Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 29 Glæsileg djasshátíð- arlok DJASS í s 1e n s k a óperan KVINTETT DAVES HOL- LAND Robin Eubanks: básúna, Chris Pott- er: sópran- altó- og tenórsaxófónn, Steve Nelson: víbrafónn, Lonnie Plaxico: bassi og Billy Kilson: trommur. Sunnudagskvöldið 10. september 2000. LOKATÓNLEIKAR Jazzhátíð- ar Reykjavíkur í íslensku óperunni sunnudagskvöldið 10. september urðu með öðrum hætti en til stóð. Skömmu áður en hljómsveit Daves Hollands átti að koma til landsins lést sonur hans eftir skordýrabit. Dave og kona hans ákvaðu að kvintettinn kæmi samt til landsins, og tónleikarnir yrðu helgaðir minn- ingu sonar þeirra, en í stað Daves léki Lonnie Plaxico á bassann. Bandarísku djassleikararnir fjórir sem leikið hafa með Holland undanfarið eru allir í fremstu röð á sitt hljóðfæri. í ágústhefti út- breiddasta djassblaðs heimsins, Down Beat, urðu þeir allir ofarlega er gagnrýnendur kusu djassleikara er meiri athygli ættu skilda. Chris Potter, sem fyrr á árinu fékk ein virtustu djassverðlaun heims, Jazz Paar-verðlaunin, var í efsta sæti. bæði sem sópran- og tenórsaxófón- leikari, básúnuleikarinn Robin Eubanks og víbrafónleikarinn Steve Nelson urðu í öðru sæti á sín hljóðfæri og trommarinn Billy Kil- son í því níunda. Lonnie Plaxico sem hljóp í skarðið fyrir Dave Holland er í hópi fremstu bassa- leikara djassins og stóð á þessu sama sviði í nóvember 1985 er hann lék með kvartett Georges Adams og Dons Pullens. Dave Holland hefur tekist að sameina það besta úr amerískum og evrópskum djassi í ævintýra- lega hljómríka tónlist þar sem sveiflan er heit og hugmyndirnar frjóar. Holland semur að jafnaði ekki í hinum klassíska fjórskipta takti djassins, en það er sama hvaða takttegund er uppi á teningnum, hún þjónar jafnt spunanum sem tónsmíðinni. Arabísk og þó sérí lagi afrísk áhrif eru sterk í tónlist Hollands. Samt er það Ameríku- djassinn, sem ræður ríkjum hjá honum, litaður evrópskum áhrif- um, og á síðustu árum hefur tónlist hans orðið úthverfari og villtari. Öll verkin sem kvintettinn flutti á tónleikunum voru af tveimur síð- ustu skífum Hollands: Points of View og Prime Directive, fyrir ut- an nýjan ópus eftir Dave, bop- svingara sem verður á næsta diski hans og aukalagið, gamlan kunn- ingja: „Take the Coltrane“. Pað fór vel á því að hefja tónleik- ana á Looking Up, er Dave tileink- aði börnum sínum tveimur, Louise og Jacob heitnum. Þarna var strax ljóst að tónleikarnir yrðu eilítið öðruvísi en ef Dave hefði verið með í för. Mjúkur, ljóðrænn og fágaður bassaleikur Daves er annars eðlis en kraftmeiri og harðari ásláttur Plaxicos. Chris Potter blés sóló sinn í tenórsaxófón og var mjög á nótum Coltranes á Love Supreme- tímabilinu í spuna sínum. Bæði á altóinn, en þai’ er blástur hans sér- deilis kraftmikill, og sópraninn hef- ur honum tekist að móta mun per- sónulegri stíl og blés marga list- fengustu sólóa kvöldsins. Bedouin Trail bar arabískan keim eins og nafnið gefur til kynna og síðasta lag fyrir hlé, „Prime Directive", var blásið af miklum krafti og naut fönkað riffstefið sín vel. Þar lék Lonnie mikið sóló með spænskum undirtóni eins og Jimmy Garrison tíðkaði oft. Fyrstu tvö lögin eftir hlé voru af Points of View: „The Balance" og „Mr. B“, sem Dave til- einkaði manninum sem hafði þau áhrif á hann að hann skipti af