Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 26
26 M'H)VIK öDÁGIJR" 13. SEPTKM BKR 2000 MÖRGUNBLAÐIÐ LISTIR Kem sjálfri mér á óvart Monika Fagerholm er einn af athyglisverð- ustu rithöfundum Finna um þessar mundir. Hávar Sigurjónsson ræddi við hana nýkomna á bókmenntahátíð. MONIKA Fagerholm er finnskur rithöfundur sem skrifar á sænsku. „Ég tilheyri þeim minnihluta í Finn- landi sem á sér sænsku að móður- máli en það eru aðeins fimm prósent finnsku þjóðarinnar. Þessi minni- hluti á sér sterka bókmenntahefð og margir fremstu höfundar Finna hafa skrifað á sænsku. Það er eigi að síður mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum finnsk og skrif- um um finnskt samfélag og veru- leika. Sjálf tala ég finnsku en skrifa að sjálfsögðu á móðurmáli mínu, sænsku,“ segir Monika Fagerholm, einn af fremstu höfundum Finna en hún er einn gesta alþjóðlegu bók- menntahátíðarinnar í Reykjavík. Þekktasta skáldsaga Fagerholm er Underbara kvinnor vid vatten sem út kom 1994 en fyrir tveimur árum kom út skáldsagan Diva sem vakti mikla athygli. Fagerholm segist hrifin af þeirri togstreitu sem skapast vegna tungumálanna tveggja og þess að lesendur hennar eru bæði finnskir og sænskir. „Það er reyndar ekki sjálfsagður hlutur að finnskur rit- höfundur sem skrifar á sænsku sé gefinn út í Svíþjóð. Finnar almennt eru ekki ýkja hrifnir af Svíþjóð og það á sér sögulegar orsakir og sem sænskumælandi Finni þarf maður að gæta sín í samskiptum við suma landa sína,“ segir hún og brosir. Hún hefur ekki síst vakið athygli sem höfundur íyrir frumlega með- höndlun sína á tungumálinu sjálfu og segist vera í stöðugri leit að nýj- um leiðum til tjáningar tungu- málsins. „Tungumálið er mér mjög mikilvægt og í síðustu bók minni, Diva, bjó ég til sérstakt tungumál fyrir aðalpersónuna Divu. Ákveðin orð fá nýja merkingu innan verald- ar sögunnar og einnig hvernig setn- ingar eru byggðar upp. Þetta má samt ekki verða að tilgerðarlegri leikfimi með orð, tilgangurinn verð- ur að vera til staðar, eiga sér líf inn- an sögunnar. Diva er útópísk pers- óna. Hún veit allt, skilur allt, borðar mikið og er mjög falleg. Stórfengleg stúlka eins og hún verður að hafa sitt eigið tungumál." Fagerholm segir að þetta feli í sér mjög sterkt feminískt sjónarhorn, „Diva býr yf- ir krafti til að breyta heiminum í gegnum kvenlega eiginleika sína.“ Diva vakti mikla athygli í Finnlandi og var tilnefnd af Finnlands háífu til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. „Þetta er ekki skáldsaga fyrir ungl- inga þótt hún fjalli á vissan hátt um unglingsstúlku. Ég var eiginlega Morgunblaðið/Ásdís „Diva skapar sér sína eigin veröld,“ segir Monika Fagerholm um aðalpersónu skáldsögu sinnar. hissa á vinsældum bókarinnar því bygging hennar er óvenjuleg og frá- sagnarstíllinn ekki mjög aðgengi- legur, en engu að síður stíll sem mér fannst henta bókinni.“ Fagerholm segir að hún hafi verið búin að skila bókinni til útgefanda síns og fyrsta próförk af henni hafi verið tilbúin þegar hún áttaði sig á því að bókin var alls ekki fullskrifuð. „Ég dró bókina til baka og vann að henni í eitt ár í viðbót. Þá loks fannst mér ég hafa náð utanum efnið og gat lát- ið hana frá mér.“ Fagerholm segist hrifin af íslenskum bókmenntum og nefnir sérstaklega skáldsögur yig- dísar Grímsdóttur og Kristínar Óm- arsdóttur. „Fremsti höfundur á Norðurlöndum í dag og jafnvel í Evrópu er þó í mínum huga Kerstin Ekrnan og skáldsaga hennar At- burðir við vatn hafði mikil áhrif á mig.“ Fagerholm segist nú vinna að glæpasögu en ekki geta sagt til um hvenær hún verður gefin út. „Ég skrifa aldrei bækur mínar eftir fyr- irframákveðinni tímaáætlun heldur verða þær að fá þann tíma sem þær þurfa. Það gerist svo margt meðan maður skrifar sem ekki má reka á eftir. Maður þroskast og breytist af skrifum sínum og stundum kem ég sjálfri mér á óvart. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um Diva yrði svona bók. Ég hafði aðrar hugmyndir í upphafi. Það er svo heillandi við skriftirnar. Þær eru skapandi ferli í sjálfum sér.