Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 HORPU 10 Ódýrtl Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós 1.990k]t' í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4f REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 MÁLNINGARVERSLANIR UMRÆÐAN Að léttast eða grennast? UNDANFARNA daga hefur ritdeila tveggja mætra menntamanna beint kastljósinu enn og aft- ur að mataræði og þyngdartapi. Það er álit höfundar að í þess- ari tilteknu deilu hafi næringarfræðingurinn rétt fyrir sér enda hef- ur hann rannsóknir í þúsundavís á bak við sig. Staðhæfa má að þegar vafasamir megr- unarkúrar skjóta upp kollinum líkt og gerist nú, gæti alltaf sama misskilnings hjá tals- mönnum þeirra, lagt er að jöfnu að grennast annars vegar og léttast hins vegar. Staðreyndin er sú að þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman, það að léttast er ekki endi- lega hið sama og að grennast. Þegar við léttumst getum við verið að missa fitu og þar af leiðandi að grennast en þó er mun líklegra að þyngdartapið eigi sér aðrar orsakir enda er fita ekki eini vefur líkamans sem getur minnkað og aukist. Þegar við hættum t.d. að borða kolvetni (sykrur) á sér stað þyngdartap sem fyrst og fremst má rekja til vökya- taps og lækkunar í kolvetnaforða líkamans. Þetta útskýrir mikið þyngdartap fyrstu daga og vikur megrunarkúra sem annaðhvort tak- marka neyslu hitaeininga um of eða raska „eðlilegu" jafnvægi kolvetna, fitu og prótíns í fæðunni. Nú kann einhver að spyrja hvort það sé ekki af hinu góða að léttast að- eins - en sá galli er á gjöf Njarðar að um leið og við röskum þessu við- kvæma jafnvægi í orkubúskap lík- amans gerum við honum auðveldara að safna fitu þegar til lengri tíma líð- ur. Ef við tökum bara einfalt dæmi um einstakling sem ætlar að „létt- ast“ og notar til þess megrunarkúr sem sker óhóflega niður hitaeiningar (sem sagt neysla hitaeininga verður mun minni en eyðsla þeirra að jafn- aði) er það fyrsta sem gerist að við- komandi léttist mikið fyrstu dagana (og er væntanlega í sjöunda himni yfir því svona til að byrja með) en þegar hungurtilfinningin verður há- værari er það einungis spurning um tíma hvenær látið er í minni pokann. Þegar megrunarkúrnum svo lýkur, hvort sem er vegna þess að viðkom- andi gefst upp eða nær tilteknu markmiði í líkamsþyngd, fer niður- rifsstarfsemin í gang. Þegar líkam- inn býr við neikvæðan hitaeiningamismun (fær færri hitaeiningar en hann þarf) bætir hann upp þennan mis- mun með þeim forða sem hann geymir - en sá forði er ekki ein- göngu í formi fitu held- ur líka sem kolvetni og prótín. Einföld rök- fræði sýnir það að lík- aminn byrjar ekki á að ganga á fituforðann strax, líkt og sumir vilja halda fram, heldur fer hann fyrst í „að- gengilegri" orkuna, sem eru kolvetnin, í þeii'ri von að sveltið sé tímabundið. Þegar kolvetnunum fækkar á sér stað mikið vökvatap eins og áður Neysla Markmið okkar á ekki að vera að léttast, segir Haukur Skúlason, held- ur að grennast. segir og viðkomandi léttist. Haldi kúrinn áfram fer líkaminn í æ ríkari mæli að ganga á prótínforðann en hann er helst að finna í vöðvum lík- amans og með því að ganga á prótín- ið á undan fitunni nær líkaminn að fá orku til að starfa áfram auk þess að hægja á brennslu líkamans - það eru vöðvamir sem eru brennsluofn lík- amans og þegar þeir minnka minnk- ar brennslan og þegar þeir stækka herðist á brennslunni. Það er svo ekki fyrr en í lokin að líkaminn fer að ganga á fituna. Af hverju er þetta svona? Stillum upp dæmi: Ef þú ert með 10 kg af fitu í forðageymslunni og 15 kg af vöðvamassa skulum við segja að þú brennir 1.600 hitaeiningum á dag (hlutfall er mismunandi á milli ein- staklinga en reglan alltaf hin sama). í svona megrunarkúr er það auðvit- að mun skynsamlegra fyrir líkam- ann að spara orkuforðann eins og mögulega hægt er því megrunarkúr er jú ekkert annað en sjálfskipað svelti. Með því að minnka vöðva- massann strax er hægt á brennsl- unni og fitan endist mun lengur en ef henni væri „sóað“ þegar vöðvamassi er mikill (ef á skylli hungursneyð væri íþróttafólkið fyrstu einstakling- arnir sem hrykkju upp af þar sem þeir eru með mjög lítinn fituforða!). Þessi atburðarás á sér stað í öllum megrunarkúrum. Staðreyndin er sú að eina leiðin til að grennast er að borða rétta fæðu (varast allar öfgar eins og þær sem flestir megrunar- kúrar predika) og stunda reglulega líkamsrækt. Þetta er eina leiðin til að grennast, allar aðrar aðferðii- eru gagnslausar. Það fyi-sta sem þarf að gera í þessu sambandi er að gera áð- urgreindan mun á því að léttast og grennast. Við viljum missa fitu, það er markmiðið, ekki vöðvamassa eða vökva (hvenær stærir fólk sig af því að hafa misst þrjá