raf- bassa yfirá kontrabassa: Ray Brown. í kjölfarið fylgdi hin und- urfagi’a ballaða: „Make Believe“ og lokalagið á efnisskrá kvöldsins var hið eina sem ekki var eftir Dave Holland: „Metamorphose" eftir básúnuleikarann Robin Eubanks. Þar fór hann á kostum í óhemju- kröftugum leik og notaði röddina til að framkalla urrandi básúnu- tóna. Steve Nelson víbrafónleikari, en með harðari gjalltón en við eig- um að venjast hjá hinum mjúka hljómmikla Milt Jackson-skóla, lék hvern sólóinn öðrum betri. Ekki er hægt að ljúka þessari umsögn án þess að minnast á Billy Kilson - þvílíkur trommari. Hann barði settið ýmist með venjulegum kjuð- um eða pákukjuðum og oft urðu sóló blásaranna að dúettum með trommaranum án þess að hann yf- irgnæfði þá - svona eins og maður heyrir oft hjá meistara Elvin Jon- es. Ég hafði á tilfinningunni eftir tónleikana að þeir hefðu verið dá- lítið villtari en ef hljómsveitarstjór- inn hefði verið við bassann. En þegar kötturinn er fjarri leika mýsnar sér. Samt ríkti tónhugsun Daves Holland allan tímann og kannski var tónlistin í óperunni lík- ari því sem má heyra á Dave Hol- land-tónleikum en ECM-diskum hans. Ég þekki hann aðeins af diskunum. Glæsileg lok á glæsilegri djass- hátíð. Sveiflan lifír DJASS Kaffileikhúsið GUITAR ISLANCIO OG J0RGEN SVARE Jorgen Svare: klarinett, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson: gílarar og Jón Rafnsson: bassi. Fimmtudagskvöldið 7. september 2000 GÍTARISTARNIR Björn Thor- oddsen og Gunnar Þórðarson, ásamt Jóni Rafnssyni bassaleikara, hafa sett þjóðlega tónlist með sígauna- sveiflu á oddinn í tríói sínu Guitar Is- lancio. Samnefndur diskur þeirra er út kom í fyrra hlaut miklar vinsældh- og lof gagm-ýnenda og sveitin hefur verið valin borgarhljómsveit Reykja- víkur. Þeir hafa einnig farið ágætlega með klassíska djassstandarda, og nú fengu þeir til liðs við sig einn fremsta sving-klarinettuleikai'a Ewópu, •Jorgen Svare hinn danska. Jorgen Svai'e öðlaðist frægð sem klarinettuleikari í víkingadjasssveit Papa Bue þar sem dixílandið var sett á oddinn, en hefur undanfai'in ár leik- ið með sving-kvartetti sínum og trompetleikarans Ole Stoller. Tónn hans er voldugur og oft urrandi svo minnir á meistara Edmund Hall, en annað veiíið kreólskur og blíður í stíl Barney Bigards og þeirra bræðra. Hann kom til Islands fyrst árið 1996 I r 9c 1 1 * Æ Frá lokatónleikunum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins og lék þá í Reykjavík og á Akureyii á minningartónleikum um Jonna í Hamborg, píanistann sem efndi til fyrstu djasstónleikanna á Islandi. Nú var hann hér í annað sinn og ef eitt- hvað var voru kynnin við hann í Kaffi- leikhúsinu með Guitar Islancio enn ánægjulegri en í hið fyrra sinn. Þeir félagai- smullu saman í heitri sveiflu og ljúfum ballöðum. ^ Tríóið lék fyrstu tvö lögin án Svare. Utsetningu sína á „Góða veislu gjöra skal“ og útsetningu Jóns Páls Bjama- sonar á söngdansi Gershwins: „Fasc- inating Rhythm". Leikur þein-a var enn kröftugii og betri en ég hef heyrt fyrr og í þriðja laginu, Django Rein- hardt-ópusnum „Minor Swing“, blés Svare með þeim. Það var ágæt upp- hitun og í næsta lagi, söngdansi Gershwins, „The Man I Love“, blés Svare klarinettuupphafið úr „Rhaps- ody in Blue“ sem inngang. Hann blés þetta glettilega vel og satt að segja voru ballöðumar mun magnaðri en hraðari