Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfísstjóri Landsvirkjunar Þjóðgarði og virkjun þarf ekki að stilla upp sem andstæðum Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfísstjóri Landsvirkjunar, segir að vel sé hægt að samræma stofnun Vatnaj ökulsþjóðgarðs og virkjanir norðan Vatnajökuls. Arna Schram ræðir við Ragnheiði um þessi mál og störf hennar hjá Landsvirkjun. smk-v. ÁætluðKárahnjúkavir.kjuh 1' ^ É4 ' ióðgaröSmöfk; éMW-W tAí^híÍ : ■ ; v'v- WjM6"* ■ y v / , ví / ■ J/Z ílí$ Af*cí 1 ! þ/ ' .'/ Laugafár- m veíta - veita HSl8,on Gnötár-/ J m á : • f veita m l ; t / \ } 'S\ i f m i/ Si '■'? \ ■■ •'?" *gg*i. ......................................I-....-r..........-......... T||1„|1T|,|| [rnir <■/ ■ :j-..■ ;-r -- L.......:...........- Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs eins og Hjörleifur Guttormsson gerði ráð fyrir í tillögu sinni. RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, um- hverfisstjóri Landsvirkjunar, flutti erindi um Vatnajökulsþjóðgarð og virkjanir norðan jökulsins á ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri í haust. Ragnheiður bendir á að uppistöðulón og vatnsaflsvirkjanir séu víða í heim- inum hluti af eða í næsta nágrenni við þjóðgarða. Þar hafi jafnframt verið byggð upp öflug útivistarsvæði og ferðaþjónusta er í miklum blóma. „Ég hef því reynt að sýna fram á að virkj- un norðan Vatnajökuls og Vatnajök- ulsþjóðgarður getið farið saman. Þessu tvennu þarf ekki að stilla upp sem andstæðum.“ Eins og kunnugt er hefur ríkis- stjómin kynnt áætlanir sínar um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ragn- heiður bendir á að í skýrslu sem unnin hafi verið fyrir umhverfisráðherra síðasta vetur um Vatnajökulsþjóð- garð megi sjá að með þjóðgarði sé stefiit að þremur eftirfarandi mark- miðum. I fýrsta lagi að verndun sér- stæðs landslags og lífríkis. í öðru lagi að möguleikum fyrir útivist og ferða- mennsku og í þriðja lagi að jákvæðri byggðaþróun á jaðarsvæðum. Til að sýna fram á hvemig virkjun eigi sam- leið með þjóðgarðinum tekur Ragn- heiður hvert markmið fyrir sig og bendir á hvemig virkjun norðan jök- ulsins geti stuðlað að því að þeim verði betur náð. í röksemdarfærslu sinni miðar hún landamörk væntanlegs þjóðgarðs við hugmyndir Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi alþingismanns, eins og þær komu fram í þingsályktunartil- lögu frá honum á árinu 1998, en þau mörk eru nokkuð rýmri en gert er ráð fyrir í áðumefndri skýrslu umhverfis- ráðherra. Ragnheiður velur hug- myndir Hjörleifs vegna þess að hún telur að þjóðgarðsmörkin verði ekki miklu þrengri, þ.e. að þjóðgarðurinn verði ekki mikið minni, þegar fram líða stundir. Innan þeirra rúmast líka uppistöðulón fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar eða svonefnt Hálsa- lón. Landsvirkjun kostar rannsóknir norðan Vatnajökuls Þegar Ragnheiður skoðar fyrr- nefnd þrjú markmið með tilliti til virkjunar kemst hún að þeirri niður- stöðu að áhrif virkjunarinnar á það að markmiðunum verði náð geti verið nokkuð jákvæð. Fyrsta markmiðið, verndun sérstaks landslags og lífríkis við jökulinn, felur að sögn Ragnheið- ar, í sér óheftar breytingar á svæðinu af völdum eldgosa, jarðhræringa, framgangi og hopi jökla og landnámi plantna sem fylgir