Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000________________ * DAGBÓK í dag er fóstudagur 3. nóvember, 308. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endur- nýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. (Rómv. 12,2.) 13 kl. 10.30 á laugardög- um. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl.ll leik- fimi og spurt og spjall- að. Bingó kl. 14 góðir vinningar. Á morgun kl. 13 er okkar árlegi bas- ar. Allir velkomnir. Skipin Reykjavikurhöfn: Chilre og Wels koma í dag. Skógarfos og Skafti SK fara í dag. * Fréttir Áheit. Kaldrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Félög eldri borgara í Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Hafnarfirði og Kópavogi efna til sam- eiginlegs fundar, laug- ^rdaginn 4. nóvember n.k. kl. 14 í Safnaðar- heimilinu, Kirkjuhvoli, Garðabæ. Fundarefni: Kjaramál eldri borgara Umræðustjóri: Helgi K. Hjálmsson varaformað- ur Landssambands eldri borgara. Ræðu- menn: Stefán Ólafsson prófessor Benedikt Da- víðsson formaður Landssambands eldri borgara. Félögin hvetja félagsmenn til að fjöl- vnenna á fundinn. Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfími, kl. 9 vinnustofa kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Hausthátíð verð- ur haldin fostudaginn 3. nóvember og hefst kl. 14, bingó góðir vinning- ar, börn frá Tónlista- skóla Suzuki leikur, tískusýning, Reynir Jónasson kemur með harmónikkuna, Hátíð- arkaffi. Allir velkonir. Árskógar 4. Kl. 9 perlu og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-12 bók- band, kl. 9-16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Hautfagnaður verð- ur föstudaginn 10. nóv- ember, saiurinn opnað- ur kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, hlaðborð, Þóra Þor- valdsdóttir verður með upplestur, EKKO kór- inn syngur, Ragnar Leví og félagar leika tyrir dansi, skráning á fyrir kl. 12 fimmtudag- inn 9. nóvember. Fólagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Fólag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Stönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13. „opið hús.“ spilað á spil. Haustbasarinn verður 4. og 5. nóvem- ber frá kl. 13-17 tekið á móti basarmunum í dag föstudag frá kl. 9-17. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnaður og málm- og silfursmíði, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl 17 slökun, þáttakendur hafi með sér kodda og teppi. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Kl. 10 fótaað- gerðastofan, kl. 10 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt og bridge, kl. 13:30. Á morgun verður ganga, rúta frá Miðbæ kl. 9:50 og Hraunseli kl. 10 og kl. 14: verður sameigin- legur fundur með Kópa- vogi, Garðabæ, Bessa- staðahreppi og Hafn- arfirði í Kirkjuhvoli um kjaramál eldri borgara. Rúta frá Hraunseli kl. 13:20. Á sunnudag verð- ur „markaðsdagur“ kl. 13-16. Vöfflur og súkkulaði. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Árshátíð FEB verður haldin 10. nóv- ember. Matur, ræðu- maður kvöldsins Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður, félagar úr Karlakórnum Þröst- um syngja, skopsaga, gamanmál, happa- drætti, veislustjóri Árni Johnsen alþingismaður. Dansleikur á eftir hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Miðar seldir á skrifstofu FEB. Fræðsluferð verður far- in í Álverið í Straumsvík þriðjudaginn 7. nóvem- ber. Þeir sem hafa áhuga tilkynna skrif- stofu FEB fyrir 6. nóv- ember. Brottför frá Glæsibæ kl. 13.30. Að- eins er tekið á móti 25 manns. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10- 12. Ath. Opnunartíma skrifstofu FEB er frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. föndur og bútasumaur umsjón Jóna Guðjónsdóttir, kl. 10 „Kynslóðirnar mæt- ast 2000“ börn úr Öldu- selskóla í K. Frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13. bókband. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingarum starfssemina á staðn- um óg í síma 575-7720. Kl. 16. mynd- listasýningin. Gott fólk gott rölt, Gengið frá Gullsmára Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia, Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl.9.15 handa- vinna, kl.13 sungið við flygilinn, kl.14.30 dans- að í kaffitímanum til kl. 16. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105, Nýjir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Dagdvöl Sunnuhlið, Kópavogsbraut 1. Haust ogjólabasar verður laugardaginn 4. nóv kl. 14, kaffisala til styrktar Dagdvölinni. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimil- inu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Esperantistafélagið Auroro fundur í kvöld kl.20:30 að Skólavörðu- stíg 6b.Sagt verður frá ferð til ísrael og Jórd- aníu og Alþjóðlegu þingi esperantista í Ael Aviv einnig verður fluttur verður fyrirlestur um esperantofræðilegt efni. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, fþróttir 569 1156, sérbiöð 569 1222, augiýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ~ItITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gefum landinu lit STÓRFYRIRTÆKI í landinu hafa gert nokkuð af því að betrumbæta náttúr- una og má þar nefna köfl- ótta turna álversins í Straumsvík sem skreyta Reykjaneshraunið og taka sig vel út þar sem þeir gnæfa yfir Bessastaði þeg- ar ekið er suður Suðurgöt- una í Reykjavík og mjall- hvíta dælustöð sem Hitaveita Reykjavíkur lét reisa íyrir nokkrum árum á bökkum Þingvallavatns og blasir víða við. Bæði þessi mannvirki skera sig vel úr umhverfinu og sjást víða að. Nokkuð langt er stórra stökka á milli en nú hafa Borgfirðingar tekið til höndum. I Morgunblaðinu 27. október sl. birtist frétt af umhverfisbótum Golf- klúbbs Borgarness. Hafa þeir klætt súrheysturn á golfvellinum með kókdós sem nokkurra mannhæða há skreytir velli klúbbsins með fjallahring Borgar- fjarðar í baksýn. Hlýtur þetta að vera tignarleg sjón og ekki að efa að hug- myndasmiðir þessa verks og aðrir fagurkerar líti til fleiri mannvirkja í landinu þvi eins og segir í Morgun- blaðinu undir mynd að eld- rauðri dós „Kókdósin tekur sig vel út á golfvellinum í Borgarnesi". Megum við vænta þess að fleiri fyrir- tæki taki sig til og gefi landinu lit. 190838-4479. Rétt skal vera rétt MIG langar að benda kon- unni á, er hafði samband við Velvakanda 31.október sl. og ber brigður á að ég fari með rétt mál, þar sem ég segist hafa borgað kr. 3.360 í afnotagjald af RÚV. Kona þessi virðist fá mik- inn afslátt af sínum gjöld- um. Afnotagjaldið af Stöð 2 er kr. 3.895 á mánuði. Ef konan vill fá staðfestingu á þessu máli, þá getur hún haft samband við áskriftar- deild RÚV. Ég greiddi af- notagjaldið i Islandsbanka við Dalbraut 12. október sl. kr. 3.360. Einnig má hún hafa samband við mig í síma 553-1084. Henni er velkomið að sjá kvittunina. Ég er sammála henni, rétt skal vera rétt. 211123-7619. Hundagirðingin í Öskjuhlíð MIG langar að byrja á því að óska hundaeigendum til hamingju með þetta frá- bæra framtak. Ég er búin að fara með minn hund daglega þangað og hefur hann einstaklega gaman að því að hlaupa þarna um, ég tala nú ekki um ef þarna eru einhverjar tíkur. Mig langar að spyrja þá sem vita um málið, hvort ekki standi til að lýsa svæðið upp á kvöldin? Þarna er þvílíkt niðamyrkur, að maður sér ekki handa sinna skil. Hundaeigandi. Tapað/fundið Gullkeðja tapaðist VEGLEG gullkeðja (arm- band) tapaðist laugardag- inn 30. október sl. á leiðinni frá Seljahverfi að austur- bænum í Kópavogi. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 564-1086 eða 861- 4259. Fundarlaun. Blátt karlmannshjól hvarf frá Hlíðarhjalla BLÁTT, stórt karlmanns- reiðhjól hvarf frá Hlíðar- hjalla 48 í Kópavogi fyrir um það bil þremur vikum. Ef einhver veit hvar hjólið er niðurkomið, vinsam- legast látið Gretti vita í síma 897-2951. Loðhúfa og kvenúr týndust LOÐHÚFA, sem er eins og krans i laginu, týndist í rokinu sl. þriðjudag lík- lega við Hlemm eða Sól- túni. Einning týndist kvengullúr sl. laugardag í miðbænum. Skilvis finn- andi hafi samband í síma 552-2773. Fundarlaun. Kros LÁRÉTT: 11 rugludallar, 8 býr til, 9 hnugginn, 10 flani, 11 magran, 13 nálægur, 15 nötraði, 18 reyksúlu, 21 fugl, 22 dána, 23 úskar, 24 barninu. sgata LÓÐRÉTT: 2 snákur, 3 kaupið, 4 snúin, 5 tré, 6 guðir, 7 umkringi, 12 máttur, 14 kyn, 15 kryddvara, 