Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fimm á fyllerfi
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ
Höfundur: Migh Leigh. íslensk þýð-
ing: Kristján Þórður Hrafnsson.
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason.
Leikarar: Harpa Arnardóttir,
Hjalti Rögnvaldsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Darri
Ólafsson og Sóley Elíasdóttir. Leik-
mynd og búningar: Jórunn Ragnar-
sdóttir. Leikgervi: Sigríður Rósa
Bjarnadóttir. Lýsing: Kári Gísla-
son. Leikhljóð: Ólafur Örn Thor-
oddsen.
Litla sviðið, fimmtudagur
2. nóvember
MIKE LEIGH er kannski þekkt-
astur hér á landi fyrir kvikmyndina
Secrets and Lies, sem unnið hefur til
fjölda viðurkenninga og verðlauna
og notið mikillar hylli áhorfenda. Þá
hefur hann gert fleiri athyglisverðar
kvikmyndir og einnig hefur hann
kvikmyndað fyrir sjónvarp það verk
sem hér er um rætt og frumsýnt var
á litla sviði Borgarleikhússins í
gærkvöldi.
Abigail heldur partí sýnir okkur
tvenn hjón og eina fráskilda konu
sem eyða einni kvöldstund saman á
meðan Abigail, dóttir fráskildu kon-
unnar í hópnum, Susan (Harpa Arn-
ardóttir) heldur partí í húsi hinum
megin við götuna. Leikurinn gerist á
heimili hjónanna Beverly (Margrét
Helga Jóhannsdóttir) og Laurence
(Hjalti Rögnvaldsson) og er stofu-
drama sem segja má að sé að nokkru
leyti skylt öðru verki sem nýlega var
frumsýnt í Iðnó, Sýnd veiði eftir
Michele Lowe. I báðum verkum eru
leidd saman hjón (og hér ein kona á
lausu) sem hittast í heimahúsi og
eyða einu kvöldi saman. En saman-
burðurinn á þessum tveimur verkum
nær ekki miklu lengra, þau eru ólík
að inntaki og áherslum, auk þess
sem Abigail heldur partí gerist í
Bretlandi en Sýnd veiði í Ameríku -
og þessi tvö þjóðfélög eru afar ólík.
Mike Leigh er þekktur fyrir
spunaaðferðina sem hann notar bæði
í kvikmyndum og leikritum. Gerð er
ágætis grein fyrir þessari aðferð
hans í leikskrá og þar
segir höfundur meðal
annars að verkið sé
heldur rýrt að gæðum á
pappír: „það sem fær
það til að virka, er und-
irliggjandi spenna og
flækjur sem sprottið
hafa upp á löngum æf-
ingatíma." Undirrituð
getur skrifað undir að
texti verksins er hvorki
innihaldsríkur né mikill
að gæðum, það sem
ræður úrslitum er túlk-
un leikaranna á persón-
um leiksins. Og framm-
istaða leikaranna í
sýningu Leikfélags
Reykjavíkur var í stuttu
máli sagt frábær.
Hilmir Snær Guðnason, sem leik-
stýrir uppsetningunni, velur að
leggja áherslu á farsakennda hlið
þeirra kringumstæðna sem verkið
lýsir; allar persónumar eru dregnar
skýrum og ýkjukenndum dráttum
og sýningin gengur upp sem kóm-
edía með grátbroslegum dráttum.
Góður stígandi er í sýningunni og
þrátt fyrir snauðan texta og hin
neyðarlegu mannlegu samskipti sem
fram fara á sviðinu er hér um að
ræða góða skemmtun og spreng-
hlægilega á köflum.
