Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 ' UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Alltaf lj ótt að stela „Hann sagðist berjast fyrirframfórum í vísindum, rétti einstaklinga til að njóta ávaxtanna afhugverkum sínum, sjálf- stœði háskóla til rannsókna. “ Petr Taborsky heitir 37 ára gamall maður í Flórída sem hefur með óvenjulegum hætti ritað nafn sitt í annála bandarískra dómsmála. Hann hlaut árið 1996 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir af- brot sitt, var meira að segja um hríð í vinnuhóp í hlekkjum og látinn fjarlægja runnagróður og annað drasl. En hann er fullur ofurtrúar á ameríska drauminn, sannfærður um að á endanum muni hann fá uppreisn æru fyrir hæstarétti - ellegar dómi sögunnar. Tab- orsky var staðfastur og hafnaði boði um dómsátt sem hefði merkt að hann hefði sloppið við að sitja inni, hafnaði meira að segja boði um náðun úr hendi þáverandi VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson ríkisstjóra. En hvað gerði hann af sér? Tab- orsky var líffræðinemandi við Háskóla Suður-Flórída árið 1987 og fékk þá aukavinnu sem að- stoðarmaður á rannsóknastofu skólans. Hann vann að verkefni sem einkafyrirtækið Florida Progress hafði fengið stofuna til að taka að sér, kanna átti hæfi- leika bakteríu til að hreinsa sand. Fyrirtækið vonaði að með aðstoð bakteríunnar yrði hægt að hagnast vel á að nota sandinn við að sía og hreinsa vatn. Menn komust að þeirri niðurstöðu að þetta gengi ekki upp og hættu við verkefnið. En Taborsky var ósammála. Hann hélt áfram í frístundum sínum, notaði sér auðvitað alla aðstöðu á kvöldin á stofunni og datt loks niður á lausn. Hann tók saman vasabækur og önnur gögn um niður- stöðurnar, sýndi prófessornum og var tjáð að uppgötvunin gæti orðið margra milljóna virði í dollurum. Nei, ekki fyrir hann heldur háskólann og fyrirtækið sem hafði á sínum tíma pantað rannsókn á sandinum. En hon- um var boðið í sárabætur að Florida Progress myndi ráða hann í vinnu. Taborsky varð sárreiður, stakk gögnunum inn á sig og yf- irgaf skólann. Hann var fundinn sekur um að hafa stolið gögnun- um (sínum?), þau gerð upptæk og hann hlaut skilorðsbundið fangelsi. Daginn eftir úrskurðinn sótti hann um nokkur einkaleyfi er tengdust uppgötvuninni. Níu mánuðum síðar, þegar sérfræð- ingar háskólans og Florida Progress höfðu legið yfir gögn- unum um langa hríð, sóttu þau einnig um einkaleyfi en banda- ríska einkaleyfaskrifstofan veitti á hinn bóginn Taborsky tvö leyfi. Háskóli Suður-Flórída, sem óttaðist að fordæmið gæti grafið undan öðrum samningum hans við einkafyiártæki, kærði nú Taborsky og sakaði hann um glæp. Hann hefði framið stór- þjófnað á viðskiptaleyndarmáli. Menn voru svolítið vandræða- legir í framan út af þessu máli öllu, hefðu helst viljað geta gleymt því en of mikið var í húfi. Fordæmi og peningar. Kannski miklir peningar. Og Taborsky vildi frekar fara í grjótið en beygja sig. Hann sagðist berjast fyrir framförum í vísindum, rétti einstaklinga til að njóta ávaxt- anna af hugverkum sínum, sjálf- stæði háskóla til rannsókna. Héraðsdómari úrskurðaði að Taborsky ætti að afhenda skól- anum réttinn til einkaleyfanna. Enn þrjóskaðist hann við og var á endanum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi sem hann var þó ekki látinn afplána að fullu. Mál Taborskys er dæmi um þróun sem er að gerbreyta hefð- bundnu rannsóknaumhverfi í vísindum og