Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sími 587 7777 éú/aAaJcuv Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Toyota Landcruiser Vx Tdi 1994, sjálfsk, 38“breyttur (1ár), ek 194 þ km, grænn, topp bíll v: 3290 þús, (einnig vx 1993, ssk, v:2490) Toyota Hilux Dc Sr-5 1992, 5g, 33"breyttur, plasthús, vindskeið, álfelgur, ek 122 þ km, rauður, v: 980 þús.(einnig 38") Nissan Patrol Se Tdi 1998, 5g, 38"breyttur, kubbur, breiðara púst, grind framan, cb stöð, ek 96 þ km, ákv bíl- alán v: 3600 þús.sk ód. Nissan Patrol Gr Tdi 1995, 38"breyttur, álflegur, hlutföll, driflæsing, kastarar, og fl, ek 105 þ km, sk ód. Nissan Patrol Se+ 9/1998, 5g, 35"breyttur, álfelgur, topplúga, abs, leður, kubbur, grænn, ek 67 þ km, v: 3590 þús, sk ód. Suzuki Vitara Jlxi Se 6/1998, 5g, allt rafdr, nokkrir bílar til verð 1250-1350 þús. bein sala. Jeep Wrangler Laredo 4.01 1992, 5g, álfelgur, toppgrind, kastarar, dráttarkr, ek 112 þ km, gott eintak, v: 890, sk ód. Nissan Patrol Gr Td 1992, 5g, 32"dekk, álfelgur, ek 185 þ km, svartur, fallegur bíll, v: 1390 þús. ath skipti. Musso E-23 12/97, 5g, 31’dekk, allt rafdr, abs, grænn, ek 57 þ km, v. 1990 þús. Pajero Tdi 1996, 5G, 32“dekk, grænn, ek 86 þ km, lán 1100, v: 1790 þús. Pajero V6 3.0 1997, sjálfsk, grænn, ek 83 þ km, v. 1980 þús. Toyota Landcruiser Vx Tdi 1997, sjálfsk, 32“dekk, v:2950 þús Land Rover discovery series II 1999, sjálfsk með öllu, v. 3890 þús. Subaru Legacy 2.0 stw 1/2000, sjálfsk, álfelgur, leð- urinnr, cd, filmur, vindskeiö, ek 12 þ km, v: 2390 þús, sk ód. Skráðu bílinn á litla.is Kvikmyndir Rósku í Nýlistasafninu HALDIN verður um helgina kvik- myndahátíð í Nýlistasafninu til- einkuð listakonunni Rósku. Sýndar verða myndirnar L’impossibilita di resitare Elettra Oggi, Sjö heimildaþættir um Island Ballaðan um Ólaf Liljurós og Sóley. Árið 1969 tengdist Róska tveimur myndum sem Jean-Luc Godard tók á Ítalíu en hann hafði þá snúið sér að gerð pólitískra heimildarmynda og stofnað svokallaðan Dziga Vetr- ov-hóp með stúdentum og ungum kvikmyndagerðarmönnum. Fljótlega kom upp ágreiningur í hópnum milli maóista og anarkista og svo fór að lokum að Róska og fé- lagar hennar gerðu sína eigin mynd í fullri lengd sem hét L’impossibilita di resitare Elettra Oggi. Hún fjallar um ungt fólk sem ætlar að setja El- ektru eftir Sófókles á svið en kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt og að hin sanna list felist í því að fólk fari að tala saman, tengist baráttu verkalýðsins og geri upp- reisn gegn yfírvaldinu. Hvatinn að þessari mynd voru at- burðir sem áttu sér stað árið 1968 í þorpinu Fabbrico á Norður-ítah'u þar sem verkamenn og stúdentar tóku samkomuhús og kvikmyndasal á sitt vald en Róska tók sjálf þátt í þessum atburðum í Fabbrico. Petta er frumsýning á Islandi. Róska innritaðist árið 1973 í kvik- myndaskóla í Róm og gerði um miðjan 8. áratuginn, ásamt Manrico Pavelettoni, 7 þætti um Island fyrir ítalska sjónvarpið. Þessir þættir hafa aldrei áður verið sýndir á ís- landi en þeir fjalla um jarðfræði landsins, fiskveiðar, skólakerfí, mannlíf í Reykjavík, landbúnað, pólitíska baráttu, andstöðuna við herstöðina og um stóriðju og nátt- úruvemd í Mývatnssveit. Leiðar- stef þáttanna er Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og Pétur Páls- son auk þess sem Megas tekur lag- ið. Ballaðan mn Ólaf Liljurós var frumsýnd á Isiandi árið 1977. Róska gerði handritið en með aðalhlutverk fara Dagur Sigurðarson, Megas, Bima Þórðardóttir og Sigríður Stella Karlsdóttir. Þessi