Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Demókratar í „öruggu ríki“ farnir að ókyrrast fyrir forsetakosningarnar Clinton til hjálpar í Kaliforníu George W. Bush hefur lagt mikla áherslu á kosningabaráttu í Kaliforníu, ríki sem A1 Gore ætti að geta gengið að vísu. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að demó- kratar í ríkinu séu farnir að ókyrrast og hafí kallað á Clinton forseta sér til aðstoðar. AL GORE skaut upp kollinum í Kali- forníu í vikunni, rííd þar sem hann hefur ekki sést síðan í september og enginn átti von á að hann myndi sinna meira, enda ætti hann að geta gengið að sigri vísum þar næsta þriðjudag. Ge- orge W. Bush hefur hins vegar barist af hörku í rfkinu undan- farnar vikur þótt ekki hafi hann sést þar mikið sjálfur fyrr en síðustu daga. A móti kemur að hann hefur eytt milljónum á milljónir ofan í sjónvarpsauglýsingar þar. Gore hef- ur kosið að nota sína auglýsingapen- inga í ríkjum þar sem mjórra er á mununum. Það er erfitt að segja til um hvort Bush telur sig eiga raunverulegan möguleika á sigri í Kaliforníu, sem býr yfir fimmtungi þess kjörmanna- fjölda sem þarf til að hreppa forseta- embættið, eða 54 af 270. Sumir telja að hann sé að neyða Gore til baráttu þar, í því skyni að sýna fram á að varaforsetinn sé orðinn örvæntingar- fullur. Það er alla vega farið að fara um demókrata í ríkinu þótt ekki hafi þeir enn farið þá leið að auglýsa eins og repúblikanar. Þess í stað hafa þeir kallað til manninn sem þeir telja lík- legastan til að geta hvatt almenning til að kjósa varaforsetann, Bill Clint- on forseta. Clinton hefur lítið verið á ferðinni í þágu Gore og ör- fáum dögum fyrir kosningar eru margir þeirrar skoðunar að Gore hafi gert mistök með því að skilja of mikið á milli sín og forsetans, sem enn nýtui' mikilla vinsælda hjá stór- um hluta þjóðarinnar. Hvemig getur varaforsetinn ætlast til að njóta góðs af verkum sínum sem næstráðandi Clintons, um leið og hann lætur sem forsetinn sé ekki til? Clinton vinsæll í Kaliforníu Þrátt fyrir að Bush hafi lagt jafn mikla áherslu á kosningabaráttu í Kalifomíu og raun ber vitni sýna skoðanakannanir að mjórra er á mununum hjá frambjóðendunum í 20 öðmm ríkjum. Um síðustu helgi birti dagblaðið San Francisco Cronicle skoðanakönnun sem sýndi Gore með 10 prósentustiga meira fylgi í Kalif- orníu en Bush. Aðrar skoðanakann- anir hafa sýnst mun allt niður í 5 stig Reuters Bill Clinton Bandarfkjaforseti ásamt dóttur sinni, Chelsea. Forsetinn nýtur mikilla vinsælda í Kaliforníu. og báðir flokkar virðast trúa því að bilið sé að minnka. Árið 1996 vann Clinton sigur í rík- inu með 13 prósentustiga mun og í ríkisstjórakosningum fyrir tveimur ámm var demókratinn Gray Davis með 20 stiga meira fylgi en andstæð- ingur hans. í þessu demókratavígi er nú hlaupinn mikill glímuskjálfti í and- stæðar fylkingar. Bill Clinton ferðast um Kaliforníu á fimmtudag og föstudag. Þar er hann vinsælasti stjómmálamaðurinn, jafnvel vinsælli en ríkisstjórinn Davis og öldungadeildarþingmaðurinn Di- anne Feinstein. Til samanburðar má nefna að rétt rúmur helmingur demó- krata í ríkinu sögðust kunna vel við A1 Gore í skoðanakönnun dagblaðsins Los Angeles Times í síðustu viku. Það er á brattan að sækja þegar flokksmenn em lítt hrifnir af fram- bjóðandanum. I skoðanakönnun í ágúst sögðust 63% aðspurðra Kaliforníubúa vera ánægðir með störf Clintons og svipað hlutfall lýsti ánægju sinni með hann í október. Meira að segja þegar Mon- iku-málið var í hámæli hafði það ekki nokkur áhrif á vinsældir hans hjá íbú- um ríkisins. Þeir líta svo á að blómstrandi efnahagslífið sé ekki síst honum að þakka, en þegar hann sett- ist að völdum ríkti kreppa í ríkinu. Það var auðvitað fyrir daga Kísildals. En þrátt fyrir vinsældir Clintons í Kaliforníu er engin trygging fyrir því að A1 Gore njóti góðs af. I grein í dag- blaðinu New York Times á miðviku- dag kemur fram að margir kjósendur þakka ekki stjómvöldum gott efna- hagslíf. Þeir segja tölvubyltinguna ráða mestu um efnahag bandarísku þjóðarinnar og að Aian Greenspan seðlabankastjóri hafi stýrt þjóðar- skútunni styrkri hendi. Sumir segja það engu máli skipta fyrir efnahags- lífið hver býr í Hvíta húsinu, en aðrir segja að verðbréfamarkaðurinn muni áreiðanlega taka við sér til hins betra ef repúblikani sest þar að. Bush og Gore hjá Leno Repúblikanar auglýsa enn eins og þeir eigi lifið að leysa í Kalifomíu og demókratar era farnir að kalla til sjálfboðaliða í þúsundavís fyrir loka- hnykkinn. Auðvitað er hægt að velta því fyrir sér fram og til baka af hverju frambjóðendurnir tveir dúkkuðu báðir upp í ríkinu í sömu