Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 24

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU 16. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda á Grand hótel í Reykjavfk Morgunblaðið/Þorkell Ai-thur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri, og Gestur Hólm Kristinsson, fundarritari, á 16. aðalfundi samtakanna sem hófst í gær. Framtíð krókabáta í höndum nefndar ÖRN Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði á aðalfundinum á Grand hótel í Reykjavík í gær að örlagastundin nálgaðist óðfluga. Nefnd sem sjáv- arútvegsráðherra skipaði 28. sept- ember í fyrra til að endurskoða og koma með tillögur til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða þyrfti væntanlega a.m.k. tvö ár til að ljúka starfi sínu en nefndin hefði framtíð krókabáta í höndum sér. Hann sagði að hagsmunasamtök trillukarla horfðu með nokkrum kvíða til framtíðar vegna dóms Hæstaréttar frá 3. desember 1998 þegar Hæstiréttur felldi þann úr- skurð að neitun sjávarútvegsráðu- neytisins um veiðileyfi í aflamarki bryti í bága við stjórnarskrána. Örn sagðist hafa lagt ríka áherslu á að smábátaeigendur yrðu að halda vöku sinni því niðurstaða nefndar- innar gæti orðið hornsteinn að framtíðarkerfi um stjórn fiskveiða. Frá fundinum yrði að senda nefnd- inni skýr skilaboð. Öflug smábáta- útgerð væri landsbyggðavæn og ódýr byggðastefna. Hún efldi ís- lenskan skipasmíðaiðnað, minnkaði viðskiptahallann, væri ávísun á fag- urt mannlíf, yki framboð á hágæða- hráefni, væri umhverfisvæn, at- vinnuskapandi og krafa almennings. Örn sagði að framkvæmd ákvæða laga um stjórn fiskveiða sem fjöll- uðu um krókaveiðar muni hafa skelfileg áhrif. 70% skerðing á ýsu- afla krókabátanna og 50% skerðing steinbítsafla þýði samdrátt í línu- útgerð, fækkun starfa, greiðsluþrot útgerða og áframhaldandi byggðar- öskun. Meðaltalsþorskafli muni dragast saman úr 24 tonnum í 10 tonn sem þýði auk þess stórkostlega verðfellingu eigna, skaðabótamál á hendur ríkinu og fækkun smábáta. Ávinningur sé hinsvegar í engu til- felli sjánlegur. Sagði Örn að krafa fundarins væri því skýr: Að fallið verði frá fyrirhugaðri kvótasetn- ingu smábáta. I Ijósi þessa ætti að vera auðvelt fyrir endurskoðunar- nefndina að komast að niðurstöðu. „Það eflir sjávarútveginn og lands- byggðina að skerða ekki veiðiheim- ildir krókabáta. Almenningur er já- kvæður gagnvart öflugri smá- bátaútgerð. Smábátar nýta auð- lindina með umhverfisvænum hætti og á það jafnt við um umgengni við hana og ferskleika og gæði hráefn- is,“ sagði Öm. Engin sátt meðal smábátaeigenda í setningarræðu sinni sagði Arth- ur Bogason, formaður LS, að síðast- liðið ár hefði verið eitt það merkileg- asta í sögu félagsins. Félagið hafi átt drjúgan þátt í stofnun samtaka strandveiðimanna við Norður-Atl- antshaf og Alþjóðasamtaka strand- veiðimanna. Sagðist Arthur sann- færður um að með þátttöku í sam- tökunum væri Landssamband smá- bátaeigenda að varða leiðina til framtíðar. Arthur sagði að óbreytt sóknar- dagakerfi læsi menn inni í vonlausu rekstrarumhverfi, ásamt því að stefna öryggi manna stórlega í voða. Þá láti fullnægjandi leiðréttingar til aflamarksbáta enn á sér standa og enn sé til dæmis ekkert í hendi hvað verði um svokallaðan