fræðum á Vestur- löndum. Skyndilega er svo kom- ið að musteri andans, háskólarn- ir, sem stundum voru sökuð um að vera einangraðir fílabeins- turnar, eru á kafi í viðskiptum. Samið er við stórfyrirtæki um samstarf, skóli í fjársvelti réttir úr kútnum og geysist fram. Og áherslurnar breytast, sumar greinar gefa meira af sér en aðr- ar og það sést á skiptingu tekna. En ekkert er ókeypis, vandinn er að um leið verða háskólar og vísindamenn háðir þáttum sem eiga ekki neitt skylt við þekking- arleit. Þessir þættir geta bjagað margt, jafnvel ýtt undir að menn riti fjálglega um lyf og aðrar uppfinningar af þeirri ástæðu einni að þeir fá borgað fyrir það. Svo er nú komið að virt læknatímarit erlendis eru oft í vandræðum með að finna ein- hverja til að lýsa nýjum lyfjum á hlutlægan hátt. Þekktir sérfræð- ingar eru oftast tengdir hags- munum lyfjafyrirtækjanna og þvf vanhæfir. Undanfarna tvo áratugi hafa háskólar í Bandaríkjunum marg- faldað tekjurnar sem þeir fá með samstarfi við einka- fyrirtæki, þeir vísa áreiðanlega veginn eins og oft áður. íslensku háskólarnir eru byrjaðir að feta sig inn á þessar brautir og væri líklega ráð að menn hugi að því hvort búið sé að setja nægilega skýr lög og reglur um þau við- skipti. En kannski eru þegar komin nægilega mörg fordæmi. Hvern- ig er eiginlega háttað lögum og reglum um störf og rannsóknir íslenskra lækna sem eru í vinnu hjá ríkinu á spítölum? Þeir gera þar rannsóknir en selja niður- stöðurnar einkafyrirtæki, t.d. líf- tæknifyrirtæki eins og íslenskri erfðagreiningu eða Urði, Verð- andi, Skuld. Eiga þeir allan sölu- rétt á því sem þeir uppgötva í vinnutímanum? Ef til vill er það svo, jafnvel þótt þeir séu að nýta vinnutíma, aðstöðu og tæki sem opinbera stofnunin leggur þeim til. En þá hlýtur að vera kominn tími til að ræða málið opinskátt og setja skýrar reglur séu þær ekki fyrir hendi. Hér er ekki verið að tefla um smáaura heldur milljónir og hugsanlega tugmilljónir króna í greiðslum sem oftast munu vera hlutafé í einkafyrirtækjunum sem fá að hagnýta sér niður- stöður rannsóknanna. Og væri ekki ráð að læknar gerðu grein fyrir þessum tengslum sínum við fyrirtækin opinberlega eins og einn þeirra mun hafa gert á fundi Læknafélags Islands fyrir skömmu? Opið bréf til starfsmanna FSA vegna útboðs á líkamsræktarþj ónustu TILEFNI þessa bréfs er nýafstaðið út- boð á líkamsræktar- þjónustu fyrir starfs- menn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA) sem var sent til heilsu- og líkamsræktarstöðva á Akureyri 30. ágúst sl. Ég hef ýmislegt við út- boðið að athuga, eða öllu heldur þá niður- stöðu sem væntanlegur verkkaupi kemst að. Utboðsgögnin í útboðsgögnum var farið fram á ákveðnar upplýsingar. í fyrsta lagi var beðið um almenna lýsingu á fyrirtækinu og starfsemi þess (staðsetning, af- greiðslutími, stærð húsnæðis, hámarksfjöldi í búningsklefum og sal, tegundir og fjöldi tækja, fjöldi starfs- manna). I öðru lagi var beðið um lýs- ingu á þeirri þjónustu sem í boði væri (tímatafla og stutt lýsing á einstökum þáttum hennar, sérþjónusta, leiðsögn sem veitt er, menntun starfsmanna og starfshlutfall hvers og eins). í þriðja lagi var beðið um önnur atriði sem íyrirtækið vildi vekja sérstaka athygli á (t.d. samstarfsaðilar á Akur- eyri eða annars staðar). Þeim fyiir- tækjum sem þátt tóku í útboðinu bar að svara öllum liðum á faglegan hátt. I útboðsgögnunum var sérstaklega tekið fram að