Morgunblaðið - 19.11.2000, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AP Hjúkrunarfræðingar í Minneapolis safna bldði úr naflastrengjum til að nota við beinmergsígræðslu. Blóð úr naflastreng er afar heppilegt til slíkra aðgerða vegna þess hve mikið er af stofnfrumum í því. vara eru skilgreindir með þessum hætti vegna þess að við ákveðum að skilgreina þá þannig,“ sagði hann. Holm minnti á fræg ummæli Nóbelshafans Cricks sem sagði að gera ætti DNA-könnun á erfðaefni nýfæddra barna til að hægt yrði að meta hvort þau ættu skilið að lifa. Holm velti fyrir sér hvort við vildum heim þar sem slíkar spurningar væru taldar eðlilegar. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands, sagðist ekki álíta mikilvægt að tíma- setja nákvæmlega hvenær fóstur yrði mannvera. „Við myndum ekki standa fyrir þessari umræðu ef við gengjum ekki út frá því að fóstur sé mannvera í vissum skilningi. Við göngum út frá því að fóstur sé líf- vera sem eigi rétt á ákveðinni virð- ingu. Mér finnst ekki hægt að bera saman það að búa til fóstur til rarin- sókna og hitt að fólk reyni að búa til barn og viti að fyrir hvert frjóvgað egg eru nokkur sem mistakast. Að búa fóstrið til, framleiða það meðvit- að til að nota það í rannsóknum, er allt annað og við finnum innra með okkur að eitthvað er að því,“ sagði Vilhjálmur. Óviðunandi leynd yflr rannsóknaniðurstöðum Ole Didrik Lærum, læknir í Nor- egi, sagðist álíta að brýnast af öllu væri að niðurstöður rannsókna væru aðgengilegar öllum. Leyndin sem hvíldi yfir þekkingunni á stofnfrumum vegna einkaleyfa drægi úr framförum og óviðunandi væri að vitneskjunni væri ekki deilt meðal allra vísindamanna. Því frum- stæðari sem þekkingin og tæknin væri þeim mun meiri hætta væri á slysum. Norski læknirinn Dag Helland benti hins vegar á að ekkert nýtt væri við að tilraunir með nýjar að- ferðir gætu mistekist. Ef menn hefðu aldrei viljað reyna nýja tækni fyrr en þeir væru 100% öruggir í sinni sök hefði ekki verið mikið um framfarir í læknavísindum. Og þeg- ar notuð væri kemoþerapía og geislalækningar gegn krabbameini væri vitað að skemmdir yrðu á vefj- um og aðferðirnar væru hættulegar en menn yrðu að taka áhættuna. Kostirnir væru tveir, báðir slæmir en annar skárri en hinn. Vita vísindamenn hvað þeir eru að gera? Finnski siðfræðingurinn Martti Lindquist hjó sérstaklega eftir er prófessor Lars Áhrlund-Richter sagði frá tilraunum á fósturvísum er „Stundum er ekki hæg’t að bjarga lífí sjúkra með líffæra- flutningum vegna skorts á líffærum en með því að nýta þekk- ingii á stofnfrumum verður að líkindum hægt að fjölfalda mörg þeirra að vild.“ hann hefði tekið þátt í ásamt finnska sérfræðingnum Outi Hov- atta en þau fluttu bæði erindi um rannsóknir sínar á Huddinge í Sví- þjóð. Svíinn sagði að hópurinn hefði á sínum tíma beðið vísindasiða- nefndina sænsku um að fá að ganga lengra en heimild hefði verið veitt fyrir og reyna að stýra þróun fóst- urvísa í tilraunaglasi. „Við viljum vita hvað við erum að gera,“ sagði Áhrlund-Richter. Lindquist benti á að einmitt þessi óvissa væri eitt af því sem vekti einna mestan kvíða hjá mörgum, vísindamenn virtust ekki vita hvað þeir væru