Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Veðurklúbburinn á Dalbæ Uppboð á teikningum eftir börn í Suður-Afríku á Austurlandi Morgunblaðið/Kristj án Fremur kuldalegt hefur verið á Akureyri siðustu tvo daga og gangi sú gamla trú manna eftir að sé leiðinlegt veður á allraheilagramessu sem var í fyrradag verði veturinn allur fremur erfiður. Þessir ungu drengir á leikskólanum Kiðagili létu þó hvorki kulda né veðurspár hafa áhrif á sig þar sem þeir voru í óða önn að byggja sér virki. Margt bendir til að veturinn verði erfiður VETRARLEGT er um að litast norðan heiða þessa dagana, en með sanni má segja að veturinn hafi með skyndilegu áhlaupi tekið öll völd í landshlutanum. Allraheilagramessa var í fyrra- dag, 1. nóvember, og veðrið heldur leiðinlegt, en félagar í Veðurklúbbn- um á Dalbæ á Dalvík segja að það bendi til þess að veturinn allur verði í kuldalegri kantinum. Fleira bendir í sömu átt, mikil berjaspretta siðasta sumar og sumarpáskar en hvoru tveggja þykir vera til marks um erf- iðan vetur. Klúbbfélagar eru þrátt fyrir það bjartsýnir á að nóvember verði ágætur hvað veðrið varðar, en nokk- uð umhleypingasamur, og í spá þeirra fyrir mánuðinn segir að eitt- Minningar- fyrirlestur um Vilhjálm Stefánsson DR. MARK Nuttall, prófessor við Háskólann í Aberdeen, flytur fyrirlestur í kvöld, föstu- dagskvöldið 3. nóvember, á fæðingardegi Vilhjálms Stef- ánssonar. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á ensku og fjallar um al- þjóðavæðingu umhverfismála og áhrif á samfélög norður- slóða. Hann er á vegum Stofn- unar Vilhjálms Stefánssonar í tengslum við ráðstefnu Rann- sóknarþings norðursins þessa helgi. Fyrirlesturinn er öllum op- inn og verður á Fosshótel KEA, Akureyri og hefst kl. 17. Kvöldskemmt- un kórs Akur- eyrarkirkju á Oddvitanum KÓR Akureyrarkirkju heldur kvöld- skemmtun á Oddvitanum í kvöld, föstudagskvöldið 3. nóvember, og hefst hún kl. 20.30. Þar verður margt til skemmtunar, mikill söngur, grín oggleði. Kórinn heldur í tónleikaferð til Frakklands og Þýskalands næsta vor og er skemmtunin liður í fjár- öflun fyrir ferðina. Miðaverð er 1.000 krónur. -------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 5. nóvember, kl. 14. Lát- inna minnst. Kyrrðarstund verður í Svalbarðskirkju á sunnudag, 5. nóv- ember, kl. 21. hvað verði um snjóa og hann muni meira liggja í norðlægum áttum. Marteinsmessa er 11. nóvember, en fjúk og dimmviðri þann dag veit á íhlaupasaman og kaldan snjóavetur. Heiðríkt loft boðar aftur á móti stað- viðri og bjart veður boðar frostavet- ur. Veðurklúbbsfélagar eru ekki á einu máli um hvað gerast muni þegar nýtt tungl kviknar þann 25. Telja sumir að þá komi veturinn fyrir al- vöru, en aðrir þvert á móti að upp úr því farið að hlýna nokkuð og snúast í suðlægar áttir. Á fundi klúbbfélaga þar sem þeir settu saman nóvemberspána komu jarðskjálftar til umræðu og vildu margir meina að nú styttist í skjálfta fyrir sunnan ogyrði hann nær höfuð- borginni en þeir sem urðu í sumar. Keilu- og spilasalur opnaður næsta sumar EINKAHLUTFÉLAGIÐ Keilusal- urinn hefur gert kauptilboð í hús- næði Tak innréttinga á Dalsbraut 1 á Akureyri og hyggst opna þar keilu- og spilasal næsta sumar. Húsnæði Tak er um 750 fermetrar að grunn- fleti, auk kjallara og millilofts og þykir henta vel undir slíka starfsemi. Að sögn Jóhannesar Valgeirssonar hjá Keilusalnum ehf. er stefnt að því að skrifa undir kaupsamning í vik- unni. Jóhannes sagði að áætlaður