Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 13
FRÉTTIR
Greg Frost aðstoðarmaður lögreglustjórans 1 Tallahassee í Flórfda
Mikill árangur af
nýjum aðferðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Greg Frost aðstoðarmaður lögreglustjórans í Tallahassee hefur unnið
að skipulagsbreytingum á lögregluembættinu þar.
GREG Frost frá lögreglunni í Talla-
hassee í Flórída er staddur hér á
landi um þessar mundir. Hann hef-
ur m.a. kynnt sér starfsemi lög-
reglunnar í Reykjavík og haldið íyr-
irlestra fyrir lögreglumenn.
Heimsókn hans er hluti af samstarfi
lögreglunnar í Reykjavík og Tallah-
assee. Það hófst árið 1993 að frum-
kvæði þeirra Hilmars Skagfields,
aðalræðismanns íslands í Tallah-
assee, og Haralds Johannessen, þá-
verandi fangelsismálastjóra. Sam-
starfíð hefur m.a. falist í því að
lögreglumenn frá embættunum
hafa kynnt sér starfsemi hvors
embættis fyrir sig.
Fjórir lögreglumenn frá Reykja-
vík hafa farið til Tallahassee í þess-
um tilgangi og nú er hér staddur
Greg Frost, aðstoðarmaður lög-
reglustjórans í Tallahassee. Hann
er fjórði lögreglumaðurinn sem
kemur þaðan frá því samstarf emb-
ættanna hófst fyrir sjö árum. Marg-
ir muna eftir heimsókn Melvins L.
Tucker, þáverandi lögreglustjóra í
Tallahassee, en auk hans hafa lög-
reglumennirnir Ron Steverson og
Gary Steinberg komið hingað til
lands og rætt um aðferðir og starf
lögreglunnar í Tallahassee.
Nýjar aðferðir hafa
skilað miklutn árangri
Tallahassee er höfuðborg Flórída.
Þar búa um 130.000 manns og lög-
regluembættið þar er svipað að
stærð og í Reykjavík.
Afbrotum í borginni hefur fækk-
að um 40% á síðustu sjö árum. Öll-
um tegundum glæpa hefur fækkað,
ekki síst alvarlegum afbrotum. Fyr-
ir um sjö árum voru framin um 12-
13 morð á ári í umdæmi lögreglunn-
ar í Taliahassee en á síðustu þrem-
ur árum hefur þeim fækkað í 5-6 á
ári. Frost sagði í viðtali við Morgun-
blaðið að ein af helstu ástæðunum
fyrir þessum góða árangri væri sú
mikla endurskipulagning sem gerð
var á lögregluembættinu í Tallah-
assee fyrir nokkrum árum. Meðal
breytinga var að borginni var þá
skipt í þrjú umdæmi. Tilgangurinn
var m.a. sá að auka sveigjanleika
lögreglunnar og gera íbúum auð-
veldara að nálgast þjónustu hennar
en mikil áhersla er lögð á grenndar-
löggæslu í Tallahassee.
Rannsóknir notaðar til
að skipuleggja starfið
Lögregluyfirvöld í Tallahassee
hafa einnig mikla trú á gildi rann-
sókna til að marka starfi lög-
reglunnar braut.
Frost er yfirmaður deildar sem
fylgist með þróun afbrota í Tallah-
assee. Öll afbrot eru skráð í tölvu
sem gerir rannsóknir mun auðveld-
ari. „Við sjáum snemma hvemig af-
brot eru að þróast,“ segir Frost. Yf-
irmenn lögreglunnar hittast
mánaðarlega tfi að meta ástandið.
„Ef glæpir eru að aukast reynum
við að grafast fyrir um ástæðumar
fyrir því. Þar sem við höfum alla yf-
imienn á sama stað er fljótlegt að
taka ákvarðanir um hvemig megi
nota mannaflann betur, t.d. með því
að færa lögreglumenn tímabundið
til í starfi,“ segir Frost.
