Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 29 JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS 50ÁRA Jón Eyþórsson veðurfræðingur, stofnandi og fyrsti formaður Jöklarannsóknafélagsins. Matast á veröndinni sunnan við skálann á Grímsíjalli sumarið 1998. Morgunblaðið/Magnús Tumi Pað var brotið blað í j öklarannsóknum á ís- landi um þetta leyti vetrar fyrir réttum fímmtíu árum en þá var Jöklarannsóknafélag Is- lands stofnað. Allar göt- ur síðan hefur vitneskja og skilningur á þessum einkennum lands vors, sem jöklarnir eru, hlað- ist upp, mannskepnunni til mikilla hagsbóta, Morgunblaðið/Magnús Tumi Borun með heitavatnsbor í Grímsvötnum 1998. Bor þessi eyðilagðist í gosinu í Grímsvötnum sama ár. Hálf öld frá upphafi skipulegra jöklarannsókna endurnýjun þar enda Breiðamerk- urjökull mikilvægur í jöklarann- sóknum. Loks verður hér rakinn þríþætt- ur tilgangur félagsins. I fyrsta lagi að standa fyrir rannsóknum á jökl- um. Vorferðin, sem farin er í júní, er þar í öndvegi og hefur verið fast- ur liður í starfseminni allar götur frá stofnun félagsins. Annað megin- rannsóknarefni félagsins er mæling á stöðu fjölmargra jökulsporða en þær mælingar hóf Jón Eyþórsson um 1030. í öðru lagi stendur JÖRFÍ fyrir útgáfu tímaritsins Jökuls. Það kem- ur út einu sinni á ári og eru í því greinar á ensku og er eina íslenska fræðiritið sem .gefið er út í þeirri mynd. Útdrættir eru á íslensku, en að öllu leyti er efnið meðhöndlað á sama hátt og gert er í alþjóðlegum vísindaritum. Einnig er í ritinu ým- iss fróðleikur um jökla og frásagnir af jöklaferðum. Upplagið er 800 stykki. í þriðja lagi stendur JÖRFÍ fyrir fræðslufundum nokkrum sinn- um á ári. Reynt er að hafa fyrir- lestrana bæði fræðilega og alþýð- lega með myndasýningum til að gera þá aðgengilegri. Þeir eru öll- um opnir og • hefur aðsókn verið góð. gagns og gamans. JÁ, ÞAÐ eru fimmtíu ár síð- an Jón Eyþórsson, veður- fræðingur og áhugamaður um jökla á Islandi, blés til stofnfundar Jöklarann- sóknafélagsins. 42 mættu á stofn- fund og fimm til sex ánim síðar voru félagar orðnir 250. I dag eru þeir rúmlega 500. JÖRFÍ er sérkennileg blanda vísindamanna og áhugafólks, enda eru rannsóknir á jöklum umfangs- mikil iðja og veitir ekki af sam- vinnu manna úr ýmsum geirum þjóðfélagsins. Formaður félagsins, Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir samkrull og samvinnu skíðamanna, jeppamanna, vélamanna og vísindamanna blátt áfram nauðsynlega og erlendis sé eftir þessu sérkenni félagsins tekið. „í félaginu eru vísindamenn og fólk sem hefur gaman af því að fara á jökla,“ segir Magnús Tumi. Jón Eyþórsson var kjörinn fyrsti formaður JÖRFI og gegndi hann formennsku í 18 ár, eða til dauða- dags. Þá tók við Trausti Einarsson prófessor en hann lét af for- mennsku eftir eitt ár. Við af honum tók doktor Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem sat næstu 14 ár- in, þar til hann lést 1983. Því næst komu Sigurjón Rist í 4 ár, Svein- björn Björnsson i 3 ár, Helgi Björnsson í 9 ár og síðan Magnús Tumi Guðmundsson sem er að ljúka þriðja ári sínu sem formaður. Hlutverkið breytt Fyrstu áratugina voru rannsókn- ir JÖRFÍ nánast þær einu sem gerðar voru á íslenskum jöklum og alla tíð snerust þær mest um Vatnajökul þótt aðrir jöklar hafi einnig komið við sögu. Félagið hef- ur í gegnum árin komið sér upp góðri aðstöðu, aðallega á Vatnajökli og enn fremur á Langjökli og síð- ustu árin, er stofnanir eins og Landsvirkjun, Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskólans hafa færst í aukana með eigin rannsókn- ir, hefur JÖRFÍ í vaxandi mæli gegnt því hlutverki að leggja til mannskap og aðstöðu. Auk þess að leggja til vinnu í ferðum má nefna að félagið hýsir jarðskjálftamæla og fleiri mælitæki í skála sínum á Grímsfjalli. Þá hefur vinnuframlag sjálfboðaliða félagsins skipt miklu máli fyrir nokkur verkefni fram- haldsnema við Háskóla Islands og erlenda háskóla. Aðstaðan og tilgangurinn JÖRFÍ hefur komið sér upp ýms- um mannvirkjum, öllum að einu undanskildu á Vatnajökli. Þetta eina er 6 til 12 manna skáli á Fjall- kirkju í Langjökli. Hin mannvirkin eru öll á eða við Vatnajökul. Stærstu miðstöðvarnar eru á Grímsfjalli. Þar er 24 manna skáli, skáli með mælitækjum og jarðhita- orkuveri og hús sem er bæði elds- neytisgeymsia og salemi. í Jökul- heimum er einn 20 manna skáli, annar 8 til 20 manna skáli, bíla- geymsla og eldsneytisgeymsla. Þá á félagið bragga og bflageymslu við Breiðá á Breiðamerkusandi, 6 til 12 manna skála í Kverkfjöllum og 6 til 12 manna skála í Goðahnjúkum. Þá hafa tvisvar verið reistir skálar í Esjufjöllum, en báðir fuku, annar árið 1966 og hinn 1999. Stefnt er að BESTA VETRARFRIIÐ 10. janúar - 2+ vikur - fá sæti STÓRA THAILANDSFERÐIN VINSÆLASTA AUSTURLANDA- Austurstrati 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasiða: hppt://www.heimsklubbur.is FERÐIN á einstökum kjörum. ef staðfest er núna. Auðvelt, ódýrt flug, frábær gisting í heimsklassa, tekur öllu fram. SÉRTILBOÐ Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir PERÐASKRIFSTOFAN Pí\|MA» HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.