Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 49. FRÉTTIR * Landsvirkjun og skátar taka höndum saman LANDSVIRKJUN og Skátasam- band Reykjavíkur hafa gert með sér samstarfssamning til fimm ára Markmið samstarfsins er að styrkja starf Landsvirkjunar að umhverfis- og útivistarmálum og efla jafnframt skátastarfið á höfuðborgarsvæðinu og við Úlfljótsvatn með því að vinna sameiginlega að umhverfisverkefn- um og fræðslu um útivist- og orku- mál og tengja saman fræðslustarf skáta við Ulfijótsvatn og kynning- arstarf Landsvirkjunar við Sog. I útilífsmiðstöð skáta við tilfijóts- vatn verður tekin upp fræðsla um orkumál og starfsemi Landsvirkj- unar ásamt fræðandi heimsóknum í orkustöðvar Landsvirkjunar við Sogið. Efnt verður til árlegs umhverfis- verndardags skáta og Landsvirkj- unar í Reykjavík og/eða nárgrenni þar sem átak verður gert í hreinsun eða öðrum umhverfisbótum á ákveðnu svæði. Gefið verður út umhverfisplakat með leiðbeiningum um hvernig al- menningur geti lagt sitt af mörkum Morgunblaðið/Kristinn Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Sophus- son, Guðmundur Bjömsson, framkvæmda- sljóri Skátasambands íslands, og Sveinn Guð- mundsson, formaður Skátasambands Islands. við umhverfisnefnd. Þá mun Landsvirkjun og Skátasambandið gera ákveðnum fjölda bama sem búa við erfið- ar aðstæður kleift að sækja endurgjaldslaust námskeið í útilífsskóla skáta. Landsvirkjun afhend- ir Skátasambandinu til eignar pallbíl sem nýtt- ur verður í starfi sam- bandsins. Þá munu sum- arvinnuflokkar Landsvirkjunar taka þátt í umhverfisvernd- ardegi og öðrum átaks- verkefnum Skátasamb- andsins. Lýst eftir vitnum Um sl. helgi var þremur bifreið- um stolið úr Vogahverfinu. Um er að ræða MO-924 sem er MMC. L-300, árgerð 1993 grænn og grá að lit, DL-738 sem er Hyundai Accent, árgerð 1996 grænn að lit og IB-460 sem er Subaru 1800, árgerð 1987 blár að lit. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um hvar bifreiðarnar eru niðurkomnar vinsamlega hafi samband við lögrelguna. TILKVNNIIMG AR w stofnun Skipulags Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefurtekið ákvörðun um matsskyldu eftirtalinna framkvæmda sam- kvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfis- áhrifum. Framkvæmdir háðar mati á umhverfis- áhrifum: Lagning Vífilsstaðavegarfrá Hraunsholtsbraut í Ásum að Balatjörn í Garðabæ. Framkvæmdir ekki háðar mati á umhverfis- áhrifum: Fjögurra ára tilraunaframkvæmdir við Árkvíslar í Skaftárhreppi sbr. auglýsingu í Lögbirtinga- blaðinu, 93. árg., 48. tbl. hinn 17. maí 2000. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: http://www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufresturtil 11. októ- ber 2000. Skipulagsstofnun. Mosfellsbær Deiliskipulag á frístundahúsalöndum úr landi Úlfarsfells, við Hafravatn, Mosfellsbæ Á fundi bæjarráðs h. 20. júlí 2000 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi á frí- stundahúsalöndum úr landi Úlfarsfells, við Hafravatn, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan tekur til fimm lóða úr landi Úlfarsfells. Um er að ræða lóðir fyrir frístundahús. Svæðið er samkvæmt aðal- skipulagi ætlað til frístundahúsabyggðar. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu Mos- fellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 13. september 2000 til 11. október 2000. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 25. október 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögun- um. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi iðnaðar- svæðis á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefndir Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps auglýsa hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997-2017 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Breytingin felst í því að nú er allt svæðið neðan þjóðvegar skilgreint sem hafnarsvæði, lóð Islenska járnblendifélagsins hefur stækkað, viðlegukantur færður inn samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og staðsetning sjó- dælistöðvar Norðuáls hf færð inn á skipulags- kortið. Breytingartillagan verðurtil sýnis á hrepps- skrifstofunum annars vegar að Hagamel 16, Skilmannahreppi og hins vegar að Hlöðum Hvalfjarðarströnd á skrifstofutímum og einnig á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00 frá 13. september 2000 til og með 10. október 2000. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Fresturtil að skila inn skriflegum athugasemdum ertil kl 16:00 þriðju- daginn 24. október 2000 og skal skila þeim til Hreppsskrifstofu Skilmannahrepps, Hagamel 16, Skilmannahreppi, 301 Akranes. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breyt- ingatillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykk- ur henni. Oddvitar Hvalfjarðarstrandar- hrepps og Skilmannahrepps. TIL. 5ÖLU Jöklaferðir til sölu Til sölu eru rekstur og eignir Rekstrarfélags Jökla- ferða ehf., Höfn, Hornafirði. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki landsins í þjón- ustu við ferðamenn. Jöklasel á Vatnajökli er þjón- ustumiðstöð félagsins og þar er glæsilegur veit- ingastaður og aðstaða fyrir gistingu í svefnpoka- plássi. Frá Jöklaseli er farið í ferðir á Vatnajökul en í eigu fyrirtækisins eru tuttugu vélsleðar, tveir snjóbílar og fleiri tæki sem tilheyra rekstrinum. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðu fyrirtækisins http:// www.glaciertours.is . Aðeins undirritaður veitir upplýsingar um söluna. Tryggvi Agnarsson hdl., Lögmenn Garðastræti 36, Reykjavík, sími 552 8505, fax 562 6635. ta@consultants.is BATAR SKIP Fiskiskip tíl sölu Vélskipið Jóhann Gíslason ÁR-42 ertil sölu. Skipið er smíðað í Noregi 1968 og er 243 brl. Aðalvél 600 hö nýupptekin. Skipið, sem hefur verið á neta- og togveiðum, er í sérstaklega góðu ástandi og lítur allt ótrúlega vel út. Skipasalan Eignahöllin, Hverfisgötu 76,101 Reykjavík, sími 552 8850. fax 552 7533. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðis- manna í Grafarvogi verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 13. sept- ember, kl. 20.30 í félagsheimili sjálfstæðis- manna í Hverafold 5. Dagskrð: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi, ávarpar fundinn. 3. Önnur mál. Stjórnin. SMÁAUGLYSINGAR KENNSLA MYNDMENNT I MYND-MÁL myndlistaskólí Málun, teiknun. Undir- stöðuatriði og tækni. Byrj- endur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma f kvöld kl. 20.30 Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.is mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.