Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 55

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 55 Vörn launafólksins LAUGARDAGINN 28. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein efir framkvæmdastjóra ASÍ sem hann kallar „Launastefna félag- anna í ASÍ er vöm launafólksins". í gi-ein- inni fjallar fram- kvæmdastjórinn m.a. um það að sumir for- ystumenn launafóiks á opinberum mai'kaði gangi svo langt að halda því fram að sú launa- stefna sem ASÍ félögin mótuðu sl. vor komi þeim ekkert við. Þessi orð kannast ég mætavel við þar sem þau féllu m.a. úr mínum munni við setningu BSRB-þings í síð- ustu viku. Fengum allt sem við vildum Ég man ekki betur en að við gerð samninga síðasta vor haf! forsvars- menn félaga á almennum vinnumark- aði haldið því fram að þeir haf! náð fram öllum sínum kröfum í samning- um við viðsemjendur sína. Ég fékk það meira að segja á tilfinninguna að þeir hefðu nánast þurft að veija hendur sínar til þess að þurfa ekki að taka við meiri launahækkunum en þeir fóru fram á. Ég er þeirrar skoð- unar að sú launastefna sem mörkuð var við þetta samningaborð og fól í . sér að lágmarkslaun ættu að vera rúmar 90.000 krónur á mánuði sé launastefna sem eigi ekkert skylt við kjarabaráttu. Það sér það hver heil- vita maður að það lifir enginn af þessu launum. Það skyldi þó aldrei vera að það hafi verið meinloka hjá mér í gegnum tíðina að stefna að því að þau laun sem samið er um eigi að duga til þess að fólk geti lifað af þeim. Ég hef haft það markmið en viður- kenni fúslega að það er langt frá því að ég hafi náð því. Færðu þau laun sem þú átt skilið? Af og til hef ég séð auglýsingu í fjölmiðlum sem hljóðar einhvern veg- inn svona: Færð þú þau laun sem þú átt skilið? Og síðan er spumingunni fylgt eftir með því að segja að ef vinnuveitandi greiði einungis lág- markslaun þá sé hann að vanmeta vinnuframlag þitt. Þetta hlýtur að vekja þá spurningu hvort forystu- menn stéttarfélaga sem auglýsa svona séu ekki að vanvirða vinnu- framlag félagsmanna með því að semja um taxta sem þeir síðan auglýsa að vanvirða sé að nota. Ég held reyndar að skýringin sé sú að við samningaborðið verði menn ásáttir um tvennt. Annars vegar lágan taxta sem fellur vel að „skynsemisstefnu“ ASI og SA - taxta sem jafnframt er líklegur til að halda niðri launum ann- arra og hins vegar að nota ekki taxt- ann heldur svokallaða vinnustaða- samninga sem byggja á launaskriði og hæfni einstaklingsins til að ota sín- um tota eða traðka skóinn niður af þeim næsta. Mér er reyndar alveg sama hver skýringin er en frábið mér að láta njörva mig niður á þennan bás. Dragbítur á launaþróun Eitt af því sem hvað mest hefur komið í veg fyrir eðlilegar launa- hækkanir á undanförnum árum er sú tilhneiging einstakra stéttarfélaga að setja í kjarasamninga sína ákvæði þess efnis að ef aðrir nái betri árangri en þeir sjálfLr þá skuli samningar vera uppsegjanlegir. Akvæði af þessu tagi bera vott um uppgjöf við samn- ingagerð enda er engin áhætta tekin. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að hengja sig aftan í aðra hópa við gerð kjarasamninga enda er þessi stefna að ganga af sjálfstæðum samnings- rétti stéttarfélaga dauðum. Það er nauðsynlegt að átta sig á því að kjara- barátta er annað og meira en kaffi- spjall í notalegu umhverfi. Launafólki hafa aldrei verið færðar kjarabætur á silfurfati heldur hefur þurft að berj- ast fyrir þeim. Þeir samningar sem gerðir voru síðastliðið vor voru samn- ingar um rýmun kaup- máttar þar sem samið var um minni hækkanir en nemur áætlaðri verðbólgu. Þetta var svo innsiglað með þeim undarlega hætti að samningsaðilar urðu ásáttir um að ef einhver ætlaði að leyfa sér að semja um annað og meira þá skyldu þeir hinir sömu vara sig þar sem „launalögregla lýð- veldisins íslands" liði ekki slík vinnubrögð. Eiríkur Það hefur enginn beðið Jónsson félögin innan ASI að „draga vagninn" í samningagerð með því að semja fyrst. Mér finnst reyndar merkilegt að félög sem hvorki hafa viija né getu til að gera nothæfa kjarasamninga Samningar Þessi stefna, segir Eiríkur Jónsson, er að ganga af sjálfstæðum samningsrétti stéttar- félaga dauðum. skuli aftur og aftur ríða á vaðið og ætla svo öðrum að bjarga þeim. Vinnuveitendur fagma í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú eiga sér stað milli opinberra starfsmanna og viðsemjenda þeirra hefur ítrekað komið fram hjá fulltrú- um vinnuveitenda að taka verði mið af þeim samningum sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði fyrr á ár- inu. Þetta eru í sjálfu sér skþjanleg viðbrögð vegna þess að viðmiðið er hagstætt fyrir launagreiðandann þar sem hækkanir í samningunum eru vart mælanlegar. Það er líka jafnljóst að samningar munu t.d. aldrei nást á þeim nótum milli kennara og viðsemj- enda þeirra enda væru slíkir samn- ingar ávísun á niðurlagningu skóla um allt land. Nógu erfiðlega hefur gengið að fá fólk til starfa í skólunum þó ekki sé aukið á þá erfiðleika með því að gera nýjan kjarasamning sem viðheldur þeirri láglaunastefnu sem ríkt hefur hér á landi á undanfónum árum. Að semja fyrir sig og sína Mergurinn málsins er sá að nú leggjast vinnuveitendur á opinberum vinnumarkaði á eitt með samnings- aðilum frá því í vor.og reyna að binda alla í þá launastefnu sem þá varð til. Það er sú launastefna sem ég hef ver- ið að mótmæla og það er sú launa- stefna sem ég tel mig óbundinn af og það er sú launastefna sem er að gera út af við sjálfstæðan samningsrétt stéttarfélaga á íslandi. Ég geri þá lágmarkskröfu til sjálfstæðra stéttar- félaga að þau axli sína ábyrgð með því að gera kjarasamning fyrir umbjóð- endur sína og eftirláti jafnframt öðr- um að semja fyrir sig. Réttindamálin Það er laukrétt hjá framkvæmda- stjóra ASÍ, sem fram kemur í niður- lagi greinarinnar, að samtök opin- berra starfsmanna og viðsemjendur þeirra hafa nýlega undirritað samn- inga um breytingar á veikindarétti og fæðingarorlofi. Þeir samningar eru um sumt réttarbót en jafnframt er verið að einfalda vissa hluti í þeim og færa þá nær því sem gildir á almenn- um vinnumarkaði. Hér á ég fyrst og fremst við fæðingarorlofsmálin. Þessi samningur er í rauninni ekkert annað en eðlilegt framhald af lagasetningu um réttindi opinberra starfsmanna í veikindum og fæðingarorlofi. Lög- gjafinn gekk þannig frá málinu að reglugerðir um þessi mál ættu að gilda þar til samið hefði verið um ann- að og nú hefur það verið gert. Ég vil vekja athygli framkvæmdastjórans á því að í samningunum eru hins vegar engin ákvæði þess efnis að þeir séu uppsegjanlegir ef ASÍ-félögin ná betri samningum við viðsemjendur sína. Fari svo að ASÍ-félögin nái betri samningum um þessi mál skal ég verða fyrstur manna til að fagna því. Höfundur er formaður Kennarasambands íslands. Fjárhættuspil í sjoppum A SIÐASTA ári stóðu þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi fyrir lagafrumvarpi sem miðar að því að banna rekstur spila- kassa. Sjaldgæft er að slík samstaða náist milli þingmanna úr öllum flokkum á Al- þingi. Rauði kross Is- lands, Slysavarnafé- lagið, Landsbjörg og SAÁ, sem standa að rekstri spilakassa, brugðust hart við frumvarpinu og fengu m.a. til landsins aðila frá Las Veg- as til að halda fyrirlestur á Grand hóteli. Fíkn Mér þykir rekstur á fjárhættuspili, sem Bjarki Már Magnússon staðsett eru á stöðum sem börn og unglingar sækja, segir Bjarki Már Magnússon, ekki hæfa áðurnefndum stofnunum. í erindi sínu sagði hann m.a. að hann teldi að ef fólk vildi spila fjárhættuspil ætti það að eiga möguleika á því. Ekki bar mikið á fulltrúum frá SÁÁ á fundinum enda fengu þau samtök til landsins bandarískan prófessor árið 1997 sem benti á hvílíkur skaðvaldur þessi fíkn væri. Vekur athygli, eins og bent er á í leiðara Morgunblaðsins 20. febr- úar sl., að með komu sérfræðingsins frá höfuðborg spilavít- anna eru félögin sem standa að rekstri spilakassanna sjálf búin að skilgreina spilakassana sem fjár- hættuspil en slíkt er bannað með lögum. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Slysavarnarfélag- ið, Landsbjörg og Rauði krossinn bregð- ast hart við hlutum er snúa að spilakassa- rekstri. Árið 1993, er Há- skóla íslands var veitt heimild til að standa í slíkum rekstri, túlkuðu þau leyfið til Háskólans sem riftun á samningi félaganna við ríkið um almannavarnir. Það er ekki svo að mér sé ekki ljóst mikilvægi þeirra stofnana er standa í slíkum rekstri, nema síðpr sé. Sjálfur hef ég undanfarin 10 ár sótt reglulega námskeið hjá Rauða krossinum, þá hlaut ég nýliðaþjálf- un hjá björgunarsveit Slysavarn- arfélagsins og er í dag við nám í Háskóla íslands. En rekstur á fjárhættuspili, sem staðsett er í miklum mæli á stöð- um sem börn og unglingar sækja, þykir mér ekki hæfa áðurnefndum stofnunum. Áhugahópur gegn spilafíkn hef- ur nú fengið til landsins Arnok{j Wexler sem sjálfur varð spilafíkill á unga aldri. Mun Wexler halda erindi um skaðsemi spilafíknar á Hótel Sögu laugardaginn 11. nóv- ember næstkomandi kl. 14 og er allt áhugafólk um þetta mein í þjóðfélaginu hvatt til að mæta á íundinn. Höfundur er stjómmálafræðinemi og iáhugabdpi gegn spilafikn. Viðbót við íþróttaflóruna ÍÞRÓTTAIÐKUN hefur fylgt manninum frá upphafi vega og sömuleiðis keppni milli manna í íþrótt- um og hreysti. Þótt nákvæm gögn skorti er hægt að segja með nokkurri vissu að egypskar og asískar þjóðir hafi stundað það sem hægt er að kalla frjálsar íþróttir tals- vert fyrir daga kristn- innar, jafnvel um 1800 árum fyrir Krists burð. Ólympíuleikar Grikkja, sem eru dagsettir frá 776 fyrir Krist, gengu í 11 aldir áður en saga þeirra endaði á fjórðu öld. Ólympíuleikar þess tíma voru ein- göngu fyrir karlmenn, en talið er að grískar konur hafi haldið sína eigin leika (Heraea), sem líkt og Ólympíuleikarnir voru haldnir fjórða hvert ár. Það eru ekki Ólympíuleikar sem eru umfjöllunarefni þessarar greinar heldur annars konar íþróttamót sem haldið er í dag og nefnist International Galaxy Fitn- ess 2000. Þar verða saman komnir fjórir íslenskir karlmenn og fjórar íslenskar konur sem munu spreyta sig á móti fjórum erlendum karl- og fjórum erlendum kvenkeppend- um í fitness sem hægt er að út- færa á íslensku sem líkamshreysti. Hægt er að segja að Galaxy Fitness-keppni sé athyglisverð Sölvi Fannar