Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 38

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sími 587 7777 éú/aAaJcuv Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Toyota Landcruiser Vx Tdi 1994, sjálfsk, 38“breyttur (1ár), ek 194 þ km, grænn, topp bíll v: 3290 þús, (einnig vx 1993, ssk, v:2490) Toyota Hilux Dc Sr-5 1992, 5g, 33"breyttur, plasthús, vindskeið, álfelgur, ek 122 þ km, rauður, v: 980 þús.(einnig 38") Nissan Patrol Se Tdi 1998, 5g, 38"breyttur, kubbur, breiðara púst, grind framan, cb stöð, ek 96 þ km, ákv bíl- alán v: 3600 þús.sk ód. Nissan Patrol Gr Tdi 1995, 38"breyttur, álflegur, hlutföll, driflæsing, kastarar, og fl, ek 105 þ km, sk ód. Nissan Patrol Se+ 9/1998, 5g, 35"breyttur, álfelgur, topplúga, abs, leður, kubbur, grænn, ek 67 þ km, v: 3590 þús, sk ód. Suzuki Vitara Jlxi Se 6/1998, 5g, allt rafdr, nokkrir bílar til verð 1250-1350 þús. bein sala. Jeep Wrangler Laredo 4.01 1992, 5g, álfelgur, toppgrind, kastarar, dráttarkr, ek 112 þ km, gott eintak, v: 890, sk ód. Nissan Patrol Gr Td 1992, 5g, 32"dekk, álfelgur, ek 185 þ km, svartur, fallegur bíll, v: 1390 þús. ath skipti. Musso E-23 12/97, 5g, 31’dekk, allt rafdr, abs, grænn, ek 57 þ km, v. 1990 þús. Pajero Tdi 1996, 5G, 32“dekk, grænn, ek 86 þ km, lán 1100, v: 1790 þús. Pajero V6 3.0 1997, sjálfsk, grænn, ek 83 þ km, v. 1980 þús. Toyota Landcruiser Vx Tdi 1997, sjálfsk, 32“dekk, v:2950 þús Land Rover discovery series II 1999, sjálfsk með öllu, v. 3890 þús. Subaru Legacy 2.0 stw 1/2000, sjálfsk, álfelgur, leð- urinnr, cd, filmur, vindskeiö, ek 12 þ km, v: 2390 þús, sk ód. Skráðu bílinn á litla.is Kvikmyndir Rósku í Nýlistasafninu HALDIN verður um helgina kvik- myndahátíð í Nýlistasafninu til- einkuð listakonunni Rósku. Sýndar verða myndirnar L’impossibilita di resitare Elettra Oggi, Sjö heimildaþættir um Island Ballaðan um Ólaf Liljurós og Sóley. Árið 1969 tengdist Róska tveimur myndum sem Jean-Luc Godard tók á Ítalíu en hann hafði þá snúið sér að gerð pólitískra heimildarmynda og stofnað svokallaðan Dziga Vetr- ov-hóp með stúdentum og ungum kvikmyndagerðarmönnum. Fljótlega kom upp ágreiningur í hópnum milli maóista og anarkista og svo fór að lokum að Róska og fé- lagar hennar gerðu sína eigin mynd í fullri lengd sem hét L’impossibilita di resitare Elettra Oggi. Hún fjallar um ungt fólk sem ætlar að setja El- ektru eftir Sófókles á svið en kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt og að hin sanna list felist í því að fólk fari að tala saman, tengist baráttu verkalýðsins og geri upp- reisn gegn yfírvaldinu. Hvatinn að þessari mynd voru at- burðir sem áttu sér stað árið 1968 í þorpinu Fabbrico á Norður-ítah'u þar sem verkamenn og stúdentar tóku samkomuhús og kvikmyndasal á sitt vald en Róska tók sjálf þátt í þessum atburðum í Fabbrico. Petta er frumsýning á Islandi. Róska innritaðist árið 1973 í kvik- myndaskóla í Róm og gerði um miðjan 8. áratuginn, ásamt Manrico Pavelettoni, 7 þætti um Island fyrir ítalska sjónvarpið. Þessir þættir hafa aldrei áður verið sýndir á ís- landi en þeir fjalla um jarðfræði landsins, fiskveiðar, skólakerfí, mannlíf í Reykjavík, landbúnað, pólitíska baráttu, andstöðuna við herstöðina og um stóriðju og nátt- úruvemd í Mývatnssveit. Leiðar- stef þáttanna er Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og Pétur Páls- son auk þess sem Megas tekur lag- ið. Ballaðan mn Ólaf Liljurós var frumsýnd á Isiandi árið 1977. Róska gerði handritið en með aðalhlutverk fara Dagur Sigurðarson, Megas, Bima