auk þess að meta hvert tilboð út frá þeim afslætti sem veittur yrði áskildi verkkaupi sér rétt til að íáta þjónustuframboð og gæði ráða niðurstöðu matsins að hluta. Þekkingarskortur verkkaupans Útboðsgögnin voru sem sé góðra gjalda verð en það sama verður ekki sagt um úrvinnslu tilboðanna. í mat- inu var eingöngu tekið tillit til verð- þátta og þeir látnir ráða í einu og öllu en ekkert gert með allt hitt. Heilsuræktarstöðin World Class á Akureyri fékk send útboðsgögn og lagði undhrituð mikla vinnu í að svara umræddum gögnum. Þar var sýnt fram á að World Class á Akureyri er með best búna húsnæðið og besta tækjakostinn fyrir þá starfsemi sem um er að ræða. Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri FSA og lögfræðingur, stóð fyrir þessu útboði. I við- tali við undirritaða sagðist hann vera, eins og hvert annað fyrir- tæki á frjálsum mark- aði, að leita eftir lægsta verði sem fyndist, óháð því hvort húsnæðið full- nægði heilbrigðiskröfum um lofthæð, loftræstingu og að í þessu umrædda útboði hefði það gerst að þeir sem yf- ir tilboðin fóru af hálfu FSA hefðu ekki haft þekkingu til að meta þá þætti sem þar voru nefndir. Baldur Dýrfjörð gleymdi því að hann er ekki eingöngu að versla með eigið fé heldur einnig starfsmanna sinna, þar sem ætlunin var að niður- greiða verðið aðeins um 185 krónur á mánuði á hvem starfsmann FSA, miðað við þá 200 starfsmenn sem tækju þátt í „líkamsræktarþjónust- unni“. Það sem Baldur Dýrfjörð er raunverulega að gera er að versla með heilsu starfsmanna sinna og ráð- stafa að verulegu leyti þeirra eigin peningum. Samið við bæjarstyrkt fyrirtæki Hið „ódýra fyrh-tæki“ sem á hugs- anlega að semja við, þ.e. ef næg þátt- taka fæst, heitir Vaxtarræktin á Ak- ureyri og er Sigurður Gestsson eigandi að henni. Það skal upplýst hér að Vaxtarræktin er styi'kt af Ak- ureyrarbæ, því frá nóvember 1997 hefur Vaxtarræktin greitt 98.514 kr. á mánuði í húsaleigu fyrir 747 fer- metra húsnæði í kjallara íþróttahall- arinnar á Akureyri. Húsaleiga þessi er tengd vísitölu neysluvöruverðs og innifalin í leigunni er rafmagnsnotk- un og notkun hitaveituvatns. Það seg- Útboð Fáið skýr svör hjá starfsmannahaldi FSA, segir Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, um það hvað því hafí gengið til með útboðinu og úr- vinnslu tilboðanna. ir sig auðvitað sjálft að leiguupphæð- in er fáránlega lág og nær að tala um gjöf en gjald í því sambandi. Það sem vekur athygli í þessu sam- bandi er að leigusamningur Vaxtar- ræktarinnai' við Akureyrarbæ er unninn af Baldri Dýrfjörð, sem á þeim tíma var lögfræðingur Akureyr- arbæjar. Baldur hlaut því að vita fyr- irfram þegai' hann sendi út útboðs- gögnin fyrir FSA að Vaxtarræktin yrði lægst, því hún situr einfaldlega ekki við sama borð og World Class á Akureyri eða aðrir hugsanlegir sam- keppnisaðilar. Þá er það stóra spurn- ingin: Hvers vegna var farið út í út- boð? Var það til að neyða eigendur World Class á Akureyri til að selja vöru sína undir kostnaðarverði eða hékk eitthvað annað á spýtunni? Látið ekki ráðskast með ykkur Ágæta starfsfólk FSA. Sættið ykk- ur ekki við að láta ráðskast með ykk- ur á þennan hátt. Fáið skýr svör hjá starfsmannahaldi FSA um það hvað því hafi gengið til með_ útboðinu og úrvinnslu tilboðanna. Ég vil minna ykkur á (þótt þið vitið það auðvitað fyrir) að við fáum bara einn líkama og hann verður að duga allt lífið. Þetta er ykkar líkami og