Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 39 t + Magna Sæ- mundsdóttir fæddist á Krakavöll- um í Flókadal í Fljótum 19. septem- ber 1911. Hún lést 13. nóvember síðast- liðinn. Hún var dótt- ir hjónanna Sæ- mundar Dúasonar, bónda og síðar kenn- ara í Fljótum, í Grímsey og á Siglu- firði, og Guðrúnar Þorláksdóttur. Systkini Mögnu voru: Þorlákur, f. 1913; Dúi, f. 1913, en þeir voru tvíburar og létust aðeins nokk- urra vikna; Karl, f. 1919, látinn; Jón, f. 1922, býr í Keflavík; og Hrafn, f. 1933, býr í Kópavogi. Magna giftist Emil Helga And- ersen frá Siglufirði en þau slitu samvistir. Börn þeirra voru Sæ- Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund, nú heíúr þú fengið hvíldina og ert ör- ugglega sátt við það. Á tímamótum sem þessum fer hugurinn að reika og minningarnar hrannast upp í ótal myndum. Ég var svo lánsöm að eiga þig sem ömmu, þú varst svo fróð um alla hluti og áttir svo auðvelt með að leggja manni ráðin um gang lífsins. Frá minni barnæsku eru flestar minningar tengdar þér því það voru ófáar stundirnar sem ég eyddi hjá þér í Hríseyjargötunni þar sem þú bjóst lengst af ævi þinnar. Ibúðin þín var sérstök, hún var eins og lítið safn sem alltaf var jafngaman að skoða, þú áttir svo mikið af alls konar hlut- um sem þú hafðir safnað eða búið sjálf til. Þú varst svo lagin í höndun- um og dundaðir þér mikið við sauma, listmálun eða hvers kyns föndur. Á þeim tímum þegar ég var sem mest hjá þér var það ekki bara daglangt heldur gisti ég flestar nætur hjá þér líka. Þú sagðir mér svo skemmtileg- ar sögur áður en ég fór að sofa á kvöldin, ég gat aldrei sofnað án þess að þú segðir mér eina sögu. Svo kenndir þú mér mörg spil t.d. Kas- ínu, Marías og Lönguvitleysu sem við gátum oft spilað tímunum saman. Eitt sinn keyptir þú segulbandstæki og ég hafði svo gaman af því að taka upp samtölin okkar, oft án þess að þú vissir af því, og þegar ég var að taka til í gömlu dóti um daginn þá fann ég eina spólu síðan fyrir mörgum árum þegar ég hafði verið að taka upp eitt af þessum samtölum okkar og ég get sagt þér það amma mín mér finnst það ómetanlegt að hafa fengið að heyra röddina þína einu sinni enn, þó svo að það hafi ekki verið langt, þá sagði það svo mikið. Þessa spólu ætla ég að varðveita vel. Minningarnar frá jólunum úr Hríseyjargötunni eru líka sterkai', þú varst aldrei með neitt venjulegt jólatré heldur fóram við í bæinn fyrir hver jól og keyptum grenigreinar sem þú síðan bast á gamlan jólatrésfót en auðvitað leit það út eins og jólatré, síðan vai- það mitt hlutverk að skreyta, reyndar skreytti ég alltaf hjá þér fyrir hver jól þegar ég var yngri. Síðan héldum við okkar litlu jól daginn eftir þrett- ándann, þá tókum við niður jóla- skrautið, brenndum niður restina af kertunum og borðuðum afganginn af jólanamminu og auðvitað gáfum við hvor annarri gjöf og sungum, þetta er eitt af því sem ég hugsa um hver jól, „litlu jólin“ okkar í gamla daga. Ég gæti skrifað endalausar minning- ar um þig, amma mín, síðan úr minni æsku þetta er aðeins brot af þvi sem við brölluðum saman. Þegar árin færðust yfir kom að því að þú gast ekki lengur verið ein heima og sætt- ist loks á að fara á Dvalarheimilið Hlíð, þar áttir þú eftir að una þér vel í góðum höndum starfsfólksins og talaðir þú svo oft um það hversu gott þú hefðir það og hve vel væri hugsað um þig og allt gamla fólkið. Á Hlíð eyddir þú síðustu árum ævi þinnar. Eg hitti þig síðast helgina fyrir af- mundur E. Ander- sen, f. 8. desember 1936, kvæntur Lilj- an Andersen, f. 18. ágúst 1937 í Noregi. Þau eru búsett á