Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 62
^|82 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐA SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Loftbóludekk "geta leyst nagla- dekkin af hólmi Á SÍÐUSTU vikum hafa birst í Morgun- blaðinu tvær greinar um þann vanda sem notkun negldra hjól- barða leiðir af sér. f ^báðum tilvikum telja greinarhöfundar að svokölluð harðkorna- dekk séu lausnin. Eg ætla mér ekki að fara að draga meint ágæti þeirra dekkja í efa hér. Ég vil hins vegar minna á að fjölmörg fyrirtæki og enn fleiri einstaklingar hafa farið aðra leið til að losna við að aka um á negldum hjólbörðum. Pessi hópur hefur sett svokölluð loftbóludekk undir bíla sína. Ég fullyrði að reynslan af þessum einstöku hjól- börðum er framúrskarandi góð. _ __ Það er því engin ástæða til að und- anskilja loftbóludekkin í þeirri um- ræðu sem nú er í gangi, heldur þvert á móti. Ótvíræður skaði af notkun nagladekkja í grein sem birtist í Morgun- blaðinu 29. september sl. rekur Friðrik Helgi Vignisson, fram- Hjólbarðar ^ Staðreyndin er sú, segir Jóhann Arnarson, að loftbóludekkin reynast ekki síður en nagladekk við nær allar aðstæður og betur en þau við sumar aðstæður. kvæmdastjóri Nýiðnar hf., nokkr- ar staðreyndir um þann skaða sem hlýst af notkun nagladekkja. Hann ^nefnir m.a. mikinn skaða á gatna- kerfi; loftmengun sem er hættuleg heilsu fólks; aukna hættu í um- ferðinni vegna vatnsskautunar í hjólförum; slysahættu vegna tjörumyndunar á sólum og mikla hávaðamengun. Um ekkert þess- ara atriða þarf að deila, þau eru öll borðleggjandi staðreyndir um þann skaða sem negldir hjólbarðar valda. Auðvelt væri að auka mjög við þessa upptalningu en ég læt það ógert hér. í framhaldi af þessari upptaln- ingu tíundar Friðrik Helgi helstu kosti harðkornadekkjanna svo- nefndu, sem fyrirtæki hans hefur einkaleyfi á að framleiða. Aðferðin við framleiðslu dekkjanna gengur *' ‘út á að blandað er harðkornum í alla slitbana dekksins. Loftbólu- dekkin, sem ég vil gera hér að um- ræðuefni, byggjast á allt annarri aðferð. Ég vil nú gera grein fyrir } helstu eiginleikum þeirra en þess- um tveimur ólíku dekkjagerðum er t oft ruglað saman. Það eina sem þau eiga sameiginlegt er að bæði eru framleidd gagngert til höfuðs j nagladekkjunum, ef svo má að orði i komast. Snertiflötur loftbóludekkj- anna alltaf stamur Loftbóludekkin eru framleidd af I hinu heimsþekkta fyrirtæki, i Bridgestone. Þau eru frábrugðin venjulegum hjólbörðum að því leyti að slitflötur loftbóludekkj- anna er búinn til úr gúmmíblöndu sem er með óteljandi örsmáar loft- bólur í sér. Það er staðreynd að ^ begar ekið er á snjó og ís myndast avallt örþunn vatnsfilma undir dekkjum, hverrar gerðar sem þau eru. Loftbóludekkin soga þetta vatn hins vegar upp í sig þannig að snertiflötur þeirra er alltaf stamur. Auk þess gera loftbólurn- ar það að verkum að þúsundir af hvössum brúnum grípa í yfir- borð vegarins. Þau hafa sem sagt eigin- leika sem engin önn- ur dekk geta státað af. Að auki eru þau einstaklega mjúk og fylgja því yfirborði vegarins mjög vel og t.d. mun betur en nagladekk. Síðast en ekki síst má nefna að loftbóludekkin endast vel og halda eiginleikum sínum þótt þau slitni. Allar þessar fullyrðingar um loftbóludekkin eru studdar ítarleg- um rannsóknum og prófunum þannig að hér er ekki um neitt auglýsingaskrum að ræða. Fordæmi Símans Seinni greinin, sem ég vil gera að umtalsefni, birtist í Morgun- blaðinu 13. október sl. Þar fjalla greinarhöfundarnir, þeir Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála Sím- ans, og Björgvin Þorsteinsson, umhverfisverkfræðingur, um þá miklu hávaða- og loftmengun sem notkun nagladekkja leiðir