Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 68
4)8 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir FRABÆRT, SETURÖU EKKI 5AGT ÞETTA OFURLÍTTÖ Hundalíf Ekki aldeilis! »Ms* VIN5AMLEGA5T HAFIÐ HUNDINN 'é í BANDI 0 - - Ljóska Þetta var frábært Bókaskrifari! Höfundur. Ieikrit, Magga. Bdkaskrifari! IWorgmMaíiííi BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Félagslega húsnæðis- kerfíð er hrunið Frá Magnúsi B. Jónssyni: UNDIRRITAÐUR las um síðustu helgi fjórar greinar i Morgunblaðinu um félagslegar eignaríbúðir. Fyrstu greinina skrifaði Soffía Gísladóttir sem bar heitið: Þeir eru að græða á fátæka fólkinu. Þetta var mjög þörf og góð grein. Soffía segir að Reykja- víkurborg sé að snuða sig um 3 millj- ónir með eignaupptöku á íbúð hennar ef hún selji borginni íbúð sína. Þessari staðhæíingu og fleirum mótmæla síðan í Morgunblaðinu dag- inn eftir þeir Helgi Hjörvar formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, og Amaldur H. Bjamason formaðm- Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur. Helgi Hjörvar segir að Reykjavík- urborg njóti ekki hagnaðarins vegna sölu félagslegra eignaríbúða heldur leigjendur Reykjavíkurborgar. Helga finnst sem sé allt í lagi að snuða Soffíu Gísladóttur og fara í hennar vasa og taka þaðan þrjár miHjónir til þess að greiða niður leigu hjá leigjendum Reykjavíkurborgar. Ef Reykjavíkurborg leigir ekki íbúð- ina en selur hana þess í stað þá segir Helgi að söluhagnaðurinn renni í varasjóð sem ætlað sé að greiða sölu- tap af öðmm íbúðum. Með öðmm orðum ef hagnaðar vegna kaupa Reykjavfkurborgar á íbúð Soffíu nýt- ist ekki leigjendum borgarinnar þá er hægt að selja íbúðina og setja hagn- aðinn í ákveðinn sjóð og þá gæti þessi hagnaður til dæmis nýst til þess að greiða niður tap á sölu félagslegra íbúða á Isafirði. Amaldur H. Bjamason heldur því hins vegar fram að sala á íbúð Soffíu komi ekki Reykjavíkurborg til góða. Amaldur segir að fullyrðing Soffíu um að Reykjavíkurborg sé að græða á fátæka fólkinu sé alröng, þvert á móti hafi Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur vemlegan kostnað af umsýslu þessara íbúða. Amaldur talar síðan um varasjóð viðbótarlána þangað sem söluhagn- aðurinn muni renna en ekki til Reykjavíkurborgar. Amaldur gleym- ir þó að nefna að Reykjavíkurborg er í sjálfsvald sett hvort hún selur íbúð- ina eða notar hana í eigin þágu sem leiguíbúð fyrir skjólstæðinga sína. Gamia kerfið var löngu úrelt þegar því var loksins breytt en það var mið- stýrt skömmtunarkerfi sem bjó til smákónga hér og þar. Húsnæðis- skrifstofa Reykjavíkur vill halda í hluta þessa gamla kerfis í staðinn fyr- ir að fara þá leið sem nágrannasveit- arfélögin hafa kosið. Ég hvet Helga Hjörvar og Arnald H. Bjamason að lesa vel grein í Morgunblaðinu írá sama degi og þeirra greinar birtust. Þessi grein er bréf Magnúsar Gunnarssonar bæjar- stjóra í Hafnarfirði til Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Þar telur Magnús meðal annars að kaupskylda á félagslegum eignaríbúðum sé and- stæð lögum og jafnræði og Hafnar- fjarðarbær hefur alfarið fallið írá forkaupsrétti á þessum íbúðum og beitir ekki kaupskylduákvæðum nema eigandi óski eftir því. Arnaldur H. Bjarnason segir í lok greinar sinnar að ítrekað hafi fallið hæstaréttardómar þar sem útreikn- ingsreglur og aðferðir Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur við útreikning innlausnarverðs hafa verið staðfest- ar. Amaldur minnist ekki á þau mál þar sem héraðsdómur hefur dæmt Húsnæðisnefnd Reykjavíkur í millj: óna bætur vegna rangs útreiknings. í þeim málum hefur Húsnæðisnefnd að minnsta kosti í einu tilfelli áfrýjað til Hæstaréttar en síðan ekki mætt þeg- ar taka átti málið fyrir heldur greitt viðkomandi aðila nærri þrjár milljón- ir í bætur vegna rangs útreiknings. Einnig hefur Húsnæðisnefnd stund- að það að draga ímyndaðar eftir- stöðvar greidds láns frá kaupverði og þannig getað lækkað innlausnarverð félagslegra eignaríbúða um milljónir. Þess ber einnig að geta að margar fjölskyldur hafa sig hvergi getað hreyft þar sem endursöluverð íbúða hefur oft verið langt undir markaðs- virði og þannig hefur Húsnæðisskrif- stofa Reykjavíkur eða fyrirrennarar hennar haft eigendur félagslegra eignaríbúða í gíslingu. Ég skil því ekki hversvegna Reykjavíkurborg vill vera að burðast með leifar af löngu úreltu kerfi nema að Reykjavíkurlistinn vilji græða á eigendum félagslegi'a eignaríbúða. Því vil ég hvetja Reykjavíkurlist- ann sem telur sig málsvara þeirra sem órétti eru beittir í þjóðfélaginu að fara gaumgæfilega ofan í þessi mál og leiðrétta þetta misrétti sem við- gengist hefur áratugujn saman við innlausn á félagslegum eignaríbúð- um. MAGNÚS B. JÓNSSON, Reyðarkvísl 7, Reykjavík. Tangi í Arnarnesvogi Frá Birgi Karlssyni: BJÖRN Ólafs, arkitekt í París, hef- ur komið með hugmynd um að reisa bryggjuhverfi út í Arnamesvoginn, þar sem byggður verður langur tangi út í voginn. Undirritaður býr ekki við voginn en lítur á hann sem hreina náttúruperlu. Bæjarfélaginu ber að varðveita Arnarnesvog ekki síður en Heiðmörk, en Heiðmörk er að stórum hluta í Garðabæ. í Fasteignablaði Morgunblaðsins 17. október 2000 kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu verða til ráð- stöfunar nægar byggingalóðir fyrir 26.000 íbúðir næstu 18 árin og 7.000 íbúðir til viðbótar til 2024. í ljósi þessa verður ekki séð að þörf sé á tanga út í Arnarnesvog. Bjöm Ól- afs vill að fleiri en „útvaldir" íbúar Amarness njóti vogsins. Mér er spurn, hvaða útvaldir geta keypt íbúðir á uppfylltu landi í Arnar- nesvogi? Hverjir hagnast á slíkum náttúmspjöllum? í þessu tilfelli er það ekki Garðabær. Ég hvet bæjar- stjórn Garðabæjar til að ýta þessari hugmynd Björns Ólafs út af borð- inu og varðveita þá náttúm sem við enn eigum óspillta í bæjarfélagi okkar. BIRGIR KARLSSON, Reynilundi 11, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.