðsins vonuðust til og gert var ráð fyrir í áætlunum. Afkoma SPRON hafi samt sem áður verið mun betri en árið áður vegna mikill- ar tekjuaukningar sem megi rekja til mikillar fjölgunar viðskiptavina á sama tíma og hóflegar hækkanir hafi orðið á útgjöldum. „Það gengis- tap sem varð á markaðsbréfum hef- ur gengið að miklu leyti til baka nú þegar. Þá er ánægjulegt að rekstr- arkostnaður er innan við áætlun og tekjur umfram áætlun og því erum við bjartsýn varðandi það sem eftir er af árinu. Við höfum einnig trú á því að horfur séu þannig að vextir á langtímaríkisbréfum fari lækkandi er líður á árið. Það mun koma beint fram í afkomunni," segir Ólafur. Þrír stjórnendur íslandsbanka- FBA hf. selja hlut í félagínu Um 103 milljóna króna viðskipti NÝVERIÐ hafa þrír af stjórnendum íslandsbanka- FBA hf. selt hlutabréf í félag- inu. Alls námu viðskiptin tæp- um 103 milljónum króna. Meðal þeirra er Bjarni Ár- mannsson, forstjóri íslands- banka-FBA, en hann seldi 15 milljónir að nafnvirði í bank- anum þann fimmta september síðastliðinn. Viðskiptin voru á genginu 5,25 og er söluverðið tæpar 79 milljónir króna. Eft- ir söluna á Bjarni rúmlega 57 milljóna króna hlut í bankan- um að nafnvirði. Þann 6. september seldi Að- alsteinn E. Jónasson, for- stöðumaður lögfræðideildar Íslandsbanka-FBA, 2,3 millj- ónir að nafnvirði á genginu 5,24 eða fyrir rúmar 12,5 milljónir króna. Eftir söluna á Aðalsteinn 1 milljón að nafn- virði í bankanum. Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjón- ustu Islandsbanka-FBÁ, seldi þann 28. ágúst 2,2 milljóna króna hlut að nafnvirði á genginu 5,12 eða á tæplega 11,3 milljónir króna. Eftir söl- una á Erlendur 15,2 milljóna króna hlut í bankanum. Fruminnherjar mega eiga viðskipti innan 6 vikna frá uppgjöri Þann 24. ágúst var tilkynnt til Verðbréfaþings Islands um kaup nokkurra fruminnherja Íslandsbanka-FBA á hlutum í félaginu að nafnvirði ein millj- ón hver. Viðskiptin voru á genginu 4,7. Markmiðið með sölunni var að tengja betur saman hagsmuni starfsmanna og hluthafa. Að sögn Bjarna Ármanns- sonar hefur bankaráð Islands- banka-FBA sett þær reglur fyrir fruminnherja í félaginu að þeir megi einungis eiga við- skipti með hlutabréf í bankan- um á sex vikna tímabili eftir að uppgjör hans er birt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.