Morgunblaðið - 13.09.2000, Page 53

Morgunblaðið - 13.09.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 53 Morgunblaðið/RAX Eyðibýlið Þingvellir Nýyrðasmíði blaðamanna Frá Þórhalli Heimissyni: I LANDI Þjóðgarðsins á Þingvöll- um er að finna mörg eyðibýli. Sum eru lítið annað en örnefnin ein, önn- ur standa reisuleg og minna á forna tíð, eins og Gjábakki sem nú er starfsmannahús Þjóðgarðsins, og enn önnur eru einhvers staðar þai-na mitt á milli, t.d. Skógarkot með heimtröðina fínu og túnið góða sem hestamenn og göngufólk þekkja svo vel. En þó að kot og bæir í landi Blá- skóga hafi farið í eyði í tímans rás hefur Þingvallastaður verið reisu- legt býli til þessa, prestssetur og heimili staðarhaldara og þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum. Allir Islending- ar þekkja Þingvallabæinn og kirkjuna, Þingvallastað. Engin hús er að finna sem fyrirmynd á fleiri málverkum í stofum landsmanna. Það skyldi engan undra. í turni Þingvallakirkju hangh- sjálf Islands- klukkan en um hana orti Halldór Laxness: „Mín klukka, klukkan þín, kallai’ oss heim til sín.“ Bæjarhúsið og kirkjan litla eru í hugum margra eins konar tákn þjóðarheimilisins. Ofáir Islendingar og útlendir gestir hafa notið íslenskrar gestrisni hjá Þingvallapresti og staðarhaldara í gegnum tíðina. Ofáir eru líka þeir sem Islandsklukkan hefur kallað heim til sín, til helgihalds í Þingvalla- kii-kju allan ársins hring. Ófáir eru þeir sem leitað hafa skjóls á Þing- vallabæ í vondum veðrum á vetrum og fengið þar hlýjar móttökur. En nú er eyðilegt á Þingvallastað. Þar er enginn ábúandi, enginn sem hringir til helgra tíða, enginn sem tekur á móti gestum í bæjarhlaðinu. Islandsklukkan er þögnuð í turnin- um gamla. Þingvallakh-kja stendur köld og lokuð. Brátt haustar að. í köldum veðrum á komandi vetri verður lítið skjól að fá í tómum hús- um prestssetursins. Hvað dvelur Onninn langa? SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Frá Þórhalli Hróðmarssyni: ÞEGAR ég fór inn á vef Morgun- blaðsins til að skila þessum pistli sá ég auglýsingu um stafsetningar- reglur. Þar fann ég engar reglur um nýyrðasmíði. Eg er ekki að mælast til að nýyrðasmíði verði bundin í einhvern lagabókstaf, en ekki væri óeðlilegt að íslenskir mál- vöndunarmenn reyndu að móta ein- hverjar siðareglur um hana. Nú er íslenskan bæði rökrétt og hnitmiðuð og gefur góða möguleika á velheppnuðum nýyrðum. Að þessu leyti er íslenskan einstök meðal þeirra tungumála sem ég þekki og við höfum lagt metnað okkar í að viðhalda þessari hefð. Oft hafa verið smíðuð óþjál orð, en flestum er útrýmt jafnóðum með öði-um, sem eru betur heppnuð. Mörgum er efalaust í fersku minni þegar orðið þota hreinsaði orðið þrýstiloftsflugvél úr málinu á einni nóttu. Um næstu áramót hefst ekki að- eins ný öld heldur nýtt árþúsund. Það eru sem sagt bæði aldamót og árþúsundamót. Árþúsund þýðir 1000 ár sem má nota sem þýðingu á enska orðinu ‘millennium’ (lat. mille = þúsund og annus = ár). Orðin árþúsundsráðstefna eða ár- þúsundaráðstefna hafa einhverjum þótt heldur stirð í munni svo að hann hefur smíðað orðið „þúsaldar- ráðstefna". Þar sem öld þýðir hundrað ár þýðir þúsöld, sam- kvæmt minni málkennd og mínum stærðfræðiskilningi, þúsund aldir. Þeirri þúsöld, sem við lifum á, lýk- ur því ekki fyrr en árið 100000 er á enda. Þetta er svo apað eftir á fleiri stöðum, en um þverbak keyrði þó þegar fréttastjóri Ríkissjón- varpsins tók sér þetta orðskrípi í munn um síðustu helgi, en fjölmiðill hans finnst mér öðrum fremur eiga að standa vörð um íslenska tungu. Mér þykir mjög eðlilegt að kalla þúsund ár tugöld, sbr. tugmilljón. Umrædd ráðstefna gæti þá heitið „tugaldarráðstefna“ eða án allra nýyrða „Arþúsundamót“. Margar gamansögur ei'u til um einstaka blaðamenn, sem fatast hefur flugið í íslenskunotkun sinni, en gamanið fer að kárna, þegar all- ir hinir fara að éta upp ambögurn- ar. Vegna þeirrar aðstöðu, sem blaða- og fréttamenn hafa til að spilla málinu, þykir mér meira en tímabært að þeir komi sér upp sér- stakri „málsiðanefnd“, þar sem auk íslenskumanna sæti a.m.k. einK - stærðfræðingur. ÞÓRHALLUR H RÓÐMARSSON, Heiðmörk 4, Hveragerði. ETTfimo GÁMAHÚS Ivynnuin 1 dag og næslu daga Færanleg einingahús í ótal ^ útfærslum. , OTRULEGT VERII! • V Skútuvogi 12a Síml 568 1044 Nauðsynlegt er að bera á nýja paHa og tréverk fyrir veturinn. Eldri palla þarf að bera á árlega. Viðarvörn í rétta litnum Við blöndum rétta litinn á pallinn þinn 1.100 kr. .1 lítrar al .loluii pallaolíu 50% afsláttur HÚSASMIDJAN Sími 525-3000 • www.husa.is sokkarnir Halda vel aö þreyttum fótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.