að gera. „Það sem er sálfræðilega úrslitaatr- iði er að öll höfum við verið á því stigi tilverunnar að við vorum ekki enn orðin mannverur og við finnum innst inni að tilurð okkar er í þeim skilningi óskiljanleg," sagði Lindqu- ist. „I undirmeðvitundinni vitum við að uppruninn er hulinn myrkri. Ef við reyndum að gera þessar stað- reyndir að hreinræktuðu tæknilegu atriði væri það afar slæmt. En ég held að við ættum ekki að ímynda okkur að markmið okkar með þess- ari umræðu sé að ákveða að eitt- hvað eigi að banna. Við erum hérna til að reyna að gera eitthvað kleift, góðar og jákvæðar rannsóknir, framfarir, menningu I orðsins besta skilningi. Samt þurfum við reglur þótt við getum ekki sett reglur um lífið allt og framgang þess. Siðfræði fjallar um svo margt fleira en reglur. Eg vona að fólkið sem stundar rannsóknir með fósturvísa átti sig vel á því að tilgangurinn skipti öllu máli. Ef tilgangurinn með rann- sóknum hættir að skipta máli dettur botninn úr allri siðfræði okkar. Oft er ágætt að setja upp ákveðnar reglur en vandinn er sá að þær taka ekki á öðrum vanda sem er að við erum svo oft tvíbent í af- stöðu okkar og markmiðum. Ástæð- umar fyrir gerðum okkar geta verið mótsagnakenndar, ólík gildi togast á í okkur. Ekki einu sinni siðfræð- ingar geta lofað öllum öllu!“ sagði Martti Lindquist. «Étt sS-.vULL'C!i-L'dcL Lagfærir ýmis húðiýti, td. háræða- siit, ör eftir bólur og aðgerðir, húðslit, öldrunarbletti, fínar hrukkur o.ft. Fyrir Eftir HðFUIi O iwm' «Mekka húðarinnaiM í Kringlunni, 3. hað 20% kynningarafsláttur af húðmeðferð og ýmsum húðkremum til 1. des. 2000 Kringlunni 8-12, 3. hæð S. 588 0909 „Menn bjuggu í fílabeinsturni“ Nils Axelsen er læknir og deildarstjóri hjá Statens Serum Institut, einni öflugustu rannsóknamiðstöð Danmerkur 1 læknisfræði. Starfsmenn hennar eru um 1.200. Axelsen á sæti í Norrænu lífvísindasiðanefndinni. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Nils Axelsen, deildarstjóri hjá Statens Ser- um Institut í Danmörku. NILS Axelsen mælti í erindi sínu með því að ýtt væri undir samstarf einkafyrirtækja og opinberra stofnana í rannsóknunum enda væru þær orðnar svo fjárfrekar að ekki væri annar kostur í stöðunni en að fá til þeirra aukið einka- fjármagn. Ríkisvaldið myndi aldrei veita nógu mikið fé til rannsóknanna. „Sjálfur var ég starfsmaður við há- skóla í níu ár, til 1978. Þá var gríðarleg and- staða á læknadeildum háskólanna við allt samstarf við atvinnulífið," segir Axelsen. „Menn bjuggu í fílabeinsturni og sögðust stunda frjálsar og óháðar rannsóknir. Þeir sem hefðu tengsl við einka- fyrirtækin væra að óhreinka hendurnar. Nú eru aðstæður gerólíkar í þessum efnum, afstaða manna allt önnur. Búið er að setja lög um að vísindamenn sem stunda rann- sóknir hjá opinberum stofnunum skuli sækja um einkaleyfi á upp- götvunum sínum áður en skýrt sé frá þeim opinberlega. Þeir geta fengið leyfi til að nýta sér upp- finninguna, hagnast á henni. En kostnaðurinn við að fá einkaleyfi er mikill, vinnan er oftast svo mik- il við að lýsa uppgötvuninni.