Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 50

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR + Margrét Björns- dóttir fæddist í Reylqavík 18. apríl 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 26. október siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn V.J. Gíslason vörubif- reiðastjóri, f. 30. júní 1906, d. 31. desem- ber 1987 og Laufey Bjarnadóttir, f. 18. maí 1908, d. 1. jan- úar 1963. Margrét var elst sinna systra: Sjöfn, f. 30.11. 1934, d. 13.8.1975; Bima, f. 12.10. 1942 og Elfa, f. 20.8. 1949. Margrét ólst upp í Reykjavík og stundaði nám í Landakots- skóla tók gagnfræðapróf frá Ingimarsskóla við Lindargötu. Síðar stundaði hún nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Hinn 23. júlí 1955 giftist Margrét Ingi- berg Ólafssyni sjó- manni, f. 20. apríl 1926, d. 24. nóv- ember 1996, hann var sonur hjónanna Margrétar Torfa- dóttur og Ólafs Ólafssonar Nýlendu- götu 7 í Reykjavík þar sem Maddý og Ingiberg bjuggu all- an sinn búskap. Maddý stundaði margs konar störf vann í mörg ár sem eftirlitskona hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og nú síðari ár sem ræstingastjóri og símavörð- ur hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þó að ég sé látin, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. - Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Þessi orð eftir óþekktan höfund gætu svo vel verið orð stóru systur minnar sem ég er svo hreykin af. Hún tók veikindum sínum og dauða af æðruleysi og hélt sínum góða „húmor“ fram í andlátið. I mínum augum hafðir þú það til að bera sem vegur mest í fari ein- staklinga sem eru vel metnir, þ.e traust, umhyggja, auðmýkt og hæfíleiki enda varstu vel liðin á vinnustað sem og í daglega lífinu. Þú komst þér ávallt beint að efn- inu, varst mátulega frökk og spurðir fólk spurninga sem enginn annar þorði að spyrja. Ég man hvað ég var hreykin af þér þegar þú sagðir nokkur orð í erfisdrykkju pabba, þá vissi ég ekki hvað þú varst vel máli farin. Þú gafst mér lítið sendibréf þegar ég átti 50 ára afmæli þar sem þú lýstir svo vel fyrir mér hvernig þú upplifðir að eignast litla systur. Umhyggja þín - . þá og alla daga síðan hefur verið mikil og þú vildir allt fyrir alla gera en hugsaðir ekki nægilega um sjálfa þig. Maddý og Ingiberg voru oftast nefnd í sama orðinu. Þau báru ást umhyggju og virðingu fyrir hvort öðru. Oft sagði Ingiberg að þú litir alltaf út eins og sextán og kom þá sérstakt blik í augun á honum. Þegar þú veiktist af berklum rétt eftir að þið giftuð ykkur þá tók Ingiberg það að sér að vera heima og hugsa um þig í staðinn fyrir að senda þig á hæli. Ingiberg var veikur í fjölda ára áður en hann lést og þá varst þú alltaf hjá hon- um. Þó þú værir félagslynd léstu aldrei glepjast af glaum og glys skemmtana og þótti mörgum nóg um en þú sagðir alltaf: Þetta er maðurinn minn, ég hugsa um hann og vil vera hjá honum. Þótt þið ættuð ekki börn saman umvafðir þú öll þín systraböm og þeirra barnabörn með væntum- þykju og tókst þeim eins og ömmu- börnum sem alltaf voru velkomin til ykkar. Eftir að Ingiberg lést þá áttir þú um sárt að binda og vildir helst fá að fylgja honum eftir en þú áttir yndislegan „sólargeisla“, iít- >inn ömmustrák, Þorgils Björn, sem þér þótti svo ósköp vænt um og