16 endurtekið, 17 ferðalag án markmiðs, 18 lítil- lægja, 19 hiupu, 20 hreyf- ingarlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Larétt: 1 mjöls, 4 þolir, 7 lemur, 8 ólyst, 9 ger, 11 rúmt, 13 fita, 14 óraga, 15 fimm, 17 tagl, 20 stó, 22 geipa, 23 talar, 24 nóana, 25 aurar. Lúðrétt: 1 mýlir, 2 örmum, 3 sorg, 4 þjór, 5 leyni, 6 rotna, 10 efast, 12 tóm, 13 fat, 15 fegin, 16 meina, 18 aflar, 19 lærir, 20 saka, 21 ótta. Víkverji skrifar... OFT ER sagt að ef eitt skiln- ingavitið daprast þá eflist annað. Víkverji veltir því fyrir sér hvort hann hafi óvenjunæma heyrn, en hann er einnig mjög nærsýnn. Hvað sem því líður angr- ar það Víkverja oft hve miklum ónauðsynlegum hávaða hann þarf að taka við á ýmsum stöðum. Fyrir skömmu fór fjölskyldan í bíó. Hátalarakerfið í salnum hlýtur að hafa verið í botni, slíkur var hávað- inn í hálftómum salnum. Víkverji þrykktist niður í sætinu þegar ósköpin byrjuðu og það var ekki fyrr en hann var búinn að troða pappírskúlum í eyrun að hann treysti sér í þá þrekraun að sitja út bíómyndina. Þetta er ekki eina dæmið um mengun af þessu tagi. Ýmsar verslanir, sérstaklega tískuverslanir, hafa þann sið að spila svo háværa músík að það þarf að hrópa til að ná eyrum viðmæl- andans. Víkverji heyrði það ein- hvern tímann að svona músík hefði örvandi áhrif á viðskiptavininn og yki honum kaupgleði. En fyrr má nú rota en dauðrota. Víkverji fer aldrei óneyddur inn í svona versl- anir og það þarf varla að taka það fram að kaupgleðin eykst ekkert við þessi læti, nema síður sé. XXX MÆTUR kórstjóri sagði ein- hverju sinni að það versta sem hann lenti í væri það að stjórna stórum kór þar sem allir hefðu úðað á sig einhverjum ilm- efnum. Víkverji getur auðveldlega sett sig í þessi spor. Það er örugg- lega ekkert grín að þurfa að standa frammi fyrir þéttum hópi fólks þar sem allt að 200 ólíkar lyktir blandast í einn kokkteil. Það vakti Víkverja til umhugsunar um eigin notkun á þessum efnum og hefur hann gætt þess síðan að of- bjóða ekki fólki með ilmefna- notkun. Víkverja finnst að fleiri mættu íhuga þetta, sérstaklega þar sem fólk er samankomið í þröngu rými, eins og t.d. flugvél. Víkverji lenti nefnilega í því að sitja í flugvél fyrir framan konu sem gerði sér enga grein fyrir því að það höfðu ekki allir smekk fyrir ilmvatninu hennar sem hún keypti í Fríhöfninni. Hún úðaði ilmvatn- inu yfir sjálfa sig og nærstadda a.m.k. fimm sinnum á þessu stutta flugi til Evrópu, og Víkverji var aðframkominn loksins þegar vélin lenti. Þótt Víkverji sé almennt á móti boðum og bönnum finnst hon- um að það mundi ekki saka að á þetta væri minnst, t.d. þegar þuld- ar eru upp leiðbeiningar um ör- yggisbúnað vélarinnar og reyk- bann tilkynnt. XXX TÓNLISTARMAÐURINN Megas hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Víkverja og þátturinn þar sem hann lék og söng í Sjónvarpinu sl. föstudags- kvöld var sérstaklega skemmtileg- ur. Textar Megasar hafa einkennst af beiskum húmor o^ beittri þjóð- félagsádeilu og flutnmgur höfund- ar á þeim hefur verið ákaflega sér- stakur, eða listrænn, eins og Víkverji lítur á málið. Mörgum hafa reyndar þótt textar Megasar klúrir á köflum, en þessi einstæði listamaður hefur a.m.k. alltaf verið trúr sinni sannfæringu og sagt skoðun sína á mönnum og málefn- um umbúðalaust. En hvað sem því líður fannst Víkverja það miður, að hann skildi ekki aukatekið orð úr þessum beittu textum Megasar í umræddum þætti. Vafalaust hefur listamaðurinn kosið að flytja verk sín á þennan hátt, eins og svo oft áður, og er ekkert nema gott um það að segja. En óneitanlega misstu áheyrendur af stórum hluta listarinnar með því að skilja ekki textann. Víkverja rekur minni til að einhverju sinni hafi Ríkissjón- varpið séð ástæðu til að texta ís- lenskt mál, en það var þegar Ómar Ragnarsson ræddi við Gísla heit- inn á Uppsölum. Þarna hefði verið hægt að leika sama leikinn svo að sem flestir hefðu getað notið þess að lesa texta þessa merka lista- manns. Víkverji leggur því til að Sjónvarpið endursýni þennan þátt með textum, eða það sem betra er, vísi í síðu á textavarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.