Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR
húsfreyja í Svínadal,
Skaftártungu,
verður jarðsungin frá Grafarkirkju laugardaginn
4. nóvember kl. 14.00.
Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson,
Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir,
Ágúst Eiríksson, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir
og ömmubörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN VALDÓRSSON
frá Þrándarstöðum,
sem lést miðvikudaginn 25. október sl., verð-
ur jarðsunginn laugardaginn 4. nóvember
kl. 14.00.
Athöfnin fer fram frá Egilsstaðakirkju, en
jarðsett verður að Eiðum.
Eðvald Jóhannsson,
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir,
Stefán Hlíðar Jóhannsson,
Ásdís Jóhannsdóttir,
Vaidór Jóhannsson,
Jóhann Viðar Jóhannsson,
Vilhjálmur Karl Jóhannsson,
Kári Rúnar Jóhannsson,
Vilborg Vilhjálmsdóttir,
Jón Þórarinsson,
Guðrún Benediktsdóttir,
Ragnar Þorsteinsson,
Ósk Traustadóttir,
Svanfríður Drifa Óladóttir,
Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
+
Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur
> samúð og hlýhug vegna fráfalls
GUNNARS H. JÓSAVINSSONAR,
Búðarnesi,
Hörgárdal.
Einnig viljum við þakka öllum, sem gerðu honum
kleift að dvelja á heimili sínu til hinstu stundar.
Guð blessi ykkur öll.
Ebba Guðmundsdóttir,
Halldór Gunnarsson, Björg Dagbjartsdóttir,
Svanhildur Gunnarsdóttir, Magnús Lárusson,
Bergljót Gunnarsdóttir,
Jósavin Gunnarsson, Ingibjörg Helgadóttir,
Guðmundur H. Gunnarsson, Þórhildur Sigurbjörnsdóttir,
Sigrún H. Gunnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson, Doris Maag,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý-
hug, vináttu og samúð við andlát og útför ást-
kærrar móður og systur okkar,
FJÓLU ÓSKAR BENDER
kennara,
Sörlaskjóli 94,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem veittu
henni hlýju og umhyggju í veikindum hennar.
Kristján B. Edwards,
Anna Tara Edwards,
Rós Bender,
Sóley S. Bender.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
KRISTJANA
HREFNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Kristjana Hrefna
Guðmundsdóttir
fæddist á Frakkastíg
12 í Reykjavík 15.
febrúar 1910. Hún
lést í Ljósheimum á
Selfossi 28. október
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Guðmundar Guð-
mundssonar, kaup-
manns og kaupfé-
lagsstjóra á Eyrar-
bakka og Selfossi, f.
6. janúar 1876, d. 13.
mars 1967 og konu
hans Ragnheiðar
Lárusdóttur Blöndal, húsmóður, f.
19. desember 1876, d. 21. október
1957. Systkini hennar voru: 1)
Ástríður, f. 24. júlí 1901, d. 11.
janúar 1982. 2) Kristín, f. 8. febr-
úar 1904, d. 9. júní 1992. 3) Bjöm
Blöndal, f. 6. desember 1910, d. 3.
apríl 1938. 4) Sigríður Lára, f. 20.
júní 1911, d. 29. október 1911. 5)
Steinn, f. 24. október 1912, d. 17.
apríl 1935. 6) Láms Þórarinn
Blöndal, f. 11. mars 1914. 7) Krist-
ján, f. 26. ágúst 1917, d. 7. mars
1998. 8) Guðmundur, f. 18. júlí
1920.
Hinn 6. júní 1936 giftist Krist-
jana eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Arnoldi Falk Péturssyni
verslunarmanni, f. 22. maí 1909.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
mundur Pétur Guðmundsson vél-
stjóri frá Holti í Önundarfirði, f.
10. maí 1878, d. 10. október 1930
og Elín Eyjólfsdóttir, frá Lamb-
haga á Rangárvöllum, f. 23. nóv-
ember 1877, d. 16. apríl 1957.