vikunni. í þeirra herbúðum heitii- það að sjálf- sögðu að þeir hafi alltaf verið harð- ákveðnir í að vera þar í vikunni fyrir kosningar, til að hvetja sína menn til dáða og leggja sitt af mörkum til að hjálpa frambjóðendum flokkanna í kosningum til Bandaríkjaþings. Því er hins vegar ekki að neita að báðir áttu þeir erindi til Los Angeles, þar sem Jay nokkur Leno gerir vin- sæla sjónvarpsþætti sína, Tonight Show. Þættimir em sýndir um öll Bandaríkin og Jay er alla jafna hinn ljúfasti við viðmælendur sína, spyr þá ekki óþægilegra spurninga heldur leyfir þeim að sýna á sér sínar bestu hliðar, sem í heimi spjallþátta sjón- varpsins þýðii' oftast nær að þeir rembast eins og ijúpan við staurinn að vera sniðugir. Bush var sniðugur á mánudaginn þegar hann svaraði spumingum um hvemig hann héldi sér í líkamlegu formi og hvort bróð- ursonur hans, George P. Bush hinn fagri, væri ólofaður. Gore fékk svo tækifæri til að vera álíka sniðugur af svipuðu tilefni á þriðjudaginn. A loka- spretti baráttunnar gæti skopskynið fleytt öðmm þeirra í forsetastól. Óvenjuleg barátta um öldungadeildarsæti í Missouri 7. nóvember Kosið milli lifandi manns og* látins Mel Carnahan, sem var ríkisstjóri í Missouri, lést 1 ílugslysi fyrir skömmu en nafn hans verður samt áfram á kjörseðlinum í kosningnm um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir 1 grein Margrétar Björgúlfsddttur. Fái hann flest atkvæði mun eiginkona hans taka sætið. ÞRÁTT fyrir að Mel Carnahan, fyrrverandi ríkisstjóri Missouri og frambjóðandi demó- krata til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hafi farist í flugslysi fyrir rúmum tveimur vikum verður nafn hans á kjörseðlunum þegar Missouribúar ganga til kosninga þriðjudaginn 7. nóvember, Hinn hörmulegi atburður, sem leiddi til andláts Carnahans, sonar hans og aðstoðarmanns, gerðist ein- faldlega of nálægt kosningum til að hægt væri að breyta kjörseðlinum. Fyrstu dagana eftir slysið hætti mót- frambjóðandi Carnahans, John Aschroft, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Missouri, allri baráttu, enda erfitt að sækja á látinn mann. Demókratar voru harmi slegnir, ekki bara vegna sviplegs fráfalls Camahans, heldur virtust þessir atburðir að engu gera vonir þeirra um að ná aftur meirihluta í öldungadeildinni þar sem repúblikanar ráða nú yfir 54 sætum af 100. En mannskepnan er óútreiknanleg og þrátt fyrir að fjölmiðlar hefðu afskrifað demókrata hafa nýjustu skoðanakannanir sýnt að Carnahan heitinn hefur heldur meira fylgi en Aschroft, þó reyndar beri ekki mikið á milli. Því brugðust demókra- tar hratt við, nýir límmiðar sem segja „Still for Mel“ prentaðir og leitað til ekkju Carnahans, Jean Carnhan, um að halda nafni manns síns á lofti. Nú hefur hún tekið áskorun nýskipaðs fylkisstjóra Missouri, Reuters Jean Carnahan. Hún hyggst lyfta merk- inu eftir eiginmanniim. Rogers Wilsons, um að taka sæti manns síns ef hann skyldi vinna. Það er því ekki ólíklegt að Aschroft kasti stríðshanskanum en það kann þó að reynast honum þung þraut að berjast við minningu manns og ekkju hans. Það eru engin fordæmi fyrir því að látinn maður vinni sæti í öldungadeildinni, en slíkt hefur a.m.k. tvisvar gerst í fulltrúa- deildinni. Reyndar era þrír núverandi þing- manna í fulltrúadeildinni ekkjur manna sem féllu frá meðan þeir sátu á þingi. Þó ekki hafi reynt á það virðist, fylkisstjóri Missouri hafa lagalegt vald til að skipa mann í manns stað í tilfelli sem þessu. Síð- an yrðu haldnar sérstakar kosningar um sætið þegar næst verður gengið til kosn- inga árið 2002. Óvægin barátta Það er athyglisvert að kjósendur í Miss- ouri virðast tilbúnir að gleyma því að bar- áttan á milli Carnahans og Aschroft, eins af íhaldssömustu mönnum á Bandaríkjaþingi, sem hefur staðið í nær heilt ár, hefm- verið einhver hin hatrammasta í manna minnum. Carnahan er á góðri leið í dýrlingatölu en Aschrofts á öllu erfiðara uppdráttar, enda hafa aðstæður sett hann í hálfgerða spenni- treyju. Það ber þó að hafa í huga að hann er þingmaður, sem hlaut 60 prósent at- kvæða í síðustu kosningum árið 1994. Aschroft hefur líka breytt um tón og segir nú að hann sé ekki lengur í framboði á móti neinum, heldur ættu kjósendur að velja á málefnalegum forsendum. Jean Carnahan hefur aftur á móti aldrei verið í framboði. Hún hefur staðið við hlið manns síns og helst einbeitt sér að velferð barna þann tíma sem hann var fylkisstjóri. Hún nýtur hins vegar ómældrar samúður fólks og hver veit nema það sé nóg til þess að framliðinn maður fari með sigur af hólmi í þessum mjög svo undarlegu kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.