Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 28

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eiturlyfja neysla á þýska þinginu? SAKSÓKNARAR rannsaka nú hugsanlega eiturlyfjaneyslu þýskra þingmanna eftir að leif- ar af kókaíni fundust á 22 af 28 salernum þinghússins í Berlín. Wolfgang Thierse, forseti þingsins, óskaði eftir rann- sókninni eftir að sjónvarps- stöðin SAT-1 skýrði frá því hún hefði látið rannsaka efni, sem fundust á salernunum, og í ljós hefði komið að um kókaín væri að ræða. ir til grafar TÓLF sjóliðar, sem fórust þeg- ar rússneski kafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi í ágúst, voru bornir til grafar í Sankti Pétursborg í gær. Við útförina var lesið bréf frá ein- um sjóliðanna, Dmítrí Kolesni- kov, er lifði af sprengingu sem varð til þess að kafbáturinn sökk. Komið hefur í ljós að spreng- ingin olli meiri skemmdum á stafni bátsins en talið hafði verið. Dregur það mjög úr lík- unum á því að hægt verði að ná upp fleiri líkum úr kafbátnum. Sjóliðar úr Kúrsk born- Fyrstu íbúarnir komnir í alþjóðlegu geimstöðina KoroUov. AP, AFP. Geimfarinn Sergej Krikalev hvflir sig meðan félagar hans, Júrí Gidzenko og Bill Shepherd, ræða við yfirmenn rússnesku stjórnstöðvarinnar í Koroljov eftir að þeir fóru inn í Alþjóðlegu geimstöðina í gær. ÞRÍR geimfarar, Bandaríkjamaður og tveir Rússar, fóru í gær inn í Alþjóð- legu geimstöðina, sem er í 384 km hæð yfir jörðu, og urðu þar með fyrstu geimfaramir sem koma þangað til langdvalar. Bandaríkjamaðurinn Bill Shepherd, sem fer fyrir geimfórunum, og Rúss- amir Júrí Gidzenko og Sergej Kríkal- ev fóm inn í geimstöðina einni og hálfri klukkustund eftir að Sojuz-geimflaug þeirra tengdist henni laust íyrir klukk- an hálftíu í gærmorgun að íslenskum tíma. Fyrsta verkefni þeirra var að kveikja l,jósin og koma öllum nauðsyn- legum kerfúm í gang. Shepherd sagði í símasamtali við Daniel Golden, yfir- mann NASA bandarísku geimferðast- ofnunarinnar, að allt hefði gengið vel en kvaðst hafa eina ósk. „Fyrstu leið- angursmennimir í geimstöðinni óska eftir heimild til að nota heitið Alfa í fjarskiptum,“ sagði hann og steytti Imefann glettnislega. Félagar hans brostu og tóku undir þetta. Goldin virtist hissa á beiðninni en samþykkti hana til bráðabirgða. „Núna getið þið sofið áhyggjulausir að næturlagi," sagði hann. Geimfaramir höfðu lengi beitt sér fyrir því að geimstöðin yrði nefnd Alfa, en NASA hafnaði því og ákvað að kafla hana Alþjóðlegu geimstöðina. Júrí Semjonov, forstjóri rússneska ríkisfyrirtækisins RKK Energíja, sem smíðaði rússnesku einingamar í geim- stöðina, kvaðst vera andvígur því að geimstöðin yrði nefnd Alfa, sem er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og merkir „sá fyrsti". Semjonov sagði að rússneska geimstöðin Mír hefði verið sú fyrsta í röðinni og lagði til að al- þjóðlega geimstöðin yrði nefnd Beta, sem er annar stafurinn í gríska staf- rófinu, eða Mír 2. Þessi deila dró þó ekki úr fógnuðin- um meðal um 500 manna sem söfnuð- ust saman í rússnesku stjómstöðinni til að fylgjast með atburðinum. Mikil fagnaðarlæti bmtust þar út þegar geimflaugin tengdist geimstöðinni í 384 km hæð yfir Kasakstan þar sem Sojuz-flauginni var skotið á loft frá Baikonur-geimferðamiðstöðinni á þriðjudag. „Þetta er sögulegur og ótrú- legur dagur,“ sagði Vladímír Solovjov, yfirmaður rússnesku stjómstöðvarinn- ar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ríki taka höndum saman og leggja þekkingu sína í púkk til að búa til alþjóðlega geimstöð." „Þetta er stórkostlegur viðburður,“ sagði bandaríski geimfarinn Frank Culbertson, sem á að stjóma leiðangri í geimstöðina á næsta ári. „Eg trúi því ekki enn að okkur skuli hafa tekist það sem við höfúm unnið að í öll þessi ár. Ég tel að það taki fólk nokkum tíma að átta sig mikilvægi þessa atburðar," sagði hann. Alþjóðlega geimstöðin er samstarfs- verkefiii sextán ríkja, en auk Banda- ríkjanna og Rússlands er um að ræða aðildarríki Evrópsku geimferðastofn- unarinnar, Kanada, Brasifíu og Japan. Gert er ráð fyrir að geimfaramir þrír dvelji í geimstöðinni í fjóra mánuði og geri þar ýmsar læknisfræðilegar, líf- fræðilegar og tæknilegar tilraunir. Fótverndardagurinn 4. nóvember 2000 FÉLAG ÍSLENSKRA FÓTAAÐGERÐAFRÆÐINGA Komið í Kringluna laugardaginn 4. nóvember næstkomandi milli kl. 10 og 18 og hittið fótaaðgerðafræð- inga og fræðist um hvað þeir geta gert til að bæta heilbrigði fótanna og koma í veg fyrir fótamein. Orsakir flugslyssins á Taívan óljósar V élarbilun olli slysinu í Angóla Luanda, Tapei. AP, AFP. EKKERT hefur frekar skýrst um orsakir flugslyssins í Tapei á mánu- dag. Þá fórst flugvél Singapore Air- lines, af gerðinni Boeng 747-400. 