heild- arkostnaður við þetta verkefni væri um 65 milljónir króna og að næsta skref væri að leita til bæjarbúa og annarra áhugasamra um að leggja fram hlutafé í félagið. „Við fáum hús- næðið vonandi afhent í apríl á næsta ári en það mun taka um einn og hálf- an til tvo mánuði að koma starfsem- inni í gang. Hugmyndin er að bjóða upp á 6-8 keilubrautir og ég hef þá trú að við verðum með 8 brautir. Við fáum þannig betri nýtingu á húsnæð- inu, enda eru flestir að spila á sama tíma, þ.e. seinni part dags og fram á kvöld og um helgar.“ fþrótt fyrir alla aldurshópa Jóhannes og Þorsteinn Þorsteins- son standa að Keilusalnum ehf. og sagði Jóhannes að þeir félagar væru mjög spenntir fyrir því að koma þessari starfsemi í gang, enda hefði undirbúningurinn staðið yfir í tvö ár. „Við finnum líka fyrir miklum áhuga meðal bæjarbúa en það á svo eftir að koma í ljós hverjir hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur. Það þarf sérhæft hús undir svona starf- semi og ekki hlaupið að því finna rétta húsnæðið. Við teljum okkur hafa fundið góða lausn og erum að detta inn á besta stað í bænum, þar sem á eftir að vera geysilega umferð í kringum Glerártorg og um Borgar- brautina. List frá Langa Neskaupstað - Um þessar mundir standa Rauða kross deildir á Austur- landi fyrir sýningum á teikningum, bréfum og ljósmyndum frá fátækra- hverfinu Langa í Höfðaborg í Suður Afríku. Fyrsta sýningin var opnuð í Sparisjóði Norðfjarðar í Neskaup- stað og þaðan fer sýningin til Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar og svo um allt Austurland þar til henni lýkur á Egilsstöðum þann 21. desember n.k. Rauða kross deildir á Austurlandi hafa undanfarin ár stutt rekstur at- hvarfs fyrir fátæk börn og unglinga í Langa, en sagt er að í Langa búi hin: ir fátækustu af öllum fátækum. í athvarfinu hefur bömum og ungling- um gefist tækifæri til listsköpunar. Afrakstur þessa starfs birtist nú í teikningum og bréfum sem verða til sýnis um allt Austurland. Sýningin er til fjáröflunar fyrir starfið í Langa og geta þeir sem vilja festa sér mynd boðið í hana. Tilboð verða svo opnuð í desember þegar sýningin hefur farið um allt Austurland og myndimar hljóta þeir sem hæst bjóða. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Listin í Langa sýnd í Sparisjóði Norðfjarðar. Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir Börn úr öllum sjö prestaköllum Snæfellsness- og Dalaprúfastsdæmis mættu á fermingarbarnamótið. Fermingarbarnamót í Dölum Búðardal - Á Laugum í Sælingsdal f Dölum var haldið dagana 20.-21. október fyrsta fermingarbamamót í mörg ár í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Þangað komu böm úr öllum sjö prestaköllunum, auk prestanna þeirra og fulltrúa foreldra, alls um 75 manns. Mótið tókst með ágætum. Auk fræðslu fengu börnin að stunda sund og iðka íþróttir í íþróttahúsinu. Kvöld- vaka var á föstudagskvöldinu og lauk mótinu með helgistund í Hjarðarholtskirkju, en þar var einnig skírt stúlkubarn úr Búðardal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jórtrað af bestu list Fagradal - Ærin GIó og vinkonur hennar voru að fá sér hey- tuggu úr rúllu úti á túni þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins var þar á ferð. En nú fer að styttast í að sauðfé verði tekið á hús og klippt, margir bændur eru búnir að taka lömb á hús og klippa þau. En tíðar- far ræður töluverðu um hvcnær bændur taka fullorðna féð í hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.