Börn Kristjönu og Amolds eru: 1)
Elsku amma. Margar af bestu
minningum barnæsku okkar eru
tengdar ykkur afa og þeim stundum
sem við áttum í Hrefnutanga. Þar
höfum við alltaf verið umvafin ást og
hlýju sem þú varst óspör á. Þótt ald-
ursmunur sé á okkur systkinunum
eigum við öll sömu yndislegu minn-
ingarnar um þig.
Þú kenndir okkur svo margt um
lífið og tilveruna og hafðir einstakt
lag á að töfra fram spennandi verk-
efni. Hjá þér urðu eins hversdagsleg-
ir hlutir og sauma- og prjónaskapur
að skemmtilegum leik. Þú treystir
okkur alltaf til að gera okkar besta og
að launum fengum við ávallt hrós og
ef til vill mola úr nammikassanum.
Kvöldin í Tanganum eru okkur
sérstaklega minnisstæð. Það var svo
notalegt að skríða í háttinn eftir
kvöldkaffið. Þú komst og breiddir yf-
ir okkur sængina og sagðir okkur
sögu. Kvöldvakan endaði svo á fal-
legri bæn og við svifum inn í drauma-
heiminn með englana vakandi yfir
okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Betri ömmu hefði ekki verið hægt
að hugsa sér og mun minning þín lifa
með okkur alla tíð.
Takk fyrir að hafa verið besta
amma í heimi.
Viggó, Ásgeir Öm
og Hrefna Lind.
Það er fágætur hæfileiki að geta
látið alla sem maður umgengst finna
fyrir því að þeir séu sérstakir, eigi
stóran sess í hjarta manns. Þetta
kemur fyrst upp í hugann þegar ég
rita þessar fátæklegu línur um ömmu
mína, Kristjönu Hrefnu Guðmunds-
dóttur, en það var einn af hennar
mörgu hæfileikum. Umhyggja - ást-
úð - alúð - mild leiðbeining - tillits-
semi - æðruleysi - iðni - allt mjög já-
kvætt og uppbyggilegt. Amma var til
staðar þegar eitthvað bjátaði á. Fyrst
til að hugga - samgleðjast - hvetja -
gefa af sér. Þegar ég lít til baka eru
Elín, f. 8. október
1938. Giftist Stefáni
Gísla Sigurmunds-
syni, f. 12. desember
1936, d. 22. október
1989. Þau slitu sam-
vistum. Böm þeirra
eru: a) Gísli Stefáns-
son í sambúð með
Hafdísi Dóru Sigurð-
ardóttur. Synir þeirra
eru Steinn Daði og
Stefán Orri. b) Krist-
jana Stefánsdóttir í
sambúð með Ólafi
Jens Sigurðssyni. c)
Yngsta barn Elínar er
Ragnheiður Blöndal í sambúð með
Sigurði Ágústssyni. 2) Ragnheið-
ur, f. 22. nóvember 1941. 3) Guð-
mundur Pétur, f. 16. maí 1944,
kvæntur Hildi Einarsdóttur, f. 9.
júlí 1943. Börn þeirra eru: a)
Kristín gift Lúðvíki Karli Tómas-
syni. b) Einar í sambúð með Þuríði
Ingvarsdóttur. Börn þeirra eru
Thelma Björk og Teitur Örn. c)
Arnar í sambúð með Kolbrúnu Eir
Óskarsdóttur. 4) Björn, f. 23. júlí
1945, kvæntur Elínu Eyljörð, f.
20. júní 1945. Böm þeirra eru: a)
Sigurður Ingibergur kvæntur
Þórunni Ansnes Bjarnadóttur.