Viðarsson blanda af fimleikum, frjálsum íþróttum, aflraunum, fegurðar- samkeppni og nokk- urs konar vaxtarrækt. Galaxy Fitness snýst um keppni í 5 íþrótta- greinum hjá körlum en þrem hjá konum. Hjá körlum ber fyrst að nefna líkamlegan samanburð sem hefur mest vægi þegar til úrslita kemur. Þar eru kapparnir bornir saman og flokkaðir í sæti eftir líkamlegum burðum. Næstar eru upphífingar þar sem hver karl hífír sig upp á rá með lófana frá sér. Flestir ættu að kannast við þessa grein úr leik- fimi, nema þar fékk hver að halda í rána með lófa að sér sem er auð- veldara. Hakan þarf að fara upp yfir rána, auk þess þarf að rétta alveg úr líkama og olnbogum þeg- ar líkaminn fer niður á milli. Þriðju æfingarnar í röðinni eru svo dýfur þar sem hver keppandi held- ur með hvorri hönd um handfang, ekki ósvipað tvíslá fimleikanna. Rétt rúmlega axlabreidd er á milli handfanganna. Þar þarf keppandi að byrja á því að halda sér kyrrum í jafnvægi á höndunum einum saman og svo að beygja olnbogana meðan líkaminn hallar áfram þar til olnbogar eru komnir í 90° horn og svo rétta alveg úr olnbogum aftur. Af þessari hreyfingu er nafnið „dýfur“ dregið. Iþróttir í dag er haldið annars konar íþróttamót, segír Sölvi Fannar Viðarsson, og nefnist það International Galaxy Fitness 2000. Báðar þessar greinar ganga út á að gera eins oft og hver keppandi getur. Ekki er einungis keppt í styrk heldur líka í snerpu. Hraða-/þrautabrautin reynir einna helst á þetta. Þar verður hver keppandi að ljúka við ýmsar þrautir, meðal annars að lesa sig áfram á höndunum talsverða vega- lengd, klifra yfir 5 metra háan ramma sem einungis er hulinn grófu neti, hlaupa á fullum hraða gegnum rör sem er metri á hæð, lyfta 90 kg kúlulaga steini upp á kassa og einnig að klifra upp 6 metra langan kaðal sem venjulega er notaður til að festa niður stór skip og reynir mikið á grip. Síðast en ekki síst er grein sem sker úr ef einhverjir eru jafnir að stigum. Greinin nefnist skylmingaþræll og reynir mikið á jafnvægi, styrk og áræði keppenda þar sem þeir standa uppi á litlum, svepplaga völtum standi og halda á stöng með púðum á hvorum enda. Þessa stöng á keppandinn að nota til að slá andstæðing sinn bókstaflega út! Hjá konum er keppt í saman- burði, hraða-/þrautabraut og skylmingaþræl. Það gilda því sem næst sömu reglur hjá konum og körlum. Skemmtanagildi íþrótta er í sjálfu sér mjög mismunandi. Gal- axy Fitness er ein fárra íþrótta- greina sem hannaðar eru með áhorf í huga og þannig að áhorf- andinn hafi gaman af. í Laugar- dalshöllinni verða saman komnir margir af bestu íþróttamönnum heims í þessari nýju íþróttagrein, en íslenskir mótshaldarar eru að vinna ákveðið frumkvöðlastarf mé'j því að halda svo stórt alþjóðlegt íþróttamót. Galaxy Fitness er afsprengi nýrrar heilsuhreyfingar sem er kannski táknræn fyrir þau okkar sem hafa sagt skilið við hreyfing- arleysi og alla fylgikvilla þess og vilja hámarka líkamlega og and- lega vellíðan. Þátttakendurnir eru ungt íþróttafólk sem fær að spreyta sig þannig að aðrir haf! gaman af og jafnvel geti þetta orðið öðrum til eftirbreytni á einhvern hátt. Ewí hvet ég lesendur til að annaðhvórt glugga á sjónvarpsskjáinn eða mæta í Laugardalshöll í dag til ánægju eða hvatningar um hvað hægt er að gera með hreyfingu og þjálfun. Höfundur starfar við heilsuraðgjöf og hefur umsjdn með ddmgæslu i keppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.