Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 4.Z.
MINNINGAR
ur alla tíð. Þegar við vorum lítil vildi
hann alltaf að við værum snyrtilega
klædd, fín og flott. Það eru til marg-
ar myndir af Egga með okkur þar
sem við erum vel klædd og snyrtileg.
Þannig vildi Eggi hafa okkur og
þannig hefur hann viljað hafa bömin
okkar. Eggi fylgdist alltaf vel með
okkur, sérstaklega þegar við vorum
á ferðalögum til eða frá Ólafsvík. Það
vai- föst regla hjá honum að koma til
mömmu í Brautarholtið þegar við
vorum nýkomin og hann sagði oftast:
„Nei, ertu nú komin til mömmu til
þess að fá að borða?“ Hann hafði
skilning á því hve gott er jafnan að
koma til mömmu. Hann lét alltaf álit
sitt í ljós ef við vorum á ferðinni í
vondum veðrum og á nóttunni. Hon-
um var illa við það og hann var ekki í
rónni fyrr en við vorum komin heilu
og höldnu á leiðarenda. Oft kom það
fyrir að Eggi var hringjandi hingað
og þangað í ættingja ef einhver var á
ferðinni að nóttu til og var ekki kom-
inn á leiðarenda, honum var ekki
sama fyrr en allir voru heilir í höfn.
Honum var illa við vetrarveðrin, erf-
ið færð á vegum og vond sjóveður
fóru illa í hann og hann var ómögu-
legur maður við slíkar aðstæður.
Eggi vann lengi á dráttarvél hjá
sveitarfélaginu og hafði m.a. það
hlutverk að sópa götur bæjarins. Þá
fór oftast mikið fyrir honum og hann
lét þá heyra það sem ekki pössuðu
upp á að færa bílana sína þegar hann
sópaði göturnar. Það var dæmigert
fyrir Egga, hann fór yfirleitt ekki
hljóðlega og vildi hafa hlutina í lagi.
Eggi frændi féll skyndilega frá og
lést í svefni í rúminu sínu. Einn úr
fjölskyldunni er horfinn á braut yfn-
móðuna miklu og við söknum öll
Egga frænda. Við Maggi, Guðrún og
Guðmundur þökkum Egga fyrir
samfylgdina og biðjum algóðan Guð
að gæta hans og blessa minningu
hans.
Drífa.
Eggert Kristjánsson eða Eggi
eins og hann var yfirleitt kallaður í
Víkinni var sérstakur maður, hann
var ekki allra og allir voni heldur
ekki hans, en þeir sem voru hans
voni það sama hvað á gekk.
Ég kynntist Egga eiginlega um
leið og konunni minni fyrir rúmum
tuttugu árum, því að hann var órjúf-
anlegur hluti af hennar fjölskyldu.
Þegar ég kom í fyrsta skipti vestur
til Olafsvíkur þá mætti mér þar lítill,
kvikur og hávær maður sem mældi
mig allan út, hann hafði skoðanir á
flestu og auðvitað mér líka. Ég for-
vitnaðist að sjálfsögðu um hver þessi
maður væri sem byggi inni á heimil-
inu og fékk að vita að hann væri alls-
endis óskyldur maður sem tengda-
foreldrar mínir hefðu tekið inn á
heimilið þegar til þess var stofnað og
hafi verðið þar síðan sem einn af
þeim.
Eggi hafði áhuga á mjög mörgu,
hann fylgdist vel með fiskeríi hjá
bátunum og hringdi þá gjarnan í vini
sína á Agli og gaf þeim góð ráð og
lagði oftar en ekki til að þeir kæmu
sér í land þar sem von væri á hinu
versta veðri. Dætrum og barnabörn-
um Jóu gömlu og Guðmundar Jens-
sonar fylgdist hann mjög vel með og
skammaði og kallaði ónytjunga í
þeirra eyru ef þannig lá á honum en
varð hinn versti ef einhver annar svo
mikið sem hallaði orðinu örlítið um
þau. Við hin sem tengdust þeim átt-
um ekki sjö dagana sæla hjá honum,
ekkert okkar var þeim samboðið,
allavega ekki svo við heyrðum til.