jöfnunarsjóð veiðiheimilda. Þá væri kvótasetning aflahámarks í öðrum tegundum en þorski bein ávísun á hreina eigna- upptöku fjölmargra í því veiðikerfi. Þetta væru staðreyndir sem blöstu við smábátaeigendum, þrátt fyrir góðæri og velmegun, dómsmál og tal ráðmanna um sátt um sjávarút- vegsmál. Um þetta yrði hinsvegar engin sátt við smábátaeigndur. „Þau megin atriði sem við höfum lagt til grundvallar í okkar málflutn- ingi standa óhögguð og tíminn hefur ekkert annað gert en að hlaða undir þau rökum. Það verður engin sátt á meðan grundvallaratriði á borð við umhverfisáhrif veiðarfæra eru markvisst afgreidd eins og eitthvað dódó hjá kverúlantaklíku trillu- karla. Það verður engin sátt á með- an grundvallaratriðum eins og hin- um félagslega þætti veiðimanna- samfélags er markvisst haldið utan allra hagrænna stærðfræðiútreikn- inga. Og það segir sig sjálft að það verður engin sátt á meðan leikregl- um er endalaust still þannig upp að einstaklingar og frumkraftur sjálfs- bjargar er troðin undir í nafni stærðardýrkunar og steingeldra reiknilíkana," sagði Arthur. Grunnurinn að viðreisn byggða EINAR K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar, sagði á aðal- fundi Landssambands smábátaeig- enda í gær að smábátaútgerðin hefði verið bjargi'æðið þegar útgerðarstað- ir hefðu misst frá sér afiaheimildir og trálegt væri að þessi útgerðarmáti myndi leggja grunn að viðreisn margra sjávarútvegsbyggða í land- inu. Fonnaður sjávarútvegsnefndar sagði að eftir kosningamar 1995 hefðu umræður um málefni smábáta í landinu verið óvenju harðar. Tals- menn smábáta og útgerðarmenn þessai’a minni báta hefðu réttilega bent á að afkoma bátanna og þessa útgerðarflokks væri með öllu óviðun- andi. En nú væru breyttir tímar og segja mætti að í heild sinni hefði þessi flokkur útgerðar styrkt mjög stöðu sína. Margh’ hefðu haslað sér völl í út- gerð sem annars hefðu ekki haft þann möguleika. Sérstaklega væri ánægju- legt hve margt ungt fólk hefði komið að greininni og „er ég sannfærður um að óvíða í atvinnulífinu höfum við séð jafnmikla nýliðun verða í atvinnulíf- inu.“ í máli Einars kom fram að tekist hefði að bæta rekstrarumhverfi þessa útgerðarflokks og gera laga- setninguna honum vilhallari, en í árs- lok 1995 hefði orðið sú niðurstaða á Alþingi að aflahlutdeild þessara báta í þorski skyldi vera um 13% og bát- amir hefðu svigrúm til að veiða auka- tegundh’ óhindrað. Dagakerfi hefði verið viðhaldið sem hefði verið þýð- ingarmikið. Hæstaréttardómar, sem hefðu fallið síðan, hefðu sett málið í uppnám en hefðu þeir ekki fallið, væri keríið óbreytt, þ.e. annars vegai’ þorskaflahámai-kskerfi, þai’ sem þorskveiðin væri takmörkuð en veiði í aðrar tegundir frjáls, og hins vegar sóknarstýring með framseljanlegum sóknareiningum, sóknardögum eða klukkustundum. „Slíkt hefði verið að mínum dómi æskilegt ástand." Svo- nefndur Valdemarsdómur hefði breytt stöðunni. Þar hefði niðurstað- an verið að ekki væri lengur hægt að takmarka aðgang að flotanum. Því hefði löggjafinn komist að því að tak- marka yrði sóknina með öðrum hætti. Lögunum hefði verið breytt og gert ráð fyrir að smám saman liði þorskaflahámarkið undir lok en við tæki svonefnt krókaflamark. Það hefðu orðið sér mikil vonbrigði því „ekkert kerfi