Morgunblaðið - 13.09.2000, Page 56

Morgunblaðið - 13.09.2000, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 KORTASALAN STENDUR YFIR HRINGDU OG FÁÐU KYNNINGARBÆKLING SENDAN HEIM Heimasíða Þjóðleikhússins: leikhusid.is Netfang miðasölu: thorev@theatre.is Stóra sifiðið: SJÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxness. ‘Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Bjartur — Landnámsmaður íslands Langir leikhúsdagar: sun. 17/9 kl. 15, lau. 23/9 kl. 15, fim. 28/9 kl. 15 og lau. 30/9 kl. 15. Ásta Sóllilja — Lífsblómið Langir leikhúsdagar: sun 17/9 kl. 20, lau. 23/9 kl. 20, fim 28/9 kl. 20 og lau. 30/9 kl. 20. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI. GLANNI GLÆPUR I LATABÆ — Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 24/9 kl. 14. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. Leikfélag íslands Leikhúskortið: v Sala í fullum gangi ^sTaSnn 552 3000 SJEIKSPÍR EINS 0G HANN LEGGUR SIG fös. 15/9 kl 20 sun. 24/9 kí. 20 PAN0DIL FYRIR TV0 sun. 17/9 kl. 20 A,B,C,D og E kort gilda fös. 22/9 kl. 20 530 3030 JÓN GNARR. Ég var einu sinni nörd fös. 15/9 kl. 20 lau. 23/9 kl. 20 STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI fös 29/9 kl. 20 NÝLISTASAFNIÐ . j. EGG leikhúsið sýnir í samvinnu við Leikfélag íslands: SH0PPING & FUCKING 1. Opnunarsýn sun 17/9 kl. 20 UPPSELT 2. Opnunarsýn mán 18/9 kl. 20 UPPSELT mið 20/9 kl. 20 A kort gilda fim 21/9 kl. 20 B kort gilda lau 23/9 kl. 20 C kort gilda sun 24/9 kl. 20 D og E kort gilda Miðasalan er opin í Iðnó frá kl. 11-19 virka daga, frá kl. 14. laugardaga og frá kl. 16 sunnudaga. Upplýsing- ar um opnunartíma í Loftkastalanum og Nýlistasafninu fást í síma 530 3030. Miðar óskast sóttir í Iðnó, en fyrir sýningu í viðkomandi leikhús. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. ---Tlllll ISI.I .NSK V OIM .lt V\ Ur^j1111 Sími 5/1 4200 Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. Gamanieikrit í leikstjórn Sígurðar Sigurjónssonar 16/9 kl. 20 örfá sæti laus 23/9 kl. 20 lau 30/9 kl. 20 fös 20/10 kl. 20 lau 21/10 kl. 19 28/10 kl. 19 Miðasölusími 551 1475 %§tíkgÉbreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavikur Næstu sýningar EINHVER I DYRUNUM Fös 15. sept kl. 19 Frumsýning Lau 16. septkl. 19 2. sýn. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi SEX í SVEIT Sun 17. septkl. 19 Fös 22. septkl. 19 Lau 23. sept kl. 19 4. leikár - sýningum lýkur í september KYSSTU MIG KATA Fös 29. septkl. 19 Sun 1. okt kl. 19 Kortasala hafin! L® Einhver í dyrunum eftír Sigurð Pálsson ® Lér konungur eftir William Shakespeare ® Abigail heldur partí eftir Mike Leigh . S3 Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason © Móglí eftir Rudyard Kipling ® Þjóðníðingur eftir Henrik Ibsen ® Öndvegiskonur eftir Wemer Schwab ® íd: Rui Horta & Jo Stramgren Tvö ný dansverk ® Kontrabassinn eftir Patrick Suskind ® Beðið eftir Godot eftir Samuei Beckett ® Blúndur og blásýra eftír Joseph Kessélring Askriftarkort á 7 sýningar,- Fimm sýningar á Stóra sviði og tvær aðrar að eigin valí á 9.9Q0 kr. Opin kort með 10 miðum: Frials notkun, panta þart sæti Mlrfram. á 14.900 kr. >C_t r e Frá fyrra leikári Sex I sveit eftir Marc Camoletti ® Kysstu mig Kata eftirCole Porter Araspil eftir Óm Ámason Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar ki. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleiktius.is www.borgarleikhus.is Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 fös. 15/9 lau. 23/9 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga kl. 12-19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir seldar 2 dögum f. sýn. Dáið þér (Z) l <=XI 1*5 Aðalstyrktiraölli Sinfónluhljórmveitar klandj A morgun kl. 19.30 Stundum er sagt aö Brahms (1833-1897) hafi beislaö róman- tískan tíðarandann og fengið honum klassískt form í tónlist sinni. Sibelíus er á hinn bóginn maður næstu kynslóðar og tónlist hans vísar veginn til framtíðarinnar. Brahms: Pfanókonsert nr. 1 Sibelius: Sinfónía nr. 1 Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani Einleikari: Andrea Lucchesini Gul áskriftarröð Háskólabió v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is FÓLK í FRÉTTUM Þarf Hákon að velja milli kærleikans og krúnunnar? Krónprinsinn sem fer sínar eigin leiðir Það er ekki eintómur dans á rósum að vera krónprins, skrifar Sunna Osk Logadóttir, Skyldur, hefðir og formfastir siðir eru enn ríkjandi innan konungs- fjölskyldna og þegar brugðið er út af vanan- um fer allt í háaloft. Það er einmitt það sem gerst hefur í konungs- ríkinu Noregi. HÁKON krónprins og öll norska konungsfjölskyldan hefur orðið fyrir harðri gagnrýni vegna þeirra fyrir- ætlana prinsins að hefja sambúð með unnustu sinni Mette Marit Tjessem Hpiby og syni hennar, hinum þriggja ára gamia Maríusi í íbúð í miðbæ Óslóar. í maí sl. sagði Hákon í fyrsta sinn frá því í viðtali við norska Ríkis- sjónvarpið að hann og Mette-Marit ættu í ástarsambandi. Þau hittust fyrst árið 1996 í gegnum sameigin- lega vini en er þau hittust á ný síð- asta sumar á Qvart-hátíðinni í Kristi- ansand, heimabæ Mette-Marit, fór ástin að blómstra á milli þeirra. Samband þeirra var strax umdeilt meðal almennings og ráðamanna þjóðarinnar, sérstaklega vegna þess að Mette-Marit er einstæð móðir og barnsfaðir hennar á skuggalega for- tíð sem tengist eiturlyfjaneyslu. Þá höfðu foreldrar Hákonar, Haraldur kóngur og Sonja drottning ekki gefið opinberlega álit sitt á sambandinu en með tilkynningunni sem barst frá konungsfjölskyldunni sl. sunnudag þar sem segir frá fyrirhugaðri sam- búð unga parsins er talið að Har- aldur og Sonja hafi lagt blessun sína yfir sambandið. Haraldur, sem staddur er í opinberum erindagjörð- um í New York um þessar mundir, staðfesti það síðan í viðtali við norska fjölmiðla á miðvikudag og sagði að honum þætti ánægjulegt að sonur hans hefði fundið ástina og að hann og drottningin kynnu að meta unn- ustu hans, Mette-Marit. „Við vonum og trúum því að sam- bandið muni enda með giftingu," sagði Haraldur en um sambúðina sagði hann: „Við erum öll sammála um að í augnablikinu sé þetta besta lausnin,“ en kóngurinn hefur áður rTobPicAfr Iðnbúð 1,210Garðabæ sími 565 8060 Reuters Hákon krónprins. sagt opinberiega að hann sé ekki hlynntur óvígðri sambúð. Haraldur og Sonja drottning þekkja af eigin reynslu erfiðar aðstæður sem þess- ar. Er Haraldur var krónprins braut hann blað í sögu norsku konungsfjöl- skyldunnar er hann giftist stúlku sem ekki var af konungsættum. „Við drottningin þekkjum af eigin raun aðstæður líkar þeim sem Mette- Marit er í núna og höfum því samúð með henni. Ég vona að með því að hefja sambúð reynist þeim auðveld- ara síðar meir að takast á við hlut- ina.