Dalvík. Börn þeirra eru: Emil Magni, Birgitta, Sæmundur Hrafn og Dúi Krist- ján; Margrét Emils- dóttir, f. 9. júlí 1941, d. 25. maí 2000. Fyrri maður Mar- grétar var Júlíus Thorarensen en þau slitu samvistir. Böm þeirra eru: Kolbrún, Hallgrímur, Valdimar Lárus og Magna Ósk. Seinni maður Margrétar var Hörður Guðmundsson. IJtfór Mögnu verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. mælið þitt, þú áttir ekkert von á að sjá mig og varst svo hissa þegar ég kom og kallaðir: „Nei, er grjónið mitt komið,“ þú kallaðir mig það svo oft. Við spjölluðum saman um liðna og nýja tíma, auðvitað hvarflaði það ekki að mér að þetta væri síðasta skiptið sem við ættum eftir að hitt- ast. Við töluðum síðan saman á af- mælisdaginn þinn, þú varst svo glöð og ánægð með daginn og hálfundr- andi hversu margir mundu eftir þessum degi því þú hafðir nú ekkert verið „að auglýsa" það að þú ættir af- mæli, þú hafðir alveg gamansemina í þér þrátt fyrir aldurinn. Aðfaranótt mánudagsins 13. nóvember sl. sofn- aðir þú svo svefninum langa, ég er viss um að mamma hefur tekið vel á móti þér og núna fylgist þið með okk- ur að ofan. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt þig á ferðum mínum til Akureyrar en minningin um þig mun lifa með okkur um ókomna tíma. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Magna Ósk. Um þreytta limu líður sælukennd. Ég Ut með brosi yfir farna vegi. Og hlægir það, er aftur upp ég stend, hvað yfirstíga má á næsta degi. Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar? (Om Amarson.) Það var í lok september sl., að ég leit síðast við hjá henni Mögnu. Þá bjó hún í fallega herberginu sínu að dvalarheimilinu Hlíð með útsýni yfir Eyjafjörð til Vaðlaheiðai’. Þá var henni tíðrætt um gömlu dagana, æskuheimilið að Krakavöll- um í Flókadal, Vesturfljótum, fegurð fjallanna og ljúfu dalina þar sem hún þekkti hvern stein og hól, árin á Siglufirði, flutninginn til Akureyrar og heimilið að Hríseyjargötu 2 þar sem hún bjó lengst af á Akureyri. Á þessari stundu var heldur ekki hjá því komist að umræðan snerist um raunveruleika lífsins og atburði síðustu missera en segja má - og er þá vægt til orða tekið, að of stórt skarð hafi verið höggvið í ástvina- hópinn hennar á stuttum tíma en eins og hún sagði: „Þetta er þessi blákaldi raunveraleiki sem aldrei er umflúinn og fyrir marga oft erfitt að sætta sig við“. Það var gott einmitt á þessari stundu að fá tækifæri til að ræða við Mögnu, líka um það erfiða og óþægi- lega, og Magna hafði einnig svör við þeim hlutum. „Hennar skoðun var að það væri mikilvægt hverri mann- eskju að temja sér jákvæðan hugs- unarhátt, það væri ekki nóg að forð- ast ósæmileg orð, það þyrfti líka að temja sér góðvild í hugsun, lögmálið forna um sáninguna og uppskerana væri alltaf í fullu gildi. Við erum sí- fellt að sá fræjum, góðum eða slæm- um í samskiptum okkar við annað fólk og þá væri gott að hafa í huga að allt sem við látum frá okkur kemur til okkar aftur. Kannski ekki endi- lega strax en það kemur einhvem tíma með einum eða öðrum hætti. Þess vegna skulum við reyna að vera sátt, sátt við lífið og umfram allt okk- ur sjálf því þannig höfum við afger- andi áhrif á það hvemig líf okkar þróast, við höfum öll fengið efnivið til að vinna úr, það er undir okkur sjálf- um komið hvemig til tekst“. Þetta er aðeins stutt lýsing á lengra samtali. Rökhyggja og frásagnarhæfileiki Mögnu var með þeim hætti að hlust- að var með athygli og málfar hennar bæði fallegt og undravel framsett. - Þetta var ein af þessum einstöku stundum í lífi manns þegar