af sér. Síðan vekja þeir athygli á jákvæðri reynslu Símans af notkun harð- kornadekkja á liðnu ári. I lok greinar sinnar láta þeir Ól- afur og Björgvin í ljós þá von að fleiri fyrirtæki fari að dæmi Sím- ans og dragi úr mengun, umferð- arhávaða og sliti á götum. Ég tek heils hugar undir þau orð en vil jafnframt minna á að loftbóludekk- in eru ekki síðri kostur en harð- kornadekk í því sambandi. í grein þeirra Ólafs og Björg- vins kemur fram að Síminn notar harðkornadekkin eingöngu undir bifreiðar sem eru í innanbæjar- akstri í Reykjavík. Ég vil hins veg- ar upplýsa það hér að nú þegar nota nokkur fyrirtæki eingöngu loftbóludekk frá Bridgestone undir bíla sína að vetrarlagi, og gildir þá einu hvort um er að ræða innan- bæjarakstur eða akstur á þjóð- vegum landsins. Má þar nefna fyrirtæki eins og Strætisvagna Akureyrar (SVA), sem notar loft- bóludekk undir alla stærri vagna sína, Gámaþjónustu Reykjavíkur, sem notar eingöngu loftbóludekk undir bíla sína að framan, auk fjöl- margra annarra flutningabílstjóra sem nota loftbóludekkin undir bíla sína. Ótaldir eru þá þeir fjölmörgu fólksbílaeigendur sem aka um á loftbóludekkjum að vetrarlagi og munu væntanlega aldrei aftur setja nagladekk undir bílinn. I nær öllum ofangreindum til- vikum er reynslan af notkun loft- bóludekkjanna afar góð. Stað- reyndin er sú að þau reynast ekki síður en nagladekk við nær allar aðstæður og betur en þau við sum- ar aðstæður, t.d. þegar frost er á vegum ellegar mikill snjór. Eg vil að lokum hvetja menn til að hafa loftbóludekkin í huga þeg- ar leitað er leiða til að útrýma notkun negldra hjólbarða. Ég tek undir þá skoðun að það verkefni er mjög brýnt. Það myndi leiða til mikils samfélagslegs sparnaðar og jafnframt mikillar heilsubótar í þjóðfélaginu. Höfundur er markaðsstjóri Gúmmf- vinnslunnar hf. á Akureyri. Jóhann Arnarson GÖNGUM í EVRÓPU- SAMBANDIÐ í SUMAR vakti for- seti íslands máls á því í innsetningarræðu sinni að Alþingi hefði ekki lengur þann sess í stjómkerfi okkar sem það áður hafði og vöktu ummæli hans nokkra athygli og viðbrögð. En forsetinn hafði nokkuð til síns máls, því Alþingi hefur ekki þau áhrif til lagasetningar í þessu landi sem það gæti haft, sérstaklega er varðar skuldbindingar okkar gagnvart Evrópusam- bandinu. Við búum við stjórn- arhætti sem kenna sig við lýðræði og eiga væntanlega að merkja að þjóðin setji lög og stjórni landinu, þótt með óbeinum hætti sé, þ.e. með full- trúalýðræði. Nú eru liðin rúm sex ár frá því að Island gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Sú inn- ganga hafði í för með sér allvíðtækar breytingar á lögum á mörgum svið- um þar sem hún fól í sér að íslend- ingar þurftu að innleiða lög og til- skipanir Evrópusambandsins og aðlaga að íslenskri löggjöf. Mest- megnis voru þetta þó staðlar sem settir höfðu verið til samræmingar á framleiðslu ESB-landanna og til að auðvelda viðskipti með ýmsar vörur. Að fenginni þeirri reynslu sem kom- in er af þessum samningi virðast allir vera sammála um að hann hafi verið okkur happasæll og skapað aukna velferð í þessu landi. En tímamir breytast og nú hefur sú spurning komið upp á þessu sumri hvort þessi samningur dugi okkur til framtíðar. Sú umræða er nú aftur komin í gang, ekki hvað síst að frumkvæði utanrík- isráðherra og er það mjög virðingar- vert og lýsir pólitískri framsýni. En þótt ÉES-samningurinn hafi reynst okkur heilladrjúgur og átt sinn þátt í að skapa hér efnahagsleg- an stöðugleika hefur ávallt verið á honum einn megingalli og hann er sá að hann sviptir okkur möguleika á að eiga aðild að ákvarðanatöku um ýmis mál er okkur snertir og fram koma í lögum og tilskipunum sem við verð- um að beygja okkur