Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 27

Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 27 Þemadagar í Grunn- skólanum í Bakkafírði Bakkafírði. Morgunblaðið. ÞEMAVIKA var nýlega haldin í Grunnskólanum í Bakkafírði þar sem Ieitast var við að kynna þau lönd og það fólk sem hér er að vinna og hefur í sumum tilfellum sest hér að, mest Taílendingar og Pólverjar. Farið var yfir það með krökkun- um hvar löndin eru, hvernig fánar þeirra líta tít og hvemig málið hljómar. Þegar btíið var að kynna hvert land var svo eldaður matur frá viðkomandi landi. Taflendingar elduðu sinn mat og Pólveijar sinn og buðu nemendum og kennurum í mat. I lokin bauð eldri deildin öllum sem komið höfðu að þemavikuni í íslenskt Iambalæri þar sem yngri deildin sá um skreytingu á borði, þar bjuggu þau til servíettuhringi sem á vora teiknaðir fiskar, alla vega á litinn, sem bitu í sporðinn á sér og átti það mjög vel við. Afkoma ríkis- sjóðs hag- stæðari en áætlað var INNHEIMTAR tckjur rfldssjóðs á fyrstu tíu mánuðum ársins voru 10,4 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 11,3 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 1,4 mifljarða afgang árið 1998. Þetta er rúmum 5 milijörðum króna hag- stæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu felst skýringin á heldur minni rekstrarafgangi en á síðasta ári í tæplega 5 milljarða króna hækkun vaxtaútgjalda rfldsins á greiðslugrunni milli ára, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausn- ar spariskírteina á þessu ári. Þetta skýrir einnig að verulegu leyti minni lánsfjárafgang í ár en í íyrra auk þess sem nettóútstreymi rfldsins í formi veittra lána nam um 5V4 milljarði króna í ár, samanborið við jöfnuð í fyrra og nettóinnstreymi árið 1998. A fyrstu tíu mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 34,1 milljarði króna en nýjar lántökur 28,7 milljörð- um. Greiðsluafkoma rfldssjóðs var því neikvæð um hálfan milljarð króna, eða 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en í fyrra. Atvinnu- leysi í októ- ber 0,9% RÍFLEGA 28 þúsund atvinnu- leysisdagar voru skráðir í októ- bermánuði síðastliðnum á land- inu öllu, ríflega 10 þúsund dagar hjá körlum og tæplega 18 þús- und dagar hjá konum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fjölgað um tæplega 1.400 frá mánuðin- um á undan en hins vegar fækk- að um tæplega 13 þúsund frá októbermánuði 1999. Mannafli á vinnumarkaði í október 2000 er áætlaður 139.699 manns. Atvinnuleysisdagar í október síðastliðnum jafngilda því að 1.302 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum. Þar af eru 473 karlar og 829 konur. Þessar tölur jafn- gilda 0,9% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 0,6% hjá körlum og 1,4% hjá konum. FRÉTTIR Sttílkuraar i Grunnskólanum í Bakkafírði f óða önn að undirbtía matseldina. Eldri deildin bauð öllum sem komið höfðu að þemavikunni upp á ís- lenskt lambalæri, þar sem yngri deildin sá um skreytingu á borðum. w w w. I a n d s b a n k i. i Utanlandsferöirr á betci kjörum fyrir Vöröufélaga m* |N| "i;. || ■h ’M 1 * 1 i Nýttu þér Vöröupunktana þína í ódýra utanlandsferö. Þér býöst aö fara til Amsterdam, njóta lífsins innan um iöandi mannlifiö á sikisbökkunum, versla eöa bara slappa af. Þú getur einnig flogiö til Minneapolis eða Baltimore. í Minneapolis fmnurþú stærstu verslunarmiðstöö heimsins, Mall of America. Til Amsterdam Til Minneapolis og Baltimore Q Verð: 12.000 kr. og 10.000 punktar. Q Verð 21.000 kr. og 15.000 punktar Tímabil: 23. nóvember - 15. desember (siðasta heimkoma) Tímabil: 23. nóvember - 15. desember (siðasta heimkoma) í tengslum við Ameríkuflugin bjóðum við 50% afslátt af Vildarferöum með TWA. Hægt er að fljúga innan Bandaríkjanna fyrir frá 10.000 punktum. Frá Baltimore til Hawaii þarf t.d. aðeins 26.000 punkta. Síðasta heimkoma 31. desember. ftóksr.ir og nérsf í uppiýiinosr é sóiwskr HWvm fluttieiðif eös LíindshÉmkinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.