Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 54
,54 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600
blaðberar á höfuðborgarsvæðinu.
ftergpmMaMp
Blaðbera
vantar
Þrastarlund.
• I Kópavog á
Marbakkabraut
og Kársnesbraut
• I Hafnarfjorö a
Reykjavíkurveg
og nágrenni.
Upplýsingar
fást í síma
569 1122
GARÐABÆR
www.gardabaer.is
Tónlistarskóli Garðabæjar
Aðstoðarskólastjóri.
Garðabær auglýsir lausa til umsóknar
stöðu aðstoðarskólastjóra
Tónlistarskóla Garðabæjar.
Tónlistarskóli Garðabæjar er í nýju og
j glæsilegu húsnæði sem sérstaklega er hannað
j fyrir starfsemi skólans. Við skólann starfa 32
kennarar í 21 stöðugiidi og þar stunda nú
370 nemendur nám.
j Hlutverk aðstoðarskólastjóra er að vera skólastjóra
til aðstoðar um innra starf ásamt því að vera
j staðgengill hans. Hann þarf að geta verið virkur
í stefnumótun, hafa frumkvæði og eiga auðvelt
j með samskipti. Mikilvægt er að aðstoðarskólastjóri
j geti unnið sjálfstætt og skipulega og hafi þekkingu
eða reynslu af stjórnun og fjármálaumsýslu.
Aðstoðarskólastjóra er ætlað að vinna að
j áætlanagerð og hafa með hendi kostnaðareftirlit.
Umsækjandi þarf að hafa lokapróf
| (kennarapróf/einleikarapróf) frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík eða sambærilega menntun.
j Launakjör em samkvæmt samningi Launanefndar
| sveitarfélaga, Félags tónlistarskólakennara og
Félags íslenskra hljómlistarmanna.
j Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2000.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið
frá 1. janúar 2001.
Umsóknum skal skila til Agnesar Löve,
j skólastjóra, sem veitir nánari upplýsingar um
stöðuna í síma 540 8500.
Forstöðumaður
fræðslu- og rnenningarsviðs.
Fræðslu- og menningarsvið
Sjúkrahúsið og
Heilsugæslustöðin á Akranesi
Heilsugæslulæknir
Heilsugæslustöðin á Akranesi auglýsir eftir
heilsugæslulækni. Um er að ræða fullt starf
og æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið
störf um áramót.
Nánari upplýsingar gefa Reynir Þorsteinsson,
yfirlæknir, og Sigurður Ólafsson, framkvæmda-
stjóri, í síma 430 6000.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
KVENNADEILD
REYKJAVÍKURDEILDAR
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Jólabasar
kvennadeildar Rauða krossins verður haldinn
í húsi Rauða kross íslands, Efstaleiti 9, sunnu-
daginn 5. nóvember kl. 14.00 — 17.00.
Á boðstólum verða fallegir handunnir munir
er tengjast jólunum og heimabakaðar góm-
sætar kökur. Kaffisala.
Verið velkomin.
Nefndin.
Staða
ríkisútvarpsins
Samfylkingin Qg framt|'ð
Laugardagskaffi Samfylkingarinnar í Reykjavík
verður á Hótel Loftleiðum 4. nóvember
kl. 11.00. Mörður Árnason hefur framsögu
um stöðu Ríkisútvarpsins.
Fundarstjóri: Hólmfríður Garðarsdóttir.
Stjórnin.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppbod munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Birkigrund 20, Selfossi, þingl. eig. Ögmundur Kristjánsson, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Selfossi, þriðjudaginn 7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Breiðamörk 17, Hveragerði, þingl. eig. Páll Þórðarson, gerðarbeiðandi Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Eyrarbraut 29, Stokkseyri, ehl. 020101, 398,6 m2, þingl. eig. Höfðaberg ehf.,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf., Self., Endurskoðun/reikningsskil
ehf. og Landsbanki íslands hf., höfuðst., þriðjudaginn 7. nóvember 2000
kl. 10.00.
Gagnheiði 20, Selfossi, þingl. eig. Prentsel ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofn-
un, Fjárfestingabanki atvinnulífsins hf., sýslumaðurinn á Selfossi og Vátrygg-
ingafélag íslands hf., þriðjudaginn 7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Jörðin Brautartunga, (Syðsti Kokkur) -spildur, Stokkseyri, ehl. gþ., þingl. eig.
Sævar Jóelsson og Hörður Jóelsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Price-
waterhouseCoopers ehf., Vátryggingafélag íslands hf. og Þór hf., þriðjudaginn
7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Jörðin Minni-Borg, Grímsness- og Grafningshreppi, að undant. spildum, þingl.
eig. Hólmar Bragi Pálsson, gerðarbeiðendur Kaupfélag Árnesinga, sýslumaður-
inn á Selfossi og Vélsmiðja KÁ hf., þriðjudaginn 7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Lóð nr. 64 úr landi Hests, Grímsness- og Grafningshreppi, þingl. eig. Bjarni
Halldórsson, gerðarbeiðandi Samvinnusjóður íslands hf., þriðjudaginn
7. nóvember 2000 kl. 10.00.