mynd er 35 mínútna löng og byggist á íslenskri þjóðsagnahefð með súrrealísku ívafi. Hún var sýnd á fyrstu Kvik- myndahátíðinni í Reykjavík 1978 og vakti þar athygli þýska kvikmynda- leikstjórans Wim Wenders sem var gestur hátíðaiinnar en íslenskir gagnrýnendur vorn yfírleitt lítt hrifnir. Kvikmyndin Sóley var tekin 1981 og frumsýnd árið eftir. Róska skrif- aði handritið og leikstýrði myndinni en með aðalhlutverk fóru Rúnar Guðbrandsson og Tine Hagendom- Olsen. Þegar hún vai’ spurð um efni myndarinnar sagði Róska: „Myndin fjallai- um drauminn og veruleikann sem mætast og fara í ferðalag sam- an.“ Myndimar verða sýndar á nýju kaffihúsi Nýlistasafnsins á föstu- dags- og laugardagskvöld: Föstudagur 3. nóv. klukkan 21: Sóley og valdfr þættir úr heimildaþáttaröðinni um Island. Laugardagur 4. nóv. klukkan 21: Ballaðan um Ólaf Liljurós og El- ettra: Auk þess verða sýndar stutt- rnyndir eftir sérstakan gest hátíðar- innar, Ólaf Pál Sigurðsson. Hugleiðingar MYNDLIST íslcnzk grafík II a f n a r h ú s i n u LJÓSMYNDIR - ERLASTEFÁNSDÓTTIR Opið fimmtudaga til sunnudaga 14-18, aðgangur ókeypis. LJÓSMYNDARINN Erla Stef- ánsdóttir mun menntuð í Banda- ríkjunum og þar hefur hún sýnt verk sín fímm sinnum, aðallega í Sacramento. Engar upplýsingar eru í skrá um menntunarferil eða opinbera framninga hér á landi svo þetta virðist vera frumraun Erlu á íslenskum sýningavettvangi. Þó verður þess naumast vart á hinum 12 stóru Ijósmyndum, sem að auk er afar vel komið fyrir í hinum litla sal grafíkfélagsins. Þær eru unnar á ámnum 1990-95, líkast til í Bandaríkjunum, og ef ég skil rétt kynnti hún hluta þeirra í Valley’s Photographic Centre 1993, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru sýndar í heild. Gera má ráð fyrir að hér sé um hluta af námsbraut Erlu að ræða, þemaverkefni eða jafnvel loka- verkefni áleiðis að einhverri gráð- unni, og eins og stendur í skrá eru myndimar hugleiðingar um sam- band manns og umhverfis. Jafn- framt að nokkrar þeirra séu settar saman af fleiri en einni negatívu með því að nota marga stækkara og fyrir þessa sýningu hafi þær verið yfirfærðar á striga. Þetta eru afar vel teknar og unnar myndir og trúlega hefur gerandinn getað gengið að full- komnum tækjabúnaði eins og stöð- ugt verður meira áberandi á ljós- myndasýningum og engan veginn skal lastað. Satt að segja lítur þó oftar en ekki út fyrir að um gamalreynda listamenn sé að ræða er ungir kveðja sér hljóðs, jafnt í ljósmynd- um sem grafískri hönnun, slíkur er máttur hátækninnar. Og afskap- lega væri nú upplífgandi ef þessi tækni nýttist einnig við þá hlið er snýr að gerð sýningarskrár og al- mennu upplýsingaflæði í hendur sýningagesta en á því vill verða misbrestur, sem er einkum baga- legur þegar um frumraun er að ræða eins og í þessu tilviki. Mikill undibúningur og vinna hefur auðsjáanlega farið í útfærslu hverrar einustu myndar á veggj- unum og borið ríkulegan ávöxt, því vart man ég eftir öðrum sýningum á staðnum sem gripið hafa mig jafnföstum tökum og þessi. Hér eru mörkuðu viðfangsefni einfald- lega gerð góð og hrifmikil skil, Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Gangan reynt fyrir sér í mörgum tækni- brögðum, mikil mýkt og dýpt í sumum myndanna og vel má greina að gerandanum hefur legið mikið á hjarta. Maður verður bara að vona að allt púðrið hafi ekki farið í þetta eina verkefni og þótt svo væri staðfestir sýningin að Erla Stefánsdóttir hefur átt mikið erindi á vettvanginn. Bragi Ásgeirsson 4xllSB Kemur meöl fjórum