gleði þín að fá að taka þátt í brúðkaupi Heiðu Maddýjar fyrir tveim vikum var ómetanleg. Ferðir í sumarbústaðinn með okkur og ferðin til Noregs í ferm- ingu Sunnu þegar við fórum með ferjunni og allir karlarnir vildu fá .að dansa við þig. Ferðirnar með kvennadeildinni í Reykjavík og þá sérstaklega ferðina í sumar til Prag og Þýskalands þar sem þú tókst þátt í öllu með okkur en varst í rauninni orðin miklu veikari en nokkurn grunaði. Ég sé þig fyrir mér undir rauðu slæðunni á kvennaþinginu á Gufu- skálum fyrstu vikuna í október en rautt var þinn uppáhaldslitur. Maddý mín, við þökkum fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Við eigum eftir að sakna þess að þú hringir í farsímann til að athuga hvort þú eigir ekki að kaupa í mat- inn og elda eitthvað handa okkur, stundanna okkar saman við eldhús- borðið á náttsloppunum að drekka morgunkaffi. Þú varst hetja í þín- um veikindum, vissir í hvað stefndi og skipulagðir allt eins og þú vildir hafa það. Hvíl þú í friði elsku systir og mágkona. Birna og Þorgeir. Manstu sorgina systir Þá samvistum okkar sleit, hve þráfalt ég syrgi síðan og sakna þín ein ég það veit. (Hulda.) Elsku stóra systir mín! Það er svo sárt að þú sért farin af þessu tilverusviði, en huggun gegn harmi að þjáningum þínum skuli vera lokið og vel hefur verið tekið á móti þér af þínum elskaða Ingiberg sem þú syrgðir svo sárt, ásamt pabba, mömmu og Sjöfn systur. Engan hef ég þekkt sem tók veikindum sínum af slíku æðru- leysi, og þú lést þau ekki aftra því að fara allra þinna ferða. Ég hugsa ,um minningarnar, Parísarferðina sem er ógleymanleg, og ferðina hringinn í kring um landið í júli ásamt góðu stoppi á Egilsstöðum þar sem litli draumaprinsinn var ásamt nöfnu þinni. Þú varst sautján ára þegar ég fæddist og margar góðar minningar því tengdar þegar ég kom til vits og ára, sem ekki eru tíundaðar hér, svo tók Bjössi minn við, hann var aðeins fimm vikna þegar þú þurftir að passa hann vegna spítaladvalar minnar, svo kom hún nafna þín og þú barst þau á höndum þér. Maddý mín þú varst ættarlaukurinn og kletturinn í lífi okkar. Þegar Þor- gils Björn fæddist dýrkaðir þú hann og ég veit að hann á oft eftir að spyrja um ömmu. Þín er sárt saknað, hafðu þökk fyrir allt og allt Friður guðs þig blessi. Minn- ing þín lifir, stóra systir mín. Þín litla systir, Elfa. Elsku Maddý okkar. Nú ert þú komin upp til Guðs og búin að hitta Ingiberg sem þú saknaðir mikið. Þó það sé sárt að missa þig þá vitum við að þér líður vel núna. Minningar okkar systr- anna um þig eru margar og góðar en erfitt er að koma þeim á blað því tárin streyma niður. Líkt og gerðist á leiðinni í fertugsafmælið þitt þegar mamma lenti í árekstri þá sátum við systurnar aftur í og grétum sáran yfir þvi að koma of seint í afmælið þitt en mamma hafði meiri áhyggjur af nýja bíln- um. Það var alltaf fastur liður hjá fjölskyldu okkar að fara til þín og Ingibergs á aðfangadag og komum við ávallt út með fulla vasa af kon- fekti. Þessari hefð héldum við syst- urnar áfram þegar við eignuðumst börn og þá fengu þau að opna jóla- pakkana frá ykkur því að þú hafðir góðan skilning á því hve erfitt var að bíða. Eftir að Ingiberg lést fluttir þú í kjallarann hjá mömmu og pabba í Stafnaselinu, þá þótti okkur og börnunum gott að fara niður