Sumarbústaður með eignarlóð úr Öndverðanesi, Grímsness- og Grafnings-
hreppi, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen, gerðarbeiðendur Grímsness- og Grafn-
ingshreppur, Nota Bene hf., og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 7. nóvember
2000 kl. 10.00.
Sýslumadurinn á Selfossi,
1. nóvember 2000.
ÝMISLEGT
Laxveiðar árið 2001
Kynning
í sumar fór hópur af íslenskum laxveiöimönn-
um til Varzina á Kolaskaga og ferðin gekk fram
úr öllum vonum. Veiði og aðstaða var mjög
góð. Nú er fyrirhugað að fara aftur á næsta ári
í þessa veiðiparadís og hefur okkur verið lofað
góðum tíma í lok júní. Það verður haldin kynn-
ing á þessari ferð laugardaginn 4. nóvember
kl. 16 í húsi Þróttar í Laugardal. Af þessu tilefni
kemur Timo Airisto, en hann er einn af stjórn-
endum Varzina River Company, og mun hann
sýna myndirfrá liðnu sumri.
Upplýsingar í símum 562 4694 og 865 0520.
A R
i
TILKYINHMINGAR
Málþing um reiðvegi
haldið að Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn
7. nóvember 2000.
Dagskrá:
10:30 Setning — samgönguráðherra Sturla Böðvarsson.
10:40 Réttur reiðgötunnar — fulltrúi umhverfisráðuneytis.
11:00 Fulltrúi hestamanna — Gunnar Rögnvaldsson.
11:15 Fulltrúi landeigenda — Jóhann Már Jóhannsson.
11:30 Umræður.
12:00 Fládegisverður.
13:00 Vegagerð ríkisins — Gunnar H. Guðmundsson.
13:20 Náttúruvernd ríkisins — Árni Bragason.
13:40 Landssamband hestamannafélaga — Sigríður Sigþórsdóttir.
14:00 Umræður.
14:15 Hlé.
14:30 Pallborðsumræður.
Þátttakendur í pallborðsumræðunum verða fulltrúar frá eftirtöldum
aðilum: Umhverfisráðuneyti, Náttúruvernd ríkisins, Landssambandi
hestamannafélaga og Landgræðslunni. Einnig munu Jóhann Már
Jóhannsson og Einar Bollason, sem fulltrúar landeigenda og
ferðaþjónustunnar, sitja fyrir svörum. Ráðstefnugestum gefst tæki-
færi til að setja fram spurningar.
15:20 Málþingi lýkur.
15:30 Kaffi.
Þátttökugjald er kr. 1.000 en innifalið í því er
hádegisverður og miðdagskaffi. Málþingið er
öllum opið. Tilkynningar um þátttöku á þinginu
berist Hestamiðstöð íslands í síma 455 6072,
eða á ii@horses.is.
Athygli er vakin á því, að íslandsflug flýgur frá
Reykjavíktil Sauðárkróks kl. 8:30 og frá Sauðár-
króki kl. 18:20. Rúta mun aka til og frá flugvell-
inum.
HESTAMIÐSTÖÐ í S L A N D S
Skagfirðíugabraut 17*21 Sveitarfélagið Skugaíjörður 550 Sauðárkrókxtr
Sírai: 455 5070 Faxx 455 6001 Nntfang: h«smm#borse«.3S Hehnasíðöx www.horsns.is
"^Skipulags
slofnun
Hafnargerð í innri Gleðivík,
Djúpavogshreppi
Um mat á umhverfisáhrifum —
niðurstöður athugunar og úrskurður
Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á byggingu hafnar í innri Gleðivík,
Djúpavogshreppi, eins og henni er lýst í mats-
skýrslu framkvæmdaraðila.
Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is.
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til
1. desember 2000.
Skipulagsstofnun.
Frá Guðspeki-
félaginu
l.ngói!sstræti 22
Askríftarsími
Sanglera er
896-2070
í kvöld kl. 21 heldur Róbert H.
Haraldsson erindi um Nietzsche
í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Kristbjargar
Elínar Kristmundsdóttur, sem
fjallar um íslenska blómadropa.
Bókasafnið verður opið kl. 14-
15.30 til útláns fyrir félaga.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Hugræktarnámskeið Guðspeki-
félagsins verður framhaldið
fimmtudaginn 9. nóvember kl.
20.30 í umsjá Jóns L. Arnalds:
„Hugur er heimur III".
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið hvetur til sam-
anburðar trúarbragða, heim-
speki og náttúruvísinda.
Félagar njóta algers skoðana-
frelsis.
I.O.O.F. 1 = 1821138V2 = F.R.
Miðlun — spámiðlun
Lífssporin úr fortíð í nútíð og
framtíð.
Tímapantanir og upplýsingar
veittar í simum 692 0882 og
561 6282, Geirlaug.