Þórðardóttir og Sigríður Stella Karlsdóttir. Þessi mynd er 35 mínútna löng og byggist á íslenskri þjóðsagnahefð með súrrealísku ívafi. Hún var sýnd á fyrstu Kvik- myndahátíðinni í Reykjavík 1978 og vakti þar athygli þýska kvikmynda- leikstjórans Wim Wenders sem var gestur hátíðaiinnar en íslenskir gagnrýnendur vorn yfírleitt lítt hrifnir. Kvikmyndin Sóley var tekin 1981 og frumsýnd árið eftir. Róska skrif- aði handritið og leikstýrði myndinni en með aðalhlutverk fóru Rúnar Guðbrandsson og Tine Hagendom- Olsen. Þegar hún vai’ spurð um efni myndarinnar sagði Róska: „Myndin fjallai- um drauminn og veruleikann sem mætast og fara í ferðalag sam- an.“ Myndimar verða sýndar á nýju kaffihúsi Nýlistasafnsins á föstu- dags- og laugardagskvöld: Föstudagur 3. nóv. klukkan 21: Sóley og valdfr þættir úr heimildaþáttaröðinni um Island. Laugardagur 4. nóv. klukkan 21: Ballaðan um Ólaf Liljurós og El- ettra: Auk þess verða sýndar stutt- rnyndir eftir sérstakan gest hátíðar- innar, Ólaf Pál Sigurðsson. Hugleiðingar MYNDLIST íslcnzk grafík II a f n a r h ú s i n u LJÓSMYNDIR - ERLASTEFÁNSDÓTTIR Opið fimmtudaga til sunnudaga 14-18, aðgangur ókeypis. LJÓSMYNDARINN Erla Stef- ánsdóttir mun menntuð í Banda- ríkjunum og þar hefur hún sýnt verk sín fímm sinnum, aðallega í Sacramento. Engar upplýsingar eru í skrá um menntunarferil eða opinbera framninga hér á landi svo þetta virðist vera frumraun Erlu á íslenskum sýningavettvangi. Þó verður þess naumast vart á hinum 12 stóru Ijósmyndum, sem að auk er afar vel komið fyrir í hinum litla sal grafíkfélagsins. Þær eru unnar á ámnum 1990-95, líkast til í Bandaríkjunum, og ef ég skil rétt kynnti hún hluta þeirra í Valley’s Photographic Centre 1993, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru sýndar í heild. Gera má ráð fyrir að hér sé um hluta af námsbraut Erlu að ræða, þemaverkefni eða jafnvel loka- verkefni áleiðis að einhverri gráð- unni, og eins og stendur í skrá eru myndimar hugleiðingar um sam- band manns og umhverfis. Jafn- framt að nokkrar þeirra séu settar saman af fleiri en einni negatívu með því að nota marga stækkara og fyrir þessa sýningu hafi þær verið yfirfærðar á striga. Þetta eru afar vel teknar og unnar myndir og trúlega hefur gerandinn getað gengið að full- komnum tækjabúnaði eins og stöð- ugt verður meira áberandi á ljós- myndasýningum og engan veginn skal lastað. Satt að segja lítur þó oftar en ekki út fyrir að um gamalreynda listamenn sé að ræða er ungir kveðja sér hljóðs, jafnt í ljósmynd- um sem grafískri hönnun, slíkur er máttur hátækninnar. Og afskap- lega væri nú upplífgandi ef þessi tækni nýttist einnig við þá hlið er snýr að gerð sýningarskrár og al- mennu upplýsingaflæði í hendur sýningagesta en á því vill verða misbrestur, sem er einkum baga- legur þegar um frumraun er að ræða eins og í þessu tilviki. Mikill undibúningur og vinna hefur auðsjáanlega farið í útfærslu hverrar einustu myndar á veggj- unum og borið ríkulegan ávöxt, því vart man ég eftir öðrum sýningum á staðnum sem gripið hafa mig jafnföstum tökum og þessi. Hér eru mörkuðu viðfangsefni einfald- lega gerð góð og hrifmikil skil, Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Gangan reynt fyrir sér í mörgum tækni- brögðum, mikil mýkt og dýpt í sumum myndanna og vel má greina að gerandanum hefur legið mikið á hjarta. Maður verður bara að vona að allt púðrið hafi ekki farið í þetta eina verkefni og þótt svo væri staðfestir sýningin að Erla Stefánsdóttir hefur átt mikið erindi á vettvanginn. Bragi Ásgeirsson 4xllSB