Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 33

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 33 LISTIR Ljós himin- hvolfsins Morgunblaðið/Asdís Snævarr Guðmundsson í STJÖRNUVERINU í Norræna húsinu verður hægt að skoða himinhvolfið undir leiðsögn Snævars Guðmundssonar. „Stjörnu- verið er eins konar líkan af stjörnuhimninum,“ sagði Snævarr í samtali við blaða- mann. „Petta er uppblásin hálfkúla sem gestirnir fara inn í. Við slökkt Ijós lýsum við upp hvolfið með stjörnu- merkjunum og því sem þar er að sjá. Ætlunin er að gefa fólki hugmynd um stjörnumerkin og hvernig má rata um himininn. Við fjöllum um grunnatriði í stjörnuskoðun og stjörnu- fræðum, því ég ætla að reyna að tvinna saman hvernig himinhvelið snýst, hvernig það blasir við okkur og fornar goðsagnir um stjörnumerkin, hvaðan þau draga nöfn sín og ýmsan annan fróðleik." Stjörnur sem eru jafn bjartar og tunglið Snævarr segir að sig langi einnig til að gefa fólki hug- mynd um fjarlægðir á ein- faldan máta sem allir geta skilið, gefa því innsýn inn í hvað geimurinn er stór og mikill. „Einnig langar mig til að benda fólki á óvenju- legar eða spennandi stjörn- ur, það eru t.d. til stjörnur, sem sjást með berum aug- um, sem eru svo bjartar að þær væru jafn bjartar og tunglið ef þær væru nær jörðu.“ Sýningarnar í Stjörnuver- inu vara í um það bil hálfa klukkustund, svo ekki er hægt að fara djúpt í þetta mikla efni að sögn Snævars. „Enda er megintilgangur sýningarinnar að vekja áhuga fólks á stjörnuhimn- inum frekar en að fara út í þurr og flókin fræði. Mig langar til að benda á helstu kennileiti svo fólk geti hreinlega gengið út og notað þau sjálft. Þegar búið er að benda manni á þau einu sinni fylgja þau manni alla tíð.“ Á laugardag og sunnudag geta fjölskyldur heimsótt Stjörnuverið í Norræna hús- inu. Sýningarnar verða á klukkutímafresti frá 11 til 16 á laugardag, en frá 13 til 17 á sunnudag. í dag og á mánudag verða sýningar fyrir leikskóla og grunn- skóla. Sólríkum sumar- degi varpað á veggi Hallgrímskirkju SKÝJUM ofar er heitið á verki finnsku listakonunn- ar Kaisu Salmi en það er hluti af framlagi sam- starfsaðila Ljósahátíðar- innar í Helsinki og gert sérstaklega fyrir hátíðina hér. Kaisa hyggst varpa sólríkum sumardegi á veggi Hallgrímskirkju; ljósmyndum af skýjunum yfir Kuusamo í Norður- Finnlandi og litríkum myndum sem hún hefur sjálf málað. Myndunum verður varp- að upp á veggi kirkjunnar úr fjórum áttum með hjálp risavaxinna ljóskastara kl. 21 og á miðnætti í kvöld, laugardags-, sunnudags- og mánudagskvöld. Kirkj- an verður til skiptis böðuð hinum finnsku skýjum og myndum Kaisu en auk þess eru gluggar í turnin- um lýstir upp með rauðu. Skólavörðuholti varð fyrir valinu Nokkrir staðir voru ræddir og skoðaðir áður en ákveðið var að finna verkinu stað á Skóla- vörðuholtinu en Kaisa segir að á ferðum sínum um borgina hafi Hall- grímskirkja alls staðar verið nærverandi og dreg- ið hana til sín, „falleg og hrjúf í senn“ eins og hún orðar það. Orkan í menningar lífinu Litur og hreyfing Morgunblaðið/Ásdís Anna Jóa myndar blómkálsbólstraský yfir gulrótaeldfjalli. ORKUVEITAN er einn stuðningsaðila hátíðarinnar „Ljósin í norðri", en full- trúar hennar, þeir Guðjón Magnússon og Garðar Lár- usson, hafa verið með í skipulagningu verkefnisins frá því hún hófst fyrir tveim- ur árum. „Orkuveitan er bæði stuðnings- og samstarfsaðili, en hefur þar að auki tekið þátt í hugmyndavinnunni frá upphafi," sagði Garðar Lár- usson þegar hann var inntur eftir þeirra hlutverki í þess- ari hátíð ljósanna. „Við höf- um átt sæti í stjórn ljósahá- tíðarinnar og sjáum einnig um ýmsa praktíska verk- þætti svo sem tengingar við rafmagn og ýmsan búnað sem til þarf, ásamt öðrum samstarfsaðilum.