Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Qlympíuskákmótið
Jafntefli
og sigur
ÍSLENSKA kvennasveitin á
ólympíuskákmótinu gerði í gær jafn-
tefli við sveit E1 Salvador. Karla-
sveitin sigraði Brasilíumenn með
tveimur og hálfum vinningi gegn ein-
um og hálfum.
í kvennasveitinni sigraði Guðfríð-
ur Lilja Grétarsdóttir Zapeda á
fyrsta borði, Harpa Ingólfsdóttir
gerði jafntefli við Pastor en Aldís
Rún Lárusdóttir tapaði fyrir Osio.
Fékk sveitin því einn og hálfan vinn-
ing gegn einum og hálfum.
I karlasveitinni sigraði Hannes
Hlífar Stefánsson Milos á fyrsta
borði, Helgi Ólafsson gerði jafntefli
við Vescoci á öðru borði, Þröstur
Þórhallsson vann Limp á þriðja
borði en Jón Viktor Gunnarsson tap-
aði fyrir Braga á fjórða borði.
-------------------
12Öþúsund
í bætur
fyrir þumal
HÆSTIRÉTTUR féllst ekki á þá
vörn ákærðs manns að hann hefði
brugðist við í neyðarvörn þegar
hann fingurbraut annan mann í
átökum í Austurstræti.
Maðurinn var ákærður fyrir
líkamsárás, sem varð í kjölfar
ósættis hans og annars manns á
veitingastað í miðborginni. Hann
sagðist hafa orðið að bregðast við
árásum hins mannsins, en Hæsti-
réttur vísaði m.a. til að honum
hefði verið í lófa lagið að forða sér
áður en til átakanna kom og hann
hefði ekki sýnt fram á að hann
hefði ekki getað varist með öðrum
hætti en að grípa um þumalfingur
andstæðingsins og snúa upp á.
Hann var dæmdur í 30 daga fang-
elsi, skilorðsbundið, og til að
greiða þeim fingurbrotna rúmar
120 þúsund krónur í bætur.
--------------------
Grunur um
íkveikju
í stigahúsi
GRUNUR leikur á að um íkveikju
hafi verið ræða þegar eldur kom upp í
stigahúsi í fjölbýlishúsi við Flúðasel
40 í Reykjavík um klukkan fjögur í
fyrrinótt. Þegar slökkvilið kom á stað-
inn var enginn eldur í stigahúsinu en
mikill reykur. Slökkviliðsmenn fundu
26 lítra bensínbrúsa á stigaganginum,
en hellt hafði verið úr honum á teppið,
frá anddyri og upp á efstu hæð, og síð-
an borinn eldur að. Lögreglan í
Reykjavík handtók í gær mann sem
grunaður var um verknaðinn.
Morgunblaðið / Rax
Þorsteinn Pálsson sendiherra og Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans,
fyrir framan Fílahellinn skamt frá Bombay.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff hlusta á leiðsögu-
mann í Fílahellinum, Elephanta, á eyju utan við borgina Mumbai
(Bombay) í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti fslands við lok heimsóknarinar til Indlands
Grundvöllur lagður að
víðtæku samstarfí
F orseti íslands og fylgdarlið hans koma
í kvöld heim úr opinberri heimsókn til
Indlands. Skapti Hallgrímsson blaðamað-
ur og Ragnar Axelsson ljósmyndari
fylgdust með því sem fram fór í gær,
á síðasta degi heimsóknarinnar.
„ÉG ER mjög ánægður með árang-
ur þessarar ferðar. I raun og veru
hafa allar þær vonir, sem við gerð-
um okkur í upphafi, ræst,“ sagði Ól-
afur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, í samtali við Morgunblaðið í
Delhí í gærkvöldi. „Indveijar hafa
lýst sig reiðubúna til að eiga náið
samstarf við íslendinga á nýrri öld,
ræða sameiginleg hagsmunamál,
stuðla að samvinnu þjóðanna á al-
þjóðlegum vettvangi og að málefn-
um sem snerta hagsmuni okkar og
hugsjónir sem tveggja lýðræðis-
þjóða,“ sagði forsetinn.
í gærmorgun var farið snemma
af stað og siglt út í eyju utan
Mumbai-borgar (Bombay), sem var
um klukkustundar sigling, og skoð-
aður svokallaður Elephanta-hellir.
Þar er um að ræða stórmerkar fom-
minjar sem eru á lista yflr þær sem
merkastar þykja á jörðinni; stór
manngerður hellir sem graftnn var
út á sjöttu öld og tileinkaður einum
margra guða í hindúisma, Shiva.
Guðinn er þar hogginn út í hinum
ýmsu myndum.
Gleymdist í aldir
Hellirinn gleymdist seinna og það
var ekki fyrr en á sextándu öld að
hann fannst á ný, þegar portúg-
alskir sæfarar komu til Bombay.
Nafn hellisins er til komið vegna
þess að þegar Portúgalimir stigu á
land á eyjunni var þar stór steinfOl,
sem höggvinn hafði verið um leið og
hellirinn var gerður, og að baki fíln-
um fundu þeir hellismunnann. Þar
með var nafnið komið; Elephanta,
og nú gengur eyjan undir þessu
nafni.
Forsetinn átti hádegisverðarfund
með einum forystumanna atvinnu-
lífsins í Mumbai og síðdegis var síð-
an haldið með áætlunarflugi til
Delhí.