“ Fyrri skáldsaga Fag- erholm, Yndislegar konur við vatn- ið, er væntanleg hjá Kiljuklúbbi Máls og menningar í íslenskri þýð- ingu Trausta Einarssonar síðar í vetur. „Sú bók fjallar um heim kvenna á fyrri hluta sjöunda ára- tugarins. Mig Iangaði til að kafa of- an í heim þeirra finnsku húsmæðra sem komu inn í efnishyggjuna eftir mikla fátækt og basl á sjötta ára- tugnum. Finnar komu illa útúr styrjöldinni þar sem þeir höfðu bar- ist gegn Rússum og þar með verið á bandi Þjóðverja. Persónur sögunn- ar eru uppteknar af kvennablöðum, hárgreiðslu og heimilistækjum; konur sem kvennahreyfingin afneit- aði nokkrum árum síðar. Ég vildi skoða heim þessara kvenna," segir Monika Fagerholm en hún les úr verkum sínum í Iðnó annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 ásamt Edward Bunker, Slawomir Mrozek, Braga Ólafssyni og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Framtíð og fram- andi tungumál í bókmenntum Á bókmenntahátíðinni í gær báru útgefendur nokkurra landa saman bækur sínar, veltu fyrir sér framtíðarmöguleikum bókarinnar í tengslum við Netið og ræddu helstu vandamálin sem fylgja því að þýða bókmenntir fámennra þjóða. Súsanna Svavarsdóttir fylgdist með umræðunum, MÁLÞING útgefenda í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda var í gær einn liður á bókmenntahátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Þar var fjallað um framtíð prentaðra bóka, hlutverk þýddra fagurbók- mennta og möguleika íslenskra bók- mennta erlendis. Sigurður Svavars- son stýrði umræðunum og í fyrri hlutanum, sem fjallaði um framtíð prentaðra bóka, voru það þeir Ólafur Jóhann Ólafsson og Christoph Buchwald, útgefandi frá Hollandi sem ræddu þann möguleika að prent- aðar bækur, eins og við þekkjum þær, ættu eftir að hverfa af markað- inum og yrðu í stað þess útgefnar á Netinu. Hvorugur þeirra hafði trú á þeirri framtíð í bókaútgáfu og sagði Ólafur Jóhann, meðal annars, að hann hefði ekki trú á því að netbækur yrðu að ríkjandi veruleika á næstu árum en tók jafnframt fram að hann gæti vel haft rangt fyrir sér. Tæknin fyrir hendi Þegar Ólafur var spurður hvenær hann héldi að tæknin myndi leyfa út- gáfu netbókmennta og í því sam- bandi bent á að tónlist væri þegar að- gengileg á Netinu, sagði hann tæknina þegar vera fyrir hendi og að tónlistin væri aðgengileg vegna þess að útgefendur tónlistar hefðu leyft vissu ferli að fara af stað. 8 Þegar Christoph Buchwald lýsti því yfir að hann hefði enga trú á því að bókmenntir yrðu nokkum tímann að- gengilegar á Netinu vegna þess að bókmenntir snerust ekki bara um lestur, heldur einnig tilfinninguna fyrir því að hafa bók í höndunum, spunnust nokkrar umræður. Honum var bent á að nú þegar væru ungir breskir höfundar, af Trainspotting- kynslóðinni svokölluðu, famir að skrifa bækur á Netinu. Þá kom fram sú skoðun að líklega yrðu netbækur mögulegar ef höfundar fyndu réttu bygginguna og hugsunina fyrir það form, rétt eins og að rithöfundar fundu leið til þess að skrifa fyrir kvik- myndir á sínum tíma og síðan fyrir sjónvarp. Það var ljóst að þeim sem á hlýddu fannst afstaða útgefandans nokkuð hrokafull og honum var bent á að fyr- ir fimmtán áram hefði enginn trúað því að við ættum eftir að tala í síma úti á götu, á veitingahúsum og hvar sem er en í dag væri það veraleiki. Á sama hátt væri fráleitt að spá fýrir um það hvernig þróunin í útgáfumál- um ætti eftir að verða á næstu fimm áram og ítrekað að í hvert sinn sem nýr miðill kæmi fram, fyndu rithöf- undar sér leið til að nýta hann. Nið- urstaða umræðunnar var sú að tæknilega væri allt hægt og að erfitt væri að vera spámaður um framtíð- ina. Háðir smekk þeirra sem mæla með bókum til þýðinga í síðari umræðunum sem fjölluðu um hlutverk þýddra fagurbók- mennta og möguleika íslenski-a bók- mennta erlendis tóku þátt útgefend- umir Walter Donohue frá Bretlandi, Eric Visser frá Hollandi og Jens Christiansen frá Danmörku. Walter Donahue byrjaði á því að segja frá