Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 22

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ossur hf. kaupir sænsk stoðtækjafyrirtæki Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., Yvonne Meyer, Pi Medical og Jonas Bergström, Karlsson & Bergström Samningar undirritaðir Lína.Net undirritar lánssamning við NIB og Islandsbanka-FBA Morgunblaöið/Kristinn 1 Frá undirskrift lánasamningsins. ÖSSUR hf. hefur undirritað samn- ing um kaup á öllum hlutabréfum sænsku fyrirtækjanna Pi Medical og Karlsson & Bergström og greið- ir Össur hf. fyrir hlutabréf fyrir- tækjanna með 6,9 milljónum hluta í Össuri hf. á næstu þremur árum og nemur greiðslan nú 4,7 milljónum hluta. Aukning hlutaljár Össurar hf. til að mæta þessari fyrstu greiðslu hefur þegar farið fram. Undirritun kaupsamninga fór fram í Stokkhólmi og skrifaði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., undir fyrir hönd Össurar hf. en Yvonne Meyer fyrir hönd Pi Medical og Jonas Bergström fyrir hönd Karlsson & Bergström. Formlegt samstarf fyrirtækjanna hefst nú þegar undirritun kaup- samnings er lokið en sænsku fyrir- tækin verða síðan sameinuð undir nafninu Össur Nordic AB frá og með næsta ári. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða í Uppsölum í Svíþjóð. LÍNA.Net, Norræni fjárfestingar- bankinn (NIB) og Islandsbanki- FBA hafa undirritað samning um 400 milljóna króna lán til Línu.Nets. NIB veitir Línu.Neti 200 millj'óna króna lán til uppbyggingar á ljósleið- arakerfi fyrirtækisins og er lánið til fimm ára með möguleika á framleng- ingu um önnur fimm ár. NIB hefur á undanförnum árum veitt lán til nor- rænna fjarskiptafyrirtækja og Lína.Net bætist nú í þeirra hóp. FBA, fjárfestingabankahluti Is- landsbanka-FBA, lánar Línu.Neti 200 milljónir króna til sex ára. FBA hefur veitt íslenskum fyrirtækjum í fjarskiptum og upplýsingatækni víð- tæka þjónustu í fjármögnun, um- breytingu og ráðgjöf og er fjármögn- un ljósleiðaranets Línu.Nets enn eitt dæmið um aðkomu FBA að verkefn- um íyrir fjarskiptafyrirtæki á ís- landi. Lína.Net hefur byggt upp Ijós- leiðaranet sem nær nú yfir allt höf- uðborgarsvæðið og helstu þéttbýlis- kjarna Suðurlandsundirlendisins. Fyrirtækið hefur einnig komið upp örbylgjukerfum á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri, Selfossi og í Hvera- gerði. í tilkynningu um lánssamn- Samruni Den norske Bank og Storebrand ólíklegur Ósló. Morgunblaðið. SVEIN Aaser, forstjóri Den norske Bank (DnB), lýsti því yfir þegar af- koma bankans var kynnt í gær að ólík- legt væri að af samruna DnB og norska trygginga- og fjárfestingarfé- lagsins Storebrand yrði í bráð, að því er fram kemur á norska viðskipta- vefnum Imarkedet. Undanfarið hefur mildð verið rætt um hugsanlegan samruna DnB og Storebrand, sér- staklega í kjölfar þess að tilkynnt var um samruna sænsk-finnska bankans MeritaNordbanken og norska Kred- itkassen. Forsvarsmenn DnB og Storebrand hafa ekki tjáð sig með svo afgerandi hætti um hugsanlegan samruna félag- anna hingað til. í kjölfar ummæla Aas- er lækkaði gengi hlutabréfa Store- brand en gengi DnB hélst óbreytt. Afkoma Den norske Bank fyrir fyrstu níu mánuði ársins var betri en búist var við en hagnaðurinn sam- svarar um 35 milljörðum íslenskra króna, sem er 29% aukning frá sama