lítra af vatni á einni viku?). Vigtin ein og sér getur ekki sagt okkur hvað er að gerast í brennslunni, sveiflur í þyngd um þrjú kg á milli daga eru ekki óal- gengar og skýrast ekki af fitutapi heldur vatnsbúskap og öðrum þátt- um. Til þess að fá rétta mynd af ástandinu þurfum við að láta mæla í okkur fituna en það er einfalt og fljótlegt og gert á næstu líkams- ræktarstöð. Það er einungis þá að við getum séð hvort þyngdartap okk- ar stafar af fitutapi eða öðrum þátt- um. Það hefur sýnt sig að fólk sem fer í megrunarkúra líkan þeim sem að ofan var lýst léttist en fitumæling sýnir að fitutap er nánast ekkert. Nokkrum mánuðum seinna er nán- ast öruggt að þyngdin er komin aftur og að stórum hluta á formi fitu í stað kolvetnanna sem töpuðust. Ergo: við fitnum af því að fara í megrunarkúr. Markmið okkar á ekki að vera að léttast heldur að grennast og það tekst ekki án rétts mataræðis (þar sem kolvetni eru veigamikill þáttur) og réttrar hreyfingar, fitutap á sér ekki stað nema hreyfingin sé til stað- ar. Að endingu vil ég beina því til les- enda þessarar greinar að varast öfgakennd afbrigði mataræðis. Það er mjög slæmt og jafnvel hættulegt að minnka mikið neyslu kolvetna en það er hálfu verra að bæta það upp með stóraukinni fituneyslu. Vestur- landabúar neyta nú þegar allt of mikillar mettaðrar fitu og er sú neysla bein orsök ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. A meðan fituneysla í hófi, og þá sér í lagi á ómettuðum fit- um, svo sem ólívuolíum og fiskolíum, er okkur nauðsynleg, er rjómi á skyrið og þykkt lag af smjöri á brauðið út í hött. Höldum mataræð- inu „eðlilegu“, hreyfum okkur og höldum þannig heilsunni. Höfundur starfar sem líkamsræktar- þjálfari íPlanet Pump. Haukur Skúlason UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið í umræðunni í þjóðfé- laginu að leiðrétta skammtastærð af Int- erferon Beta sem rann- sóknir hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að hægir á og mildar sum tilfelli af MS-sjúk- dómnum. Frá því 1998 hafa niðurstöður rann- sókna sýnt fram á að allt að sex sinnum stærri skammtur en gefinn hefur verið hér- lendis sýnir besta ár- angur, þrisvar sinnum stærri er næst besti kostur. Einnig sýna nýjustu rannsóknir að ef lyfið er gefið strax við fyrsta grun í þeim skammti sem verið hefur, frestar það þróun sjúkdómsins um mörg ár. Eitthvað hefur þó vafist fyrir mönnum í heilbrigðiskerfinu með framkvæmd þessa máls þrátt fyrir að taugalæknar hafi upplýst um málið strax og niðurstöður bárust. Heilbrigðiskerfið á íslandi er mjög gott og við vitum að hagsmunh- okkar og þess fara saman. Gallinn við þetta kerfi er hins vegar sá að það mælir kostnaðinn út frá stofn- unum en ekki einstakl- ingum. Það læðist að mér sá grunur að engin stofnun hafi viljað af- greiða lyfið þar sem það rúmaðist ekki innan fj árveitingarammans. Það er því augljóst að rétt væri að mæla kostnað og árangur út frá einstaklingnum en ekki út frá stofnunum eins og gert er. Eg minni á að tryggingafé- lög í Bandaríkjunum sjá sér hag í að greiða lyfið fyrir skjólstæð- inga sína þar sem það frestar og kem- ur jafvel í veg fyrir varanlega fótlun. Það er ekkert feimnismál að fatlaður einstaklingur er „dýrari í rekstrí" ef svo má segja en ófatlaður. Ég er sannfærð um það að setja á stofn sér- staka nefnd til að meta umsóknirnar er óþarfi. Það er nýmæli að nefnd meti einstakan sjúklingahóp eins og gert er nú við MS-sjúklinga, öðru máli gegnir um lyfjanefndir sem fjalla um lyf og verkun þeirra á fólk. Taugasérfræðingar sem stunda sjúklingana eru hæfastir og best Lyf Rétt væri að mæla kostnað og árangur út frá einstaklingnum, seg- ir Vilborg Traustadótt- ir, en ekki út frá stofn- unum eins og gert er. treystandi til að meta þörf hvers og eins. Eða eins og heilbrigðisráðherra benti réttilega á þegar leyfi var veitt til að auka skammtinn þá er það ekki í verkahring heilbrigðisráðuneytisins að ákvarða skammtastærð. Hvað sem býr að baki tel ég að ekki sé hægt að setja nefnd í að ákveða með- ferð á sjúklingi, það er í verkahring viðkomandi taugalæknis eins og heil- brigðisráðuneytið hafði áður rétti- lega bent á. Læknarnir okkar eiga að sjálfsögðu að meta þörfina í góðri samvinnu hver við annan eins og þeir hafa jafnan gert og ekki síður í sam- vinnu við sjúklinginn sjálfan, á fag- legum grunni byggðum á marktæk- um rannsóknum. Allt annað eru útúrsnúningar. Það er kominn tími til að tengja, þannig að þær lausnir sem finnast séu teknar í notkun strax og þær liggja fyrir miðað við þai-fir ein- staklinga en ekki stofnana. Höfundur er formaður MS-félags íslands. Er ekki tími til kominn að tengja? Vilborg Traustadúttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.