atburðir daganna era dregnir fram svo ljós- lega að eftir stendur saga, eins og mynd, sem er máluð í fegurstu litum með handbragði meistarans. Ég kynntist Mögnu Sæmunds- dóttur fyrst í ársbyrjun 1957, mér er það enn mjög minnisstætt vegna þess hve hún var alvöragefin og íhugul. Seinna vissi ég að þar fór kona gædd miklum gáfum og heiðar- leika - kona sem átti auðvelt með að koma beint að efninu ef þurfti að ræða einhver mál. Það er gæfa hvers og eins að eiga samleið með góðu samferðafólki, fólki sem er ólatt við að aðstoða aðra og leiðbeina, í þeim hópi var „Magna Sæmundar", eins og hún var oft köll- uð meðal vina, sem nú hefur kvatt þetta tilverustig og okkur sem eftir lifum um sinn. Það eru góðar minningar og mér mikils virði sem fylla hugann þegar kveðjustundin nú rennur upp og er mér þær Ijúft að þakka. Ég hef stundum sagt það við böm- in mín að þau nutu sérstakra forrétt- inda að eiga slíka ömmu sem leiddi þau fyrstu sporin, kenndi þeim og hughreysti er á móti blés - hún Magna átti svo auðvelt með að færa í orð það sem aðrir aðeins hugsuðu, þess vegna sátu aldrei eftir nein vandamál eða misskilningur í sam- skiptum hennar við aðra. Éitt skeið er nú rannið. Við kveðj- um sannan vin, ekki með trega, held- ur með reisn og virðingu - allt sem þú gerðir og sagðir,- það varir. Július Thorarensen. Elsku Magna langamma. Nú ert þú farin. Við systkinin sitj- um hér saman og hugsum um þig. Það er margs að minnast, þú varst góð og yndisleg manneskja. Þú varst mjög fróð kona, hafðir lesið mikið og vissir svo margt. Það var alltaf gaman að hlusta á sögum- ar sem þú sagðir okkur af þér ungri í Fljótunum og af ömmu Möggu þegar hún var lítil. Ef okkur skorti ein- hverja vitneskju var gott að heim- sækja þig, þú gast frætt okkur um svo mikið. Á hverjum afmælisdegi okkar systkinanna gafstu okkur handgerð kort sem þú hafðir málað á með vatnslitum. Þú varst mjög handlag- in, saumaðir út, heklaðir og málaðir, það liggja mörg falleg verk eftir þig, púðar, myndir, dúkar o.fl. Á hverju vori fór mamma með þig á Grísará og við systkinin með til að kaupa sumarblóm, þú varst mikil blómakona og keyptir alltaf sérstök blóm og plantaðir þeim á sérstakan stað í blómabeðinu þínu fyrir framan húsið þitt í Hríseyjargötunni. Jólin era einnig sérstaklega minn- isstæð. Þú komst alltaf til okkar og við skárum út laufabrauð og þú söngst jólalög með okkur. Á jóladag komstu til okkar í hádeginu og við borðuðum hangikjöt og laufabrauð og áttum yndislegar stundir saman. Síðustu ár þín dvaldistu á Dvalar- heimilinu Hlíð og undir þér vel þar, talaðir alltaf um hvað það væri hugs- að vel um þig og hvað allir væru góð- ir þar. Elsku langa, þú áttir svo erfitt með að sætta þig við að amma Magga, einkadóttir þín, kvaddi í blóma lífsins. Það var mikið áfall og lagðist sorgin þungt á þig. Núna hefur þú fengið þína hinstu hvílu og sorginni af þér létt. Elsku langa, hvíl þú í friði. Þín langömmubörn, Linda, Anna og Einar Ingi. MAGNA SÆMUNDSDÓTTIR Elsku Magna mín. Þegar ég hugsa um þig brosi ég því það koma upp góðar minningar. Þú varst svo merkileg kona og verð- ur mér alltaf svo kær. Þegar ég var lítil varstu svo góð að leyfa mér að hafa þig fyrir ömmu en við voram líka miklar vinkonur og skrifuðumst á í mörg ár. í bréfunum þínum sagðirðu mér sögur frá því þegar þú varst lítil, fréttir af fjölskyldunni þinni og alltaf hafðirðu með ljóð. Bréfin þín vora mér ómetanleg. Ég skrifaði þér síð- ast bréf í desember í fyrra og mér þótti svo vænt um að þú svaraðir mér. Þú skrifaðir sjálf og sagðir mér hvað þér liði vel á