Böm þeirra eru: Rut Ansnes, sem
lést á fyrsta ári, Bjami Hörður
Ansnes, Gunnar og Mímir. Elsta
son sinn Þórarinn á Sigurður með
Helgu Þórarinsdóttur, f. 30. ágúst
1955. b) Óskírð stúlka. c) Arnold í
sambúð með Kristmu Reinholt
Sæbergsdóttur. d) Guðmundur
Hrafn í sambúð með Ástríði Ein-
arsdóttur. Sonur þeirra er fsar
Þorri. 5) Ásgeir, f. 2. maí 1949,
flestar minningar æsku minnar
tengdar henni. Hjá henni urðu hvers-
dagslegir hlutir og athafnir að stórv-
iðburðum og ævintýrum. Hún kenndi
mér að trúa á hið góða í sjálfum mér
og sjá hið fallega í lífinu, leiddi mig í
gegnum erfiðustu tíma lífs míns og
kenndi mér að fyrirgefa. Dóra varð
strax ein af fjölskyldunni sem hún
hélt svo saman af vakandi hug allt til
æviloka.
Mér finnst hálfskrítið að skrifa
þessar línur um þig eina, þú og afi
voruð eitt, saman stóran hluta heillar
aldar í gegnum lífið og ævinlega sam-
taka um hlutina. Samrýndari og róm-
antískari hjón hef ég ekki fyrirhitt.
Elsku afi, mér eru minnisstæð orð
þín sem þú sagðir eitt sinn við mig að
það væru forréttindi að ganga lífs-
veginn með konu eins og ömmu. Það
eru orð að sönnu.
Ég, Dóra, Steinn Daði og Stefán
Orri kveðjum ömmu með söknuði, en
hugann fullan af góðum minningum.
Gísli Stefánsson.
Látin er elskuleg móðursystir,
Kristjana Hrefna Guðmundsdóttir,
alltaf kölluð Sjana. Margs er að
minnast. Sjana var ung stúlka gull-
falleg, vel snyrt og vel klædd, versl-
unarstjóri hjá Verslun Ingibjargar
Johnsen í Lækjargötu, þar sem seld
voru m.a. tískuefni. Níðþungir efnis-
strangar bútaðir niður í kjóla og káp-
ur. A þessum árum kynntist hún
mannsefni sínu Arnold F. Péturs-
syni, sérlega glæsilegum manni og
gengu þau í hjónaband sem hélst
tryggt og traust ævilangt.
Fyrst bjuggu þau á Klapparstíg
hjá móður og systur Arnolds en
fluttu síðan á Vífilsgötuna og bjuggu
þar í nokkur ár. Amold vann í skó-
verslun Lárusar G. Ludvigssonar í
Bankastræti og var hann mjög vin-
sæll og lipur afgreiðslumaður. Tvær
dætur eignuðust þau á þessum árum,
Elínu og Ragnheiði. Seinna bættust
við synirnir Guðmundur Pétur,
Bjöm og Ásgeir. Einnig eignuðust
þau andvana dreng. Áður en dreng-
imir fæddust fluttu þau á Selfoss.
Arnold keypti hlut í verslun föður
míns og afa, S.Ó. Ólafssonar & Co. hf.
kvæntur Gunndóru Viggósdóttur,
f. 25. júní 1950. Börn þeirra eru:
a) Viggó kvæntur Jarþrúöi Ás-
mundsdóttur. b) Ásgeir Örn
kvæntur Hildi Jónsdóttur. Dóttir
þeirra er Valgerður. c) Hrefna
Lind. 6) Óskírður drengur, f. 9.
apríl 1952, d. 9. apríl 1952.