til þín því þú tókst okkur alltaf opnum örmum og spjallaðir við okkur um lífið og tilveruna. Þú fylgdist vel með því sem við og börnin gerðum og vildir alltaf allt fyrir okkur gera enda litu börnin á þig sem ömmu Maddý. Oft hringdir þú og bauðst okkur í mat og var þá oft margt um manninn því þú varst driffjöð- urin í því að frændfólkið hittist oft- ar. Þegar þú veiktist og hættir að vinna fluttir þú í Funafoldina til mömmu og pabba, þá gafst þér enn meiri tími til að hugsa um þá sem þér þótti vænt um. Þú sagðir okkur það oft hversu þakklát þú varst að eiga góða að. Elsku frænka, þú hefur kennt okkur að vera þakklát fyrir það sem við höfum og að hafa ánægju af lífinu. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðm.) Við þökkum fyrir allar sam- verustundimar sem við áttum með þér. Hvíl þú í friði. Laufey, Hrund og Hlíf. í dag er komið að kveðjustund við elskulega frænku mína og nöfnu, Margréti Björnsdóttur. A milli okkar voru sterk bönd. Ég gisti fyrst hjá þeim hjónum aðeins nokkurra vikna gömul og eftir þvi sem ég eltist, sótti ég æ meir eftir félagsskap þeirra. Það æxlaðist þannig að ég dvaldi alveg hjá þeim í einn vetur og þá var ekkert til sparað til að mér liði eins og blómi í eggi. í minningunni höfðu þau endalausan tíma fyrir mig og mér er það sérstaklega minnisstætt hve faðmur Maddýjar var hlýr, mjúkur og traustur. Þegar ég eltist og eignaðist fjöl- skyldu, efldist samband okkar enn og sérstaklega eftir að ömmustrák- urinn hennar, Þorgils Bjöm, fædd- ist. Oftast leit hún við daglega til að heilsa upp á drenginn sinn. Hún var byrjuð að kenna honum það sem að hún kenndi mér áður, faðir- vorið, að telja og margt fleira. Hans missir er mikill og hann held- ur enn þegar dyrabjallan hringir að amma Maddý sé loksins komin, að guð hljóti að hafa leyft henni að kíkja aðeins í kaffi til okkar! Það er með djúpu þakklæti sem ég kveð Maddýju. Vissulega hefði ég viljað fá lengri tíma með henni og að hún hefði fengið að njóta nýja ömmubarnsins síns sem er á leiðinni. En ég veit að hún fylgist með okkur og minning hennar mun alltaf lifa hjá okkur. Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir. Elsku Maddý mín. Nú ertu farin og þó að ég eigi að hafa vitað að sjúkdómur þinn væri að ná yfir- höndinni er ég ekki enn þá búinn að jafna mig eftir undrunina. Þú varst aldrei veik. Ég hélt alltaf að þú yrðir eldri en við öll til samans. Þú varst alltaf svo full af orku og drífandi í öllu. Ekkert varð að vandamáli eða veseni hjá þér. Þú varst elsta systir mömmu og við vorum nágrannar á uppvaxtarárum mínum. Ég mun aldrei geta þakkað þér fyrir alla þá hjálp, aðstoð og hlýhug sem þú veittir mér og syst- ir minni í gegnum þau ár. Það var svo lítið mál að hlaupa niður á Ný- lendugötu. Húsið þitt þar fannst mér alltaf vera verndarstaðurinn minn. Svona umvafíð húsum allt í kring. Engin gata sem maður þurfti að passa sig á. Bara göngu- stígar og húsaport. Sú verndartil- finning var enn þá sterkari þegar vetur ríkti og snjór var yfir öllu. Þá deyfði snjórinn allan hávaða frá borginni handan við húsaportið. Mér fannst ég vera óhultur frá öll- um vandræðum og leiðindum sem á mig sóttu. Alltaf var manni tekið opnum örmum og ég man vel hversu vænt mér þótti umað sjá hurðina opnast og þú brosandi í dyrunum. Þá