hefur gagnast jafnvel þessari smábátaútgerð í landinu og einmitt þorskaílahámarkið". Hann sagði mikilvægt að festa þorskaflahámarkið varanlega í sessi og ekki væri hægt að fresta málinu aftur á Alþingi. Ohjákvæmilegt væri að finna varanlega lausn á málinu þar sem skilgreindur yrði sóknarréttur þessa bátaflota án þess að kvótabinda veiðar á öðrum tegundum en þorski. Morgunblaðið/Porkell Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar, flytur ávarj) á fundinum. Endurskoðun á stjórn fiskveiða væri mjög vandasamt verk því hagsmunir margi’a væru í húfi og allar breyting- ar yrði að hugsa til enda. Ekki væri hægt að kollvarpa fiskveiðistjóniar- löggjöfinni án þess að það hefði líka eitthvað í för með sér. Einar sagði það grundvallaratriði fyrir atvinnugreinina og ekki síst fyr- ir einyrkja að sem víðtækust sátt skapaðist um störf í sjávarútvegi. Framlag auðlindanefndar væri liður í því og sýndi að stjórnvöldum væri full alvara í því að leita leiða við endur- skoðun sjávarútvegsstefnunnar sem leiddi til meiri sátta. „Þó neita ég því ekki að sjálfur tel ég að önnur mál séu meira knýjandi heldur en það að finna leiðir til þess að auka kostnað- arþátttöku sjávai’útvegsins í landinu. Ég tel að það sé ekki síður stórt mál að skapa sátt innan þessarar greinai’ og skapa viðunandi sátt í byggðum landsins, sem hafa byggt tilveru sína og gnmdvöll sinn á réttinum til þess að sækja sjóinn." Hann sagði ennfremur að innan sjávarútvegsins hefðu menn verið uppteknir af innbyrðis deilum en mikilvægt væri að hætta því og ein- beita sér að því að styrkja stöðu sjáv- arútvegsins en það væri áhyggjuefni að frjálst fjármagn í samfélaginu leit- aði ekki inn í greinina. Hann sagði að þegar tekist væri á um hlutdeild smá- báta væri deilt um aukaatriði. Hann sagðist ekki geta séð að smábátar sem drægju að landi um 13 til 15% þorskaflans kollvörpuðu stöðu þeirra sem fiskuðu um 85% aflans og því væri það varla frekja að fara fram á að þeir fyrmefndu fengju að starfa óáreittir í vel heppnuðu fiskveiði- stjórnarkerfi sínu. Á það hefði verið bent að smábátar sköpuðu liðlega 5% af heildarverðmætinu í landinu en ekki væri hægt að trúa því að þessi 5% skekktu heildarsamkeppnisað- stöðu annarra sem störfuðu í sjávar- útveginum. „Eftirlitið óþarft“ ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, vísar á bug ummælum sjáv- arútvegsráðherra Nýfundnalands um að íslendingar stundi óábyrgar rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Þvert á móti hafi íslendingar sýnt hvað mesta ábyrgð í veiðum á svæð- inu. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, tekur í sama streng. Hann segir veiðar íslendinga ábyrgar og að eng- in þörf sé á eftirlitsmönnum sem kosti hverja útgerð íslenzku skipanna milljónir króna á ári. Á hinn bóginn borgi kanadísk stjómvöld allt eftirlit, en útgerðinar ekki. I viðtali í Morgunblaðinu í gær hélt John Efford, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra Nýfundnalands og Labrador, því fram að Islendingar sýni skammsýni með veiðum sínum á Flæmska hattinum og virði ekki vemdunarsjónarmið með því að vilja ekki hafa eftirlitsmenn um borð í skipum sínum. Ami segir ummæli kollega síns óviðeigandi, sérstaklega í ljósi þess að fiskveiðistjómun á Flæmska hattin- nm Viufí nroraomlíifra Vimcrríiaf nrr bendir á að veiðin muni sennilega fai’a rúmlega 100% fram úr því sem vís- indamenn leggja til. „Það er vegna þess að sóknardaga- kerfið sem notað er til að stýra veið- unum var byggt upp þegar sóknar- geta einstalera ríkja var miklu minni en hún er í dag. íslendingar eru eina ríkið sem hefur stýrt veiðum sínum með kvótakerfi og hækkað sinn kvóta til samræmis við aðra, miðað við af- kastagetu okkar skipa.