Kristjana Hrefna ólst upp á
Eyrarbakka til 16 ára aldurs. Þá
fluttist hún til Reykjavíkur og hóf
nám við Kvennaskólann í Reykja-
vík. Þaðan brautskráðist hún árið
1928. Að námi loknu hóf hún störf
við verslun Ingibjargar Johnson,
Lækjargötu 4, og starfaði þar í
átta ár. I Reykjavík kynntist hún
eiginmanni sínum Arnoldi Falk
Péturssyni, sem þá starfaði við
Skóverslun Lárusar G. Lúðvíks-
sonar. Þau giftust eins og áður
segir 1936 og hófu búskap sinn á
Klapparstíg 18. Síðan fluttu þau
að Vífilsgötu 13, þar sem þau
eignast dætur sínar tvær. Árið
1942 bauðs Arnoldi starf í versl-
uninni Höfn á Selfossi, sem Guð-
mundur tengdafaðir hans stofnaði
ásamt tengdasyni sínum Sigurði
Óla Ólafssyni. Arnold þáði starfið
og þau fluttu á Selfoss. Þrjú fyrstu
ár sín á Selfossi dvöldu þau á Stað
en byggðu svo hús íTryggvagötu
4, sem þau fluttu í 1945. Arið 1972
byggðu þau Hrefnutanga og
bjuggu þar síðan. Kristjana starf-
aði einkum sem húsmóðir á Sel-
fossi. Hún var ötul í félagsstarfi
Selfyssinga. Meðal annars var hún
einn af stofnfélögum Kvenfélags
Selfoss, Leikfélags Selfoss og
Sjálfstæðiskvennafélags Árnes-
sýslú og var dyggur meðlimur í
öllum þessum félögum. Þá sat hún
lengi í barnaverndarnefnd og
gegndi formennsku þar um nokk-
urra ára skeið. Kristjana tók að
erfðum frá móður sinni ljúfa lund
og hjálpsemi, sem og aðra góða
mannkosti.
Utför Kristjönu fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
„Höfn“ og vann hann þar af miklum
dugnaði allt þar til hann lét af störf-
um, orðinn aldraður maður.
Fyrstu árin á Selfossi bjuggu þau
hjá föðurafa mínum Ólafi Sigurðs-
syni söðlasmið á Stað. Náðu þau
Sjana og Ólafur vel saman og hélst sú
vinátta til æviloka Ólafs.
Sjana og Arnold byggðu veglegt
hús að Tryggvagötu 4 hér í bæ og
rýmkaðist þá um fjölskylduna og alla
sem sóttu þau heim. Seinna byggðu
þau Hrefnutanga, draumahúsið í
Tanganum og bjuggu þar í tuttugu
og átta ár og undu glöð við sitt.
Sjana var vel gefin, hafði létta lund
og var sérstaklega gestrisin. Ég held
að varla hafi liðið sá dagur að gesti
bæri ekki að garði á Tryggvagötunni
og seinna Hrefnutanga og alltaf var
húsmóðirin boðin og búin að stjana
við gestina af sinni alkunnu rausn.
Hún var húsmóðir í orðsins bestu
merkingu. Einnig lék allt í höndum
hennar. Hún saumaði fötin á börnin,
prjónaði og heklaði. Henni féll aldrei
verk úr hendi. Ófáar hosur pijónaði
hún handa vinum og vandalausum og
voru þær sérlega vel unnar eins og
allt sem hún snerti á. Hún hafði yndi
af öllum gróðri og hafði „græna fing-
ur“, sem hlúðu að trjám og blómum.
Hún var mjög fróðleiksfús alla sína
löngu ævi og las þegar færi gafst alls-
konar bókmenntir. Ævisögur og ljóð
áttu hug hennar og mörg ljóðin ski-if-
aði hún með sinni fallegu rithönd og
sendi með gjöfunum sínum. Hún
hafði ótrúlegt minni, m.a. mundi hún
alla afmælisdaga og hringdi í viðkom-
andi ogspjallaði, enginn gleymdist.
Allir hændust að Sjönu, ungir sem
aldnir. Börn voru í sérstöku uppá-
haldi hjá henni og voru ófáir í ættinni
sem kölluðu hana ömmu Sjönu, m.a.
sonardætur mínar og hún umvafði
þær ástúð og elskusemi eins og henni
var einni lagið.
Aldrei gleymum við Kolbeinn,
hvernig þau hjón tóku fagnandi á
móti syni okkar, Sigurði Kristni, í
byrjun og fylgdust vel með honum og
fjölskyldu hans alla tíð. Það er þakk-
að af alhug á kveðjustund. Því miður
eru Edda og Sigurður stödd erlendis,
en þau þakka henni hlýhug og hugul-
semi öll árin og biðja fyrir innilegar