tíma í fyrra. Norska ríkið á um 60% hlutafjár í DnB og segir Aaser að lík- legt sé að ríkið muni minnka eignar- hlut sinn á næsta ári. inginn kemur fram að lagningu ljósleiðaranetsins hefur verið flýtt en jafnframt hafi umfang þess verið aukið. Upphaflega var áætlað að leggja 125 km fyrir lok árs 2001 en lagðir verða 370 km fyrir árslok 2000. Þá rekur Lína.Net Tetra fjarskiptakerfið fyrir neyðaraðila og stærri fyrirtæki og Lína.Net hefur undirritað samstarfssamning við Er- icsson um ljósleiðaratengingu heim- ila í Reykjavík. Allt að 3,6 millj- arðar króna í út- boði Pharmaco GERT er ráð fyrir að hlutafé í Pharmaeo hf. að nafnvirði sam- tals allt að 90 milljónir króna, eða um 3,6 milljarðar króna mið- að við núverandi gengi bréfa fé- lagsins, verði selt í útboði sem félagið stefnir að fyrir lok þessa árs í kjölfar kaupa Pharmaco hf. á öllum hlutabréfum í Balkan- pharma. í tilkynningu til Verð- bréfaþings kemur fram að þar af verði nýtt hlutafé fyrir allt að 40 milljónir króna að nafnvirði, en afgangurinn yrði hlutafé sem nú er í eigu Deutsche Bank. Fram kemur að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að hluti verði seldur beint til fagfjár- festa og hluti með áskriftarfyr- irkomulagi til almennings, en endanleg ákvörðun um sölu- fyrirkomulag mun verða tekin á næstu vikum. Að teknu tilliti til væntanlegs hlutafjárútboðs er gert ráð fyrir að hluthafar Pharmaco verði Amber International með 29,62%, sem er eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors Björgólfssonar, hluthafar Pharmaco fyrir sameiningu, án Amber, 31,13%, nýir hluthafar 21,87%, stjórnendur Pharmaco 11,25%, Deutsche Bank 5,66% og Standard Bank með 0,47%. Markaðsyfirlit FBA Framleiðni vex hægt hér á landi „MIKLA undirliggjandi verð- bólgu má rekja annars vegar til hægs framleiðnivaxtar og hins vegar mikilla launahækkana," segir í nýju Markaðsyfirliti FBA. Fram kemur að árlegur vöxtur framleiðni hafí verið 1,4% að meðaltali á þessum ára- tug og að hann verði í/2% á þessu ári. „Þetta er hægur vöxt- ur,“ segir í Markaðsyfirlitinu, „sérstaklega í ljósi þess hraða framleiðnivaxtar sem er að sýna sig í opnum og tæknivæddum samfélögum þar sem markaðs- öflin fá að njóta sín. Hægur framleiðnivöxtur und- irstrikar að hér á landi skortir enn nokkuð á að starfsumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti er best verður á kosið.“ Meíri iaunahækkanir á þessu ári FBA segir að allt bendi til að laun hækki meira í ár en í fyrra og að kaupmáttur launa hafi aukist um 3,7% síðasta árið. Þetta sé meiri kaupmáttaraukn- ing en á sama tímabili í fyrra en útlit sé fyrir að úr kaupmáttar- aukningu muni draga. Þegar litið sé til þróunar krónunnar næstu misseri séu miklar launahækkanir og lítill framleiðnivöxtur áhyggjuefni. FBA telur þó að upp að vissu marki fari hægari vöxtur eftir- spurnar að skila sér í minni spennu á vinnumarkaði og að laun hér á landi fari að hækka meira í takt við það sem gerist í viðskiptalöndum Islands. Þess vegna segist FBA ekki sjá ástæðu til að breyta gengisspá sinni frá síðasta mánuði, og ger- ir ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar verði 120 í lok næsta árs. í Markaðsyfirlitinu kemur fram að gengislækkun krónunn- ar ætti að draga úr innflutningi og auka útflutning og minnka