Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 51 FANNEY DÍS SVAVARSDÓTTIR + Fanney Dís Svav- arsdóttir, Suður- götu 10, Vogum, fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1996. Hún lést á bamaspítala Hringsins 29. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Svavar Jóhannsson úr Vogum, Vatns- leysuströnd, f. 22.6. 1970, og Elín Mar- grét Helgadóttir frá Grindavík, f. 11.2. 1972. Systkini henn- ar eru Jóhann Sæv- ar, f. 22.8. 1994, og Kristín Helga, f. 26.4. 1998. Foreldrar Svavars eru Jóhann Sævar Sfmonarson, f. 21.7. 1943, og Herdís Ósk Herj- ólfsdóttir, f. 21.3.1943. Foreldrar Elínar eru Helgi S. Kristinsson, f. 23.4.1937, og Olafía Kristín Krist- jánsdóttir, f. 10.12. 1940, d. 25.9. 1999. Útför Fanneyjar Dísar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Fanney Dís okkar, þá er komið að kveðjustund, og þinni löngu og erfiðu baráttu lokið. Oft áttir þú erfiða tíma og þjáðist mikið vegna veikinda þinna og var þá haldið að þín síðasta stund væri runnin upp, en þú sýndir öllum að við hefðum öll okkar ákveðna tíma hér á jörðinni og færum þegar hann vserí liðinn. Margar góðar stundir áttum við saman og margoft komstu bæði okkur og öðrum á óvart með því að sýna að þú varst fær um það sem ekki var talið mögulegt að þú gætir. Tónlistin var sérstaklega í uppáhaldi hjá þér og var þá ekki sama hvaða tegund tónlistar var um að ræða því að þín tónlist var barna- lögin og þú gast legið tímunum sam- an og hlustað á þau, einnig þegar þér leið illa. Margar góðar stundir gafstu okkur og ótrúlega mikið gafstu af þér og við munum búa alla ævi að því hafa fengið að hafa þig og kynnast þér. En tíminn sem þú fékkst að vera hjá okkur var því miður ekki langur, en okkar góðu tímar saman gleymast aldrei. Oft þegar þér leið sem verst eða varst veik gat fátt huggað þig en þegar mamma sat með þig í fanginu og söng og þá sérstaklega lagið Bí, bí og blaka rðaðist þú oft. Elsku stelpan okkai-, nú vitum við að þú ert loks laus úr viðjum veik- inda og fötlunar og getur hlaupið um og sungið, engar óþægi- legar stungur og sár- indi. Nú færðu að hitta ömmu Ollu sem þótti svo afar vænt um þig og hjálpaði okkur mik- ið við umönnun þína meðan hún lifði, við vit- um að hún hefur ör- ugglega tekið opnum örmum á móti þér og leiðir þig nú í guðs ríki. Við viljum koma á framfæri miklu þakk- læti til allra sem að- stoðuðu okkur og Fanney Dís og studdu vel við bakið á okkur þennan tíma sem Fanney Dís var á lífi. Við höfum séð hvað mikið er til af góðu fólki í kringum okkur og yrði sú upptalning of löng ef nefna ætti öll þau nöfn sem þar komu að. Eg sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku prinsessan okkar, við sökn- um þín öll og biðjum góðan guð að vernda litla engilinn okkar. Mamma, pabbi, Jóhann Sævar og Kristín Helga. Elsku litla prinsessan okkar. Þá er lokið fjögurra ára nær þrotlausri baráttu. Þegar litla stúlkan okkar fæddist uppgötvaðist nær strax hennar mikla fötlun og lífsmöguleiki nær enginn. Eðlilega var þetta gífurlegt áfall og þá sérstaklega fyrir hina ungu foreldra. En litla prinsessan var sterkari en nokkurn grunaði, í rúmlega fjögur ár lifði hún. En hún þurfti að líða mikið. Oft sárþjáð en hún átti líka sínar góðu stundir á milli stríða. Hún elskaði tónlist og oft þegar EMILÍA ESTHER ÞORFINNSDÓTTIR + Emilía Esther Þorfmnsdóttir, Kirkjuvegi 11, Kefla- vík, fæddist 13. jan- úar 1923. Hún lést 24. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorfinnur Ólafur Hansson, vél- stjóri á Akranesi, f. 9. september 1895, og Svanhildur Krist- jánsdóttir húsmóðir, f. 28. september 1894. Maki Emilíu var Einar Gíslason (skildu). Börn Emilíu Estherar: Róbert Lauritsen, 1942, maki Sigríður Magnúsdóttir; Sig- urður H. Dagsson, f. 1944, inaki Ragn- heiður Lárusdóttir; Birgir Einarsson, f. 1947, maki Hrafn- hildur Kristjánsdótt- ir; Gísli Einarsson, f. 1954, maki Sigríður Gunnarsdóttir; Ein- ar Emil Einarsson ,1956, maki Sigur- björg Ragnarsdótt- ir, og Emilía Hildur Einarsdóttir, f. 1959, maki Stefan Matthias