því að í Bretlandi væri það því miður staðreynd að þegar um væri að ræða bókmenntir erlendra þjóða, litu Bretar fyrst og fremst til Bandaríkj- anna, vegna þess að löndin tvö ættu sér sameiginlegt tungumál. Aðra ástæðu sagði hann vera þá að banda- rískar kvikmyndir hefðu haft mjög mikil áhrif í að móta smekk manna þar. Hluta af vandamálinu við það að þýða bækur annarra þjóða sagði hann vera að útgefendur væru háðir ábendingum frá fólki sem hefði lesið bækur á frammálinu og að þar með væra þeir háðir smekk lesandans og málið snerist ekki lengur um heildar- sýn á gæði bókmennta viðkomandi lands. Hann hélt því fram að útgef- endur í Bretlandi væra ekki að leitast við að gefa út metsölubækur, þegar þeir veldu þýðingai-, heldur legðu þeir meira upp úr því að mynda tengsl við höfund og gefa út fleiri en einn titil eftir hann. Dýrt að kynna nýja höfunda Eric Visser sagðist hafa stofnað sitt forlag fyrir sautján áram og þá hefðu flestir starfandi rithöfundar í Hollandi verið með útgefendur. Hann hefði ekki vitað alveg um hvað bókaútgáfa snerist en hins vegar ver- ið viss um hvað skipti máli. Útgáfa hans hefði byrjað á því að einbeita sér að kvenrithöfúndum, einkum úr hópi innflytjenda og síðan snúið sér að alþjóðlegum markaði og á seinasta ári hefði forlag hans gefið út þýðing- ar úr sautján tungumálum. Hann sagði út af fyrir sig ekki vandamál að láta þýða bækumar, heldur fælist vandinn í því að kynna nýja höfunda. Hann sagðist álíta að íslenskar bók- menntir gætu orðið vinsælar í Hol- landi en allt snerist um fjármagn vegna þess að það væri dýrt að kynna nýja höfunda. Erfítt að finna góða þýðendur Jens Christiansen játaði að hlut- fallslega væri ekki mikið þýtt af ís- lenskum bókmenntum í Danmörku. Hans forlag hefði ekki þá stefnu að mynda tengsl við höfunda, heldur að finna réttu bækumar. Það væri kost- ur að Norðurlandaráð, sem fjár- magnaði Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs, gerði þá kröfu að tilnefndar bækur yrðu þýddar á öll Norðurlandamálin, því þannig gætu löndin fylgst hvert með öðra upp að vissu marki. Hann sagði að í Dan- mörku væri ekki vandamál að fá les- endur að bókum þýddum úr íslensku vegna þess að þjóðirnar tvær hefðu mikil menningarsamskipti, auk þess sem íslendingar færa til náms í Dan- mörku og Danir á íslandi, heldur væri vandamálið í Danmörku að fá góða þýðendur. Hann sagði að helsti þýðandi úr íslensku hefði þýðingar ekki að aðalstarfi og þvi væra tak- mörk fyrir því hvað gerlegt væri. Þar fyrir utan væra kannski tveir til þrír sem hefðu einhver tök á því að þýða íslenskar bókmenntir. Ólík sjónarmið í umræðum kom fram að ólíkar ástæður geta verið fyrir því að ekki er hægt að þýða mikið af íslenskum bókmenntum á önnur tungumál. Það getur verið háð þýðingastyrkjum í viðkomandi löndum og skorti á þýð- endum. Auk þess var bent á að til dæmis í Bandaríkjunum spyrji útgef- endur fyrst og fremst að því hvort höfundurinn „ferðist vel,“ það er að segja, hvort hann eigi eitthvert erindi við smekk og væntingar Bandaríkja- manna, þótt hann sé mikils metinn í sínu heimalandi. Andstæð sjónarmið virðast hins vegar ríkja í Finnlandi, að minnsta kosti hjá einhverjum út- gefendum, því Timo Emamo hélt á lofti þeirri skoðun að ólíkir menning- arheimar væri það sem gerði bækur spennandi til þýðinga. Hann nefndi í því sambandi að íslenskar bókmenn- tir væra ólíkar bókmenntum annarra Norðurlandaþjóða að því leyti að þær væra sambland af evrópskum og suð- ur-amerískum bókmenntum. Hann tók þó undir það sjónarmið að helsti vandinn væri hvað væri dýrt að markaðssetja nýja höfunda. Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu sagði að samkvæmt sinni reynslu, gæfu útgefendur á Norður- löndum gjaman út þýðingar á ís- lenskum bókmenntum einfaldlega vegna þess að þeir vildu hafa íslenska bók á listanum hjá sér - en þeir gerðu hins vegar nákvæmlega ekkert til þess að selja hana. Hann sagðist gjarnan vilja sjá þetta breytast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.