Morgunblaðið - 03.11.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 03.11.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIP Rekstur Vestmannaeyjafeijunnar Herjólfs — Samningur við Samskip undirritaður Þeir fóru létt með að axla dallinn með manni og mús til að framfylgja stefnu stjórnvalda í byggðarmálum. Vandaðir amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. • Amerisku svefnsófarnir eru til f mörgum gerðum • Þeir fást f fjölbreyttu úrvali áklæða og lita • Breytast i rúm með einu handtaki • Framleiddir i USA • Eru á frábæru verði frá kr. 89.490,- Raðgreiðslur f allt að 36 mánuði Bíldshöfða, 110 Reykjavik, s.510 8000 www.husgagnahollin.is Félag leikskólakennara 50 ára Barnið í brennidepli Ólöf Helga Pálmadóttir RÁÐSTEFNA, sem ber yfirskriftina „Barnið í brenni- depli“, hefst í dag kl. 9 í Borgarleikhúsinu og stendur hún í tvo daga. Það er Félag íslenskra leikskólakennara sem stendur að þessari ráð- stefnu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Ölöf Helga Pálmadóttir er for- maður fræðslu- og menntaráðs þessa félags. Hún var spurð hver væru helstu áhersluatriði fé- lagsins varðandi stöðu barna í samfélaginu dag? „Markmið ráðstefnunn- ar er að fjalla um stöðu barna í samfélaginu í dag. Ráðstefnan er opin fyrir alla. Það er álit og stefna félagsins að öll börn eigi að eiga kost á að vera í leikskóla áður en þau hefja grunnskólanám. Sam- kvæmt lögum er leikskóli fyrsta skólastigið. Islendingar hafa ekki náð því takmarki enn að öll börn eigi kost á leikskóladvöl. Við leggjum áherslu á að svo verði og á þessari ráðstefnu verður fjallað um þetta efni frá ýmsum samfélagslegum sjónar- hornum og horft til framtíðar." - Hvert er það málefni barna sem er helst í brennidepli í dag? „Það mikilvægasta er að nú þarf fólk að undirbúa börn undir þjóðfélag sem það þekkir ekki sjálft vegna þess hve þróunin hefur verið og er ör í heiminum. Það hefur sannarlega orðið ör þróun í samfélaginu á þeim fímm áratugum sem félagið okkar hef- ur starfað.“ -Er starfsemi þess blómleg núna? „Já, nú í þessari viku var til dæmis gefin út stefna félagsins í leikskólamálefnum, félagið hefur og nýverið gefið út siðareglur sínar og kynningarbækling um starfsemi sína. Félagsstarfið er einnig blómlegt, félagar eru tæplega 1.500. Félagið starfar í tíu deildum víða um land og það hefur sótt um aðild að Kennara- sambandi íslands. Ráðstefnur heldur félagið reglulega annað hvert ár.“ -Nú vantar margt fólk til starfa á leikskólum, hafíð þið ráð við því? „Það þarf að gera átak í að kynna ungu fólki möguleika þessa þýðingarmikla starfs og námið sem er undanfari þess. Þetta er sannarlega skemmti- legt starf, enginn dagur eru öðr- um líkur, starfið miðar að þvi að leggja grunn að menntun barna, því er góð menntun leikskóla- kennara mikilvæg." - Eru ieikskólakennarar ánægðir með menntunarmögu- leika hérlendis? „Langþráð markmið félagsins, að námið fari fram á háskóla- stigi, hefur náðst og það leiðir til aukinna möguleika á framhalds- námi hér sem erlendis." - Hvað er á dagskrá ráðstefnunnar? „Hildur Skarphéð- ins leikskólaráðgjafi mun á ráðstefnunni fjalla um leikskólann fyrr og nú og í fram- tíðinni. Kristján Kristjánsson heimspekingur tal- ar um tilfinningaþroska. Drífa Sigfúsdóttir alþingismaður segir frá nýrri fjölskyldustefnu hins opinbera og Ari Edvald fram- kvæmdastjóri segir frá fjöl- skyldustefnu Samtaka atvinnu- lífsins. Tómas Gíslason starfs- mannastjóri hjá OZ hf. segir frá ► Ólöf Helga Pálmadóttir fædd- ist 15. mars 1951 á Sauðárkróki. Hún lauk prófi úr Fóstruskóla Sumargjafar 1972 og stundaði framhaldsnám í sljórnun við Fósturskóla íslands sem hún lauk 1992. Hún hefur starfað sem leikskólakennari og leikskóla- stjóri hjá Leikskólum Reykjavík- ur frá 1972 að undanteknu náms- hléi og barneignarleyfum. Hún er gift Theódóri S. Halldórssyni framkvæmdasljóra og eiga þau tvö börn. stefnu einkarekins fyrirtækis með tilliti til fjölskyldunnar og heitir erindi hans: „Fyrirtæki og leikskólinn". Kirsten Lybæk Vangsgaarb kennari og Elín Guðjónsdóttir leikskólakennari tala um tölvur í leikskólum. í lok dagskrár í dag syngja leikskóla- börn undir stjórn Jennýjar Guð- jónsdóttur leikskólakennara. Á morgun flytur Lovísa Hall- grímsdóttir erindir sem hún nefnir: „Leiðir þú barn þér við hönd“, Sigurrós Þorgrímsdóttir formaður leikskólanefndar í Kópavogi flytur erindið: „Fram- tíðarsýn sveitarstjórnarmanns- ins“. Fulltrúi foreldra barna í leikskólum er Harpa Ævarsdótt- ir og fjallar hún um væntingar foreldra til leikskóla. Séra Þór- hallur Heimisson flytur erindið: „Fjölskylduvænt samfélag". Helga Jónsdóttir leikskólastjóri talar um hvað geri barn að barni og Hulda Ólafsdóttir leikskóla- kennari horfir fram í tímann í sínu erindi.“ -Hver eru helstu vandkvæði barna í samfélaginu í dag að þínu mati? „Það er hinn langi vinnudagur foreldra. Það vantar talsvert upp á að horft sé á hag barnanna í samfélaginu í dag. Það þarf að búa þannig að fjölskyldunum að barnið njóti æsku sinnar bæði með foreldrum og fjölskyldu og einnig með félögum á svipuðum aldri í leikskólum." -Hver er framtíðarsýn Fé- iags ísienskra leikskólakennara? „Við viljum bættan hag félags- manna. Það þarf að bæta launakjör og að- búnað leikskólakenn- ara til þess að þeir sjái sér fært að starfa við sitt fag og að yngra fólk velji þetta starf sem ævistarf. Leik- skóli stendur ekki undir nafni sem menntastofnun nema hafa vel menntaða starfsmenn. Framtíðarsýnin núna fyrir barnafjölskyldur landsins er sú að öll börn eigi kost á dvöl í leik- skólum og „barnið verði í brennidepli" í framtíðarþjóðfé- laginu." Vilja bættan hag félags- manna og leikskóladvöl fyrir öll börn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.