Afbrot breytast þegar nýtt
fíkniefni ryður sér til rúms
„Nú horfum við upp á breytingar
í eiturlyfjanotkun. Neysla e-taflna
og heróíns hefur aukist," segir
Frost. Hann segir afbrot breytast
þegar ný tegund eiturlyfja kemur
inn á markaðinn. „Krakkneytendur
em t.a.m. ofbeldisfullir, stressaðir
og uppstökkir. Þeir em fremur til-
búnir til að taka áhættu og hika
ekki við að nota skotvopn til að ná
veskjum af fólki, bara svo þeir geti
náð sér í nýjan skammt af krakki,“
segir Frost. „Rannsóknir sýna að
þegar heróín verður algengara, auk-
ast innbrot í hús og bifreiðar. Við
búumst því við að þurfa að breyta
löggæsluaðferðum ef neysla heróins
eykst.“
Þannig em rannsóknir á glæpum
notaðar til þess að gera lögreglunni
auðveldara að bregðast við. Al-
menningur er einnig látinn vita ef
glæpir í nágrenninu aukast. Frost
segir að þessi vinnubrögð hafi
reynst mjög árangursrík. Lög-
reglan geti þó ekki eignað sér allan
heiðurinn af fækkun glæpa. Sam-
vinna lögreglu og borgara hafi haft
þar mikið að segja. „Lögreglunni
hefur tekist að hvetja samfélagið til
að láta sig þessi mál varða,“ segir
Frost.
GPS tæki til að fylgjast með
föngum á skilorði
Frost segir samvinnu lögreglu-
embætta lykilatriði í baráttunni
gegn fíkniefnum. í Flórída hefur
verið myndaður starfshópur með
þátttöku lögreglunnar í fylkinu, Al-
ríkislögreglunnar og Lyfjaeftirlits-
stofnunar Bandaríkjanna. Frost
segir það hafa takmörkuð áhrif að
handtaka þá sem stunda eiturlyfja-
sölu á götuhornum. „Við reyndum
þá aðferð þegar krakk-faraldurinn
gekk yfir Tallahassee á níunda og
tíunda áratugnum," segir Frost.
„Við vitum að götusali í Tallahassee
er ekki höfuðpaur í slíkum málum.
Við reynum frekar að ráðast gegn
þeim sem skipuleggja sölu og dreif-
ingu. Þótt við handtökum götusala
má búast við því að tveimur dögum
síðar verði kominn annar sölumaður
á sama götuhorn."
Lögregluyfirvöld í Talahassee
taka nú þátt í að þróa nýja tækni til
að fylgjast með refsiföngum sem
ganga lausir á skilorði. Tæknin felst
í því að föngunum verður gert að
ganga með GPS-staðsetningartæki
á úlnlið en tækið verður á stærð við
armbandsúr. Tækið sendir frá sér
staðarhnit og því veit lögreglan ætíð
hvar viðkomandi er staddur. „Við
teljum að um þriðjungur allra af-
brota í Bandaríkjunum sé framinn
af föngum sem fengið hafa reynslu-
lausn,“ segir Frost. „Ef tilkynnt er
um glæp getum við komist að því
hvort einhver sem var á skilorði hafi
verið á staðnum,“ segir Frost sem
telur tæknina hafa mikil forvarnar-
áhrif. „Ef þú veist að það er sífellt
fylgst með þér þá þarftu að vera
heldur vitgrannur til að fremja
samt sem áður glæp.“ Hann segir
þróun þessarar tækni vera á loka-
stigi.
Ibúarnir geta sótt
lögregluskóla
Til að kynna starf lögreglunnar
hefur lögreglan í Tallahassee stofn-
að „Lögregluskóla borgaranna“ sem
er átta vikna kvöldnámskeið. Á
námskeiðinu er m.a. farið yfir heim-
ildir lögreglu til að beita valdi og
hvernig mál eru rannsökuð. Þátt-
takendur fá jafnframt að kynnast
starfsemi víkingasveitarinnar. Þeim
er m.a. gefinn kostur á að prófa að
síga niður byggingar og reyna fyrir
sér í skotfimi. .Afieiðingin er sú að
að námi loknu hefur fólk aukinn
skilning á starfsemi lögreglunnar,"
segir Frost. „Jafnvel þeir sem áður
voru mjög neikvæðir í garð lög-
reglunnar verða okkar helstu stuðn-
ingsmenn."
