Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Lögberg-Heims- kringla, ætlar sér stærri markað Blaðaútgáfa hefur fylgt íslenska samfélag- inu í Manitoba-fylki í Kanada síðan Fram- fari kom fyrst út 1877. Vikublaðið Lögberg- Heimskringla er gefíð út í Winnipeg, en Steinþór Guðbjartsson hitti Harley Jónasson, stjórnarformann þess, á Gimli á dögunum og forvitnaðist um framtíðar- áætlanir varðandi blaðið. BLAÐAÚTGÁFA í íslenska samfé- laginu í Vesturheimi hefur alltaf verið erfið, fyrst og fremst vegna kostnað- ar. Framfari kom út 1877 til 1880 og Leifur 1883 til 1885. Blaðið Heims- kringla var stofnað 1886 og Lögberg 1888 en 1959 voru þessi tvö blöð sam- einuð og síðan hefur hið sameinaða blað, Lögberg-Heimskringla, verið gefið út vikulega í Winnipeg. Vilja ná til um 200.000 manna í Norður-Ameríku Blöðin höfðu ávallt mikið að segja í íslenska samfélaginu í Vesturheimi og tengdu fólk af íslenskum ættum, bæði sín á milli og eins við ísland. Blöðin voru lesin beggja vegna Atlantshafsins, voru vettvangur um- ræðna og skoðanaskipta og létu sér ekkert óviðkomandi. Lögberg-Heimskringla er ekki það blað sem það var áður, en mikill vi]ji er hjá stjómendum blaðsins til breyt- inga og þegar hefur verið hafist handa. „Við viljum endurvekja þenn- an áhuga, sem fólk hafði á íslensku blöðunum hér vestra, með því að virkja alla krafta sem við náum til, breyta herferðinni og auka efnistök til muna í þeirri von að ná til sem flestra þeirra 200.000 manna sem búa í Norð- ur-Ameríku og eru af íslenskum ætt- um, auk íslendinga á íslandi og ann- ars staðar," segir Harley Jónasson, stjórnarformaður Lögbergs-Heims- kringlu. Fyrir sameininguna voru blöðin skrifuð á íslensku og sá háttur hélst þar tii fyrir nokkrum árum en nú er svo komið að efnið er nánast alfarið á ensku. Stjórnendur blaðsins segja í því sambandi að ef eigi að ná til fjöld- ans verði blaðið að vera á ensku og þannig þjóni það best íslenska samfé- laginu, því staðreyndin sé sú að vestra skilji stöðugt færri íslensku, þótt nemendum í íslensku við Manitobahá- skóla hafi fjölgað í ár frá fyrri árum. Tveir starfsmenn í hlutastarfi Aðalskrifstofa L-H er í sama hús- næði og aðalræðismaður fslands í Winnipeg en í liðinni viku bættist önnur skrifstofa við - í nýju Menning- armiðstöðinni á Gimli. Elva Jónasson, varaformaður stjómarinnar, er fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar á Gimli en stjómarmaðurinn og ráðgjafinn Ken Howard heldur um stjómar- taumana á aðalskrifstofunni i Winni- peg og er með útbreiðslu til Banda- Yfirleitt eru fréttir frá íslandi á forsíðu Lögbergs- Heimskringlu. ríkjanna, íslands og annarra landa á sinni könnu. Hlutverk hans er m.a. að kynna blaðið fyrir núverandi og vænt- anlegum samstarfsaðilum, jafnt áskiifendum sem auglýsendum, í raun að finna sóknarfærin og „selja“ blaðið. Gunnur ísfeld er ritstjóri í hlutastarfi og David Jón Fuller sér um umbrotið, einnig í hlutastarfi, en önnur störf við blaðið era unnin í sjálf- boðaliðsvinnu. Reyndar var verið að auglýsa eftir starfski'afti með aðsetur á Gimli til að safna auglýsingum og taka á móti efni auk þess sem gert er ráð fyrir að við- komandi skrifi jafnframt í blaðið, sem kemur út á fóstudögum og er yfirleitt átta blaðsíður. „Með breyttum áherslum geram við ráð fyrir að blaðið verði 12 til 16 síður að jafnaði en sérstakar útgáfur verði 20 til 28 síður,“ segir Harley. „Stærra blað kallar á fleiri starfs- krafta en endurskipulagningin er rétt Morgunblaðið/Kristínn Gunnur Isfeld, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, fékk senda fundar- gerðarbók Bókmenntafélags íslendinga í Argyle fyrir skömmu og skoð- ar hér fundargerð frá 1. fundinum 28. janúar 1893. að byrja og við ætlum okkur að nota veturinn vel.“ Ekki er laust við að ákveðinnar bjartsýni gæti vestra en hafa ber í huga að landar í Vesturheimi hafa lyft mörgu grettistakinu. L-H hefur ætíð notið góðvildar og styi-kir einstakl- inga ásamt árlegum stuðningi ís- lenska ríkisins hafa tryggt útgáfuna en áskrifendur era aðeins milli 1.200 og 1.300, að sögn Harleys, og flestir í Winnipeg. Arsveltan er um 70.000 til 80.000 þúsund kanadískir dollarar, um 3,9 til 4,5 milljónir króna. „Áskrif- endur era ekki margir en þeim mun fleiri era um hvert blað, blaðið gengur innan fjölskyldna og á milli fjöl- skyldna,“ segir Harley. „Einn liður í að fjölga áskrifendum er að auglýsa gjafaáskrift og það er einn þátturinn sem við leggjum nú áherslu á.