“ „Hugmyndin að þessari þátttöku kviknaði ekki hjá okkur, heldur hefur þetta þróast í nánu samstarfi við menningarborgina 2000,“ sagði Garðar. Hann sagði að markmið þeirra með því að taka þátt í svona verkefni væri að vekja athygli á mik- ilvægi ljóssins í mjög víð- rækri merkingu. „Orkuveit- an sér til dæmis um alla útilýsingu í Reykjavík í um- boði gatnamálastjóra, svo sem götulýsingu, og við leggjum metnað okkar í að hún sé vel af hendi leyst á allan hátt. Við höfum einnig verið frumkvöðlar í flóðlýs- ingu listaverka og bygginga í gegnum árin. Við teljum því að með þátttöku í þessari há- tíð getum við lagt enn ríkari áherslu á mikilvægi ljóssins í lífi okkar.“ Garðar benti á að ljósahá- tíðin sem framundan er í Reykjavík núna væri í nánu samstarfi við menningar- borgirnar Helsinki og Berg- Garðar Lárusson en. „Við erum í sambandi við orkuveiturnar á báðum stöð- um, skiptumst á skoðunum og erum að móta hliðstæða stefnu þessara þriggja aðila í tengslum við ljósahátíðirnar. Það á við um framkvæmda- hliðina, fjárframlög, auglýs- ingar og annað,“ sagði Garð- ar. „Við sjáum okkur tví- mælalaust hag í því að eiga samstarf við lista- og menn- ingalífið, það er svo mikil orka þar.“ VIÐ setningu Ljósahátíðar- innar i Elliðaárdal í kvöld kl. 18.00 færir Anna Jóa mynd- listamaður lit og hreyfingu inn í Elliðaárdalinn með ljósagjörningi í Elliðaánum. Verkið nefnist Straumur. „Ég ætla að kasta litlum sjálflýsandi ljósum út í árn- ar frá gömlu Rafstöðinni. Ljósin eru litrík og það verður fallegt að sjá þau berast með straumnum. Þetta er einföld leið til að gera raforkuna sýnilega," segir Anna. Hún mælir með að fólk standi á göngu- brúnni, því þá sjái það ljósin koma og geti horft á eftir þeim og jafnvel fylgt þeim síðasta spölinn. Sjálf ætlar hún að hlaupa eftir bakkan- um og fylgjast með að allt komist rétta leið. Ljós og ylrækt á Lækjartorgi Þar með er þátttöku Önnu Jóa í Ljósahátíðinni ekki lokið, því á Lækjartorgi er að rísa verkið Næturlíf, upp- lýst gróðurhúsaþyrping þar sem hún hyggst koma fyrir grænmetisskúlptúrum. Hún ætlar með öðrum orðum að fjalla um ljós og ylrækt og verkið er unnið í samvinnu við íslenska garðyrkju og Rafvörur. Þegar blaðamaður heyrði í henni í gær var hún á leiðinni að ná í grænmetið til þess að gera úr því skúlp- túrana; kaktus úr gúrkum, eldfjall úr gulrótum, blóm- kálsský og tómataóróa. „Gróðurhúsin eru sexhyrnd eins og stuðlaberg en hug- myndin er sú að grunnform lífsins sé hringurinn. Þess vegna er stuðlabergið að reyna að mynda hring en getur það ekki alveg. Svo er allt lífrænt inni í húsunum, vöxturinn sem er orka eða hreyfing - og líf - enda heitir verkið Næturlíf." Verkið er til sýnis á Lækjartorgi næstu fjögur kvöld eftir myrkur en síðan verður það flutt til Bergen á Ljósahátíð sem hefst þar innan skamms. Nýir fletir á ljósinu LJÓSAHÁTÍÐIN í Helsinki er orðin mikilvægur þáttur í menningarlífinu á haustin, en hún er nú að hefjast í 6. sinn. Verkefnisstjóri hátíð- arinnar, Riitta Suomi, hefur unnið að þessu verkefni frá upphafi en í ár hefur hún einnig yfirumsjón með sam- eiginlegu Ijósahátíðinni í Helsinki, Bergen og Reykja- vík. I samtali við Morgunblað- ið sagði Riitta að hátíðin í Helsinki stæði lengur en í hinum borgunum, eða frá 4. nóvember til 10. desember, og þess vegna væru mun fleiri atriði í boði hjá þeim. „En það er auðvitað vegna þess að við erum búin að standa í þessu í svo mörg ár að við höfum aflað okkur viðamikillar reynslu. Fólk í þessum þremur borgum býr allt við svipaða reynslu, myrkrið og kuldinn er stað- reynd sem allh' þurfa að horfast í augu við sem eiga þar heima. Þess vegna er svo mikilvægt að leita á náðir ljóssins yfir veturinn. Jafnvel í Helsinki er lítill snjór á þessum árstíma svo myrkrið verður enn meira yfirþyrmandi. Ljósið kemur í staðinn fyrir snjó- inn og annað