var manni alltaf boðið upp á Fresca og síðar Tab. Ef ég náði þér í stuði og Ingiberg gekk í lið með mér var nú ekki erfitt að fá þig til að skella saman pönnukök- um fyrir okkur. Alla vega var það alltaf eitthvað gott sem maður fékk hjá þér því alltaf varstu tilbúin að gera allt sem þú gast fyrir mig. Þarna eyddi ég heilu dögunum í góðu yfirlæti, oftar en ég get mun- að. Bækurnar þínar kann ég enn þá utan að, svo oft las ég þær. Myndaalbúmunum þínum get ég flett í huganum og séð fyrir mér allar þessar myndir af öllu þessu fólki. Fólk sem ég vissi ekki alltaf hverjir voru en alltaf fannst mér jafngaman að skoða. Jólin byrjuðu alltaf hjá ykkur Ingiberg. Þú varst gjarnan búin að skreyta og það stundum fyrir Þor- láksmessu sem taldist mjög snemmt þá. Við systkinin vorum nú oft með í þessum snemmbúnu skreytingum. Þá límdum við upp blómin á ganginn og þá fannst manni jólin rétt ókomin. Alltaf komum við í kaffi á aðfangadag og var það fyrsti kafli jólanna sem voru að fara í hönd. Allir komnir í sparifötin og við fengum að opna jólapakkann frá ykkur strax. Það létti ekki svo lítið æsinginn og spenninginn sem maður fann fyrir þá. Þegar þú byrjaðir að vinna á Landakotsspítala vildi svo vel til að við systkinin vorum komin á vinnu- aldur og spítalinn svona í hverfinu. Þú kipptir okkur í vinnu með skól- anum þar við hreingerningar og þrif. Þar sá ég vinnustaðahliðina á þér og gerði mér grein fyrir hversu vel liðin þú varst af öllum sem þú umgekkst. Við unnum þarna í mörg ár og urðum útlærð í hrein- gemingum. Það var nú oft mjög gaman hjá okkur enda skemmtileg- ur hópur. Þú varst alltaf með á nótunum og gast hlegið með þrátt fyrir alla vitleysuna sem gat oltið upp úr okkur. Éftir að ég fór utan saknaði ég þín mikið. Mér fannst að ekkert ætti að breytast. Ég var samt breyttur og hafði ekki kjark í mér að kynnast þér upp á nýtt. Það var mjög áríðandi hjá mér að valda þér ekki vonbrigðum. Þú sem alltaf hafðir verið mér svo góð. Þegar við loksins töluðum saman var það auðvitað ekkert mál hjá þér frekar en annað. Mér þykir það enn þá leitt að hafa ekki getað verið meiri hjálp eftir að þú misstir Ingiberg. Ég kom lítið heim og símtöl og bréf gera ekki nóg. En það var alltaf gott að koma heim og faðma þig og vona að allt færi nú að jafna sig. Þú heimsóttir mig til Parísar og mikið var nú gaman þá. Á veitinga- stöðunum þar sem ég reyndi allt sem ég gat til að láta þjónana þóknast þér og koma nú með al- mennilegan mat og drykk. Hvað ég naut þess að sýna þér borgina sem ég bjó í svo mörg ár. Ég var farinn að hlakka mikið til að fá þig aftur í heimsókn á nýja staðinn og á erfitt með að skilja að þú munt ekki koma. Því miður er víst komið að kveðju- stund hversu sárt sem það er. Það er svo miklum kafla lokið hjá okkur systkinunum með fráfalli þínu. Ég þakka þér frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir allt. Mér þykir svo vænt um þig, elsku Maddý, og hlakka til að hitta þig á ný. Björn Ingimundarson. Lífið er yndislegt, en hversu yndislegt er það þegar heilsan brestur og vonin hverfur? Þrátt fyrir að sorgin hafi knúið dyra veit ég að margir finna fyrir friði og jafnframt söknuði í hjarta sér, þín vegna, elsku frænka. Hver átti von á svo staðfastri og kjark- mikilli konu eftir að hafa misst manninn