“ Harley segir að L-H hafi aldrei skilað hagnaði en reynt hafi verið að haga málum þannig að ekki væri tap á rekstrinum. Pað hefði tekist en nú stæði blaðið á ákveðnum tímamótum og miklu máli skipti að nýta meðbyr- inn. „Bara það að fá aðra skrifstofu á Gimli opnar marga nýja möguleika," segir hann. „Við náum betur til fólks- ins í Manitoba og einkum og sér í lagi á Nýja íslandi. Samfara þessari teng- ingu eram við að koma okkur upp tenglum á öðram stöðum og í borgum eins og Edmonton og Calgary. Hug- myndin er að koma upp neti, eins kon- ar fréttaritaraneti, vítt og breitt um Norður-Ameríku í þeim tilgangi að fá fréttfr af öllum íslenskum samfélög- um. íslensku félögin í Norður-Amer- íku skipta okkur mjög miklu máli því þar vinnur fólk í sjálfboðavinnu og sendir okkur efni frá starfinu auk þess sem það þekkir vel til á hverjum stað og getur verið okkur innan hand- ar varðandi frekari kynningu á blað- inu. Ennfremur höfum við hugsað okkur sérstakt átak í háskólum í þeim tilgangi að fá stúdenta til að skrifa í blaðið. Við höfum átt mjög gott sam- starf við Morgunblaðið og viljum halda því áfram en áskrifendur á ís- landi era ekki margir og þeim viljum við fjölga, meðal annars með því að virkja Þjóðræknisfélagið. Ennfremur ætlum við að leita tU íslenskra ræðis- manna og sendiherra og fá þá tU að vekja athygli á því sem við eram að gera. Með þessari tengingu vonumst við tU að fá fleiri áskrifendur og með áhugaverðari blaði fleiri auglýsendur, Hlutabréfaeign og blaðamannasiðfræði Osló. Morgunblaðið. UNDIRRÉTTUR í Noregi hefur komist að þeirri niðurstöðu að um- mæli norska dagblaðsins Dagens Næríngsliv um blaðamann norska viðskiptatímaritsins Kapital hafi verið ærumeiðandi en ekki brotið í bága við lög. Tor Inge Vormedal, sem nú hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamað- ur hjá Kapital, stefndi fyrir óbeinar ásakanir um mútuþægni. Vormedal var gert að greiða málskostnað en lögmaður hans Uiugar að áfrýja dómi undirréttar. í síðasta mánuði fjallaði DN ítar- lega um hinn svokallaða gráa mark- að í Noregi, þ.e. viðskipti með óskráð hlutabréf, oftast nýrra fyrir- tækja þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir um fyrii-tækin og starf- semi þeirra. Vomedal kom við sögu í umfjöllun blaðsins þar sem hann skrifaði um allnokkur þessara fyrir- tækja. Hann var m.a. óbeint ásakað- ur fyrir að „skrifa upp“ verð hluta- bréfanna en það sem hann stefndi DN fyrir var að blaðið ýjaði að því að hann hefði gerst sekur um mútu- þægni. DN skrifaði að forsvarsmenn verðbréfafyrirtækisins Aker Brygge Invest (ABI) hefðu boðið Vomedal hlutabréf í fyrirtækinu Ruud & Rye í skiptum fyrir að hætta við að birta grein sem hann hafði skrifað og nokkru síðar hefðu umrædd hluta- bréf verið komin á hans nafn. DN gat þess hins vegar ekki að Vorme- dal hafði greitt fyrir bréfin. Dómurinn féllst á sjónamið Vomedals um að vegið hefði verið að æru hans og starfsframa sem við- skiptablaðamanns. Forsvarsmenn Dagens Næríngsliv neituðu því statt og stöðugt að hafa ýjað að því að Vormedal þægi mútur, en Aften- posten greinir frá því að hægt sé að líta svo á að athugasemdir dómarans hafi gengið lengra í að ýja að því. í athugasemdunum segir m.a. að Vomedal hafi verið boðið af ABI að kaupa hlutabréf í R&R og með þeim kjörum að ABI keypti þau hvenær sem er aftur. I dómnum segir m.a. að ekki sé hægt að líta öðruvísi á en ABI hafi búist við einhverju í stað- inn þar sem Vormedal losnaði við áhættuna sem alltaf fylgir hluta- bréfaviðskiptum. ..Viðskiptablaðamaður sem hef- ur langa reynslu eins og Vormedal verður að hafa þekkingu og skoðun á því af hverju aðrir ættu að bera áhættur.a af verðlækkun á hans eig- in hlutabréfum ... þetta fyrirkomu- lag vekur spurningar um hvort allur sannleikurinn sé kominn í ljós ...