sem hjálpar okkur að sjá fram úr myrkrinu," sagði hún. Ljósið leitt inn í menn- ingarlífið til að vinna bug á skammdeginu Riitta sagði hugmyndina að ljósahátíðinni eiga rætur sínar að rekja til þess tíma er borgaryfirvöld í Helsinki voru að undirbúa sig fyrir það að keppa um hlutverk menningarborgarinnar. „Við leituðum á náðir ráð- gjafafyrirtækis í Englandi um úrvinnslu á gögnum sem leitt gætu í ljós styrk okkar og veikleika. Þeir komu með þá augljósu ábendingu að við byggjum við þetta erfiða dimma tímabil og yrðum að reyna að sporna við áhrifum þess. Við ákváðum að taka því sem áskorun og þá kom þessi hugmynd fram, að leiða andstæðu myrkursins, Ijósið sjálft, inn í menningar- lífið. Eftir á virtist hugmynd- in svo augljós að allir spurðu sjálfa sig af hveiju engum hefði dottið þetta í hug fyrr,“ sagði Riitta hlæjandi. „í Bergen og Reykjavík er nú verið að láta reyna á þessa hugmynd og báðir staðir verða auðvitað að laga hana að sínum aðstæð- um. I Helsinki erum við búin að hrinda um 300 verk- efnum tengdum Ijósahátíð- inni í framkvæmd og erum stöðugt að færa út kvíarnar. Við höfum boðið upp á fyrir- lestra, ljósameðferð, algjöra myrkvun, innrauð ljós, út- fjólublá ljós, lifandi eld - í stuttu máli allt sem hægt er að hugsa sér í tengslum við hugmyndina um ljós. Það er mjög skemmtilegt að láta reyna á nýja fleti ljóssins á hverju ári,“ sagði Riita enn- fremur. Á ljósahátíðinni í Helsinki í ár er áherslan lögð á úthverfi borgarinnar, þá hluta borgarhverfanna sem að öllu jöfnu stendur ekki til boða að taka þátt í menningarverkefnum. Að sögn Riittu er eitt markmið verkefnisins að virkja fólkið í þessum hverfum til að fara út úr húsi og rjúfa þá ein- angrun sem oft fylgir vetr- inum. „Ég er viss um að hátíðin á framtíð fyrir sér,“ sagði Riitta, „þvl hún hefur vakið athygli víða um heim. Þeir sem sjá um menningarum- fjöllun sunnar í Evrópu hafa sýnt þessu mikinn áhuga og því er svo komið að ljósahátíðin dregur að sér fjölda erlendra ferða- manna sem annars ættu ekkert erindi til Finnlands í skammdeginu. Þetta hefur því reynst ákaflega mikil- vægt framtak á mörgum sviðum mannlífsins í Finnl- andi.“ I upphafi var orðið í UPPHAFI var orðið og þögn- in hvfldi jrfir vötnunum. Hug- myndin að verki Haralds Jóns- sonar, „Vatn“, hljómar að einhverju leyti eins og hún byggist á þessu einfalda mynd- máli úr biblíunni. Haraldur er einn þeirra sem taka þátt í há- tíðinni Ljósin í norðri og er verk hans við tjömina við Norræna húsið. Listamaðurinn varpar bókstaflega nýju ljósi á tjörnina og fjallar um vatn út frá ýmsum sjónarhornum. í samtali við blaðamann sagði Haraldur að skyldleiki væri með verkinu „Vatn“ og verki sem lengi hljómaði við Tjarnar- borg í Tjarnargötu, en þetta væri þó nokkuð á öðrum nótum. Einnig mætti rekja skyldleika til sýningar sem Haraldur var með í galleríi i8 en þar beindi hann sjónum sínum að því sem er innra með manni og lýsti upp sjálft blóðið í æðunum. Haraldur sagðist nálgast tjörnina líkt og kvikmynda- gerðarmaður eða skurðlækn- ir, sem lýsa nákvæmlega upp staðinn sem þeir eru að fást við. „Þetta er líka bein lýsing eins og í fótboltanum,“ sagði hann. „Það er alltaf mjög spennandi að skoða nánasta umhverfi með því að draga fram ákveðna þætti án þess að breyta í raun nokkru. Tung- umálið kemur einnig við sögu, en þeir textar sem þarna eru fluttir koma úr Þjóðarbók- hlöðunni, eða sjálfum visku- brunninum, og ég ætla að ausa þeim áfram yfir vatns- flötinn." En verkið „Vatn“ verður ekki einungis sýnt á ljósahá- tíðinni hér. „Það verður líka sýnt í Helsinki og þá geri ég sérstaka finnska útgáfu,“ sagði Haraldur. Hægt er njóta verks hans eftir myrkur við Norræna húsið í íjóra daga, eða allt fram á mánudagskvöldið 6. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.