Frost segir lögregluna hafa
ákveðið að gera sig sýnilegri í sam-
félaginu. „Það getur verið flókið að
ákveða hvernig það er gert. Við höf-
um valið nokkrar leiðir. Ein leiðin
er að hver lögregluþjónn fær
merktan lögreglubíl til afnota. Þeir
aka honum í og úr vinnu. Þeir mega
hinsvegar ekki nota hann til einka-
afnota. Með því að hver lögreglu-
þjónn hefur bíl til afnota eru mjög
margir merktir lögreglubílar á ferð-
inni,“ segir Frost. ,Á næturnar er
bíllinn í innkeyrslunni sem ná-
grönnum lögreglumannanna finnst
kjörið. Því hvert heldur þú að inn-
brotsþjófur fari þegar hann sér lög-
reglubíl í götunni? Hann fer auð-
vitað eitthvað annað,“ segir Frost.
Meiri möguleikar á
grenndarlöggæslu hér
Frost hefur dvalið hér í um tvær
vikur. Hann segir að það sem hafi
komið honum mest á óvart sé hve
svipað starf lögreglunnar í Tallah-
assee og í Reykjavík sé í raun. Þrátt
fyrir að glæpir séu mun algengari
og alvarlegri í Tallahassee þá þurfi
lögregluembættin bæði að huga að
svipuðum hlutum.
Frost telur lögregluna í Reykja-
vík eiga mun betri möguleika á að
auka grenndarlöggæslu en lög-
regluna í Talahassee. Meðal þess
sem geri starf lögreglunnar í
Reykjavík auðvelt sé hve samfélagið
er stöðugt. Frost segir íbúa Talla-
hassee oft staldra stutt við í borg-
inni og því erfiðara að fá fólk til að
láta sér annt um borgina.
Frost segir lögregluna í Tallah-
assee geta lært mikið af starfs-
bræðrum sínum í Reykjavík. „Við
fórum út fremur seint á laugardags-
kvöld. Mér fannst ég fullkomlega
öruggur. Ég tel lögregluna í
Reykjavík vera að vinna mjög gott
starf. Ég hef á tilfinningunni að þeir
þekki borgina vel og þau vandamál
sem hún glímir við. Vissir hlutir eru
gerðir mun betur hér en í Tallah-
assee t.d. afbrotstilkynning. Við
fyllum slíkar tilkynningar enn út
með penna en hér er það gert í tölv-
um. Þið eruð því nokkrum árum á
undan okkur í vissum atriðum. Mér
finnst virðing fyrir lögreglumönnum
einnig vera mikil hér og fólk er yfir-
leitt samvinnufúst og vingjarnlegt
við lögregluna.“
FRÁ því samstarf hófst milli lögreglunnar í
Tallahassee og Reykjavík hafa fjórir lögreglu-
menn, haldið héðan til að kynna sér starfsemi
lögreglunnar í Tallahassee. Auk þess voru þeir
Haraldur Johannessen sem nú er ríkis-
lögreglustjóri og Egill Stephensen, saksóknari
hjá lögreglunni í Reykjavík, við nám í Tallah-
assee og starfandi um skeið með lögreglunni
þar. Jóhannes Sturla Guðjónsson sem slasaðist
lífshættulega við handtöku kókaínsala á Vest-
urlandsvegi árið 1992 lauk prófi við lögreglu-
skólann þar fyrir hálfum öðrum áratug.
Þeir lögreglumenn sem hafa dvalið í Tallah-
assee hafa myndað með sér félagsskap, Tallís,
sem hittist reglulega en Geir Jón Þórisson er
formaður hópsins. Lögreglumennirnir héldu
til Tallahassee í haust til að kynna sér þær
breytingar sem orðið hafa á starfi lögreglunn-
ar í Tallahassee á síðustu árum. Meðal þess
sem þeir kynntu sér var forvarnarstarf lög-
reglunnar í Tallahassee.
Sýndar myndir af
illa útleiknum líkum
Sveinn I. Magnússon lögreglufulltrái var
meðal þeirra sem fóru til Tallahassee í haust.
Hann segir almenning í Tallahassee hafa haft
miklar áhyggur af banaslysum í umferðinni.
