Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 84
•'kT* Heimavörn flfofgtttilMbifeife MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3M0, ÁSKRIFI-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANCSSTRÆTII FOSTUDAGUR 3. NOVEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Miskabætur vegna aðgerða félagsmálanefndar Rufu friðhelg’i heimilis HÆSTIRÉTTUR hefar dæmt ísa- fjarðarbæ og tvo starfsmenn félags- málanefndar bæjarins til að greiða feðgum samtals 500 þúsund kr. miskabætur. Rétturinn segir starfs- menn nefndarinnar ekki hafa haft heimild til að fara inn á heimili feðg- anna og taka þaðan bam sonarins. Málavextir voru þeir að ungt par með bam hafði búið í óvígðri sambúð ^um hríð á heimili foreldra mannsins. Þegar upp úr sambúðinni slitnaði leit- aði konan, sem var danskur ríkis- borgari, samdægurs til danska kjör- ræðismannsins á staðnum og óskaði liðsinnis hans við að fá bamið afhent. Kjörræðismaðurinn sneri sér tii fé- lagsmálanefndar og bað um aðstoð og sóttu tveir starfsmenn hennar bamið. Hæstiréttur bendir á, að ekkert hafi amað að baminu hjá föðumum og ekki hafi verið sýnt fram á nauð- syn þess að taka barnið af heimilinu með vísan til bamavemdarlaga. Sú --vaðgerð, að fara inn á heimilið til þess að ná í bamið, án undangenginnar könnunar á ölium aðstæðum, hafi því ekki átt sér lagastoð. Móðirin hefði átt að fara þá leið til þess að fá umráð bams síns að leita til héraðsdómara með beiðni um, að forsjá yrði komið á með aðfarargerð. Gera verði ríkar kröfur til þeirra sem gegni opinber- um störfum um að sýna fyllstu að- gæslu við störf sín og kanna mál til hlítar áður en gripið er til aðgerða. Háttsemi starfsmanna félagsmála- nefndar hafí falið í sér brot gegn ákvæði stjómarskrárinnar um frið- helgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og ákvæði samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. —Jög um mannréttindasáttmála Evrópu. ísafjarðarbær og starfs- menn nefndarinnar vora þvi dæmdir til að greiða föður bamsins og afa 250 þúsund krónur hvoram. ------------ Engar að- gerðir yfír helgina UNNUR Sverrisdóttir, talsmaður samstarfshóps bílstjóra sem mót- mælt hafa verðhækkunum á elds- neyti, sagðist í gærkvöldi ekki hafa —^heyrt neitt frá olíufélögunum. Frest- ur sem bílstjórar gáfu félögunum til að draga verðhækkanir til baka rann út á miðnætti. Unnur sagði að hópur- inn myndi ekki aðhafast frekar yfir helgina en bíða fundar með fjármála- ráðherra á mánudaginn. Umræðu um tillögu um að borgin faili frá forkaupsrétti félagslegra íbúða frestað Borg'arstjóri hlynntur því að falla frá forkaupsrétti Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var umræðu um tillögu sjálfstæðismanna, að borgin falli frá forkaupsrétti að öllum félagsleg- um eignaríbúðum í Reykjavík sem ekki lúta ákvæðum um kaup- skyldu, frestað til næsta fundar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri kvaðst efnislega sammála tillögunni en lagði til frestun umræðu, m.a. til að sér gæfíst tóm til að ræða við félagsmálaráðherra um málið. Jóna Gróa Sigurðardóttir, einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, mælti fyrir tillögunni og sagði hún tilgang tillögunnar að skapa fólki, sem ætti félagslega eignar- íbúð með áhvílandi forkaupsrétti borgarinnar, möguleika á að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði. Mörg hundruð Reykvíkingar í „búsetafjötrum“ I greinargerð hennar með tillög- unni kemur fram að „vegna gríðar- legrar hækkunar á íbúðaverði í Reykjavík undanfarin misseri, svo og vegna þeirrar staðreyndar að með nýjum lögum er ekki lengur unnt að skipta um félagslega eign- aríbúð innan gamla kerfisins, er óhætt að fullyrða að mörg hundruð Reykvíkingar sem búa við slíkar aðstæður séu í eins konar „búseta- fjötrum“.