“ Misjafnar skoðanir Flestum þykir eðlilegt að ungt par hefji sambúð en þegar krónprins og einstæð móðir eiga í hlut snýr málið öðruvísi við og sitt sýnist hverjum. Margir af þingmönnum Kristilega þjóðarflokksins í Noregi hafa gagn- rýnt áætlanir Hákonar og gengur Laila Kaland, þingmaður Verka- mannaflokksins, svo langt að krefj- ast þess að hann afsali sér ríkiserfð- um sem mun hafa í för með sér að systir hans, Mártha Louise, erf! krúnuna í hans stað. Það er þó ekki almenn skoðun í landinu. Biskupar landsins eru heldur ekki á eitt sáttir, Finn Wagle, biskupinn í Niðarósi, telur t.d. nauðsynlegt að Hákon gifti sig, Trond Giske kirkjumálaráð- herra segist hins vegar ekki sjá neitt athugavert við sambúð unga parsins og telur að með því að hefja sambúð án þess að vera trúlofaður sé Hákon aðeins að gera það sem flestir aðrir Norðmenn gera og sannar þar með að hann tilheyri sinni kynslóð. En þar sem Hákon er konungborinn eru margir sem telja að hann eigi einmitt að vera yfir almúgann hafinn, skuli gifta sig til að sýna gott fordæmi. Hórkarlar og lausaleiksbörn Fjölmiðlar segja að sambúðin sé söguleg, aldrei áður hafi krónprins hafið sambúð án þess að vera trúlof- aður. Sagnfræðingar blása hins veg- ar á þá fullyrðingu. Steinar Imsen, sagnfræðingur við NTNU-háskól- ann í Þrándheimi, fullyrðir í norska dagblaðinu Adresseavisen að kon- ungssagan sé full af sambýlingum og það sem meira sé: lausaleiksbörnum, hórkörlum og framhjáhöldum. Im- sen segir að Hákon hafi valið sér sambúðarform sem flestir Norð- menn velja í dag en fyrr á öldum var því öfugt farið: Kóngafólki leyfðist að leika ýmsar kúnstir í kynferðismál- um sem almúganum hefði verið refs- að harðlega fyrir. En norska þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm: Samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun dagblaðsins Verdens Gang er mikill meirihluti hennar sáttur við ráðahag Hákonar og vill gjarnan sjá Mette-Marit sem næstu drottningu sína. Þá telja langtum flestir að engin ástæða sé til þess að Hákon afsali sér ríkiserfðum. Það sem krónprinsi sæmir Þegar öllu er á botninn hvolft virð- ist helsta spurningin vera þessi: Leyfist krónprinsinum að gera það sem hann vill? Þjóðin og ráðamenn hennar skiptast í tvær fylkingar í þessum efnum og skiptir aldur þar mestu um. Yngri þegnarnir telja Hákon mega ráða hvað hann gerir en margir af eldri kynslóðinni halda því fram að hann hafi mörgum opinber- um skyldum að gegna, sé væntanleg- ur kóngur landsins og verði að haga sér samkvæmt því. Hákon sagði í viðtali í norska ríkis- sjónvarpinu fyrir skömmu að Mette- Marit myndi að svo stöddu ekki hafa neinum opinberum skyldum að gegna þrátt fyrir sambúðina. Enn eru miklar vangaveltur i norskum fjömiðlum um stöðu Maríusar, sonar Mette-Marit. Mun hann verða krónprins? Hákon segist ekki vilja svara þeirri spurningu strax en að sögn Hans J. Rosjorde, varaforseta Stórþingsins, mun Maríus litli að öll- um líkindum ekki fá konunglega tign þó að hann verði hluti af konungs- fjölskyldunni þegar og ef Mette- Marit og Hákon ganga í hjónaband en hann bætir við að um þetta sé þó ekkert hægt að fullyrða að svo stöddu. Þetta og fleira mun tíminn einn leiða í ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.