Flest þeirra eru af völdum ökumanna 16-25
ára. Lögreglan ákvað þvi að skera upp herör
gegn banaslysum í þessum aldurshópi. I sam-
vinnu við sjúkraflutningamenn og starfsfólk
slysadeilda var sett saman átaksverkefni sem
farið er með í alla grunn- og framhaldsskóla og
kynnt námsmönnum á aldrinum 16-25 ára. Um
er að ræða einnar kennslustundar kynningu
sem fer fram í 30 manna bekkjardeildum og er
metin til eininga innan skólakerfisins. Þannig
hefur náðst mjög góð þátttaka meðal nemenda
á þessum fundum. Lögreglumenn í umferðar-
Sýna myndir af
afleiðingum
umferðarslysa
íslensku lögreglumönnunum var m.a. boðið á fund hjá borgarráði Tallahassee. F.v. Egill
Stephensen, Ólafur Guðmundsson, Jðhannes Sturla Guðjónsson, Sveinn I. Magnússon, Ámi
Þ. Sigmundsson og Geir Jón Þórisson.
deild sjá um þessa fræðslu í samvinnu við sér-
þjálfaða sjúkraflutningsmenn og hjúkrunar-
fræðinga af slysadeildinni. „Kynningin hefst á
því að lögreglumaður segir frá störfum um-
ferðardeildar lögreglunnar, mikilvægi bættrar
umferðarmenningar og þeim hættum sem fel-
ast í því að aka ölvaður, án öryggisbelta og of
hratt,“ segir Sveinn. Þá er einnig sagt frá að-
komu að umferðarslysum og nemendunum
sýndar raunverulegar myndir af umferðarslys-
um þar sem banaslys hafa orðið. „Flestar
myndanna eru mjög óhugnanlegar og sýna
raunveruleg illa útleikin lík eftir banaslys í um-
ferðinni," segir Sveinn en myndirnar eigi það
sameiginlegt að tengjast banaslysum ung-
menna á aldursbilinu 16-25 ára. Sjúkraflutn-
ingafólkið skýrði frá helstu verkum sínum á
slysstað og hvernig það hlúir að slösuðu fólki.
Til að auka á áhrifamátt þeirrar lýsingar var
fenginn sjálfboðaliði úr hópi námsmannanna
og hann settur á börur og meðhöndlaður eins
og um alvarlega slasaðan mann væri að ræða.
„011 umfjöllunin er mjög áhrifarík og hispurs-
laus og ekkert dregið undan. Efnið nær vel at-
hygli allra í bekknum og vekur nemendur mjög
til umhugsunar,“ segir Sveinn.
Eftir að lögreglan hóf þetta fræðsluátak
fækkaði banaslysum í þessum aldurshóp um
83%. Sveinn segir lögregluna rekja það að
stórum hluta til átaksverkefnisins.
Forvarnir gegn fíkniefnum
iyrir 10-11 ára börn
Sveinn segir lögregluna í Tallahassee einnig
vera með forvarnarfræðslu fyrir grunnskóla-
börn á aldrinum 10-11 ára. „Megináherslan er
á skaðsemi fíkniefna og áfengis en einnig er
tekið á öðrum hlutum, s.s. áhrifamætti sjón-
varps, sjálfsímynd bama, þrýstingi frá jafnöld-
um og einelti. Þótt lögreglan einbeiti sér að
þessum aldurshópi heimsækir hún líka yngri
skólabörn og býr þau undir þessa forvarnar-
fræðslu," segir Sveinn. Lögreglan hittir einnig
eldri nemendur og rifjar upp það sem þeir
lærðu í skólafræðslunni. Lögreglumenn eru í
fullum einkennisklæðnaði og bera tækjabeltið
á meðan á kennslu stendur. „Kennslan er mjög
lifandi og taka nemendumir virkan þátt í nám-
inu. Börnin eru verðlaunuð með smádóti
merktu fræðsluverkefninu ef þau svara spurn-
ingum lögreglumannsins rétt,“ segir Sveinn. I
kennslustofunni þar sem nemendur geta sent
lögreglumanninum persónuleg bréf um vanda-
mál sín.