“ Axelsen segn- að miklu skipti að fyrir hendi séu ákveðnar reglur um verklag í rannsóknum og þeim sé fylgt eftir til að tryggja að unn- ið sé heiðarlega. „Við erum með nefnd í Danmörku sem fólk getur leitað til ef það álítur að vísinda- menn hafi svindlað, þ. e. ekki sagt sannleikann um árangurinn af rannsóknum sínum. Eg sit í þess- ari nefnd, hún hefur starfað frá 1993 og svipaðar nefndir starfa nú í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð en ekki á Islandi af einhverjum ástæðum." Siðferðisleg gildi og markaðurinn Hann er spurður um vægi sið- ferðislegra gilda í líffræðilegum rannsóknum andspænis markaðs- lögmálum og hlutabréfaverði. „Það er alveg ljóst að þeir sem leggja fram fé til rannsókna gera kröfur um að tekið sé tillit til ákveðinna siðferðislegra gilda. Ástæðan er sú að þeim, sem haga sér þannig, gengur best þegar til langs tíma er litið, einnig á mark- aðnum. Mig minnir að ég hafi heyrt að allt að 40% af allri hlutabréfaeign í Bandaríkjunum séu á hendi líf- eyrissjóða sem yfirleitt fjárfesta með langtímasjónarmið í huga. Og lífeyrissjóðirnir eiga sam- kvæmt lögunum að festa fé sitt fyrst og fremst í traustum bréf- um. Rannsóknafyrirtækjunum hentar best að hlutafjáreigend- urnir sé ekki líklegir til að selja allt hlutaféð í skyndingu, það veldur truflunum og hættulegum sveiflum á verðgildi fyrirtækisins. Mörg einkafyrirtæki hafa þeg- ar sett sér ákveðnar siðferðisleg- ar viðmiðunarreglur um starfsemi sína. Þar er kveðið á um að þau viiji vera heiðarleg og koma fram af einlægni." Hann segir það vandamál að margir vísindamenn freistist til að birta opinberlega niðurstöður sín- ar áður en rannsóknum og til- raunum er raunverulega lokið. Leyndarhulan yfir því sem máli skipti í niðurstöðunum sé hins vegar mikil, vernda þurfi einka- leyfið og mögulegan hagnað af niðurstöðunum. En Axelsen við- urkennir aðspurður að einnig í op- inberum stofnunum sé það orðið vandamál að menn séu sumir tregir að láta of mikið uppi við starfsbræður sína af ótta við að missa af tækifærinu til að hreppa heiðurinn af uppgötvun og ef til vill hagnast. „Niðurstöður eru oft birtar þótt þær hafi ekki sætt svonefndri ritrýni í fagtímariti, þ.e. vönduðu og hlutlausu mati annarra fag- manna og þetta er slæmt. Eg er á móti svona vinnubrögðum. Oft eru niðurstöður kynntar með lát- um en síðan heyrist ekki minnst á þær oftar. Þrýstingurinn er oft svo mikill á vísindamenn að segja frá því hvað þeir séu að gera og hverjar niðurstöðurnar séu. Utkoman getur orðið stórar fyrirsagnir í blöðunum og fréttir af því sem ekkert er og almenningur er leiddur afvega. Hins vegar er það einkenni á mörgum stórum fyrir- tækjum á þessu sviði að þau gæta þess yfirleitt vel að fara ekki of- fari í auglýsingamennsku, þau vilja ekki verða uppvís að því að hafa lof- að upp í ermina á sér,“ segir Nils Axelsen. Sorgar og samúðarmerki Borið við minningaraíhafiiir og jarðariárir. Allur ágóði rennur til líknarmáia. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <3tr HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR LEIÐRÉTT í GREIN Péturs Péturssonar í Morgunblaðinu í gær, laugardag, misritaðist nafn Benedikts Sveins- sonar, og hann sagður Lárusson. Leiðréttist þetta hér með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.