Autrey. Útfór Emilíu Estherar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast tengda- móður minnai' Estherar Þorfinns- dóttur sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. október sl. Esther hefur verið hluti af mínu lífi og minnar fjölskyldu í yfir 30 ár og það er sárt að horfa á eftir þessari góðu konu þó að ég viti að hún var bæði orðin veik og þreytt og trúlega hvíldinni fegin. Ég heyrði hana aldrei kvarta þó að hún hafi oft haft ærna ástæðu til. Þegar ég kynntist henni bjó hún með fjórum börnum sínum að Smáratúni 16 í Keflavík. Hún vann utan heimilis, sinnti barnauppeldi og heimilisstörfum með öllu sem því fylgir og það var gott að koma á heimilið til tengda- mömmu, sitja við eldhúsborðið, spjalla og vera svo boðin í mat en hún var mjög góður kokkur og hef ég fengið margar uppskriftir hjá henni leið illa lét hún huggast við að hlusta á barnalög. Henni þótti ósköp gott ef einhver sat með hana og söng. Elsku hjartans litla Fanney Dís, þú varst svo blíð og góð og brosið þitt var svo einlægt og bjart. Þó að við syrgjum þig vitum við að nú líður þér vel, laus úr þessum fatlaða líkama. Nú getur þú hlaupið um, sungið og gert allt sem þú gast ekki í þessu lífi. Dauðdaga þinn bar að eins og mamma þín, sem elskaði þig mest af öllum, hefði alltaf óskað. Þú sofnaðir í fanginu á mömmu hlustandi á „Stóru-barnaplötuna“. Elsku Svavar og Ella, þessi tími hefur verið ykkur erfiður en jafn- framt þroskandi. Við skiljum ekki tilganginn með því að láta lítið barn kveljast svona, þá skýringu fáum við ekki fyrr en okkar tími kemur. En minningin um litlu fallegu, rauð- hærðu telpuna ykkar verður aldrei frá ykkur tekin og betri foreldra hefði hún ekki getað átt. Það voru líka margar góðar manneskjur sem gerðu mikið fyrir hana og skal starfsstúlkum á Lyngseli þökkuð öll umhyggja sem þær Sýndu bæði henni og okkur öllum og af öllu starfsfólki á Landspítalanum ber fyrst og fremst að þakka Hróðmari Helgasyni lækni og Stefaníu B. Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi. Elsku litla Fanney Dís, nú vitum við að þú ert komin til ömmu Ollu. Við vottum Svavari, Ellu og systkinunum Jóhanni Sævari og Kristínu Helgu innilega samúð. Litla prinsessa, við sjáumst þegar okkar tími kemur. A sólríkum degi þú lagðir af stað er slokknaði lífs þíns kraftur. Með tárvotum augum um það ég bað að hitta ég fengi þig aftur. Og erfiða baráttu háðir þú hörð en á endanum þvarr svo þinn máttur, ég veit að um okkur þú stendur nú vörð það er þinn einlægi háttur. (H.L.) Vertu guði falin, litla ástin okkar. Amma Dísa og afi Sævar. Elsku litla Fanney Dís okkar. Nú kveðjum við þig með söknuð í hjarta. Þó að þetta hafi alltaf verið yfirvofandi síðastliðin fjögur ár, er alltaf erfitt að kveðja. Þú varst alltaf litla hetjan okkar og kenndir okkur margt, en margar eru minningar okkar og þökkum við fyrir að eiga þær. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn henni í gegnum tíðina. Frá því að ég hitti hana fyrst hefur mér liðið vel í návist hennar og alltaf var gaman að fá hana í heimsókn eftir að við eign- uðumst okkar eigið heimili. Við þjuggum á Akranesi í 12 ár en þar var Esther fædd og uppalin og þótti henni alltaf mjög gaman að koma upp á Skaga í heimsókn á æskuslóð- irnar. Hún naut þess að syngja og hafði mjög fallega söngrödd og tók- um við stundum lagið þegar hún vai' í heimsókn hjá okkur. Mér er minn- isstætt ættarmót Estherar og systkina hennar sem var haldið í Skorradal fyrir nokkrum árum en þá fóru þau systkinin upp á svið í skátaskálanum og sungu nokkur lög fyrir okkur hin. Þar var Esther í essinu sínu innan um sitt fólk og mikið var gaman að vera þarna með henni. Esther fylgdist vel með börn- um sínum, tengdabörnum og barna- börnum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Ég vil þakka þér Esther mín fyrir góða og ánægjulega samfylgd og megi guðs blessun fylgja þér. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sofþúíbiíðriró. Viðhöfumvakaðnóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Ég kveð þig með söknuði. Hrafnhildur. og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er allt sem guði er frá. (V. Briem.) Elsku Fanney Dís, blessuð sé minning þín. Elsku Ella, Svavar, Jóhann Sævar og Kristín Helga, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hanna Lóa, Ámi og börn. Elsku Fanney Dís. Nú er fjögurra ára baráttu þinni lokið. Baráttan var oft bæði erfið og hörð, en þú kvaddir með reisn, þótt þú sért sofnuð mun geisli þinn ávallt lýsa. Elsku Fanney Dís, nú líður þér vel laus við allar þjáningar. Vertu sæl, vor litla hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl vor litla Ijúfan blíða, lof sé guði, búin ertu’ að stríða, upp til sælu sala saklaustbarnándvala lærðu ung við engla guðs að tala. (M.Joch.) Elsku Ella, Svavar, Jóhann Sæv- ar og Kristín Helga. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, guð veri með ykkur á þessari sorgarstundu. Harpa Rós, Mariusz og dætur. Elsku Fanney Dís okkar, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Það eru rétt rúm fjögur ár síðan þú fæddist og hófst þá strax baráttu þína um lífið, sem þú tókst á við af miklum krafti og dug, svo lítil og viljasterk. Nú hefur þú sofnað svefninum langa og hvílir í ró og friði. I hjörtum okkar lifir minningin um þig, sofðu vært litla frænka okk- ar. Megi guð leiða foreldra þína og systkini í gegnum sorgina. Guð geymi ykkur öll. í gærvar hún yndisbarnið bjarta sem brosti blítt og snart hvert hjarta. Hógvært og kyrrt hún hélt á brott til himnafóðurins bamið gott. Sig vængjum björtum býr í dag, í betri heimi syngur lag við hörpuslátt svo hinum líki himins englum í sæluríki. (Signý Gunnarsdóttir) Símon, Sigrún og dætur. Elsku Fanney Dís. Hvernig líður þér? Eni krakkarn- ir hjá Guði skemmtilegir? Ég hef alltaf verið vinkona þín, og mér finnst gaman að passa þig. Ég hugsa mikið um þig og sakna þín líka mikið. Ég er búin að velja kerti og ég kveiki á því fyrir þig. Það er mynd af þér hjá kertinu. Ég ætla að biðja Guð að passa þig mikið. Þetta er bréf handa þér. Mér fannst gaman að leika við þig og vera með þér í Lyngseli. Kveðja, þín vinkona, Helga Sigríður. Elsku besta Fanney Dís, nú ert þú farin, litli sólargeislinn okkar, þangað sem þjáning og sorg þekkist ekki. Við trúum því að litla stelpan okkar með rauðu lokkana sé nú hlaupandi um, dansandi og syngj- andi, komin í faðm ömmu sinnar. Þú varst lítil hetja sem háðir mikla og erfiða baráttu. En á endanum gast þú bara ekki meir og sofnaðir svefn- inum langa í fangi móður þinnar. Það er dýrmætt fyrir okkur að hafa fengið að kynnast þér og annast þig. Þú gafst okkur svo mikið með þínu bjarta brosi og þeirri lífsgleði sem þú bjóst yfir. Við gleymum aldrei hversu notalegt það var að sitja með þig í fanginu og syngja fyrir þig. Sama hversu falskt við sungum allt- af brostir þú jafn blítt og baðst um meira. Þú varst mikil félagsvera og naust þín best þar sem eitthvað var um að vera, en best leið þér þó í litla húsinu þínu með leikföngunum og með tónlistina þína á. Þú skilur eftir mikið tómarúm í hjörtum okkar og félaga þinna hér í Lyngseli. Við átt- um svo mikið í þér og þykir óskap- lega vænt um þig. Og þótt við ættum von á að þú yrðir ekki lengi hjá okk- ur er áfallið mikið og erfitt að sætta sig við að þú sért alveg farin frá okk- ur. Elsku Fanney Dís, þú varst svo heppin að eiga einstaka foreldra, ömmu og afa sem umvöfðu þig kær- leika sínum og vildu allt fyrir þig gera. Missir þeirra er mikill. Elsku Elín, Svavar, Jóhann Sævar, Kristín Helga, Dísa og Sævai', við biðjum al- góðan Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Fanney Dís, við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér, kveðjum þig með söknuði og biðjum Jesú að; leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Davíðssálmur nr. 23.) Fyrir hönd starfsfólks Lyngsels, Kolbrún Marelsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina. MORGUNBLAÐIÐ tekur aftnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugi'ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.