Margrét Helga er stórkostleg sem
húsfreyjan á staðnum, ráðrík, gest-
risin og glaðvær, umfram um að láta
öllum líða vel hjá sér - svona framan
af að minnsta kosti. Margrét Helga
var glæsileg barmmikil ljóska, sem
daðraði af óskammfeilinni list við
Tony (Ólafur Darri Ólafsson), eina
karlkyns gestinn. Samleikur hennar
og Hjalta Rögnvaldssonar var frá-
bær á köflum, undirkraumandi
óánægja og ófulinægja hjónabands-
ins leystist úr læðingi þegar leið á
kvöldið og í fullu samræmi við það
magn vínanda sem hjónin innbyrtu.
Hjalti skilaði hinum ofurstressaða
og misskiida eiginmanni á mjög trú-
verðugan hátt. Vesalings maðurinn
hefur ekki roð við ráðríkri eiginkon-
unni og draumar hans um annað og
innihaldsríkara líf eru tragíkómískir.
Ólafur Darri og Sóley Elíasdóttir,
í hlutverki eiginkonu hans, Angelu,
áttu frábæra takta og góðan sam-
leik. Ólafur Darri var í
hlutverki þöguls og
þunglamalegs rums sem
reynist viðkvæmur inn
við beinið þegar á reyn-
ir. Ólafur Darri þarf
ekki að leggja mikið á
sig til þess að fá áhorf-
endur til að veina að
hlátri; lfkamsbeitingin
og svipbrigðin nægja yf-
irleitt. Sóley túlkaði
hina léttlyndu og ein-
földu Angelu á kraft-
mikinn hátt, hún var af-
ar sannfærandi í
góðviljuðu málæði sínu
og fór hvergi yfír strikið
þótt leikur hennar væri
ýktur til hins ýtrasta.
En kannski var það Hai’pa Arnar-
dóttir, í hlutverki Susan, fráskildu
nágrannakonunnar, sem uppskar
mestan hláturinn. Susan er feimin
og tilbaka og líður greinilega ekki
vel í samkvæminu. Hún verður
blindfull á mettíma, enda neyðir hús-
freyjan ofaní hana hvem drykkinn á
fætur öðrum, skjögrar um sviðið, æl-
ir, og áenga sæluvist í samkvæminu
þegar líða fer á kvöldið. Harpa skil-
aði hlutverkinu í alla staði frábær-
lega.
Umgjörð sýningarinnar er í alla
staði vel unnin. Leikmynd Jórunnar
Ragnarsdóttur er skemmtileg og
hæfilega raunsæisleg án þess að inn
í hana sé hlaðið húsgögnum og mun-
um. Jórunn nýtir möguleika litla
sviðsins vel og skapar góða fjöl-
breytni í litlu rými. Búningar hennar
eru að sama skapi vel heppnaðir og
hæfa vel persónunum en þátt í sköp-
un leikgerva á Sigríður Rósa
Bjarnadóttir. Tónlist og leikhljóð
spila stórt hlutverk í sýningunni og
hljóðmyndin er vel unnin hjá Ólafi
Erni Thoroddsen. Lýsing Kára
Gíslasonar var einföld en markviss.
í heild er hér um að ræða sann-
færandi mynd af fylleríi í heimahúsi
sem flestir ættu að kannast við.
Verkið er kannski ekki djúpþenkj-
andi, en þó er í því alvarlegur undir-
tónn sem ekki ætti að fara framhjá
neinum. En fyrst og síðast er hér um
fína skemmtun að ræða.
Soffía Auður Birgisdóttir
Hilmir Snær
Guðnason
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar
Fyrsti fiokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn laugardaginn
4. nóvember ó Hótel Loftleiðum og hefst kl. 13.30.
Dagskrá fundarins:
1. Stofnun kjördæmaráða staðfest.
2. Störf og stefna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.
3. Almennar umræður.
4. Ríkisvald og sveitarfélög. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar.
5. Umræður og fyrirspurnir.
ó. Kaffihlé.
7. Bókmenntastund. Sigurður Pálsson les úr nýrri bók sinni Blár þríhyrningur.
Oddný Sturiudóttir, Silja Hauksdóttir og Birna Anna Björnsdóttir lesa úr bók sinni Dís.