undir. Hér er um alvarlegan misbrest á lýðræði að ræða sem ekki verður við unað. Þeir sem að EES-samningnum stóðu í byrjun 10. áratugarins voru annars vegar gömlu EFTA-löndin, og þar með talið ísland, og hins veg- ar Evrópusambandið og var mark- mið EFTA-landanna m.a. að komast að innri markaði ESB. Evrópusam- bandið tók ekki annað í mál en að öll sú löggjöf sem sett hafði verið vegna innri markaðar þess yrði í lög leidd í EFTA-löndunum og var það mjög skiljanleg krafa. En ESB var ekki endanleg stærð við undirritun EES- samningsins. Það er lifandi samband ríkja sem heldur áfram að þróast og dafna, jafnframt því sem stöðugt koma til ný viðfangsefni og vanda- mál sem leysa þarf. Því varð það mikilvægt að ákvarða hvernig EFTA-löndin kæmu að setningu laga og reglugerða sem gilda áttu á öllu EES-svæðinu. EES-samningurinn er annað og meira en einfaldur fríverslunar- samningui’ og hefur sá skilningur á honum verið staðfestur af EFTA- dómstólnum. Samningurinn hvílir á tveim meg- in „stoðum“, EFTA-stoð og ESB- stoð. En hér er ekki um tvo jafna að- ila að ræða þegar kemur að setningu laga og reglugerða er varða allt efna- hagssvæðið og samningurinn nær til, en það er víðtækt svið er snertir bæði efnahags- og félagsmál. Þar liggur ákvarðanatakan hjá ESB en EFTA kemur að sem ráðgefandi aðili í þeim málum er þeir telja að snerti báða. Á þessu ári kom út bók eftir Einar Bene- diktson sendiherra, „ísland og Evrópuþró- unin 1950-2000“, þar sem hann m.a. lýsir samningsgerðinni um EES, en Einar átti þar drjúgan hlut að máli. Hann lýsir því í bók sinni hvemig á samn- ingsferlinu urðu til hugtökin: „decision shaping" (ákvarðana- mótun) og „decision making" (ákvarðanataka) þar sem EFTA-löndin fengu aðstöðu til að hafa áhrif á ákvarðanamótun en ákvarðanatökuvaldið lá hjá ESB. Það er því ljóst að EFTA-löndin af- söluðu sér ákvörðunarvaldi til setn- ingar laga og reglugerða (tilskipana) í mörgum mikilvægum málum til stofnana ESB gegn því að fá aðgang að þeim nefndum er undirbúa mál og koma með breytingatillögur ef þeim sýnist þörf á því. En þeir eru ekki einir um það. Á sama hátt og Alþingi ráðfærir sig við ýmis félaga- og Ég tel að hag okkar sé best borgið með því að ganga í Evrópusam- bandið, segir Kristján E. Guðmundsson, og að samningar um það verði settir í gang fyrr en síðar. hagsmunasamtök í þjóðfélaginu áð- ur en löggjöf er að fullu mótuð gera nefndir ESB það sama. Hagsmuna- samtök Evrópulanda reyna því með ýmsu móti að hafa áhrif á setningu laga og reglugerða ESB. Talið er að í Brussel starfi að jafnaði um 14.000 „lobbyistar" er jafnan reyni að hafa áhrif á gang mála hjá framkvæmda- stjórn ESB. Á Vesturlöndum er slíkt talið eðli- legur þáttur hins lýðræðislega sam- félags. EFTA-löndin sitja því á bekk með 14.000 öðrum lobbyistum ýmissa hagsmuna- og félagasamtaka í Evrópu. Reyndar gerir EES-samn- ingurinn (99. gr.) ráð fyrir samráði og beinni þátttöku EFTA-landanna í nefndastörfum. En hver er reynslan af því? I skýrslu utanríkisráðherra sem lögð var fyrir Alþingi í vor segir um þetta atriði (bls. 69): „Öðru máli gegnir um samráð samkvæmt 99. grein EES-samningsins sem er ekki síður mikilvægt þegar um nýja lög- gjöf er að ræða. I þeim tilvikum hafa nefndir ekki verið stofnaðar á grund- velli gerða, enda um nýtt frumkvæði að ræða og því er ekki áskilið að framkvæmdastjórnin hafi tiltekið fyrirkomulag á samráði. í slíkum til- vikum getur framkvæmdastjórnin ákveðið að leita ráðgjafar hjá ein- stökum sérfræðingum eða að styðj- ast eingöngu við innanhússsérfræð- inga.