Eggi fylgdist vel með íþróttum og
þá sérstaklega knattspyrnunni hér á
Nesinu þegar hún var og hét. Vík-
ingur var hans lið og Hólmarar hans
andstæðingar númer eitt og það
heyrðist um allan völl þegar hann
var mættur. Uppáhaldsleikmaður-
inn hans í gegnum tíðina var hraust-
ur múrari úr plássinu sem iðulega
spilaði í vörninni, skýringin var ein-
föld; hann sparkaði manna hæst og
lengst og á meðan boltinn var í loft-
inu þá skoruðu helv... Hólmararnir
ekki. Eggi var pólitískur með ein-
dæmum og var tilbúinn til að verja
sína menn með miklum skörungs-
skap og látum þegar sá gállinn var á
honum. Hann varð snemma hrifinn
af Alexander Stefánssyni og Fram-
sóknarflokknum og því gat ekkert
breytt.
Eggi dvaldi nokkra vetur hjá okk-
ur Jóhönnu í Reykjavík eftir að hann
hætti að vinna, það var honum góð
tilbreyting frá verunni í Ólafsvíkinni
og ágætis stytting á vetrinum. Þar
kynntist hann körlunum í götunni
sem voru á svipuðu reki og tókst með
þeim hinn besti vinskapur. Börnun-
um mínum og okkur var hann sér-
lega góður eins og öllum sem tóku
honum eins og hann var.
Þegar maður svo situr og hugsar
til baka þá áttar maður sig á að
svona menn eins og Eggi eru að
hverfa út úr þjóðfélaginu og heimil-
unum og eftir verður fátæklegri
heimur.
Það voru ekki ófá mannamótin þar
sem hann hélt uppi umræðunni eða
þá þegar hann ekki var viðstaddur
gekk umræðan út á hann eða eitt-
hvað sem karl hafði sagt eða gert.
Eggi, við kveðjum þig með sökn-
uði og trega því við vitum að við eig-
um eftir að sakna þín um ókomna tíð.
Þínir vinir í Skógargerði 3,
Reykjavík, _
Gunnar Örn, Jóhanna og börn.
Eggi, við þökkum þér fyrir að hafa
lesið fyi-ir okkur öll kvöldin þegar þú
varst hjá okkur í Reykjavík, allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og allt nammið sem þú gafst okk-
ur. Takk fyrir að hafa passað Kalla
kanínu fyrir Asu.
Okkur langar að láta bænina sem
við förum svo oft með á kvöldin
fylgja:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þínir vinir,
Jónas og Gunnar.
Þóttégsélátinn
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og
ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir migogkveiur,
þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug
sál mín lyftist upp i mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur
og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar
yfirlífinu.
(Höf.óþ.)
Við fráfall heiðursmannsins Egg-
erts Kristjánssonar leitar hugurinn
rúma tvo áratugi aftur í tímann þeg-
ar við strákarnir í Víkingi Ólafsvík
reyndum að halda uppi heiðri bæjar-
ins í íþróttum með því að leggja okk-
ur fram á knattspymuvellinum.
Ég veit ekki til þess að Eggert
hafi misst af einum einasta leik í
Ólafsvík þegar hann var heima enda
hefði hann líklega ekki komist upp
með það. Hann var jafnsjálfsagður
hluti af leiknum og leikmennimir,
dómarinn og línuverðirnir.
Líklega hafa aðkomumenn haldið
að Eggert væri þjálfari Víkings því
hann lét stöðugt í sér heyra og hafði
skoðanir á öllu, innan vallar sem ut-
an. í rauninni komst maður aldrei al-
mennilega í gang fyrr en Eggert lét
til sín taka. Hann hrósaði mönnum,
skammaðist, bölvaði, skellihló eða
gekk meðfram hliðarlínunni, allt eft-
ir því hvað átti við hverju sinni. Gott
ef línuverðirnir reyndu ekki að forð-
ast að vera fyrir honum því ekkert
fékk stöðvað hann þegar hann var í
ham.
Eggert er einn eftirminnilegasti
áhorfandi og stuðningsmaður sem
ég komst í kynni við á 15 ára knatt-
spymuferli. Honum var ekkert óvið-
komandi. Hann hafði ætíð hugrekki
til að vera hann sjálfur, fór ekki leynt
með skoðanir sinar en var engu að
síður nærgætinn og hlýr. Og það var
notalegt að ræða við hann um alvar-
legri hugðarefni en boltaspark. Ég
efast um að leikmenn, sem spiluðu
gegn Víkingi á Ólafsvíkurvelli, hafi
gleymt þeim hnitmiðuðu athuga-
semdum sem Eggert viðhafði fyrir
leiki, í hita leiksins og eftir að leikj-
um lauk. Og hann hitti yfirleitt nagl-
ann á höfuðið.