81 af 179 manns um borð létu lífið. Fleiri spurningar vöknuðu við fyrstu rannsóknir en svör, að sögn starfsmanna flugöryggisráðs Taívan sem fer með rannsókn málsins. Engar vísbendingar fundust að sögn þeirra um að flugvélm hefði farið yfir grasið sem skilur að flug- brautimar tvær, 05R og 05L sem liggja samsíða. Jung-Kai, yfirmaður ráðsins, neitaði hins vegar að svara spurningum blaðamanna um hvort rannsóknimar hefðu leitt í Ijós að vélin hefði tekið á loft frá vitlausri flugbraut, þeirri sem lokuð var vegna viðgerða, 05R. Sú getgáta hefur verið sett fram, m.a. studd með myndum sjónvarps af skemmdum gröfum á lokuðu brautinni, auk þess sem tveir flug- menn flugfélagsins China Airlines, sem biðu brottfarar og horfðu á flugslysið, sögðu við fjölmiðla að þeir hefðu horft á flugvélina nota lokuðu flugbrautina. Jung-Kai neit- aði að segja nokkuð um þessi um- mæli og talsmaður kínverska flugfé- lagsins benti á að það væri ekki víst að þeir hefðu séð rétt. Mestur hluti flaksins fannst á lokuðu flugbrautinni, 05R. Því hefur einnig verið haldið fram að sterkar vindhviður hvirfilbylsins sem var í aðsigi á mánudagskvöldið, hafi vald- ið því að flugvélina hafi borið á ranga braut, en þá hefðu átt að sjást merki þess, sem er ekki raun- in. „Ég er eingöngu að segja ykkur frástaðreyndum. Allar greiningar munu hefjast á morgun [í dag] þeg- ar hópar sérfræðinga frá Singapore, Bandaríkjunum og Ástralíu bætast í hóp okkar,“ sagði Jung-Kai. Flug- véhn sem fórst var í eigu Singapore Airlines. Talsmenn þess hafa alger- lega hafnað því að flugvélin hafi flogið frá vitlausri flugbraut og segja flugmanninn Foong Chee Kong þekkja vel til flugvallarins. Ættingjar þeirra sem fórust með vélinni hafa ásakað stjórn flugvall- arins og flugmennina fyrir að hafa tekið á loft í allt of vondu veðri til flugs. Flugmálayfirvöld hafa hins vegar bent á að það hafi verið flug- fært samkvæmt alþjóðlegum stöðl- um. Engin leið að bera kennsl á líkin í Angóla Antonov 26 vélin, sem fórst á þriðjudag í Angóla, varð að öllum líkindum fyrir vélarbilun. Kom þetta fram í máli hershöfðingjans Joao Soker í gær. Staðfest hefur verið að allir um borð létust, en tal- ið er að það hafi verið 48 manns. Að sögn embættismanns í Lunda-Sul héraðinu fann herinn flakið, „sem var í ótal hlutum og verður ekki hægt að endurheimta lík farþeg- anna.“ Soker hershöfðingi sagði einnig að engin leið yrði að bera kennsl á líkin og gat ekki staðfest hverrar þjóðar farþegamir voru. Áhöfnin var að sögn Interfnx-írétt- astofunnar rússnesku talin vera frá Ukraínu. Lunda-Sul héraðið er í NA-hluta Angóla, en slysið átti sér stað 45 km austur af Saurimo, höfuðstað héraðsins. Það er áttunda flugslysið sem hefur átt sér stað sl. fimm ár í NA-Angóla. Þar eru helstu dem- antanámur Angóla, og bítast her landsins og uppreisnarhreyfingin UNITA um völdin þar. AP Leiðangurinn „Breiddar- baugur núll“ áenda Genf. AP. Þ AÐ voru fagnaðarfundir hjá ævin- týramanninum Mike Horn og Cathy eiginkonu hans er þau hittust eftir sautján mánaða ferð Horns um- hverfis miðbaug jarðar. Hom er sá fyrsti til að fara þessa leið án þess að hafa stuðst við vél- knúin farartæki, en hann komst leiðar sinnar fótgangandi, á segl- báti og hjólandi. Horn lagði af stað í leiðangurinn, sem bar heitið „Breiddarbaugur núll“, 2. júní, 1999 frá Libreville í Gabon, á vesturströnd Afríku. Það- an hélt hann sem leið lá yfir Atlantshaf til Brasilíu og fylgdi miðbaug þar til kom að leiðarlokum í vikunni. Þar með hafði hann lagt 40.000 kflómetra að baki og segist aldrei hafa vikið meira en 25 km frá miðbaug á leiðinni. Hom sagði blaðamönnum í Genf að hann hefði komist I hann krapp- astan á leiðinni þegar hann lenti i hvirfilbyl á Indlandshafi og þegar hann lenti íþoku átoppi snæviþak- ins Kenyafjalls. Reyndar var hann einnig handtekinn við komuna til Kongó og sat hann inni í fjóra daga, og var búið að fyrirskipa aftöku hans þegar hann losnaði úr prísundinni. Hom sagði líka að hann hefði sennilega komist leiðar sinnar á tólf mánuðum, væm cngir menn á jörðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.