ykkar heilsa og þið hafið fullan rétt á að ráðstafa hvoru tveggja sjálf. Verið velkomin í World Class á Akureyri. Höfundur er framkvæmdustjóri World Class á Akureyri. Ásta Hrönn Björgvinsddttir Hj ólreiðastíg’ar í Garðabæ Á undanfömum ár- um hefur orðið mikill vöxtur í reiðhjólanotk- un á höfuðborgarsvæð- inu. Bæði má sjá aukn- ingu þeirra sem hjóla til og frá vinnu en ekki síð- ur þeirra sem hjóla sér til skemmtunar. Innan Garðabæjar er tiltölu- lega auðvelt að komast um hjólandi og gang- andi eftir allgóðu neti útivistarstíga. Til að mynda er samfelld og greið leið ft'á Arnames- vogi upp í Heiðmörk. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um tengingar við nágrannasveitarfélögin Kópavog og Hafnarfjörð. Á skipulag- suppdráttum þessara þriggja sveitar- félaga em vissulega sýndir útivistar- stígar, en hingað til hefur ekki verið hugað að því að tengja þá saman. Þegar málið snýr að bílaumferð er það hins vegar Vegagerðin sem gegn- ir samræmingarhlutverki svo að um- ferðin geti gengið greiðlega fyrir sig um stofnbrautir yfir mörk sveitarfé- laganna. Hvað tengingar á milli Garðabæjar og Kópavogs áhrærir er ljóst að Kópavogslækurinn og brúin yfir hann er þar Akkilesarhæll. Leita þarf lausna með Vegagerðinni, en bent hefur verið á þann möguleika að hengja mætti létta brú utan á sjálfa bílabrúna. Vegagerðin hefur svo sem ekki aftekið þá hug- mynd tæknilega, en ljóst er þó að gijótgarð við voginn þyrfti að breikka verði hjólreið- astígur sjávarmegin fyrirvalinu. Hvað Hafn- arfjörð varðar er teng- ing á milli Flatahverfis og Kaplakrika vænleg- ur kostur. Samráð nauðsynlegt Fyi-ir skemmstu var samþykkt tillaga frá mér í bæjarráði Garða- bæjar þess efnis að bæjarstjóra yrði falið að taka upp viðræður við bæjarstjórana í Hafnarílrði og Kópavogi um tenging- ar hjólreiða- og útivistarstíga. Jafn- framt yrði Vegagerðin höfð með í ráð- um varðandi lagfæringar meðfram stofnbrautum. Rétt er að geta þess að bæjarstjórinn í Garðabæ hefui' verið í viðræðum við Vegagerðina um það hvemig hægt sé að koma við útivistar- stíg yfir Kópavogslæk. Landið beggja vegna lækjarins er aftur á móti í lög- sögu Kópavogs og því verðum við Garðbæingar að vinna náið að lausn með þeim Kópavogsmönnum. Sama gildir vitanlega um Hafnarfjörð. Gera má ráð fyrir aukinni umferð hjólreiðamanna ef lagðfr verða hjóla- stígar meðfram helstu umferðaræð- um. Þá er hjólaskautiiumferð að ryðja sér til rúms í flestum borgum með Sveitarstjórnarmál Hér þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, segir Einar G. Svein- björnsson, að taka höndum saman í sam- ráði við Vegagerðina og kippa tengingum í liðinn. miklum hraða og sú þróun er þegar hafin hér. En stærstur er nú samt sá hópurinn sem notar útivistarstígana sér til skemmtunar og heilsubótar. Það sést best í Reykjavík á þeim vin- sæla stíg sem liggur frá Fossvogi meðfram sjónum vestur á Ægisíðu. Hér þui’fa sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu að taka höndum sam- an í samráði við Vegagerðina og kippa tengingum í liðinn. Það er mín skoðun að ónógt samstai'f hafi bein- línis hamlað gegn lagningu stíga á milli sveitarfélaganna, mörgum íbú- um til furðu og skapraunar. Nánar má lesa um þessi mál á heimasíðu minni um málefni Garða- bæjai' (www.maddaman.is/einar). Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ. Einar G. Sveinbjörnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.