Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 22

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ár. Ruslið var flutt á sameiginleg- an urðunarstað fyrir Strandasýslu í nágrenni Hólmavíkur. Umhverf- issjóður verslunarinnar og land- Miklu rusli safnað á fjörum á Ströndum búnaðarráðuneytið gerðu verkið mögulegt með rausnarlegum fjár- hagslegum stuðningi, segir í fr éttatilky nningu. LANDVERND og Árneshreppur tóku sl. sumar höndum saman og hrintu í framkvæmd tímabærri ijöruhreinsun í byggðarlaginu. Hreinsunarátakið beindist að þeim hluta strandlengjunnar þar sem mest magn var af rusli og sem næst er almennri umferð við jarð- irnar Finnbogastaði og Ingólfs- íjörð. Á þcssum svæðum hafði slík hreinsun ekki farið fram áður, þannig að mjög mikið rusl var á Qörunum. Mest bar á alls kyns plasti og nælonvörum, svo sem hlutar úr netum eða heilu netin, gangs af 8 kni langri strandlengju. Verkefnið skapaði sumarvinnu fyrir ungmenni á svæðinu, en hún hefur verið takmörkuð undanfarin plastílát alls konar, ónýtir neta- belgir, brotnar og ónýtar netakúl- ur og tóm mjólkurílát. Samtals söfnuðust um 100 rúmmetrar úr- öll rís í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Grind ráðstefnuhallarinnar í Eyjum hefur risið upp með miklum hraða, eða á innan við viku. Vestmannaeyjum - Búið er á nokkrum dögum að reisa grind að nýju ráðstefnu- og skemmtihúsi í Vestmanna- eyjum. Húsið er reist á vatnstankanum á Löngulá og er ætlað fyrir ráðstefnu- og skemmtanahald. Helstu hvatamenn að byggingu hússins eru Sigmar Georgsson, fyrrum verslunarmaður og kenndur við Vöruval, og Grímur Gíslason, veitingamaður í Veislu- þjónustu Gríms, ásamt nokkrum öðrum fjárfestum úr Eyjum. Grind byggingarinnar hefur risið með ógnarhraða eða á innan við viku. Auk þess að vera stærsti skemmti- staður Eyjanna er hugmyndin að Veisluþjónustu Gríms flytji starfsemi sína í húsið. Auk veisluþjónustunnar framleiðir Veisluþjónustan ýmsar vörur fyrir nýlendu- vöruverslanir eins og slög, kjötfars og fískibollur svo nokkuð sé nefnt og er meiningin að auka þá starfsemi til muna þegar flutt verður í nýja húsið við Löngulá. Reiknað er með að húsið verði tekið í notkun á fyrsta þriðjungi ársins 2001. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Helga Halldórsdóttir skráði nemcndur Víkurskóla við komuna í fjöldahjálpar- stöð. Hér hefur Þorgerður Gísladóttir gefið sig fram. Þegar boð komu um „Kötlugos" á æfingunni í gær þurfti að rýma Víkurskóla og gengu nemendur fylktu liði í fjöldahjálparstöð. Kötlu- æfíng í Víkur- skóla Fagradal - Nemendur Víkurskóla æfðu við- brögð við hugsanlegu Kötlugosi í gær og í gærkvöldi fór fram fjarskiptaæfing hjá björgunarsveitinni. Við æfmguna í Vík- urskóla var unnið samkvæmt fyrirliggj- andi neyðaráætlun um viðbrögð við Kötlugosi. Grunnskól- inn var rýmdur og nemendur gengu í Ár- sali þar sem sett var upp fjöldahjálparstöð og nemendur skráðir. Einnig var farið yfir æfinguna í grunnskól- anum á Ketilsstöðum. Æfingin gekk vel en hún var fram- kvæmd í samvinnu við almannavarnanefnd Mýrdalshrepps og Rauðakrossdeildina á staðnum. Brugðust vel við blóðsöfnun Morgunblaðið/Hafþór Aðalsteinn Júliusson lögreglumaður lét ekki sitt eftir liggja og gaf blóð. Húsavík - BJóðbankinn og Húsavík- urdeild RKÍ stóðu fyrir blóðsöfnun hér í bæ fyrir skemmstu og fór hún fram í Nausti, húsi Björgunarsveit- arinnar Garðars. Húsvíkingar og nærsveitarmenn brugðust vel við þessu og sagði Guðjón Ingvarsson, formaður RKI-deiIdarinnar, að það hefði verið stöðugur straumur fólks á staðinn og nóg að gera. Þeir sem aldrei höfðu gefið blóð áður fóru í blóðmælingu og vonandi verða þeir öflugir blóðgjafar í fram- tíðinni. Tappað var af þcim reynd- ari og síðan var fólki boðið upp á hressingu meðan það jafnaði sig. REYKIAVÍK-VESTMANNAEYIAR-REYKIAVÍK .jliúgðu,reklir FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókaðu í síma 570 3030 og 4813300 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.