USB tengjum | A#i AAA 4RRwfc ÍPRIRwK • AMD 800 MHz K7 Duron örgjörvi • 128 MB8ns, 133MHz SDRAMminni • 20 GB, 7200 RPM ATA/66 WD harðdiskur • 17" Sampo Dark Tint skjár, frábær skerpa • 32 MB GeForce2 MX skjákort, AGPx4 • 56k V.90 módem, hugbúnaður fylgir • 8x hraða DVD, 40x hraöa venjulegt • Sound Blaster True 3D innbyggt hljóðkort • 60 W vondað stereo hátalarapar Þú velur stýrikerfi, Windows 98 enskt/fslenskt eða Windows Millennium Tölvulistinn • Nótatúni 17 • 105 Reykjavík • Sími 562 6730 '■ 1 — — * — — — — — — íókum ilestnr notnðar lolvnr upp i nvini- • 011 veið em staðgieiðsluveið með viiðnoukaskaltl • Visa og Furo roágreiöduf til alll uð 36 munnða SÉRVERSLUN MEÐ TÖLVUBÚNAÐ Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Selló og sembal í Fríkirkj- unni AÐRIR tónleikar tónlistarhátíðar- innar Norðurljósa verða haldnii- í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 17. Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleikari og Helga Ingólfsdóttfr semballeikari leika þijár sónötur eftfr Johann Sebastian Bach. Helga er einn helsti frumkvöðull í flutningi barokktónlistar hér á landi auk þess að vera atkvæðamikill ílytj- andi samtímatónlistar. Hún stofnaði Bachsveitina í Skálholti árið 1986 en hún er eina kammersveit landsins sem leikur barokktónlist á uppruna- leghljóðfæri. Árin 1996-9 hlaut hún starfslaun listamanna til að vinna að verkefnum í tengslum við Sumartónleika í Skál- holtskirkju og að upptökum á hljóm- diska, en nýlega komu út annars veg- ar Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach og hins vegar sex sónötur fyrir fíðlu og sembal, einnig eftir Bach, þar sem hún leikur ásamt Jaap Schröder. Sigurður Halldórsson hefur komið fram sem einleikari á ýmsum tónlist- arhátíðum víðs vegar, í kvikmyndum og leikhúsverkum og einnig með hljómsveitum. Hann gaf nýlega út hljómdiskinn Eintal/Monologue þai- sem hann leikur einleiksverk frá 20. öld, meðal annars sónötu Kodálys op. 8. Hann leikur með kammerhópunum Caput og Camerarctica og syngur einnig með sönghópnum Voces Thul- es. --------Mri--------- Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Jólaálfarnir í fjallinu eftir Kristján Óla Hjaltason. í fréttatilkynningu segir: „Jólaálf- amir í fjallinu er saga með nýjum hugmyndum og höfðar til barna sem vita að verði þau góð fyrir jólin muni jólasveinninn færa þeim glaðning í skóinn. Sagan greinir frá þeim sem aðstoða jólasveinana að útbúa gjafir til þess fjölda barna sem gæta þess vel að fara snemma í háttinn eftir að skórinn hefur verið settur út í glugga. Jólaálfarnir sem hjálpa jólasvein- unum við að búa til gjafirnar eru kná- ir þótt smáir séu. Þeir verða einnig að vera útsjónarsamir við að afla fanga en til þess fara þeir út um allan heim. í sögunni koma þeir við í Finnlandi, á Spáni og Grænlandi þar sem þeir tína til það sem þarf. Nöfnin eru ný en þau eiga að sýna í verki hveija hegðan og vana jólaálf- amir hafa tileinkað sér. Hrasi er í óhófi dettinn. Þrasi veit allt alfra álfa best. Brasi er kokkurinn. Sveppi á forlátahúfu sem er eins og sveppur og húfan hans Skinna er úr skinni með homum af hreindýri. Myndir prýða 20 síður sem teikn- aðar eru af Hafsteini Michael Guð- mundssyni. Höfundur og útgefandi er Krístján Óli Hjaltason en höfund- arlaun ogútgáfa ergefin tilstyrktar- sjóða Oddfellowreglunar á íslandi og Barnaheill en þessi félögsjá um sölu ogdreifingu á bókinni. Prentun og bókband er unnið hjá Prentsmiðjunni Odda hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.