8. Menntun á nýrri öld. Katrín Júlíusdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.
9. Umræða og fyrirspurnir.
10. Önnur mál.
Flokksstjórnarfundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki.
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
www.samfylking.is
Össur
Skarphéðinsson
Margét
Frímannsdóttir
Samfylkingin
Meinbugir
á mannlegri
viðleitni
TOJVLIST
Húskólabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Kurt Weill.
Einsöngvari og hljómsveitarsljóri
var H.K. Gruber.
Fimmtudag kl. 19.30.
ÓGLEYMANLEGUR er flutn-
ingur Sinfóníuhljómsveitar Islands
í september í fyrra á Dauðasynd-
unum sjö eftir Kurt Weill við texta
Bertolds Brechts. Þá stóð Ann
Manson við stjórnvölinn og galdr-
aði fram mikil og sterk hughrif í
þessu magnaða heimsósómaverki.
Það var Weill léttleikans sem var
tónskáld fyrri hluta sinfóníutón-
leikanna í gærkvöldi. Flutt voru
lög úr söngleikjum hans og Litla
túskildingstónlistin; svíta sem
byggð er á tónlist hans úr Túskild-
ingsóperunni án þess að vera hefð-
bundin óperusvíta. Með minning-
una um frábæran Weill hjá
hljómsveitinni í fyrra var upphaf
þessara tónleika talsverð von-
brigði. Blásarasveitin átti í miklum
erfiðleikum með að fylgja taktslagi
hljómsveitarstjórans, H.K. Grubers
og lögin voru hvert af öðru við það
að hrynja í sundur í rytma. Ekki
verður það þó allt skrifað á hljóm-
sveitina þótt vissulega hljóti hún að
hafa getað lagt sig betur fram því
hljómsveitarstjórinn, sem jafn-
framt söng með hljómsveitinni, var
hreint engin fyrirmynd hljómsveit-
arstjóra. Vandamálið var bæði lítil-
fjörlegt slag hljómsveitarstjórans
og ekki bætti úr skák að um leið og
hann var að stjórna var hann að
syngja. Hljómsveitarstjóri þarf
jafnan að vera örlitlu broti úr slagi
á undan hljómsveitinni því hann
leiðir hana og stýrir. En meðan
Gruber söng sló hann taktinn i
þeim takti sem hann söng. Hvort
hljómsveitin var á eftir honum eða
hann á undan hljómsveitinni skipt-
ir ekki máli; - þetta var frekar
slappt. Það var líka óttalega klént
að hljómsveitarstjóri og söngvari
sem gefur sig út fyrir að þekkja
þessi verk inn og út og hefur
margoft flutt þau og hljóðritað til
útgáfu, skuli ekki kunna lög eins
og Makka hníf og Vísurnar um
meinbugina á mannlegri viðleitni
utan að. Það var fremur aumt að
sjá hann með nefið niðri í nótunum
meðan hann var bæði að syngja og
stjórna hljómsveitinni. Það var
ekki auðvelt að finna sannfæringu í
þeirri túlkun. Kynningar hljóm-
sveitarstjórans milli verka voru þó
áhugaverðar en allt of ítarlegar og
langdregnar, sérstaklega eftir því
sem á tónleikana leið. Þessar upp-
lýsingar áttu heima í prógrammi
en ekki á sviði. Þar á tónlistin að
vera aðalatriðið. Lítil túskildings-
tónlist frá 1929 var auðheyrilega
sem gamall vinur hljómsveitarinn-
ar. Þetta er sjálfsagt þekktasta
hljómsveitarverk Weills og ákaf-
lega fallegt. Loksins náði hljóm-
sveitin sér á strik og hljómsveitar-
stjórinn gat einbeitt sér að því að