“ í tengslum við umfjöllun DN um Vormedal var rætt um hvort það væri réttlætanlegt að blaðamenn sem skrifa um hlutabréfamarkaðinn og einstök félög ættu hlutabréf. f ljós kom að Vormedal átti umtals- verðar eignir, m.a. í óskráðum félög- um sem hann hafði skrifað um. Yfir- maður tímaritsins Kapital sem Vormedal starfaði hjá hefur lýst því yfir að settar verði strangari reglur en hverjar þær verða er þó ekki ljóst. Slegist um Express-blöðin BUIST er við hörðum slag um Express-dagblaðaútgáfuna í Bret- landi en fyrr í vikunni bauð DMGT, eigandi Daily Mail og Evening Standard, um 13 milljarða fs- lenskra króna eða meira í fyrirtæk- ið. Væntanlegt var einnig tilboð frá Hinduja-bræðrunum, indverskum auðkýfingum með aðsetur á Eng- landi, og sagt er, að þeir séu búnir að setja saman væntanlega stjórn með ýmsum kunnum nöfnum úr blaðaheiminum. Þá var líka búist við, að Conrad Black, eigandi Daily Telegraph, myndi koma með til- boð. Sagd; er, að Hinduja-bræðurnir séu tilbúnir til að bjóða eiganda Express-útgáfunnar, United News & Media, verulega betur en DMGT og auk þess hafa þeir það fram yfir keppinautinn, að boð þeirra myndi ekki koma til kasta samkeppnisyf- irvalda. Eiga þeir engin blöð fyrir en hugsanleg kaup DMGT, sem eins og fyrr segir gefur út Daily Mail og Evening Standard, á Express yrðu hins vegar athuguð sérstaklega vegna þess, að með sameiningunni myndi fyrirtækið gefa út meira en 500.000 eintök á dag. I bresku samkeppnislögunum er raunar ákvæði um það, að sé það fyrirtæki eða sú dagblaðaútgáfa, sem til stendur að kaupa, f miklum erfiðleikum, megi horfa framhjá fyrrnefndum 500.000 eintökum. Getur þetta ákvæði hugsanlega átt við núna varðandi kaupin á Express, sem er fremur illa statt. Var gengi þess mest fyrir 36 árum Rupert Conrad Murdoch Black þegar upplagið var fjórar milljónir eintaka á dag en er nú ekki nema ein milljón. Til varnar frjálsri skoðanamyndun Bresk lög um yfirtöku dagblaða eru í mörgu frábrugðin lögum um sameiningu fyrirtækja í öðrum greinum og ástæðan er það vald, sem blöðin geta haft til skoðana- myndunar. Eins og fyrr segir má upplag sameinuðu fyrirtækjanna ekki fara yfir 500.000 á dag án þess að það sé fyrst skoðað í samkeppn- isráði iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins og raunar gildir það um öll kaup eins dagblaðs á öðru ef það, sem keypt er, er gefið út í meira en 50.000 eintökum. Er til- gangurinn sá að standa vörð um fijálsa skoðanamyndun en auk þess er leitað eftir athugasemdum frá keppinautunum og auglýsendum. I þessu máli nú er horft til þess, að Daily Express hefur á síðustu árum túlkað fremur vinstri sinnað- ar skoðanir og það þykir skipta máli, að ritstjórnarstefnu þess verði ekki kollvarpað í hugsanleg- um kaupum. Maff-hópurinn segist raunar vera tilbúinn til að ábyrgj- ast, að ritstjórnarstefnunni verði ekki breytt enda telur hann það líka miklu vænlegra en að fara að gefa út blað, sem kalla mætti Daily Mail 2. Murdoch stærstur , Staðan á breska blaðamarkaðn- um er nú sú, að News Internation- al, fjölmiðlasamsteypa Ruperts Murdochs, er með 30% en hreppi Mai/-hópurinn Express Newspap- ers verður hlutur hans á bilinu 25 til 30%. Þótt reynt sé að tryggja með lögum frjálsa skoðanamyndun og ákveðna fjölbreytni í blaðaflór- unni, eru þó engin lög, sem tak- marka hvað einhver einn blaða- kóngur má eiga mikið. Murdoch nýtti sér undan- tekningarákvæðið í samkeppnis- lögum þegar hann keypti Time og Sunday Times 1980 en þá var látið í veðri vaka, að blöðin væru rekin með tapi. Kom eigandi Times, Roy Owner, honum til hjálpar í því með því að lýsa yfir, að fengi hann ekki viðunandi boð fyrir mars 1981 myndi hann hætta rekstrinum. Síð- ar kom þó í ljós, að líklega _var út- gáfan rekin með hagnaði. f annað sinn kom til kasta þessa ákvæðis 1987 þegar Murdoeh keypti Today en þá beygði hann Young lávarð, þáverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra með því að setja honum úrslitakosti. Kvaðst hann mundu draga tilboðið til baka yrði það ekki samþykkt innan sólarhrings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.