“ Hún sagði tæplega fjögur þús- und félagslegar eignaríbúðir í gamla kerfínu og hún sagði löggjafann hafa sett það vald í hendur sveitarfélögum að geta fellt niður forkaupsréttinn. Vakti hún athygli á því að í gamla kerfinu hefðu menn getað skipt íbúðum innan kerfisins en eftir að því var lokað væri sá möguleiki ekki fyrir hendi. Fólk hefði því í raun lokast inni í íbúðum sínum og gæti sig hvergi hrært. Borgarstjóri kvaðst efnislega sammála tillögu sjálfstæðismanna og sagði hér vissulega um búseta- fjötra að ræða. Eldra fólk gæti ekki minnkað við sig og unga fólkið ekki stækkað við sig. Lagði hún til að umræðu um tillöguna yrði frest- að til næsta borgarstjórnarfundar. Var það samþykkt. Kvaðst borgar- stjóri vilja nota tímann milli funda til að ræða við félagsmálaráðherra. Hún sagði mjög aukna ásókn hafa verið í félagslega leiguíbúðakerfið í Reykjavík og nefndi sem dæmi að árið 1998 hefðu 40 verið á biðlista, í fyrra 200 og í ár væru 400 manns á biðlista eftir slíkri úrlausn. Sagði borgarstjóri að nú biðu 300 fjöl- skyldur sem væru nánast á götunni eftir íbúð og yrði að taka á þessum málum sameiginlega af ríki og borg. * Atak gegn hraðakstri Rúmlega 100 öku- menn stöðvaðir Morgunblaðið/Ásdís LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði 107 ökumenn fyrir of hraðan akstur í Reylqavík í gær frá því kl. 8.30 um morguninn til kl. 21 í gærkvöld. Eng- inn ökumannanna var þó sviptur ökuréttindum. Flestir vora stöðvaðir á Miklu- braut og Skeiðarvogi. Lögreglan stöðvaði í gær bifreið sem mældist á 94 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Undir stýri var sextán ára ungl- ingur sem hafði fengið leyfi til æf- ingaaksturs en móðir hans sat í far- þegasætinu. Síðan á mánudagsmorgun hafa 363 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík. Strekking- ur í Lækj- argötu NORÐAN STREKKIN GUR og kuldi gerði Reykvíkingum erfitt um vik að njóta útiveru í borginni í gær. Því var betra að búa sig vel, helst með húfu og trefil. Hvassviðri var víðast um land í gær en Veðurstofan spáir því að vindur gangi niður í dag. Elding í Flugleiðavél við Minneapolis í fyrrakvöld » Málning og plast- hlíf skemmdust FLUGVÉL Flugleiða varð fyrir eld- ingu þegar hún átti eftir um 20 mínút- ur til lendingar í Minneapolis rétt fyr- ir miðnætti í fyrrinótt. Vélin var kyrrsett eftir að henni hafði verið lent heilu og höldnu og fór fram ítarleg skoðun á henni í gærdag. Kom í Ijós að minni háttar skemmdir höfðu orðið á málningu og plasthlíf á yfirborði skrokks vélarinnar og var gert ráð fyrir að viðgerð yrði lokið á 3 til 4 klst., að sögn Guðjóns Arngrímsson- ar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Stóð til að vélin kæmi aftur til Islands með farþega í nótt. „Smá blossi og hávaði“ Sindri Sveinsson, stöðvarstjóri Flugleiða í Minneapolis, var meðal farþega í flugvélinni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að farþegar hefðu orðið greinilega varir við eldinguna. „Þetta var ekkert skelfilegt en það kom smá blossi og hávaði,“ sagði hann. Sindri sagðist ekki hafa orðið var við að nein hræðsla hafi gripið um sig meðal farþega þó að einhveijum hafi sjálfsagt bragðið, að hans sögn. Hann kvaðst ekki telja að nein hætta hafi verið á ferðum. Vélin hafi verið í nokkurri ókyrrð en lendingin hafi gengið eðlilega fyrir sig. Hann sagði að skv. öryggisreglum þyrfti alltaf að framkvæma ítarlega skoðun á vélum sem yrðu fyrir eld- ingu. Vélin var komin inn í flugskýli kl. 15.30 að íslenskum tíma í gær og framkvæmdi Northwest-flugfélagið skoðunina en tveir eftirlitsmenn frá viðhaldsdeild Flugleiða flugu til Minneapolis í gær til að fara yfir og meta skemmdimar. Var unnið að við- gerð á vélinni í gærkvöldi. Hafði engin áhrif á stjórntæki Guðjón segir að svona atvik eigi sér stað annað slagið. Vélamar era byggðar til þess að þola eldingar og á þeim era sérstakir eldingavarar. Far- þegar verða yfirleitt lítið varir við þegar eldingum slær í flugvélar og líkist það helst höggi eins og getur komið á vélar í ókyrrð. Eldingin hafði engin áhrif á stjómtæki vélarinnar. Kyrrsctning vélarinnar leiddi til þess að alls 180 farþegum, sem áttu bókað flug með vélinni til íslands í fyrrinótt, var komið fyrir á hótelum. Tókst að koma 60 farþegum áfram til Evrópu með öðram flugfélögum í gær en 120 farþegar komu með Flugleiða- vél til landsins í nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.