“ Eftirlitsmenn þjóna engum tilgangi Árni segir eftirlitsmenn hafa af- skaplega litlu hlutverki að gegna í rækjuveiðum á Flæmska hattinum, enda sé aukaafli þar sáraHtill. „Auk þess er nú komið á gervihnattaeftirlit með öllum skipunum og því hægt að ftrlnriíjaf morí Vnrí Vwor> ViQli ovn Q 'irairf- um og síðan skoða aflann þegar þau koma að landi. Eftirlitsmaður um borð í hverju skipi þýðir því óþarfan aukakostnað á útgerðina. Umhverfis- öfgasinnar í Bandaríkjunum og Kan- ada gera hinsvegar kröfur um slíkt en þeim gengur það eitt til að gera veið- arnar svo kostnaðarsamar að ekki verði hægt að stunda þær. Kanada- menn hafa sem betur fer skynjað hvernig ástandið er í raun og veru á Flæmska hattinum og hafa stutt Is- lendinga í að beijast fyrir því að veið- unum verði stjórnað með kvótakerfi. Þeir hafa hinsvegar bundið sig í eftir- litsmannakerfið, væntanlega vegna þessa þrýstings heima fyrir. Við höf- um hinsvegar sýnt það að ef við telj- um eftirlitsmenn nauðsynlega hikum við ekki við að setja þá um borð í skip- in. En í þessu tilfelli tel ég slíkt eftirlit olrl/í Kíóno noirnm fílnronrrí Ámi vonast til að samkomulag ná- ist um að breyta stjóm rækjuveiða á Flæmska hattinum úr sóknardaga- kerfi í kvótakerfi á næstu vertíð. Ger- ist það ekki sé rækjustofninn á Flæmingjagmnni í verulega erfiðri stöðu. Ummælin út í hött „Þessi ummæli Effords era út í hött. Við erum eina þjóðin sem hefur sett okkur kvóta á Flæmska hattin- um og ekki veitt umfram hann. Þeim kvóta hefur enginn mótmælt sem ósanngjörnum," segir Kristján Ragn- arsson. Hann bendir á að sóknarkvóti, sem aðrar þjóðfr noti við að stjóma veið- unum, dugi hvergi til að koma í veg fyrir ofveiði, því hann miðist við miklu getuminni skip, en nú stundi veiðarn- „v, TS„ A r-A r,,'------------lj; þvi að veitt sé langt umfram tillögur fiskifræðinga. Jafnframt sé útkoman sú, að íslendingai’, sem veiði eftir kvóta, haldi sig við stóru rækjuna, en sóknardagaskipin liggi í þeirri smáu til að fá sem flest tonn upp úr sjó. „Stjómunin á þessum veiðum er því algjörlega í rúst og það er ekki okkar sök,“ segir Kristján. Hann bendir ennfremur á að Is- lendingar hafi samþykkt og framfylgt reglum sem settar hafi verið um veið- ar á þessu svæði um gervi- hnattaeftirlit, en það hafi hinar þjóð- irnar ekki gert. „Hins vegar eru þeir með þetta dæmalausa eftirlitskerfi með mann um borð í hveiju skiþi. Við þurfum að kosta 7 til 8 milljónum ki’óna á ári á skip í eftirlitskostnað. Þessir eftirlits- menn era óþarfir og til leiðinda um borð því þeir hafa ekkert að gera,“ segir Kristján. Hann bendir loks á að kanadísk stjórnvöld greiði 25 krónur á hvert veitt kíló í eftii’litskostnað við veiðai’ við austurströnd landsins, eftirlit sem I i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.