Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 57
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 57 'p Indland - kynningarfundur Vegna fyrirhugaörar Indlandsferðar SL verður haldin ferðakynning í máli og myndum í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 14. september, milli kl. 17:30 og 20:30. Samvinnuferðir Landsýn Sætún 1 • 105 Reykjavík • Sími: 569 1010 • Fax: 569 1095 Netfang: samvinn@samvinn.is • Heimasíða: www.samvinn.is Slógu í gegn á silungahátíðinni The Texas Chainsaw Orchestra Rhino Entertainment Company 1997. KEÐJUSAGARKVARTETTINN var ekki alltaf keðjusagarkvartett. Árið 1985 stóðu fjórir félagar á loka- ári sínu við Texas University í ströngu við gerð heimildarmyndar um hinn bandaríska timbur-rum eða „lumberjack“ og átti myndin að heita „I’m a Lumberjack and I’m o.k.“ Þeg- ar fjármagn til kvikmyndataka var þurrausið þurftu félagamir heldm- betur að grípa til sinna ráða og ekki brást þeim hugmyndaflugið. Við tökur myndarinnar kynntust Texasbræður keðjusöginni í allri sinni dýrð og ákváðu því að nýta sér hana til fjáröflunar. Fyrst spreyttu þeir sig á keðjusagarskúlptúr en þegar allir nærliggjandi skógar höfðu verið jafn- aðir við jörðu tóku þeir til við keðju- sagakast (chainsaw juggling). Á því sviði var samkeppnin of hörð og því stofnuðu þeir keðjusagarkvartettinn eftir langa setu á hverflskránni þar sem bilaður glymskratti hafði leikið Smoke on the Water ellefu sinnum í röð. The Texas Chainsaw Orchestra hélt sína fyrstu tónleika nokkrum vik- um síðar í gamalli sögunarmyllu og að sjálfsögðu var Smoke on the Water íyrsta lagið á prógramminu. Strák- amir slógu í gegn strax þama í myll- unni og tilboðin streymdu inn. Næstu tónleikar vom haldnir í bílakirkju- garði, nokkru síðar spiluðu þeir í dýraspítala og í október 1985 hlaust þeim sá ótvíræði heiður að vera aðal- númerið á árlegu silungahátíðinni í Aberdeen þar sem þeir vöktu mikla lukku. Á þeim tíma hafði kvartettinn fært út kvíamar og vai' farinn að bæta við sig „hljóðfærum" eins og bomm, naglabyssum, sláttuvélum, slípi- rokkum og fleim. Þrátt fyrir blómstrandi frama keðjusagarkvai-tettsins um þetta leyti, höfðu piltamir svo sannarlega ekki gleymt heimildarmyndinni sinni um timbur-ramana og ákváðu því að best væri að gefa út plötu til þess að ná inn fjármagni til að ljúka við gerð hennar. Þeir tóku því upp snældu með fimm lögum sem fékk titilinn Toolshed Tapes og sendu öllum helstu útgáfurisunum í Bandaríkjun- SkhsaW •I.T Þessi forláta vélsög prýðir glugga Old Mill Tavems þar sem Texas Chainsaw Orchestra kom fyrst fram. um og víðar. Þegar ekkert tilboð barst og bransinn virtist ekki ætla að taka við sér, bratu þeir odd af oflæti sínu og sendu snælduna til allra minni fyrirtækjanna í góðri trú. Enn vora viðbrögðin engin svo það endaði með því að myndinni var stungið undir stól og kvartettinn tvístraðist. Reyndar segir sagan að einhent barstúlka á hverfiskránni þar sem þetta byrjaði allt saman hafí haft eitthvað með ör- lög félaganna að gera, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Tveir sagarfélaganna stofnuðu dagheimili, einn fór út í stjómmál og sá fjórði reyndi fyrir sér í fullorðinsmyndum við góðan orðstír. Ellefu áram síðar fengu félagamir uppreisn æra þegar Rhino Entertainment kompaníið í Los Angeles sá loks snilldina í keðju- sagarrokkinu og gaf út sjö laga geisla- disk með þeim. Sá inniheldur slagara sem við þekkjum öll, elskum eða þol- um ekki. Til dæmis I Will Always Love You sem Whitney Houston gerði vinsælt á sínum tíma, Chain Gang, American Woman og fleiri en því miður ekki Smoke on the Water. Það er kannski ekki öllum jafn hug- leikið að heyra fyrir sér melódíska tónlist leikna á keðjusagir. En stað- reyndin er sú að kvartettinn gerir gott betur en henda vélunum í gang. Þeim tekst virkilega að byggja upp dýnamísk lög með viðlögum, brúm, risi, viðkvæmum lægðum og að víra saman sannfærandi útsetningar sem rísa handan við að vera eingöngu fyndnar. Ekki kannski langt handan við húmorhæðina en þessar tónsmíð- ar era það ótrúlegt afrek að það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir uppátækinu. Meðlimir Texas Chainsaw Orch- estra segjast ekki vera á höttunum eftir frægðarflagðinu, en að þeir séu hins vegar mikið fyrir peninga og því alltaf til í að telja í - eða setja í gang. Hver sá sem hefur áhuga á að halda fyrir þá tónleika í Reykjavík getur snúið sér til Rhino Entertainment: www.rhino.com. Kristín Björk Kristjánsdóttir MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Smashing Pumpkins dreifa nýrri plötu á Netinu SIÐASTA plata hljóm- sveitarinnar Smashing Pumpkins sem hún var búin að segjast ætla að gefa út fljótlega eftir væntanleg starfslok sín í nóvember er þegar komin í dreifingu á Net- inu. Platan sem kemur til með að heita Machina II: Friends And Enemies Of Modern Music mun innihalda 22 lög og verður gefin út af Virg- in-útgáfunni stuttu eftir að hljómsveitin hættir. Billy Corgan gaf út yfir- lýsingu í maf síðastliðinn að sveitin hefði í hyggju að leggja árar í bát eftir að núverandi tónleika- ferðalagi þeirra lýkur. Samkvæmt yfirlýsingu frá aðdá- endaklúbbi sveitarinnar er nú hægt að nálgast plötuna í heild sinni á Netinu í gegnum deiliforrit á borð við Napster cða Gnutella. Það sem mörgum þykir enn merkilegra er það að á kreiki eru þeir orðrómar að forsprakki sveit- arinnar Billy Corgan hafi sjálfur lát- ■ ,1 Smashing Pumpkins, svartklædd fyrir væntanlegajarðarför. ið aðdáendaklúbbinn hafa eintak af plötunni með þeim fyrirmælum að koma henni í dreifingu á Netinu. Það er því hugsanlegt að hljómsveit- in, sem hefur opinberlega lýst yfir óánægju með samskipti sín við út- gáfufyrirtæki sitt, hafi ákveðið að kveðja aðdáendur sína með því að gefa þeim fría plötu í skilnaðargjöf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.