Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 21 VIÐSKIPTI Tilboð OIV Gruppen í Kauphöllina í London Hætt við iX kaup- hallarsamrunann KAUPHÖLLIN í London, London Stock Exchange, féll í gær frá sam- runaáformum sínum við kauphöllina í Frankfurt, Deutsche Boerse, undir merkjum iX til þess að geta einbeitt sér að því að verjast tilraunum sænska fyrirtækisins OM Gruppen til yfirtöku LSE. I tilkynningu segir að hætt sé við samrunan svo LSE „geti beint at- hygli sinni algerlega að þeim van- köntum sem yfirtaka OM myndi hafa fyrir hluthafa LSE og viðskiptavini." Don Cruickshank, stjómaformað- ur LSE, sagði í gær að ekki hefði tekist að leysa úr ýmsum þeim mál- efnum sem komið hefðu upp í sam- runaviðræðunum og of skammur tími sé til stefnu. Cruishank sagði enn fremur að um leið og búið væri að afstýra yfir- töku OM muni stjórn LSE ráðfæra sig við hluthafa og viðskiptavim til að tryggja áframhaldandi forystuhlut- verk kauphallarinnar í Evrópu. Magnus Karlsson Böcker, vara- forstjóri OM Gruppen, hefur lýst því yfir að tilboð OM í LSE, sem form- lega var lagt fram á mánudag, þurfi ekki endilega að vera síðasta tilboð OM, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Pað fari eftir því hvort einhver af þeim stofnunum sem talið er að hafi áhuga á LSE, leggi fram gagn- tilboð. Hluthöfum í LSE bjóðast 0,65 hlutir í OM auk sjö punda fyrir hvern hlut í LSE samkvæmt tilboðinu. Gengi hlutabréfa í OM hefur lækkað síðustu daga en gengi hlutabréfa í LSE aftur á móti hækkað verulega og sérfræðingar telja að OM þurfi að hækka boð sitt. Dagens industri setur fram þá skoðun að ætla mætti að um helm- ingaskipti yrði að ræða ef fyrirtækin myndu sameinast. Pað felist hins vegar ekki í tilboði OM því ef það er umreiknað í hlutabréf fær LSE að- eins 24,75% hlutdeild í nýju samein- uðu fyrirtæki. Sveiflur á gengi hluta- bréfa í OM hafa haft þau áhrif að tilboðið er breytilegt frá degi til dags og hefur verið á bilinu 800-900 millj- ónir punda. Nú um stundir er það í lægri kantinum eða um 810 milljónir punda. Karlsson Böcker segir að lækkun hlutabréfaverðs í OM leiði ekki til þess að tilboðið verði bætt. „Eg tel ekki líklegt að við munum etja kappi við okkur sjálf, segir hann við BBC.. Nasdaq og OM svara ekki getgátum um samstarf Nasdaq og OM hafa neitað að svara getgátum um samstarf þeirra um tilboðið í LSE sem fram hafa komið m.a. í breskum fjölmiðlum. Karlsson segir við BBC að það geri yfirtöku ekki endilega auðveldari að fá annað fyrirtæki með sér. LSE hefur tvær vikur til að svara tilboði OM og í yfirlýsingu frá kaup- höllinni á mánudag kom fram að hluthöfum yrði ritað bréf í tæka tíð þar sem fram kæmu mótmæli LSE við tilboðinu. „Tilboð OM er háðsku- fullt og framgangur meingallaður, sagði Don Cruickshank, stjórnarfor- maður LSE. Hluthafar í LSE hafa frest til 2. október nk. til að taka eða hafna tilboði OM. Annar möguleiki fyrir Deutsche Börse væri að gera gagntilboð í LSE. Talið er að forsvarsmenn Deutsche Börse hafi undanfarið leit- að fyrir sér meðal kauphalla í Evrópu í þeim tilgangi að gera sam- eiginlegt gagntilboð í LSE, eins og áður hefur komið fram, en sam- kvæmt heimildum ft.com hefur þeim málaleitunum verið hafnað. í tilkynningu frá Deutsche Börse segir að vegna þróunar rafrænna viðskipta hefði það ekki neina sér- staka kosti í för með sér að vera til staðar á erlendum mörkuðum, eins og t.d. í London. Deutsche Börse hefur framlengt ráðningarsamning Werners Seifert, forstjóra kauphallarinnar, um fimm ár en Seifert er talinn maðurinn á bak við áætlunina um iX samrunann. þróar þráðlausan vef Dímon DÍMON hugbúnaðarhús hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að viðskiptavinur þess, Zoom.co.uk, hafi opnað nýjan vef sem marki tímamót í verslun með þráðiausum samskiptatækjum á borð við farsíma og handtölvur. Á vefnum munu viðskiptavinir geta fengið upplýsingar, skoðað póstinn sinn og verslað. f tilkynningunni kemur fram að Zoom.co.uk sé einn vinsælasti far- vegur fyrir sölu á tískuvamingi á Netinu og að samstarf Dimons og Zoom.co.uk hafi staðið í rúma þrjá mánuði. Dímon hafi gert fyrsta vef fyrirtækisins fyrir þráðlaus sam- skiptatæki og fyrirtækin hafi að undanförnu unnið að þróun núver- andi vefs. Daglegir notendur vefsins eru hundruð þúsunda að því er fram kemur í tilkynningunni og vefurinn verður frá upphafi hluti af vef BT Cellnet, farsímadeildar British Telecom. Dfmon hugbúnaðarhús segist á undanförnum mánuðum hafa náð mikilli athygli erlendis fyrir hug- búnað sinn Waporizer, sem hafi mest verið notaður við að þýða vefsíður yfir á WAP-form. Ný út- gáfa af Waporizer er að sögn Dím- sons væntanleg innan skamms og hún á ekki aðeins að geta varpað í WAP-síma heldur líka í i-mode- síma og ýmis önnur nettengd tæki. Þá segir Dímon frá því að hann hafi nýlega hafið markaðssamstarf við Nokia og gerst aðili að Wapfor- um, sem séu samtök sem skilgreini og þrói WAP-staðalinn. Kringlunni 1,1. hæð, sími 553 7355. Body beautifuL LCnan frd WARNERLS Skálastærðir: A-B-C-D-DD-E-F-FF Litir: Hvítt — Svart — Honey — Lillac Tvö snið af buxum í stíl Póstsendum Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana. Estée Lauder kynnir Idealist Skin Refinisher Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig langar í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru Kka öll smá- vandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur, flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari nýju náttúrulegu aðferð. Skin-RefinishingComplex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi. Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Akureyri. uppKaup Uppkaup verðtrjggðra spariskírteina og óverðtiyggðra ríkisbréfa með tilboðs- íjrirkomulagi i3. september 2000 Flokkur Gjalddagi Lánstimi RBoo-ioio/KO ío.októberasooo ímán RSoi - oaoi/K í. febrúar uooi 4,6 mán RSoz-0401/K 1. aprílstoo* 1,6 ár Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa verðtiyggð spariskirteini og óverðtiyggð ríkisbréf í framangreindum flokkum með tilboðs- fyrirkomulagi. öllum er heimilt að gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Heildarfjárbæð útboðsins er áætluð á bilinu 500 - 1.000 milljónir króna að söluvirði.Sölutílboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrirkl. 14:00 í dag, miðvikudaginn i3. september. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 56? 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.