lögin hjá Svare. Fyrsta lagið eftir hlé var enn einn Gershwin- söngdansinn: „Lady be good“, og hér blés hann innganginn sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður í djassi nema sunginn af Éllu Fitzgerald. Túlkun Svare á dansinum var stór- kostleg í einu orði sagt, tónninn silki- mjúkur og breiður í hinum besta kreólastíl og spuninn tilfinningaríkm’ og heilsteyptur. Þar vom ekki klisj- urnai' á ferðinni eins og í laginu sem fylgdi í kjölfarið: „Sweet Georgia Brown“. „All of Me“ var á dagskrá og sýnu betra en dixíklisjan „Oh, Babe“. „Nuages" eftir Django var fimavel blásið af Svare og þar átti Gunnar Þórðarson fínt sóló, innilegt og heil- steypt. Gunnar er sífellt að vaxa sem djassleikari og veitir Bimi Thorodd- sen ágætt mótvægi. Björn var í frá- bæru formi þetta kvöld og sóló hans hvert öðra betra. Það er greinilegt að hinn klassíski djassspuni hentar hon- um vel og hann hefur náð að skapa persónulegan stíl sem fágast sífellt og slípast. Umbúðimar minnka en inni- haldið eykst. Inngangur hans og sóló í fumsömdum tangó voru listilega leikin. Jón Rafnsson stóð sig vel í ryþmanum og átti skemmtilegan samleikskafla með Svare í guðspjalli Ellingtons: „It Don’t Mean a Thing if It Ain’t Got That Swing“ Salurinn vai’ troðfullur og urðu margir fi'á að hverfa og aukalögin vora tvö. Fyrst „Blues in the Night“, mjúklega blásið, og svo millikaflinn úr „Royal Garden Blues“ eftir Spencer Williams. Þai' hitnaði heldur betur í kolunum og Svare umaði svo snilldarlega í klarinettið að minnti á gullaldardaga hans með Papa Bue. Þetta vora einu tónleikamir á Jazzhátíð Reykjavíkur að þessu sinni, sem telja má til hins klassíska djass. Að sjálfsögðu er eðlilegt að hátíðin sé fyrst og íremst helguð því sem yngri djassleikarar era að fást við, en við megum aldrei gleyma rótunum. Klassíkin á alltaf erindi við nútíðina. Vernharður Linnet Rfkishréf í markflnklcnm Uthoð miðvikudagiim 13. september. í dag, miðvikudaginn 13. september, kl. 14:00 fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. í boði verður eftírfarandi markflokkur : Ácikí) lúinork FloHmr____________Gjalddafii Limsiími N’úvnaiKÍi .vtiA* ttkimio tiikxh* ■ RB03-1010/KO lO.okt. 2003 3,2 ór 10.SSS 1000,- *Milljónir króna að nafnverði Ríldsbréf x flokki RB03 -1010 /KO eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfi- skráningu Islands hf. og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafiiverð er það sama og fjöldi eininga. Rfldsbréf eru skráð áVerðbréfaþingi Islands og eru viðurkenndir viðskiptavakar þeirra Bxrnaðarbanki Islands hf, Kaupþing hf, Íslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Sölufyrirkomulag: Rflásbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllxxm er heimilt að bjóða í rfldsbréf að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir. Öðrum aðflum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestíngalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lifeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tflboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónxxr. Öll tilboð í rfldsbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu rfldsins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 13. september 2000. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar em veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.