Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 6%.
Basar á
Sólvangi
BASAR og kaffisala verður á Sól-
vangi laugardaginn 4. nóvember kl.
14.
„Vinnustofa hefur verið starfandi á
Sólvangi í fjöldamörg ár, heimilis-
mönnum og starfsfólki til mikillar
gleði. Það er ótrúlegt hvað vinnulúnar
hendur geta og hafa gaman af að búa
til fallega muni. Shkt gerist þó ekki af
sjálfsdáðum heldur með dyggri að-
stoð leiðbeinenda sem þar starfa.
Þeirra er hugmyndaauðgin og undir-
búningurinn," segir í fréttatilkynn-
ingu.
A boðstólum er margt eigulegra
muna, fallegar jólagjafir og margt
fleira. Allir velkomnir. Til sölu er
kakó og rjómavöfflur.
Hundar
ganga niður
Laugaveg
HUNDARÆKTARFÉLAG ís-
lands hefur skipulagt göngu hunda
og manna frá Hlemmi niður
Laugaveg á morgun, laugardag.
Leyfi yfirvalda hefur verið fengið
fyrir göngunni en að öllu jöfnu er
bannað að ganga með hunda á
Laugaveginum.
Gert er ráð fyrir að hundaeig-
endur mæti ásamt hundum sínum
við Hlemm og leggi af stað þaðan
kl. 13. Gengið verður að ráðhúsinu
í Reykjavík.
Félagsmenn sem og aðrir vel-
u'nnarar eru hvattir til að fjöl-
menna og muna eftir pokum svo
þeir geti þrifið upp eftir hunda
sína, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um uppruna
Islendinga
DR. AGNAR Helgason flytur fyrir-
lestur föstudaginn 3. nóvember kl.
12.20 um uppruna íslendinga á veg-
um Líffræðistofnunar Háskólans í
stofu G6 á Grensásvegi 12.
1
Fæst í apótekum
Sólhattur
Styrkur
Arkopharma
Erindi um Vatnajökul
JÖKLAFRÆÐINGURINN Helgi
Björnsson hcldur erindi í Skafta-
fellsstofu sunnudaginn 5. nóvember.
Erindið nefnir Helgi: Suðurstraum-
ar Vatnajökuls: eldur, ís og vatn.
Rætt verður um strauma íss og
vatns suður frá miðju Vatnajökuls
með megináherslu á Skeiðarárjökul
og Grímsvötn, jökulhlaup og gos-
stöðvar undir jöklinum. Einnig verð-
ur rætt um Öræfajökul, land undir
Breiðamcrkurjökli og jöklabreyting-
ar í Öræfum allt frá landnámsöld.
Fyrirlesturinn byrjar kl. 14 og
stendur yfir í eina klukkustund, síð-
an er boðið upp á kaffi og mcðlæti.
Fyrirspumir og umræður um erind-
ið verða síðan að loknu kaffi.
I Skaftafellsstofu er myndlista-
sýning barna úr Öræfum, um lífið
við rætur Vatnajökuls, segir í
fréttatilkynningu.
Heimilisfólk
Eirar heimsótt
LIONSKLÚBBARNIR Fold og
Fjörgyn heimsækja heimilisfólkið á
hjúkrunarheimilinu Eir ár hvert og
slá upp veislu. Laugardaginn 4. nóv-
ember kl. 14 fagna klúbbarnir vetri
með heimilisfólkinu.
Boðið verður upp á skemmtidag-
skrá. Helgi Seljan, alþingismaður,
flytur gamanmál og bamakór Graf-
arvogskirkju syngur, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Handverksfólk
með sölusýn-
ingu í Kjarna
FÉLAG handverksfólks í Mosfells-
bæ og nágrennis var formlega stofn-
að 18. október sl. og em stofnfélagar
um 40 talsins.
Af því tilefni verða félagar með
vörur sínar til sölu og sýnis á torginu
í Kjarna í Mosfellsbæ í dag, föstu-
dag, til kl 21 og á laugardag til kl 18,
segir í fréttatilkynningu.
ú Rým Ekta síc Handur lum fyrir nýjum vörum
lir pelsar aðeins 99 þús. inin húsgögn 20% afsl. Signrstjama
Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafem (Bláu húsin), s. 588 4545 |
Ioppskórinn r|oppskórinn
CIIIUIDI AMnCDÐAIIT CA
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG
SÍMI 552 1212
Báðar búðir opnar laugardag frá kl. 10 16
SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS
Öl- og vínefni
Rýmingarsala 10—50% afsl.
UNICAN, CWE, HEIGAR og fl.
Lagið ykkar eigið öl og vín
Verð á ölflösku frá kr. 20
Verð á vínflösku frá kr. 60
þ.e. innihaidið af heimalöguðu
Einnig afsláttur af áhöldum og ílátum
Iferslunin
>VMRKIÐ
Ármúla 40 Sími: 553 5320
Ljósa- og tilboðsdagar
4-11 nóvember
• 15% afsláttur af öllum
ljósum og lömpum
• Haustfatnaður - nokkrar
gerðir með 30% afslætti
• Sparifatnaður á tilboðsslá
-t
Samkvæmisföt
Glæsilegt úrval ^VÖfllí
d\/\í(iLc$ úxuat aj~ j ’ótauöxum
Hannyrðabúðin
REYNIR HEIDE
ÚRSMIÐUR
GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN
Glæsilegt úrval
af pelsum jako
ELSAR
Verslanir sem vert er að líta á
Verið velkomin, Garðatorg 7, Garðabæ
damixa
HÚSASMIÐIAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Hreinlætistækja-
s^tíkr daaar
7.590 kr 9
Handlaugartæki frá damixa