sinn, Ingiberg, fyrir um fjórum árum, eins samrýnd og þau voru? Eitt er víst að Maddý saknaði hans mikið og sagðist viss um að hann, mamma, afi og amma myndu taka á móti sér. Það sem einkenndi hana var staðfesta hennar, glaðværð og stjórnsemi enda ekki af engu að Ingiberg kallaði hana lauk ættarinnar. Þetta sýndi sig líka er hún kallaði fjölskylduna saman fyrir þrem vikum til að fá að sjá hana alla og ekki síst til að sjá litlu börnin meðan hún hafði heilsu. Þau voru hennar yndi, ekki síst litli Þorgils Björn sem kallaði hana ömmu, og á nú erfitt með að skilja að hún er farin. Hennar hinsta ósk var að við, fjölskyldan, héldum saman og okkur þætti vænt hverju um ann- að. Ekki kannski vanþörf á í þeim heimi sem við búum í. Dugnaður hennar mun sitja eftir í huga okk- ar. Hún naut þess að ferðast með systrum sínum bæði innanlands sem utan og ekki síst ein síns liðs. Oft fór hún að Höll í Borgarfirði og á Suðurnesin til vinafólks og til okkar systranna. Ég mun geyma ljúfar minningar um síðastliðið sumar þegar hún kom og var með okkur fjölskyldunni og Debbý systur og hennar fjölskyldu á fögrum sumardögum. Kæra frænka, við söknum þín öll. Bonnie Laufey Dupuis og fjölskylda. Kæra skólasystir og vinkona mín hefur kvatt þennan heim eftir illvígan sjúkdóm. Við höfðum allt- af haft samband síðastliðin 53 ár eða síðan við útskrifuðumst úr Ingimarsskóla við Lindargötu í apríl 1949. Fyrst hittumst við skólafélagarnir reglulega á fimm ára fresti til ársins 1989 en eftir það datt þetta niður vegna þess að þeir sem höfðu staðið að þessu alla tíð vildu að aðrir tækju við, en það gekk ekki upp. Við Maddý og fleiri slitum þó ekki samband- inu. Maddý var góð og traust vin- kona. Síðastliðin 2 ár fórum við að hittast oftar, eftir að hún varð ekkja og naut ég þess að vera í návist hennar, hún var alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Hún greindist með erfiðan sjúkdóm í febrúar sl., gekk í gegnum lyfja- meðferð eftir uppskurð, en hún lét aldrei bugast og sagði að maður yrði að taka á þessu sem hverju öðru erfiðu verkefni og vona það besta. Hún naut mikillar hlýju frá systrum sínum Elvu og Birnu, en hjá henni bjó hún síðustu mánuð- ina. Fjölskyldan var henni allt. Sonur systurdóttur hennar kallaði hana ömmu Maddý og naut hún þess að vera með honum og passa hann þegar hún hafði heilsu til. I ágúst síðastliðnum var okkur boðin vikudvöl á Sólheimum í Grímsnesi af félagsskapnum Berg- máli sem styður sjúkt fólk og hefur unnið ómetanlegt starf að styrkja þetta fólk. Þessi vika var yndisleg og eignuðumst við marga góða vini, sem hittast reglulega á skemmti- legum fundum hjá Bergmáli. Hennar er sárt saknað af okkur öllum. Ég heimsótti hana oft á spítalann þennan hálfan mánuð, þó að við vissum að hverju stefndi var hún alltaf hress þegar ég kom og slógum við á létta strengi þegar ég keyrði hana um í hjólastól, það var hennar máti alla tíð, æðruleysi og kjarkurinn héldu henni uppi. Elsku Maddý mín nú ert þú búinn að fá hvfldina og ég veit að Ingiberg maður þinn, foreldrar og systir taka á móti þér með út- breiddan faðminn, þú saknaðir þeirra svo mikið. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu þinnar og sofðu rótt kæra vinkona. Ása Andersen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.