Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 37
LISTIR
Handan nytseminnar
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Viðhorfsbreytir vfkkar sjóndeildarhringinn. Verk á sýningu
Ilmar Stefánsdóttur.
MYIVDLIST
Gallcrí S a> v a r s
K a r I s
BLÖNDUÐ TÆKNI -
ILMUR
STEFÁNSDÓTTIR
Til 9. nóvember.
Opið á verslunartíma.
FRANSKI félagsfræðingurinn
Jean Baudrillard gerði okkur grein
fyrir táknrænu gildi hlutanna;
hvernig notagildi víkur fyrir stöðu-
gildi þegar samfélagið kemst í álnir
og hagur þess vænkar. Það er ekki
sama hvar menn búa, í hvað kerru
þeir aka eða hvaða skyrtu þeir
nota. Reyndar taldi Baudrillard að
ekki þyrfti beysinn efnahag til að
menn sæktust eftir vindi.
Til dæmis gengur fólk í frum-
stæðustu þjóðfélögum töluvert
lengra fram í að skreyta sig fá-
fengilegum fjöðrum en gengur og
gerist í þróuðum samfélögum. I
sumum héruðum Afríku var háls
stúlkna afmyndaður með háls-
hringjum á meðan Kínverjar
reyrðu fætur kvenna sinna svo þær
nýttust ekki til gangs. Enn tíðkast
umskurn svein- og stúlkubarna og
þarf ekki frumstæð þjóðfélög til að
viðhalda þeim innantóma fíflaskap.
Örlítill skammtur af hégilju og
vana í nokkra ættliði virðist nægja
til að trúin helgi meðalið. E*ví
ónauðsynlegri sem venjan er þeim
mun erfíðara er að uppræta hana.
Það óbærilega við kenningar
Baudrillard - og meginástæðan
fyrir andúð manna á þeim - er
hversu vonlaus hann er fyrir okkar
hönd. Hann telur mannkynið of-
urselt innantómum átrúnaði og
gildi einu hve langt það komist
tæknilega. Framan við sjónvarpið
verður þetta ljóst, þar sem heil
legíó af sölumönnum vitnar í löng-
um ræðum um dásemd þess að
hægt skuli vera að skera gúrkur og
tómata í kross með einu handtaki.
Ilmur Stefánsdóttir hefur komið
auga á listrænt gildi þessa átrún-
aðar okkar og sóknar eftir tákn-
rænum verðmætum. Verk hennar
hjá Sævari Karli eru vel til fundið
sambland af praktískum og and-
legum uppspuna. Þannig gerir hún
ekki upp á milli þeirrar trúgimi
okkar sem birtist í þörfinni fyrir
enn eitt vel til fundið hjálpartækið í
dagsins önn, og hinnar sem rekur
okkur á fund andlegra spámanna
sem telja mönnum trú um að lausn
á öllum þeirra vandamálum liggi í
einu litlu námskeiði með viðeigandi
heila- og heilsuræktarhópefli.
Um leið og lausnir hennar á dag-
legum veraldarvanda okkar - and-
legum og líkamlegum - eru
sprenghlægilegar leynist í sam-
setningum hennar sá galdur af feg-
urð sem einkennir einmitt dýrð
hlutanna. Notkun hennar á ljós-
leiðara í hinum ýmsu andlegu
hjálpartækjum er einmitt af þeirri
gráðunni sem við eigum að venjast
í nútíma hátækni. Hönnunin er svo
fislétt og fáguð að hver hátækni-
ástmögur hlýtur að fá fiðring og
fýllast óstöðvandi löngun til að
prófa gripinn. Með Ilmi hefur ræst
sá 150 ára spádómur Baudelaire að
einn góðan veðurdag rynni listin
saman við neysluvaminginn.
Halldór Björn Runólfsson
Nýjar bækur
• ÚT er komin ný bók eftir Fríðu
Á. Sigurðardóttur, Sumarblús -
smásagnasafn. I fréttatilkynningu
fi'á forlaginu seg-
ir: „Sögumar em
sex, sjálfstæðar
en þó laustengd-
ar. Það er sumar í
þessum sögum.
Sólskin og
gróandi. En líka
blús. Regn, ský
og dimmir skugg-
ar. Stíllinn er fág-
aður og heil-
steyptur en
jafnframt óheftur og frjór. Tónninn
ljúfsár, sambland saknaðar og trega,
ástar til lífsins, en um leið óvissu og
efasemda.
Fríða A. Sigurðardóttir kann þá
list að halda lesendum sínum fongn-
um. Gömul kona óttast dauðann,
telpukríli í heimi sem er mörgum
númemm of stór. Persónurnar em
konur á öllum aldri sem sveiflast
milli raun- og draumheima, nútíðar
og fortíðar, vemleika og ævintýra.
Eins og margbreytileiki lífsins býð-
ur upp á. I sögunum má greina nýj-
an tón - höfundur fetar hér nýja
stigu - en tengsl þeirra og eldri
verka Fríðu em auðsæ.“
Fríða Á. Sigurðardóttir hefur
hlotið margs konar viðurkenningar
fyrir verk sín, m.a. verðlaun úr Rit-
höfundasjóði Ríkisútvarpsins árið
1988. Skáldsaga hennar, Meðan
nóttin líður, hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 1990, Menningar-
verðlaun DV1991 og Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1992 og
hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Útgefandi er JPV-forlag. Sumar-
blús er 121 bls. að stærð, unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Hunang
gerðikápu. Leiðbeinandi verð: 3.680
krónur.
Fríða Á.
Sigurðardóttir
Við
erum
circi
Dekurhomið er 5 ára í
dag. Affjví tilefni er
öllum viðshiptavinum
og velunnurum
snyrtistofunnar hoðið í
heimsókn að figgja
sneið af
afmceliskökunni.
Förðunarfrœðingur
verður á staðnum og
hýður upp á létta
förðun.
GATINEAU mun kynna
nýtt hyltingarkennt
krem, Melatogenine.
Einnig verður
happapottur,
kaupaukar, afslœttir
ogfjör.
Verið velkomin
Þórdís, Vigdís og Gréta.