jökulhopi. Ragn- heiður segir að áhrif virkjunar á það að þessu markmiði verði náð geti ver- ið bæði jákvæð og neikvæð. Þau já- kvæðu séu fyrst og fremst sú þekking sem fengist hafi eftir allar þær rann- sóknir sem gerðar hafi verið á jöklín- um og hegðun hans. Hún bendir á í þessu sambandi að Landsvirkjun hafi lagt mikið af mörkum til þess að gera þessar rannsóknir mögulegar. „Landsvirkjun hefur varið um 15 milljónum króna á ári til rannsókna á Vatnajökli síðustu 20 árin,“ segir hún. Við þessar rannsóknir bætast þær náttúrurannsóknir sem gerðar hafi verið að tilstuðlan Landsvirkjunar norðan jökulsins vegna fyrirhugaðra virkjana. Allar þessar rannsóknir, segir hún, hafa aukið þekkingu og Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Ólafsddttir um- hverfisstjdri Landsvirkjunar skilning á náttúrufari svæðisins og vemdargildi þess. „Og þær rannsókn- ir munu þar með allar nýtast hug- myndinni um Vatnajökulsþjóðgarð." Neikvæð áhrif virkjunar á þjóð- garðinn, eru, að sögn Ragnheiðar, sjálft uppistöðulónið, Hálsalón, því þar mun gróður fara undir vatn. „Með því verður til manngert umhverfi í óbyggðum." Ef annað markmiðið, möguleikar fyrir útivist og ferðamennsku, á að nást, að sögn Ragnheiðar, þarf að byggja upp ferðaþjónustu á þannig að ferðamenn geti notið umhverfisins á sem jákvæðastan hátt án þess að spilla því. Ferðamenn þurfi því að geta fræðst um svæðið og sérstöðu þess náttúrufarsins þar. Til þess að svo megi verða þurfi m.a. að leggja vegi, göngustíga, setja upp merking- ar og byggja upp fræðslusetur. Ragnheiður telur Ijóst að virkjun muni hafa jákvæð áhrif á að þetta markmið geti náðst. Virkjun muni með öðrum orðum greiða fyrir að- gengi ferðamanna að þjóðgarðinum norðanverðum. „Það eru jú virkjanir sem hafa opnað svæðin inni á hálend- inu með vegagerð," segir hún og tek- ur fram að uppbygging virkjunarinn- ar geti átt sér stað í samvinnu við ferðaþjónustuna á staðnum. Vegir megi t.d. leggja í kringum virkjunina með hagsmuni ferðamennskunnar í huga. „Landsvirkjun myndi þannig taka þátt í ákveðnum stofnkostnaði við þjóðgarðinn sem myndi auðvelda uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð- inu.“ Með þriðja markmiði Vatnajökuls- þjóðgarðs er stefnt að jákvæðri byggðarþróun á jaðarsvæðum og seg- ir Ragnheiður að bygging virkjunar muni að öllum líkindum fjölga fólki á svæðinu. Áhrif virkjunar á byggða- þróun norðan Vatnajökuls muni því felast í auðugra mannh'fi á svæðinu og þess vegna muniopnast möguleikar fyrir fjölbreyttari ferðaþjónustu. Fyrir umfjöllun sína um sambúð virkjunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á ráðstefnunni um Vatnajökulsþjóð- garð í haust reiknaði Ragnhildur út stofn- og rekstrarkostnað væntanlegs þjóðgarðs. í útreikningum sínum gerði Ragnheiður ráð fyrir því að þjóðgarðinum yrði skipt í fimm svæði og að í hveiju þeirra yrði þjónustu- miðstöð í líkingu við þá sem væri í þjóðgarðinum Skaftafelli, með upp- lýsinga- og fræðslusetri og aðstöðu fyrir starfsmann allt árið um kring. Þá gerði hún ráð fyrir því að á hverju svæðanna fimm verði eitt til fjögur íjallasel með aðstöðu fyrir landverði yfir sumartímann. Ennfremur að reisa þyrfti hús og veitur við hveija þjónustumiðstöð auk þess sem leggja þyrfti vegi og göngustíga og koma m.a. upp tjaldstæðum og bílaplönum. Á grundvelli þessara forsendna komst Ragnheiður að því að stofn- kostnaður Vatnajökulsþjóðgarðs yrði um 700 milljónir króna, auk þess sem vegir og slóðar myndu kosta um 1.800 milljónir króna. Þá komst hún að því að rekstrarkostnaður þjóðgarðsins yrði um 100 miHjónir króna á ári. Tek- ur Ragnheiður fram að í þessum töl- um felist fremur „hógværar kröfur" til þjóðgarðsins og þjónustu hans. Ragnheiður segir að víða erlendis sé miklum fjármunum varið í upp- byggingu og rekstur þjóðgarða en því sé ekki þannig farið hér á landi. Hún vitnar í upplýsingar frá Náttúruvemd ríkisins og segir að friðlýst svæði á hálendi íslands séu rekin með lág- marksfjölda starfsmanna. Ef vel ætti að vera þyrfti m.a. að fjölga landvörð- um á friðlýstu svæðunum um allt að helming. Ragnheiður kemst því að þeirri niðurstöðu að til þess að ná megi ofangreindum markmiðum um Vatnajökulsþjóðgarð þurfi meiri fjár- muni til en hingað til hafi verið varið til friðlýstra svæð hér á landi. „Ég varpa því fram þeirri spum- ingu hvort virkjun norðan Vatnajök- uls væri eina forsenda þess að við gætum byggt upp Vatnajökulsþjóð- garð sem stendur undir nafni. Þjóð- garð sem.getur tekið á móti þeim ferðamönnum sem við viljum.“ Bend- ir Ragnheiður á að Landsvirkjun myndi taka þátt í stofnkostnaði þjóð- garðs með því að samnýta uppbygg- ingu og rekstur virkjunar við upp- byggingu og rekstur þjóðgarðs. Ragnheiður telm- því vel hægt að samræma stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs við virkjanir norðan Vatnajök- uls. Telur hún þetta jafnframt skynsamlega lausn og leggur áherslu á að til að ná árangri í umhverfismál- um þýði ekki að vera bara með eða bara á móti. Árangur náist einungis með umræðu og samvinnu og eitt at- riði þurfi ekki að útiloka annað. Fædd og alin upp í Soginu Ragnheiður hóf störf sem umhverf- isstjóri Landsvirkjunar fyrir nær þremur árum. Áður hafði hún búið í Svíþjóð í sautján ár og vann þar sem umhverfissráðgjafi verkfræðifyrir- tækis í Norður-Svíþjóð. Ragnheiður er jarðfræðingur að mennt frá Há- skóla íslands en nam síðan verkfræði í Svíþjóð. Þegar Ragnheiður tók við starfi umhverfisstjóra hjá Landsvirkjun var staðan nýtilkomin. Hún tók því við nýju starfi sem hennar var að móta í samvinnu við stjómun Lands- virkjunar. Eitt fyrsta verkefni Ragn- heiðar var að skoða allt fyrirtækið með tilliti til umhverfismála og vinna að uppbyggingu á alþjóðlega um- hverfisstjómunarstaðlinum ISO 14001. í því felst að skoða alla starf- semi fyrirtækisins, setja sér markmið og greina hvað betur megi fara til að markmiðinu verði náð. „Þær nýframkvæmdir Landsvirkj- unar sem hvað mesta umfjöllun fá í fjölmiðlum em í raun minnsti hlutinn af starfsemi minni,“ segir Ragnheiður og bendir m.a. á að vel sé fylgst með umhverfismálum í aflstöðvum Lands- vii’kjunar. „Við rekum tíu aflstöðvar í dag og ég fullyrði að umhverfisvænni vinnustaðir finnast ekki á landinu.“ Segir hún starfsmenn stöðvanna sér afar meðvitandi um meðferð spilliefna og tekur reyndar fram að hefð sé fyrir miklu hreinlæti í raforkugeiranum. Þá bendir hún á að aldrei hafi orðið stórir olíulekar frá vatnsaflsvirkjun- unum vegna mikils metnaðar í við- haldi. Um leið og fyrsti dropinn hafi lekið væri búið að gera við. Ragnheiður leggur þó mikla áherslu á að umhverfismál séu ekki eitthvað sem hægt sé að ganga frá og klára. Þeim þurfi alltaf að fylgjast með; alltaf sé hægt að gera betur. Þegar Ragnheiður er spurð að því hvemig henni hafi sem umhverfis- fræðingi þótt að byrja að vinna hjá Landsvirkjun segir hún að það hafi verið mjög gott. „Faðir minn vann reyndar hjá Landsvirkjun alla sína starfsævi. Ég er því fædd og alin upp í Soginu og þekki stöðvamar út og inn.“ Ragnheiður segir að það hafi frem- ur verið átak að koma inn í fyrirtækið sem kona því Landsvirkjun sé hefð- bundinn karlavinnustaður. En svo haldið sé áfram að ræða umhverfismálin segir Ragnheiður að henni hafi þótt einkennilegt að mæta því „hatri sem kom upp í garð Landsvirkjunar í kjölfar umræðunn- ar um Fljótsdalsvirkjun á síðasta ári“. Vonar að umræðan verði faglegri „Mér fannst leiðinlegt hvemig um- ræðan um Fljótsdalsvirkjun þróaðist. Þar vora m.a. viðhafðar staðhæfingar sem ekki áttu við rök að styðjast. Ég er þó ekki að kenna neinum einum um heldur getur það hafa verið báðum aðilum að kenna.“ Ragnheiður telur að þeir fréttamenn sem farið hafi fyr- ir umræðunni um málið hafi haft litla fagþekkingu á málefninu og ekki skoðað nægilega vel það sem stóð að baki. „Þeir settu sig ekki faglega inn í það hvað var að gerast. Tóku bein- harða afstöðu og gerðu allt til að koma þeirri afstöðu sinni á framfæri.“ Ragnheiður bætir því við að Lands- virkjun hafi í kjölfarið skoðað það hvemig hún geti komið sjónarmiðum sínum betur á framfæri. Landsvirkj- un hafi ekkert að fela nema orkuverð- ið, það sé það eina sem ekki megi gefa upp. „Ég vona því að umræðan um Kárahnjúkavirkjun og Vatnajökuls- þjóðgarð eigi eftir að verða faglegri því það veitir öllum aðilum, líka Landsvirkjun, meira aðhald ef um- ræðan er á faglegum nótum.“ Ragnheiður kveðst að lokum að- spurð vera stolt af því að vinna hjá Landsvirkjun. Innan fyrirtækisins sé mikil fagþekking á umhverfismálum og mikfil vilji til að taka á þeim mál- um. En hefur Landsvirkjun hugað meira að umhverfismálum almennt á undanfömum árum eða er henni ein- faldlega að takast að koma því betur á framfæri nú en áður? „Bæði og,“ seg- ir Ragnheiður. „Fyrirtækið hefur að mér finnst á margan hátt staðið sig vel í umhverfismálum. Við höfum að mörgu leyti tekið vel á okkar málum og jafnvel betur en mörg önnur fyrir- tæki í landinu. En við getum alltaf gert betur." Hún segir ennfremur að Landsvirkjun hafi að mörgu leyti ver- ið lokuð almenningi, þ.e. umhverfis- málin hafi ekki verið kynnt almenn- ingi nægilega vel hingað tíl. Bragarbót hafi þó verð gerð á því og sem dæmi nefnir hún heimasíðu fyrirtækisins um framkvæmdir vegna Káranhjúkavirkjunar. Þar sé að finna allar upplýsingar um framkvæmdina og ennfremur geti almenningur kom- ið athugasemdum sínum og fyrir- spumum á framfæri í gegnum Netið. En er ekki í eðli Landsvirkjunar að vinna gegn náttúnmni þar sem virkja þarf vatnsöfl til að framleiða orku? „Nei,“ segir Ragnheiður, „því raf- magnsorkan er hrein og endumýjan- leg. Hún er reyndar ekki alltaf vist- væn til dæmis í þeim skilningi þegar gróður fer undir uppistöðulón. En hreinni orku er ekki að finna. Auk þess losum við sem rafmagnsfram- leiðendur minnst þjóða í heiminum af gróðurhúsalofttegundum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.