“ Þá eru þar nefnd dæmi um það er búið var að undirbúa laga- setningu án samráðs við EFTA- löndin og stundum fyrir tilviljun að menn komust að slíku og gátu gert athugasemdir. Við setningu laga í slíkum tilfellum sitja EFTA-löndin uppi með gerðan hlut þar sem þeirra réttur er aðeins ráðgefandi. Þá ber að hafa í huga, eins og bent er á í skýrslu utanríkisráðherra, að oft eru lög og tilskipanir innan ESB sett að undangengum málamiðlun- um á milli aðildarríkja, samningum sem fram fara á bak við tjöldin og EFTA-löndin hafa ekki aðgang að. Þessi skortur á möguleikum til að taka beinan þátt í ákvörðunum og þar með til að móta stefnuna í mikil- vægum hagsmunamálum varð m.a. til þess að þrjú EFTA-lönd, Svíþjóð, Finnland og Austurríki, sáu hag sín- um best borgið með því að stíga skrefið til fulls og gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það hlýtur að teljast óviðunandi frá sjónarmiði lýð- ræðis að við skulum vera neydd til að taka við tilskipunum og innleiða lög sem við höfum ekki möguleika á að vera þátttakendur í að setja. I dag erum við, ásamt Noregi og Lichtenstein, að burðast við að halda úti stofnunum EFTA, eftirlitsstofn- un og dómstól (og meira að segja þróunarsjóði fyrir Portúgal, þótt þeir hafi yfirgefið EFTA og gengið í ESB fyrir um 15 árum), til þess að geta setið á bekk með hinum 14.000 lobbyistunum í Brussel. I þessum fé- lagsskap eigum við að vera í sam- vinnu og samráði við frændur okkar Norðmenn, en eins og fram kemur í skýrslu utanríkisráðherra eiga þeir erfitt með að líta á okkur sem jafn- ingja í þessum leik og vilja gleyma samráðinu og fara sínar leiðir. Þegar utanríkisráðherra vakti máls á því hvort ekki væri rétt að skoða að nýju stöðu okkar gagnvart ESB spyr Morgunblaðið hvað sé nýtt er gefi tilefni til slíks. Skortur á möguleikum okkar til þátttöku í lagasetningu á Evrópska efnahagssvæðinu, og þar með skort- ur á lýðræði, er ekki nýr af nálinni. Sú staðreynd hefur legið fyrir frá undirritun samningsins. En nú eru liðin tæp sjö ár frá því að samningur- inn tók gildi og mikið vatn til sjávar runnið á þeim tíma. Við gerð samn- ingsins voru margir gagnrýnir á þau lög og reglugerðir ESB sem menn þurftu að innleiða og þá sérstaklega fjórfrelsið svonefnda. Það hefur þó sýnt sig að það svigrúm er skapaðist með því frelsi sem þar var innleitt hefur orðið okkur mjög til góðs. Við höfum nú aðlagað löggjöf okkar Evrópusambandinu og eru flestir ánægðir með það. Þá hefur það sýnt sig að frelsi með flutning vinnuafls hefur ekki orsakað innrás erlends vinnuafls á íslenskan vinnumarkað en öllu fremur komið sér vel fyi-ir ís- lendinga erlendis. Ég held að menn hafi í upphafi of- metið þá möguleika sem EFTA- löndin höfðu til áhrifa á lagasetningu ESB. Það er nokkuð annað að inn- leiða í lög milliríkjasamning þar sem öll ákvæði samningsins liggja fyrir eða að samþykkja fyrirfram að inn- leiða lög sem ákvörðun verður tekin um í framtíðinni, án þess að geta ver- ið með í þeirri ákvörðunartöku. Þá hafa komið til ýmis ný samstarfssvið sem EES-samningurinn nær ekki til, t.d. Schengen-samningurinn um sameiginleg ytri landamæri. Með inngöngu okkar í Evrópusambandið næðistverulegur ávinningur: 1. Auk- ið lýðræði með þátttöku okkar í setn- ingu laga og tilskipana. 2. Lækkun vöruverðs, sérstaklega á landbúnaðarafurðum þar sem okk- ur byðust nú vörur á sama verði og á meginlandi Evrópu. 3. Aukin samkeppni á fjármála- markaði og lækkun vaxta. 4. Hús- næðisverð mun að öllum líkindum lækka verulega þar sem aðgangur yrði að ljármagni með lægri vöxtum. Forsenda þess er að sjálfsögðu sú að tekin yrði upp mynt Evrópusam- bandsins sem myndi afmá gengis- hættu. 5. Verulega meiri stuðningur við landsbyggðina þar sem við nytum góðs af umfangsmiklum stuðningi Kristján E. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.