Þegar maður hefur búið lengi
fjarri æskustöðvum sínum verður
hvert augnablik fortíðarinnar dýr-
mætara með hverju árinu sem líður.
Manni birtast einatt myndir af at-
burðum, einstaklingum og aðstæð-
um sem höfðu áhrif í uppvextinum.
Hlýlegt viðmót Ólsara, prakk-
arastrikin, fjallaferðirnar, bátarnir
að sigla í land með fullfermi, sveita-
böllin og svo mætti lengi telja. Mað-
ur fyllist eftirsjá og söknuði og þráir
að hverfa aftur í tímann til að ylja sér
við augnablikin sem skiptu máli.
Ólafsvík verður ætíð minn heima-
bær og Eggert er einn af þeim
sterku persónuleikum sem koma oft
upp í hugann þegar nostalgían tekur
völdin. Hann setti svip sinn á bæinn,
var hreinn og beinn, fór ekki í mann-
greinarálit og það var sama undir
hvaða kringumstæðum maður hitti
Eggert, fyrir vestan eða í Reykjavík,
hann gaf sér alltaf tíma til þess að
ræða málin og spyrja frétta.
Ég mun sakna þess að eiga ekki
lengur von á því að hitta einn af
merkisborguram Ólafsvíkur, Eggert
Kristjánsson, þegar ég heimsæki
æskustöðvarnar.
Ef ég þekki Eggert rétt mun hann
ekki láta fótboltann og fólkið sitt
framhjá sér fara, jafnvel þótt hann
hafi yfirgefið þetta líf.
Þorgrímur Þráinsson.
v/ Possvogsl<i»4<jwgatt9
Sími* 554 0500
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Neðstabergi 12,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut miðvikudaginn 1. nóvember.
Sölvi M. Egilsson,
Einar M. Sölvason, Hafdís Steina Árnadóttir,
Svavar E. Sölvason, Heiða Sigrún Andrésdóttir,
Lárus A. Sölvason,
Daníel R. Sölvason
og systkini.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HRÖNN AÐALSTEINSDÓTTIR,
Huldubraut 9,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu-
daginn 9. nóvember kl. 13.30.
Gunnar R. Bjarnason,
Sigurjón Páll Högnason, Halla Sólveig Haildórsdóttir,
Jórunn Gunnarsdóttir, Skapti Valsson,
Gunnar Snorri Gunnarsson, Nanna Herdís Eiríksdóttir
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
EGILL BJÖRGÚLFSSON,
Hlíðartúni 4a,
Mosfellsbæ.
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 31. október.
Þórdís Tryggvadóttir,
Sigríður Egilsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,
Helga Egilsdóttir,
Björgúlfur Egilsson, Lísa Pálsdóttir,
Tryggvi Egilsson, Elín Magnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
AÐALHEIÐUR BÁRA HJALTADÓTTIR,
Seljalandsvegi 78,
ísafirði,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 1. nóv-
ember.
Útför hennar fer fram frá ísafjarðarkirkju laug-
ardaginn 11. nóvember kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Þórður Júlíusson,
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Elías Skaftason,
Jón Ólafur Þórðarson,
Hjalti Þórðarson,
Gunnar Þórðarson,
Halldóra Þórðardóttir,
Sigríður Þórðardóttlr,
Inga Bára Þórðardóttir,
Bjarnveig Bjarnadóttir,
Guðbjörg K. Jónsdóttir,
Kristln Hálfdánardóttir,
Sævar Óli Hjörvarsson,
Ragnar Haraldsson,
Jón Heimir Hreinsson,
barnabörn og langömmubörn.
t
r
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
iO
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
meg þjónustu allan
sólarhringinn.
7*
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
\
¥
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ESTHER ÞORFINNSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju I dag,
föstudaginn 3. nóvember, kl. 14.00.
;
Róbert Lauridsen,
Sigurður Dagsson,
Birgir Einarsson,
Gísli Einarsson,
Einar Emil Einarsson,
Emelía H. Einarsdóttir, Stefán M. Autrey,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrfður Magnúsdóttir,
Ragnheiður Lárusdóttir,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir,
Sigríður Gunnarsdóttir,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir,