Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BHM styður kennara
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt samhljóða í miðstjórn BHM
15. nóvember sl.:
„Fundur miðstjórnar Bandalags
háskólamanna haldinn 15. nóvember
2000 lýsir yfir stuðningi við kröfur
Félags framhaldsskólakennara og
Félags stjórnenda í framhaldsskól-
um og skorar á Samninganefnd rík-
isins að ganga að þeim.“
Opið hús
Bárugata 34, 2. hæð og ris
»4.
Vorum að fá í sölu stórglæsilega
og mikið endurnýjaða efri hæð
og ris í þessu fallega húsi. Búið
er að endurnýja gler, glugga og
innréttingu í eldhúsi. Parket á
gólfum. íbúðin skiptist m.a. í
þrjú svefnherbergi og þrjár stof-
ur. Þetta er eign sem þú mátt
ekki missa af.
Áhv. 6,3 millj. Verð 16,9 millj.
Marteinn býður ykkur velkomin í dag
á milli kl. 14 og 17.
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050,
www.hofdi.is
i
* *
Alyktun frá Kennarasambandi Islands
um verkfall framhaldsskólakennara
Hætta á að skólarnir verði
fyrir varanlegum skaða
STJÓRN Kennarasambands ís-
lands hefur sent frá sér ályktun um
kjaradeilu kennara, námsráðgjafa
og stjómenda í framhaldsskólum.
Þar segir að verði ekki gerð bragar-
bót í launamálum kennara, námsráð-
gjafa og stjórnenda í framhaldsskól-
um sé ljóst að starfsemi skólanna
verði fyiir varanlegum skaða á
næstu árum. Þess er krafist að fjár-
málaráðherra veiti samninganefnd
ríkisins skýr fyrirmæli og fullt um-
boð til samninga við samninganefnd-
ir framhaldsskólakennara.
„Stjóm Kennarasambands Is-
lands lýsir yfir áhyggjum sínum af
þeim seinagangi sem einkennt hefur
framgöngu ríkisvaldsins við lausn
kjaradeilunnar í framhaldsskólum
landsins. Stjórnin bendir á að nú era
liðnir nálægt 18 mánuðir frá því full-
trúar samningsaðila settust fyrst
niður til að ræða þá alvarlegu stöðu
sem launamál kennara, stjórnenda
og námsráðgjafa í framhaldsskólum
era í.
Þá strax var ljóst að dagvinnulaun
þessara hópa höfðu dregist veralega
aftur úi' launum annarra hópa ríkis-
starfsmanna með sambærilega
menntun og ábyrgð. Þróun heildar-
launa hefur einnig verið afar óhag-
stæð þessum hópum. Þrátt fyrir að
staða mála hafi verið kynnt mennta-
mála- og fjármálaráðherra fyrir
meira en ári hefur hvorugur þeirra
sýnt þann pólitíska vilja eða kjark að
koma að lausn þessarar deilu.
Nú þegar verkfall hefur staðið
hátt á aðra viku er enn ekki að sjá að
ríkisvaldið ætli að taka á málinu
heldur virðist sem ríkisstjórnin telji
að málið komi sér ekki við. Þau
skilaboð sem stjórnvöld senda nem-
endum, kennuram og reyndar þjóð-
félaginu í heild með þessari fram-
komu era að menntun skipti ekki
máli og um gildi hennar eigi ekki að
ræða nema á hátíðisdögum.
Stjórn Kennarasambands Islands
krefst þess að fjánnálaráðherra
veiti samninganefnd i'íkisins skýr
fyrirmæli og fullt umboð til samn-
inga við samninganefndir fram-
haldsskólakennara. Verði ekki gerð
bragarbót í launamálum kennara,
námsráðgjafa og stjórnenda í fram-
haldsskólum er Ijóst að starfsemi
skólanna bíður varanlegan skaða af
á næstu áram.“
FASTEIGNASALA
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði
Sími 520 7500
Suðurvangur 15 - Hf. - opið hús
Glæsileg 97 fm 3ja herb. íbúð á þessum
frábæra útsýnisstað við hraunið í norðurbæ
Hafnarf. (búðin er innréttuð á smekklegan
hátt. Góð herbergi. Nýtt eldhús. Góðar
svalir. Laus fljótlega. Áhv. byggingarsj. 5,4
millj. Verð 12,4 millj. Vilhjálmur og Jóhanna
taka vel á móti gestum milli kl. 14 og 17 í
dag, sunnudag.
Lækjargata 10 - Hf. - opið hús
Glæsil. 115 fm sérh. auk 25 fm bílskúrs á þessum frábæra stað við tjörnina og
miðbæinn. (búðin er öll ný standsett, parket og flísar á gólfi. Nýjar innréttingar, nýtt
flísal. baðherb. 3-4 svefnherb. Laus fljótl. Verð 13,7 millj. Halldór og Sigríður taka vel á
:i gestum milli kl. 14 og 17 i dag, sunnudag.
^ móti
(t
\
%
FASTEIGNA <T-
<3 MARKAÐURINN
>- >
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Þingholtsstræti
Heil húseign - 318 fm eignarlóð
Heil húseign á þremur hæðum við Þingholtsstræti. Eignin, sem er 274
fm, býður upp á ýmsa nýtingarmöguleika en er í dag innréttuð sem versl-
unar- og íbúðarhúsnæði. Fjöldi bílastæða bakvið húsið.
Góðir möguleikar eru á að stækka þetta hús.
Ingólfsstræti
Skemmtileg 150 fm íbúð á 2. hæð
og í risi í þessu reisulega járn-
klædda timburhúsi í Þingholtunum.
Sérinngangur og góð lofthæð.
Þvottaaðstaða í íbúð. Búið er að
endurnýja pípulagnir hússins og
rafmagn að mestu. Góð staðsetn-
ing miðsvæðis í Reykjavík.
Laugavegur - verslunarhúsnæði
Gott verslunarhúsnæði á jarðhæð, vel staðsett á horni Laugavegs og
Barónsstígs. Húsnæðið er samtals 218 fm og skiptist í 133 fm verslun-
arhúsnæði auk góðrar lageraðstöðu í kjallara. Hægt er að skipta hús-
y^næðinu í tvo hluta. Allar nánari uppl. á skrifstofu.
J
Grunnskolakennarar lýsa
stuðningi við launakröfur
FELAG grunnskólakennara hefur
sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingar
um samningamál kennara. Sú fyrri
er til stuðnings framhaldsskóla-
kennurum:
„Ársfundur Félags grannskóla-
kennara lýsir yfir fullum stuðningi
við kröfur framhaldsskólakennara.
Ársfundurinn hvetur samninga-
nefnd ríkisins til að láta af ósveigjan-
leika sínum og ganga nú þegar til
samninga við framhaldsskólakenn-
ara með opnum huga og vilja til að
leysa deiluna. Nú gefst ríkisvaldinu
tækifæri til að sýna í verki að það
vilji efla menntun í landinu og stuðla
að því að við verðum ekki eftirbátar
annarra þjóða í menntamálum."
Seinni yfirlýsingin snýst um
samningamál grunnskólakennara:
,Ársfundur Félags grannskóla-
kennara fagnar þeim yfirlýsta vilja
samninganefndar launanefndar
sveitaifélaga að hækka laun grann-
skólakennara veralega. Ársfundur-
inn vekur athygli sveitarfélaganna á
að samkvæmt skoðanakönnun Gall-
up telja um 80% íslensku þjóðarinn-
ar laun kennara of lág. Jafnframt er
mikilvægt að öllum sé ljóst að með
samkomulagi sveitarfélaganna um
kjarasamningsumboð skuldbinda
þau sig til að hlíta samþykktum
launanefndar sveitarfélaga og þeim
kjarasamningum sem nefndin gerir
fyrir þeirra hönd í öllum atriðum.
Oheimilt verður að gera viðbótar-
samninga í kjölfarið eins og raunin
varð eftir síðustu samninga. Stand-
ist þetta samkomulag verður næsti
kjarasamningur ekki eingöngu
lágmarkssamningur heldur einnig
hámarkssamningur. Samningurinn
verður að fela í sér veralegar hækk-
anir umfram hæstu viðbótarsamn-
inga. Ársfundurinn hvetur samn-
inganefndir grunnskólakennara og
sveitarfélaga til að standa við þau
markmið að gera nýjan samning
áður en gildandi samningur rennur
út um áramótin. Einnig hvetur
ársfundurinn samningsaðila til þess
að láta samningaviðræðurnar snúast
um þau fjölmörgu atriði sem aðilar
era sammála um en halda ágrein-
ingsmálunum utan við viðræðurn-
ar.“
Morgunverðarfundur um fíkniefnamál
Kostnaður sam-
félagsins vegna
fíkniefnaneyslu
Félagsfundur Kennara-
félags Iðnskólans
Krefjast
þess að
stjórnvöld
axli ábyrgð
Á FÉLAGSFUNDI Kennarafélags
Iðnskólans í Reykjavík 14. nóvember
sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt
samhljóða:
„Félagsfundur Kennarafélags Iðn-
skólans í Reykjavík gagnrýnir harð-
lega það áhugaleysi sem hefur ein-
kennt framkomu stjórnvalda í
yfirstandandi kjaradeilu ríkisins við
Félag framhaldsskólakennara. Það
kemur meðal annars fram í því að
Samninganefnd ríkisins svarar ekki
kröfum FF ‘eða leggur fram hug-
myndir að lausn. Fundurinn krefst
þess að stjórnvöld landsins axli
ábyrgð og sjái til þess að SNR sinni
kjaraviðræðum af alvöra.
Alþingismenn og ríkisstjórn lands-
ins hafa nú mikilvægt tækifæri til að
koma til móts við kröfur FF um
launaleiðréttingu og sinna skyldu um
gerð kjarasamnings við FF. Með því
móti geta þeir lagt sitt af mörkum
svo launakjör kennara virki ekki
hamlandi í öllu skólastarfi og setji
jafnframt menntun ungmenna lands-
ins í uppnám. Féiagsfundur Kenn-
arafélags Iðnskólans í Reykjavík
hvetur samninganefnd Félags fram-
haldsskólakennara til dáða með ein-
dregnum stuðningi við þau megin-
sjónarmið um Iaunaleiðréttingu sem
stjóm og samninganefnd FF hafa
kynnt vegna gerðar kjarasamnings. “
NÁUM áttum - fræðsluhópur
stendur fyrir morgunverðarfundi
miðvikudaginn 29. nóvember kl.
8.30 - 10.30 í Sunnusal Hótel Sögu.
Verð er 1.500 kr. með morgun-
verði, óskað er eftir að þátttakend-
ur staðgreiði við innganginn.
Morgunverðarfundurinn er opinn
öllum meðan húsrúm leyfir.
Á fundinum munu Axel Hall
sérfræðingur við hagfræðistofnun
Háskóla Islands haldaerindi sem
nefnist Fíkniefnaneysla og kostn-
aður samfélagsins. Erindið er
byggt á nýlegri bandarískri rann-
sókn. Jón Kristjánsson þingmaður
og formaður fjárlaganefndar mun
fjalla um framlög ríkisins til fíkni-
efnamála og skiptingu milli mála-
flokka, þ.e. framlögum til toll- og
BOÐIÐ er upp á sérstaka jóla-
stemmningu í Hlöðunni á Selfossi
fyrir fyrirtæki og aðra hópa. Það
sem einkennir þessa skemmtun,
sem nefnist Sveita-Santa, er lang-
borðsstemmning á sveitasetri með
gríni, glensi, fjöldasöng og jóla-
lögum, segir í fréttatilkynningu.
Farið er með hópana í rútuferð frá
löggæslu, til forvarnastarfs og
meðferðar.
Fundarstjóri verður Guðberg K.
Jónsson, Götusmiðjunni.
Þátttaka skráist hjá bryndis-
@bvs.is eða snjolaug@rvk.is.
Samstarfshópur um
fræðslu- og fíkniefnamál
Náum áttum er opinn samstarfs-
hópur um fræðslu- og fíkniefnamál
með þátttöku: íslands án eiturlyfja,
Vímulausrar æsku, Götusmiðjunn-
ar, Barnaverndarstofu, Landlækn-
is, fulltrúa framhaldsskólanna,
Áfengis- og vímuvarnaráðs, Sam-
starfsnefndar Reykjavíkur um
afbrota- og fíkniefnavarnir, Lög-
reglunnar í Reykjavík, Stórstúku
íslands, og Heimilis og skóla.
Reykjavík og á staðnum sér
Eskimóabandið Húfan og harmon-
ikuleikari um að halda uppi fjörinu
með tónlist og söng.
Sveita-Santa er á vegum ferðafyr-
irtækins Eskimos og Ingólfsskála
sem rúmar um 200 manns í sæti.
Nánari upplýsingar og bókanir
hjá eskimos@eskimos.is
Jólahlaðborð í Hlöðunni