Kemur meöl fjórum USB tengjum | A#i AAA 4RRwfc ÍPRIRwK • AMD 800 MHz K7 Duron örgjörvi • 128 MB8ns, 133MHz SDRAMminni • 20 GB, 7200 RPM ATA/66 WD harðdiskur • 17" Sampo Dark Tint skjár, frábær skerpa • 32 MB GeForce2 MX skjákort, AGPx4 • 56k V.90 módem, hugbúnaður fylgir • 8x hraða DVD, 40x hraöa venjulegt • Sound Blaster True 3D innbyggt hljóðkort • 60 W vondað stereo hátalarapar Þú velur stýrikerfi, Windows 98 enskt/fslenskt eða Windows Millennium Tölvulistinn • Nótatúni 17 • 105 Reykjavík • Sími 562 6730 '■ 1 — — * — — — — — — íókum ilestnr notnðar lolvnr upp i nvini- • 011 veið em staðgieiðsluveið með viiðnoukaskaltl • Visa og Furo roágreiöduf til alll uð 36 munnða SÉRVERSLUN MEÐ TÖLVUBÚNAÐ Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Selló og sembal í Fríkirkj- unni AÐRIR tónleikar tónlistarhátíðar- innar Norðurljósa verða haldnii- í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 17. Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleikari og Helga Ingólfsdóttfr semballeikari leika þijár sónötur eftfr Johann Sebastian Bach. Helga er einn helsti frumkvöðull í flutningi barokktónlistar hér á landi auk þess að vera atkvæðamikill ílytj- andi samtímatónlistar. Hún stofnaði Bachsveitina í Skálholti árið 1986 en hún er eina kammersveit landsins sem leikur barokktónlist á uppruna- leghljóðfæri. Árin 1996-9 hlaut hún starfslaun listamanna til að vinna að verkefnum í tengslum við Sumartónleika í Skál- holtskirkju og að upptökum á hljóm- diska, en nýlega komu út annars veg- ar Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach og hins vegar sex sónötur fyrir fíðlu og sembal, einnig eftir Bach, þar sem hún leikur ásamt Jaap Schröder. Sigurður Halldórsson hefur komið fram sem einleikari á ýmsum tónlist- arhátíðum víðs vegar, í kvikmyndum og leikhúsverkum og einnig með hljómsveitum. Hann gaf nýlega út hljómdiskinn Eintal/Monologue þai- sem hann leikur einleiksverk frá 20. öld, meðal annars sónötu Kodálys op. 8. Hann leikur með kammerhópunum Caput og Camerarctica og syngur einnig með sönghópnum Voces Thul- es. --------Mri--------- Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Jólaálfarnir í fjallinu eftir Kristján Óla Hjaltason. í fréttatilkynningu segir: „Jólaálf- amir í fjallinu er saga með nýjum hugmyndum og höfðar til barna sem vita að verði þau góð fyrir jólin muni jólasveinninn færa þeim glaðning í skóinn. Sagan greinir frá þeim sem aðstoða jólasveinana að útbúa gjafir til þess fjölda barna sem gæta þess vel að fara snemma í háttinn eftir að skórinn hefur verið settur út í glugga. Jólaálfarnir sem hjálpa jólasvein- unum við að búa til gjafirnar eru kná- ir þótt smáir séu. Þeir verða einnig að vera útsjónarsamir við að afla fanga en til þess fara þeir út um allan heim. í sögunni koma þeir við í Finnlandi, á Spáni og Grænlandi þar sem þeir tína til það sem þarf. Nöfnin eru ný en þau eiga að sýna í verki hveija hegðan og vana jólaálf- amir hafa tileinkað sér. Hrasi er í óhófi dettinn. Þrasi veit allt alfra álfa best. Brasi er kokkurinn. Sveppi á forlátahúfu sem er eins og sveppur og húfan hans Skinna er úr skinni með homum af hreindýri. Myndir prýða 20 síður sem teikn- aðar eru af Hafsteini Michael Guð- mundssyni. Höfundur og útgefandi er Krístján Óli Hjaltason en höfund- arlaun ogútgáfa ergefin tilstyrktar- sjóða Oddfellowreglunar á íslandi og Barnaheill en þessi félögsjá um sölu ogdreifingu á bókinni. Prentun og bókband er unnið hjá Prentsmiðjunni Odda hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.