Flestir farþeganna, sem fóru tíl
Indlands með forsetanum á vegum
Samvinnuferða-Landsýnar og M12,
komu í hátíðarkvöldverð í gær-
kvöldi og eftir matinn komu Ólafur
Ragnar Grímsson, Dorritt Moussa-
ieff og fylgdarlið þeirra í veisluna og
dvöldu þar um stund.
Forsetinn sagði í samtali við
Morgunblaðið greinflegt að full-
trúar viðskiptalífsins á Islandi, sem
hefðu verið með í för, hefðu náð góð-
um árangri, „bæði með beinum og
óbeinum samningum með því að
leggja grundvöllinn að framtíðar-
samstarfi og það hefur líka tekist á
margslunginn hátt á þeim fundum
og viðræðum sem ég hef átt með
mörgu forystufólki úr indversku at-
vinnulífi og fjármálastofnunum að
vekja alveg nýjan áhuga á íslandi.
Þar hef ég kannski notið með
nokkrum hætti vina minna hér á
Indlandi en það hefur verið ánægju-
legt, bæði hér í Delhí og í Mumbai,
að geta kynnt ísland á þann hátt að
nokkuð stór sveit í fremstu röð al-
þjóðlegra fyrirtækja Indveija, fjöl-
miðla og fjánnálalífs, hefur vaknað
til vitundar um ísland. Og við skul-
um gera okkur grein fyrir því að hér
eru sum af öflugustu fyrirtækjum
heims sem munu skara fram úr á
þeim sviðum sem einkum eru til-
nefnd sem burðarásar í hagkerfi
nýrrar aldar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Mörg augnablik umhugsunar-
efni um langa hríð
„í þriðja lagi hefur það verið mér
mikið ánægjuefni, eins og ég hef
nefnt við þig áður, að ég hef getað
rætt mjög opinskátt og hreinskilnis-
lega við indverska foiystumenn um
réttarstöðu fólks á Indlandi, bama,
kvenna, hinna fátæku og útskúfuðu
og komið þannig áleiðis áhyggjum
margra á Islandi, sjónarmiðum
kirkjunnar manna, hjálparstofnana
og þeirra samtaka á íslandi sem
bera velferð þessa fólks fyi-ir
brjósti.'“-
Ólafur Ragnar sagði mörg augna-
blik í heimsókninni örugglega verða
honum umhugsunarefni um langa
hríð. „Mér finnst heimsóknin á
munaðaiieysingjahælið í Mumbai
til dæmis vera þess eðlis að það
verður enginn samur maður eftir
slíka heimsókn. Maður skilur þá
betur hvaða verkefni eru framund-
an í þessu landi og hvílík örlög eru
búin hér bömum sem skilin era eftir
eða missa alla sem í kringum þau
era.
Margt annað mætti nefna frá
þesssari heimsókn en mér hefur líka
þótt skemmtilegt, eins og við sjáum
hér í kvöld, að sjá ánægju þeirra ís-
lendinga sem hér hafa verið með í
för. Ég held það sé orðið nokkuð
þekkt hér í indverska stjórnkerfinu
að heimsóknin sé óvenjuleg fyrir
það að í för með forsetanum sé stór
hópur af fólki sem kom til Indlands
til að kynna sér það en er ekki í
hinni opinbera sendinefnd. Og það
er skemmtilegt að heyra hjá sam-
ferðamönnum okkar, sem hafa not-
að þessa viku til að kynnast Indl-
andi, fyrir hve fjölþættum og
ríkulegum áhrifúm þau hafa orðið.
En aðalatriðið er nú það að allar
okkar vonir með þessa heimsókn
hafa ræst og það hefur tekist að
leggja grandvöllinn að mjög við-
tæku og fjölþættu samstarfi þess-
ara tveggja þjóða á nýrri öld og ég
er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson.
Tvær or&abækur
i einni
, * i
I fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/
íslensk-ensk veltior&abók.
Bókin er tvískipt í kilju og er henni
velt viS til aS sko&a hvorn hluta
fyrir sig þannig aS hún er afar
handhæg í notkun. Hún er einnig
meS hraSvirku uppflettikerfi og
inniheldur 72.000 uppflettiorS
þannig aS au&velt er aS finna þaS
sem leitaS er aS.
Kynningarverb: 5800 kr.
oj
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Framtíð
fiskveiði-
stjórnar
FRAMTIÐ fiskveiðistjdrnar var
yfirskrift fundar sem Samband
ungra sjálfstæðismanna hélt í
Valhöll í gær um tillögur Auð-
lindanefndar. Húsfyllir var og
fylgdust fundarmenn með fram-
söguræðum af miklum áhuga. Að
þeim loknum voru pallborðsum-
ræður undir stjúrn Sigurðar Kára
Kristjánssonar, formanns SUS og
fundarstjóra, og komust færri að
en vildu. Framsögumenn voru
Brynjúlfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjúri Granda hf., Styrmir
Gunnarsson, ritstjúri Morgun-
blaðsins, og tveir prúfessorar við
Háskúla íslands, þeir Sigurður
Líndal og Hannes Húlmsteinn
Gissurarson.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hannes Húlmsteinn Gissurarson, prúfessor við Háskúla íslands, flytur
erindi á fundi .Sambands ungra sjálfstæðismanna um framtíð fiskveiði-
stjúrnar og tillögur Auðlindanefndar.