dvalarheimilinu, reyndar liði þér svo vel að þér fannst þú vera sem ungbarn í annað sinn! Oftast þegar ég hitti þig var það að sumri til svo ég sé þig fyrir mér fyrir utan húsið þitt í Hríseyjargötu á fallegum sumardegi. Það var gam- an að heimsækja þig, þú áttir alltaf smákökur og það var margt að skoða hjá þér, myndir og allt smádótið sem þú áttir. Þetta verður víst síðasta bréf mitt til þín, elsku pennavinkona. Gleðin er fífill ígarðimanns ogljóð,semvaknar ávörumhans- vaknar af leiknum liðlangan dag, þegarfífillinnsofnar um sólarlag. (Þorsteinn Valdimarsson.) Elsku Magna, ég gleymi þér aldrei. Þín vinkona og í þykjustunni barnabarn, Bára Kolbrún. Langri ævi er lokið, nú er Magna öll. Hún var sterk kona, ein af styrk- ustu stoðum stórfjölskyldunnar og alltaf var gott að leita til hennar. Hún var mjög listræn og allt lék í höndunum á henni, saumaskapur, matargerð og seinna alls konar fónd- ur svo sem silkimálun. Hún hélt dagbók í mörg ár. Hún hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og kunni mikið af vísum. Hún vissi margt um ættina og um gamla daga en fylgdist líka með unga fólk- inu og var stolt af því. Magna mundi eftir öllum afmælum í fjölskyldunni, hringdi og spjallaði við afmælisbarn- ið. Hún bauð fullorðnu fólki að sunn- an, sem kom til hennar, laufabrauð á öllum árstímum og íslenskan kjarn- góðan mat, heimabakað brauð o.fl. En ungu fólki að sunnan bauð hún upp á kjúkling og franskar sem hún pantaði frá grillstað, svona var Magna. Hún var með afar sérstæða gesta- bók. Hún tók myndir af öllum sem komu og síðan setti hún þær í albúm og síðar gátu ættingar séð fjöl- skyldumyndir af sér mörg ár aftur í tímann í albúmum Mögnu. Magna hugsaði um aldraða for- eldra sín og bjuggu þau þrjú saman þar til gömlu hjónin fóru á hjúkrun- arheimili. Verður henni seint þökkuð sú hlýja og umhyggja sem hún sýndi þeim. Þegar dóttir mín ung kvartaði við Mögnu um að hún saknaði þess að eiga enga ömmu sagði hún: „Ég skal vera amma þín, mig munar ekki um að bæta við mig einu ömmu- bami“. Síðan byrjuðu þær að skrif- ast á og Magna skrifaði henni og lýsti því hvernig var að vera lítil stelpa og unglingur um 1920. Hún lýsti fermingarkjólnum sínum og öðrum fatnaði, leikjum, skólabókum o.fl. Þeirra samband hélst síðan þó líf þeirra beggja breyttist auðvitað þeg- ar fram liðu stundir. Magna var ávallt mjög tengd mér og minni fjöl- skyldu, við eldri systurnar fædd- umst heima hjá henni og fylgdist hún vel með okkur bræðrabörnum sín- um. Þegar ég var barn fór ég á hverju sumri frá Siglufirði til þess að heim- sækja Mögnu frænku. Við fóram oft saman í Lystigarðinn og nutum blómanna en Magna var mikil blómaræktarkona og ræktaði blóm utan við litla húsið sem hún bjó lengst af í á Akureyri. Oft minntist hún á blómagarðinn heima á Kraka- völlum í Fljótum, það var hennar æskuheimili. Þar uxu glæsileg reyni- tré og lægri gróður blómstraði og ilmaði í skjóli þeirra. Síðustu árin var Magna á Dvalar- heimilinu Hlíð. Hún varð fyrir þeirri þungu sorg í vor að missa einkadótt- ur sína. Það var stutt á milli þeirra mæðgna en þær voru ætíð nátengd- ar og vora síðustu mánuðirnir Mögnu erfiðir. Fyrir nokkra síðan sagði hún mér að hún væri sátt og södd lífdaga og hefur verið hvfldinni fegin. Ég sendi ástvinum Mögnu innileg- ar samúðarkveðjur frá fjölskyldunni á Suðumesjum. Guðrún Jónsdóttir. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson iiifararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík simi: 587 1960, fax: 587 1986
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.