þannig viðskiptahallann. Þá seg- ir að minnkandi viðskiptahalli dragi úr útstreymi fjármagns og þar með úr þrýstingi til lækkun- ar krónunnar. íslenski hugbúnaðar sjóðurinn kaupir í TölvuMyndum Hugsanlegt tilboð Nasdaq í LSE Óslci. Morgunblaðið. ÍSLENSKI hugþúnaðarsjóðurinn hefur fest kaup á hlutafé fyrir 4.483.192 krónur að nafnverði í Tölvumyndum hf. og er það um 3,43% eignarhlutur í félaginu. ís- lenski hugbúnaðarsjóðurinn er áhættufjárfestingasjóður sem á ráð- andi hlut í leiðandi fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni á íslandi og beinast fjárfestingar sjóðsins að fyr- irtækjum á sviði upplýsingatækni með mikla útrásarmöguleika. Sjóð- urinn leggur sérstaka áherslu á miðlun þekkingar og viðskipta- tengsla á milli fyrirtækja sem sjóð- urinn á eignarhlut í auk samstarfs við innlenda og erlenda áhættufjár- festa. Tölvumyndir hf. eru leiðandi þekkingar- og hugbúnaðarfyrirtæki á íslenskum markaði. Fyrirtækið starfar á fimm kjörsviðum sem ýmist eru sjálfstæð rekstrarsvið eða dótt- urfélög. í dag starfa Tölvumyndir og dótturfyrirtæki í sex löndum og flyt- ur fyrirtækið út staðlaðar hugbúnað- arlausnir á tveimur kjörsviðum. Tölvumyndir hafa tvö síðustu ár fengið viðurkenningu sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Athugasemd í viðtali við Ásgrím Hilmarsson, útibústjóra Búnaðarbankans á Ak- ureyri, í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær kemur fram að nýtt útibú þar sé fyrsta bankaútibúið á landinu með sjálfsafgreiðslu. í at- hugasemd frá S24 kemur fram að S24 sem hóf starfsemi sína fyrir ári, stendur fyrir bankaþjónustu 24 tíma á sólarhring. S24 býður upp á bankaþjónustu bæði í gegn- um tölvu og síma og auk þess að bjóða upp á tölvu- og símaþjónustu er sölustaður Kringlunni (sjálfsaf- greiðsluútibú) þar sem viðskipta- vinir S24 geta skilað inn og sótt gögn. Engir gjaldkerar eru á staðnum en viðskiptavinirnir hafa mögu- leika á að afgreiða sig sjálfir í gegnum tvo hraðbanka og tvo snertibanka sem þar eru. ÓNEFNDUR innanbúðarmaður hjá bandarísku kauphöllinni Nasdaq segir í samtali við Wal/ Street Journal að síð- ustu þrjá mánuði hafi ráðgjafar Nas- daq skoðað ýmsa möguleika varðandi hugsanlegt tilboð Nasdaq í Kauphöll- ina í London (LSE) og að draga muni tíl tíðinda innan sex mánaða. Þetta kemur fram í Dagens Industrí. Don Cruickshank, stjómarformað- ur LSE, hefúr talað gegn samruna við Nasdaq eins og allar aðrar kauphallir, eftir að iX samruninn við Deutsche Börse var blásinn af. Það hefúr einnig fengist staðfest að Nasdaq hefur átt viðræður við aðrar evrópskar kaup- hallir, þ.á m. OM, sem rekur kauphöll- ina í Stokkhólmi og býður nú í LSE. OM þarf að berjast á fleiri vígstöðv- um þar sem stjómarformaður fyrir- tækisins, Olof Stenhammar, er nú flæktur í meint mútumál. Efnahags- brotadeild sænsku lögreglunnar hef- ur nú tekið upp rannsókn að nýju á því hvort Svíar hafi beitt mútum til að tryggja sér að sumarólympíuleikamir yrðu haldnir í Stokkhólmi árið 2004. Málinu hafði lokið síðasta vor án þess að nokkur hlyti áminningu en sænska dagblaðið Expressen hefur íjallað um það í nýju Ijósi. Stenhammar er nú gmnaður um að hafa borgað meðlim- um Alþjóða ólympíusambandsins há- ar fjárhæðir árið 1997.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.