stjórna. Þarna var margt ákaflega
fallega gert og margir blásaranna
áttu stórleik. Þar má nefna þokka-
fullt básúnusóló Odds Björnssonar
í laginu um Makka hníf, fallega
sólókafla hjá Sigurði I. Snorrasyni
(klarinettu), Snorra Erni Snorra-
syni (gítar), Martial Nardeau
(flautu) og Sigurði Flosasyni (saxó-
fón). Sigurður átti reyndar ótal fal-
leg sóló í verkinu og í næsta þætti,
Tangóballöðu, lék laglínan hreint
unaðslega í höndum hans meðan
mútaðir trompetarnir tóku undir af
erótískum þokka. Það vantað ekk-
ert nema lyktina af vindlareyk og
viskýi. Tveir síðustu þættirnir voru
sérstaklega glæsilega spilaðir og
þar áttu málmblásararnir hlut að
máli með glimrandi niðurlagi
beggja þátta. Eftir hlé var komið
að Sinfóníu nr. 2 sem Weill lauk við
árið 1934. Hér kveður við allt ann-
an tón enda verkið sinfónísk tón-
smíð en ekki leikhúsverk. Sinfón-
ían hefur ekki til að bera þau
frumlegu element sem finna má í
leikhústónlist Weills. Fyrsti þátt-
urinn dregur sterkan dám af sin-
fóníum Beethovens og þar eru
nokkur síendurtekin hrynmótív
komin hreinræktuð úr fyrsta þætti
fimmtu sinfóníu Beethovens og úr
öðrum og fjórða þætti þeirrar
níundu, bæði hjá pákum og
strengjum. Engu að síður er verkið
áheyrilegt og áhugavert, ekki síst í
ljósi þess hve ólíkt það er því sem
reitt var fram fyrir hlé. Miðþáttur-
inn var mjög fallega leikinn og fal-
lega uppbyggt ris í honum af hendi
hljómsveitarstjórans. Þriðji þáttur-
inn, sem var mjög hraður, galt
þeirra vandræða að ekki tókst að
halda jöfnum rytma og allt var við
það að detta í sundur í hröðustu
köflunum. Þar hefði bæði þurft
betur vakandi hljómsveit og snarp-
ari hljómsveitarstjóra.
Það voru vandræði á tónleikun-
um í gærkvöldi að tónleikagestir
vii-tust ekki hafa hugmynd um að
tónleikarnir byrjuðu klukkan hálf-
átta en ekki átta. Fyrsta hálftíma
tónleikanna voru gestir aþ streyma
inn í salinn í tugatali á eftir hverju
lagi. Þessa breytingu hefði þurft að
kynna miklu betur. Hefði ekki ver-
ið enn betra að færa tónleikana til
kl. 19.00 eins og tónleikar eru víða
erlendis?
Bergþóra Jónsdóttir
Rolf Hadrich látinn
ÞÝSKI leikstjórinn
Rolf Hádrich er látinn,
69 ára að aldri. Hádrich
var íslendingum að
góðu kunnur fyrir leik-
stjórn sína og handrit
að tveimur sjónvarps-
kvikmyndum eftir sög-
um Halldórs Laxness,
Brekkukotsannál(1972)
og Paradísarheimt
(1980). Myndirnar voru
báðar teknar hér á landi
að miklu leyti og með ís-
lenskum leikurum og
voru talsettar bæði á ís-
Rolf Hadrich
besta sjónvarpsmynd
ársins 1973 og var jafn-
framt fyrsta sjónvarps-
myndin sem Austur-
Þjóðverjar keyptu af
Vestur-Þjóðverjum.
Hádrieh leikstýrði einn-
ig uppfærslu í Þjóðleik-
húsinu haustið 1976 á
leikritinu Vojtsek eftir
Georg Buchner.
Hádrich starfaði
lengst af fyrir þýsku
sjónvarpsstöðina Nord-
deutsche Rundfunk og
leikstýrði fjölda sjón-
lensku og þýsku. Brekkukotsannáll varpsmynda og kvikmynda á ferli
hlaut verðlaun í Þýskalandi sem sínum.